Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 20
Nokkur þekkt borgarbörn fóru með Tilver- unni á uppáhaldsstaðina sína í höfuðborg- inni; garður, hús og tré, Tjömin, Austur- völlur og flugvöllur. Á þessum stöðum slaka borgarbömin á. Þau hafa fundið sína griðastaði. Erla Þórarinsdóttir kaupmaður: Tjörnin og Hljómskála- garðurinn í uppáhaldi Ég er svo lánsöm að búa á mínum draumastað og það eru auðvitað forréttindi að geta gengið um fallegar götur til vinnu og þurfa ekki að hreyfa bílinn daglega," segir Erla Þórarinsdóttir. DV-mynd E.ÓI. Bankastrætið er náttúrlega gatan mín enda hef ég unnið þar um árabil og alltaf kunn- að því vel. Eini staðurinn sem er í meira uppáhaldi hjá mér er Tjömin og Hljómskálagarðurinn. Frá því ég flutti í Þingholtin fyrir fimmtán árum hafa gönguferðir í kringum Tjömina og Hljómskálagarðinn ver- ið fastur liður í mínu lífi, segir Erla Þórarinsdóttir kaupmaður. Starfsins vegna þarf Erla oft að halda utan í innkaupaferðir og spurð um hvernig henni finnist miðbærinn í samanburði við er- lendar stórborgir segir hún: „Ég get alveg viðurkennt að á ámm áður fannst mér stundum að miðbærinn væri svolitið rislítill en eftir því sem árin hafa liðið finnst mér vænna um hann. Reykjavík er lika alltaf að verða fallegri og til dæmis hefur mikið verið gert til að fegra umhverfi Tjarnarinnar." Erla er mikið borgarbarn og seg- ist ekki geta hugsað sér að búa utan Þingholtanna. „Ég er svo lánsöm að búa á mínum draumastað og það em auðvitað viss forréttindi að geta gengið um fallegar götur til vinnu og þurfa ekki að hreyfa bílinn dag- lega.“ Til tilbreytingar frá Tjörninni segist Erla stundum leggja leið sina í höggmyndagarðinn hans Einars Jónssonar. „Garðurinn er ákaflega friðsæll og alltaf gott að koma þar við. Svo finnst mér Ægisíðan lika alltaf skemmtileg,“ segir Erla Þór- arinsdóttir kaupmaður. -aþ Sigurður Arnarson, prestur í Grafarvogi: Kliður hafsins lætur vel í eyrum Uppáhaldsstaðurinn minn í Reykjavík og raunar hvar sem er i heiminum verður alltaf heimilið. Mér líður alltaf vel innan um fjölskylduna og aðra ást- vini,“ segir Sigurður Amarson, prestur í Grafarvogi, aðspurður um uppáhaldsstaðinn í Reykjavík. Hann fær þó ekki að komast upp þetta svar enda bætir hann við að gott sé að vera á vinnustaðnum og í kirkjum. Einnig séu þau nokkur götuhomin í Reykjavík sem kalli fram ýmsar minningar og tilfmningar. „Þeir útibekkir í borginni sem ég hef oftast setið á eru sennilega fyrir framan aðalbyggingu Há- skólans. Þar er gott að sitja og hugsa, og eða fylgjast með fuglalífi Vatnsmýrarinnar, „ seg- ir Sigurður. Oft fylgir mikill erill starfi prestsins og þeg- ar Sigurður vill vera einn með sjálfum sér verður Ægisíðan oftast fyrir valinu. Hann seg- ist fara á þessar æskuslóðir sinar i öllum veðmm og alltaf kunna vel við það. „Það er gott að ganga með fram ströndinni, annað- hvort vestur á Seltjamarnes eða í áttina að Reykjavíkurflugvelli. Þarna man ég eftir hæsnarækt, skrýtnum og skemmtilegum grá- sleppukörlum. Þarna var líka Stefán frá Möðrudal ásamt öðrum með nokkra hesta, og ef hann var ekki að sinna þeim þá spilaði hann á harmóníkuna, málaði eða fékkst við eitthvað annað sem vakti athygli okkar sem yngri vorum, því eins og margir vita fór Stef- án ekki troðnar slóðir. Að mínu mati hefur náttúran, umhverfi hennar og litadýrð svip hinnar eilífu fegurðar. Kliður hafsins lætur vel í eyrum, Keilir heilsar manni tignarlega í fjarska og fuglarnir með sínum söng eða gargi hafa góð áhrif á mann. Auk þess hef ég alitaf haft áhuga á flugi og ekki spillir fyrir að sjá eina og eina flugvél koma i lágflugi inn á ein- hverja flugbrautina. Það er engin spuming að maður verður léttstígari og léttari í lund eftir að hafa gengið þarna um,“ segir Sigurður Arnarson prestur. -aþ „Ekki spillir fyrir að sjá eina og eina flugvél koma í lágflugl inn á einhverja flugbrautina," segir Sigurður. DV-mynd ÞÖK „Sú þróun sem hefur orðið í Reykjavík er alveg stórkostleg. Þetta er að verða svo falleg borg.“ DV-mynd ÞÖK Guðrún Ásmundsdóttir leikkona: Nammi frá löggunni Guðrún Ásmundsdóttir leikkona fædd- ist og ólst upp í húsi á horninu á Laugavegi og Skólavörðustíg. „Þegar ég var tveggja ára lagði ég leið mina alein niður á Austurvöll með kápuna yfir arminum eins og finu dömumar gerðu. Þar fann lögreglan mig eftir mikla leit. Ég var í góðu yfirlæti á lögreglustöðinni þegar foreldr- ar mínir komu að sækja mig. Þetta varð til þess að um tíma lagði ég leið mína nær dag- lega niður á Austurvöll til að fá lögregluna til að taka mig og gefa mér nammi.“ Guðrún á það enn þá til að setja kápuna á handlegginn og tylla sér á bekk á Austurvelli. Hins vegar kemur enginn laganna vörður og gefur henni nammi á lögreglustöðinni. „Þar sem ég sit á bekk horfi ég á Dómkirkj- una, Alþingishúsið og Hótel Borg sem á svo skemmtilega sögu. Svo kíki ég yfir að Lands- símahúsinu. Vinkona mín bjó í því húsi. Við áttum mikinn meting í því hvor okkar væri meiri Reykvíkingur." Guðrún segir það gleðja augað að sjá ný- uppgerðu húsin sem fylgja Alþingishúsinu. „Gömlum Reykvikingum eins og mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar maður sér þessi verðmæti gerð upp.“ Hún situr stundum ein á Austurvelli. Stundum hringir hún í vini og mælir sér mót við þá í einhverju af kaffihúsunum sem standa við Austurvöll. „Sú þróun sem hefur orðið í Reykjavík er alveg stórkostleg. Þetta er að verða svo falleg borg.“ Guðrún fæddist í hjarta borgarinnar og býr í vesturbænum. Hún er mikill Reykvík- ingur í hjarta sínu. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.