Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 1
19 Fimmtudagur 27. maí 1999 Leikmenn Man- chester United hefja Evrópubik- arinn á ioft eftir frækinn sigur á Bayern Munchen f úrslitaleiknum í Barcelona í gær- kvöld. Reuter Einar í banni gegn Val Einar Þór Daníelsson leikur ekki með KR-ingum gegn Val í þriðju umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann á eftir að taka út eins leiks bann frá því 1 fyrra en leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá KR síðan Einar' fékk leikheimild með félaginu eftir að hafa leikið með OFI í Grikklandi í vetur. Bjarki Gunnlaugsson verður hins vegar í leikmannahópi KR í fyrsta sinn. „Það hefur lítið reynt á formið hjá honum en mér líst vel á Bjarka og hann mun taka þátt í þessum leik,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, við DV í gærkvöld. KR er enn án þeirra Þorsteins Jónssonar og Bjarna Þorsteinssonar sem eru meiddir. Tveir aðrir en Einar Þór taka út leikbann í leikjum 3. umferðar í kvöld. Hlynur Stefánsson verður ekki með ÍBV gegn Grindavík og Gunnlaugur Jónsson verður ekki með ÍA í Keflavík. -VS Hlynur Stefánsson: Sá fyrsti í 17 ár Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyja- manna, tekur út leikbann þegar lið hans mætir Grindavík í úrvalsdeild- inni í knattspymu í kvöld. Þetta verður í fyrsta skipti í 17 ár sem Hlynur missir af leik í efstu deild hér á landi. Hlynur hefur spilað alla leiki sem hann hefur átt kost á í efstu deild frá árinu 1982. Síðast missti hann af leik hér á landi árið 1987 þegar hann lék með ÍBV í gömlu 2. deildinni. Hlynur lék í Svíþjóð árin 1992- 1995 og þá spilaði hann 99 deilda- leiki af 104 sem hann átti kost á með Örebro. -VS Manchester- borg á hvolfi Manchester-borg í Englandi fór gersamlega á hvolf í gærkvöld eftir frækinn sigur Manchester United í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Fólk flykktist út á göturnar og allir veitingastaðir troðfyUtust strax og leiknum lauk og hljómsveitir settu upp tónleika á götum úti. Búast má við því að fagnaðarlátunum í borginni linni ekki næstu dagana. -VS Smáþj óðaleikarnir: ísland meö flest verðlaun (2&2p

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.