Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 21 Sport Blcand í nolca DV, Liechtenstein: Kim Magnús Nielsen, margfaldur ís- landsmeistari í skvassi, varð fyrir því óláni að fá flensu í fyrrakvöld og það háði honum mjög í leikjum íslenska liðsins í liðakeppninni í gær. Kim var þróttlitill og úthaldslaus og ails ekki líkur sjálfur sér. íslensku skvassspilararnir kvört- uðu mjög yflr hitanum i keppnissaln- um. Einn þeirra hatði það á orði að einn leikur í salnum jafnaöist á við fimm heima á íslandi. Karlaliöió í blaki fær liðsauka fyrir leikinn gegn Möltu i dag en Einar Sigurósson kom til móts við liðið i gær. Einar sem leikur með dönsku meisturunum í Gentofte gat ekki komið fyrr vegna prófa í skólanum í Danmörku. Eydis Konráösdóttir, sunddrottning frá Reykjanesbæ, hefur æft í Ástralíu i vetur. Hún sagði í spjalli við DV að hún hefði haft mjög gott af því að æfa með bestu sundmönnum Ástralíu og hún sagðist stefna að þvi aö fara aft- ur út í haust og leggja þá stund á nám samhliða sundinu. Mikill áhugi var fyrir leik Manch- ester United og Bayem Múnchen í úr- slitum meistaradeildarinnar í gær. Skipuleggjendur leikanna skynjuðu þennan áhuga og komu upp stóru breiðtjaldi i tjaldi i miðbæ Vaduz. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Stef- án Konráðsson framkvæmdastjóri hafa fylgst grannt með leikunum og hafa veriö duglegir við að mæta og hvetja íslensku keppenduma. Ellert sem gárungamir kalla Schramranch sagði við DV að hann væri mjög ánægður með skipulag leikanna og umgjörðin og mannvirkin hjá Liecht- ensteinum væru til fyrirmyndar. -GH Sund: Himmlifandi meö árangur krakkanna íslenska sundfóllkið stóð sig mjög vel en fyrsti dagur sundkeppninnar var í gær. íslendingar unnu fem gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir bætti íslandsmet í 200 metra baksundi en sigurtími hennar var 2:20,85 mín. Örn Amarson varð hlutskarpast- ur i tveimur greinum eins og vænta mátti. Hann sigraði 1 200 metra baksundi og 100 metra skriðsundi og þá varð unnusta hans, Lára Hmnd Bjargardóttir, fyrst í mark í 200 metra fjórsundinu. Örn synti 100 meta skriðsundið á 52,17 sek- úndum og 200 metra baksundið á 2:12,10 mínútum Auk gullverðlauna í 200 metra baksundinu vann hún til silfurverð- launa í 100 metra skriðsundinu. Þá vann Ómar Snær Friðriksson silfur í 200 metra íjórsundinu. Bronsverðlaunin komu í hlut Eydísar Konráðsdóttur í 200 metra flugsundinu, Ríkharðs Ríkharðsson- ar í 100 metra skriðsundinu og til Sunnu B. Helgadóttur í 200 metra fjórsundinu. „Ég var mjög sáttur við sundin. Ég synti 200 metra baksundiö ekk- ert á fullu og því var tíminn ekkert sérstakur og 100 metra skriðsundið var mjög gott,“ sagði Örn i samtali við DV í gær „Ég er himinlifandi með árangur krakkanna en þau stóðu svo sannar- lega fyrir sínu. Þetta er góður hópur og mjög samstilltur og ég held að sundfólkið okkar eigi eftir að gera það gott sem eftir er af leikunum," sagði Sesselja Árnadóttir, formaður Sundsambands íslands, við DV en hún er með keppnisliðinu hér á leikunum. Eftir tvo keppnisdaga hafa Íslend- ingar unnið flest verðlaun eða 19 talsins, 8 gull, 4 silfur og 7 brons. Kýpur kemur næst með 6 gull, 3 silf- ur og 6 brons og Lúxemborg er með 6 gull, 2 silfur og 7 brons. -GH DV Sport Smáþjóðaleikarnir í Liechtenstein: Jón Arnar nældi í gull og tvo silfur - Silja Úlfarsdóttir sigraði einnig í 400 metra hlaupi DV, Liechtenstein: Jón Amar Magnússon nældi í ein gullverðlaun og tvenn silfúrverðlaun á einni klukkustund í frjálsíþrótta- keppni leikanna í gær. Jón hafði í nógu að snúast en greinamar þijár sem hann keppti í, langstökk, 110 metra grindahlaup og kúluvarpið vora allar í gangi á sama klukkutím- anum. Jón þurfti því að hlaupa milli staða og eðlilega hafði það sitt að segja fyrir hann. Hann sigraði í langstökk- inu með 7,64 metra stökki aðeins ein- um sentímetra frá Smáþjóðaleikameti en samt nokkuö frá sinu besta semer 8 metrar. Jón varð svo annar í kúlu- varpinu með kast upp á 15,70 metra og hann varð einnig annar í 110 metra grindahlaupinu á 14,44 sekúndum. „Maður er aldrei sáttur nema að stefni að sjálfsögðu að því að bæta mig. Ég veit ekki annað en að flestir bestu tugþrautarmenn verði með að Dan O’Brian undanskildum en hann virðist einfaldlega ekki leggja i að mæta okkur. Hann tekur bara stóm mótin,“ sagði Jón Jón Amar tekur í sjötta sinn þátt í tugþrautarmótinu í Götzis. Hann varð í 3. sæti í fyrra með 8573 stig en best á Jón 8584 stig. Þórdís Gísladóttir ha&aði í 3. sæti í hástökki en þessi 38 ára gamla kempa sem lengi hefur verið að stökk 1,70 metra. Þórdís er að keppa á sínum sjöttu Smáþjóðaleikum en í þau tvö skipti sem hún hefúr ekki keppt hefúr það verið vegna bameigna. Til marks um það hve lengi Þórdis hefúr verið í þessari íþrótt þá keppti hún fyrir ís- lands hönd á ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 en þá var hún að- eins 15 ára gömul. Sótt úr búðarferð til Sviss og sigraði Silja Úlfarsdóttir hefúr heldur betur slegið í gegn á leikunum. í fyrradag vann hún eftirminnilegan sigur í 100 metra hlaupi og í gær gerði hún sér htið fyrir og sigraði í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 54,94 sekúndum og setti nýtt íslandsmet í stúlknaflokki. Upphaflega átti 400 metra hlaupið ekki að fara fram fyrr en á morgun en skipuleggjendur leikanna breyttu því í gær og settu 400 metra hlaupið. Silja vissi ekki annað en að hún ætti frí og notaði því tækifærið til búðarferðar í Sviss en hún var ekki búin að vera lengi þar þegar Sigurður Haraldsson, einn af þjálfúrum í ís- lenska hðinu, tilkynnti henni að hún ætti að koma strax til Liechtenstein að keppa. „Stóð við það sem ég hafði lofað“ „Ég stóð við það sem ég hafði lofað, það er að vinna þetta hlaup. Ég ætlaði mér reyndar að hlaupa undir 54,90 og ná lágmarki á Evrópumótið en það tókst ekki. Ég hefði kannski náð því ef ég hefði ekki byijað að fagna of snemma. Nú er ég komin með tvö guh og nú er bara að ná því þriðja í 200 metrunum," sagði Silja. Silja átti best 55,87 sem hún hljóp á á Norðurlandamótinu í fyrra. „Ég er rétt að byija og ef ég slepp við meiðsli í sumar þá lofa ég að bæta mig meira,“ sagði hin stórefnilega Silja sem verður 18 ára gömul í næsta mánuði við DV. Magnús Aron Hallgrímsson varð í þriðja sæti í kúluvaipinu með kast upp á 15,62 metra en Magnús vann sem kunnugt er sigur í kringlukastinu i gær sem er hans aðalgrein. Bjami Þór Traustason varð í 5. sæti í langstökkinu. Hann stökk 7,36 metra og bætti sinn besta árangur um 11 sentímetra. Sigurður Haraldsson, fijálsíþróttafrömuður í Hafnarfirði, var ekki lengi að nefna að þetta væri nýtt Hafnarfjarðarmet hjá Bjama. Jón Ásgrímsson varð í 2. sæti í spjótkastinu með 67,71 metra en meiðsli í hné háðu honum og gat hann ekki kastað síðasta kastið af þeim sökum. Martha byrjaði vel en missti forystuna Martha Emstsdóttir náði svo í silfúrverðlaun í 5000 metra hlaupinu sem var síðasta grein frjálsíþrótta- keppninnar í gær. Martha byijaði vel en missti forystuna þegar sjö hringir vom eftir og hélt örugglega öðm sætinu eftir það. -GH Jón Arnar Magnússon brosir breitt með gullverðlaunin fyrir sigurinn í lang- stökki á Smáþjóðaleikunum í gær. DV-mynd L. Vaterland vinna en ég er að vissu leyti ánægður. Ég fann ekki fyrir meiðslum í hnénu sem hafa verið að hrjá mig og það var ánægjulegt. Ég ætlaði mér færri stökk í langstökkinu en þau urðu fimm tals- ins og því gafst lítill tími til að hita upp fýrir grindina. Ég stífnaði upp og keppnin í kúluvarpinu hjá mér var því kannski meira upp á grín,“ sagði Jón Amar í spjalli við DV þegar hann hafði lokið keppni. Jón Amar hefur þar með lokið þátt- töku á Smáþjóðaleikunum en nú tek- ur við stuttur undirbúningur fyrir taugþrautarkeppnina í Götzis sem fram fer um helgina. Hvílir fyrir mótið í Götziz sem verður um helgina „Nú hvfli ég mig fyrir keppnina í Götzis. Eftir þessa keppni lít ég Götziz nokkuð björtum augum. Ég fmn ekki fyrir neinum meiðslum og er tiflbúinn að gera mitt besta um helgina. Ég Jón Arnar stekkur 7,64 metra í Liechtenstein í gær. DV mynd L. Vaterland Peter Schmeichel, fyrirliði og markvörður Manchester United, lyftir Evrópubikarnum eftir kveðjuleik sinn með félaginu á Nou Camp í Barcelona í gærkvöld. Reuter WjmBm „Ætlum okkur í úrslitaleikinn" - sagði Vignir Hlöðversson, landsliðsmaður í blaki DV, Liechtenstein: Islenska karlalandsliðið í blaki beið lægri hlut fyrir Kýpverjum í öðrum leik sínum í A-riðli leikanna en í fyrra- kvöld höfðu íslensku strákamir betur gegn gestgjöfunum frá Liechtenstein, 3-1. Lið Kýpur er fyrir fram talið besta liðið í karlaflokki en íslenska liðið veitti Kýpverjum verðuga keppni. Þó svo að Kýpverjar hafi unnið leikinn, 3-0, þurftu þeir að svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Fyrsta hrinan var æsispennandi. íslendingar byrjuðu betur og höfðu betur lengi framan af en Kýpveijar voru sterkari á endasprettinum og sigmðu, 25-23. Önnur lotan var í nokk- uð öruggum höndum Kýpurliðsins og henni lyktaði með sigri Kýpur, 25-14. Þriðja og síðasta lotan var í jafnvægi allan tímann og þróaðist ekki ósvipað og sú fyrsta en Kýpveijar áttu góðan endasprett og sigruðu, 25-18. Það er ekki hægt annað en að hrósa íslenska liðinu fýrir góða frammistöðu í leiknum. Þeir léku oft vel í sókninni með Vigni Hlöðversson og Áka Thoroddsen sem bestu menn. Varnarleikurinn var ekki eins traustur enda íslenska liðið lágvaxið og af þeim sökum oft erfitt uppdráttar í hávöminni. „Engin skömm að tapa fyrir Kypverjum" „Kýpur hefur undanfarin ár verið með yfirburðalið á þessum leikum og það er engin skömm að tapa fýrir þeim. Við við vorum hins vegar að stríða þeim í tveimur lotum af þremur og sér- staklega í þeirri fyrstu þar sem aðeins skorti herslumuninn á að við færum með sigur af hólmi. Það var kannski smástress í mannskapnum enda andstæðingurinn sterkur. Þeir era vel samæfðir enda búnir að vera lengi saman og spila mikið. Það sem skilur á milli er að við érum að gera aðeins meiri tæknifeila heldur en þeir og stóra málið er að okkur skortir fleiri verkefni fyrir landsliðið," sagði Vignir Hlöðversson einn besti leikmaður ís- lands í leiknum gegn Kýpur, eftir leik- inn. íslendingar mæta Möltu á morgun og þann leik þurfa þeir að vinna til að eiga möguleika á að keppa um efsta sætið en spilað er krossspil eftir riðla- keppnina. Til að komast í úrslit þarf að vinna Möltu „Við eigum góða möguleika á að vinna Möltuliðið og við ætlum okkur að mæta Kýpverjumí úrslitaléiknum. Nú höfum við mætt þeim og séð hvað við þurfum til að leggja þá að velli. En fyrst verðum við að vinna Möltu og það er góður hugur í hópnum að gera það,“ sagði Vignir enn fremur. Kvennalandsliðið tapaði, 3-1, í gær sínum öðrum leik í röð þegar liðið mætti Möltu. -GH Einstæð þrenna í höfn hjá Manchester United: - tvö mörk í lokin tryggðu Man. Utd Evróputitilinn Manchester United er Evrópu- meistari í knattspyrnu eftir ein- hvem magnaðasta sigur í úrslita- leik sem um getur. Hinir nýkrýndu Englands- og bikarmeistarar vora 0-1 undir í 85 mínútur gegn Bayem Múnchen á Nou Camp í Barcelona í gærkvöld en skoruðu tvö mörk eftir að venjulegum leiktíma var lokið og sigraðu, 2-1. Þar með er einstæð þrenna í höfn hjá Manchester United en félagið hefur tryggt sér þrjá stærstu titla sem enskt félagslið getur krækt í á aðeins 10 dögum. Þetta var jafnframt 33. leikur United í röð án taps og félagið kom með Evrópubikarinn aftur til Eng- lands eftir 15 ára fjarveru. Liverpool vann hann síðast enskra félaga árið 1984. Á afmælisdegi Busbys Manchester United hefur einu sinni áður orðið Evrópumeistari, árið 1968. Þá stýrði goðsögnin Matt Busby liðinu, og það var við hæfi að bikarinn kæmi aftur til Manchester í gær. Busby hefði orðið níræður í gær hefði hann lifað. Mario Basler skoraði fyrir Bay- em úr aukaspymu strax á 6. mín- útu. Seint i leiknum gátu Þjóð- verjamir tryggt sér sigurinn þegar þeir áttu skot í bæði stöng og þver- slá. En í lokin vora það tveir vara- menn, Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem skoraðu eftir þunga pressu Manchester United og 2-1 sigur var staðreynd. Ekki einu sinni HC Andersen „Ekki einu sinni HCAndersen hefði getað skrifað svona ævintýri. Mörkin bera baráttuanda liðsins gott vitni, það gefst aldrei upp. Þeg- ar ég ákvað að hætta hjá félaginu í lok tímabilsins, ákvað ég um ieið að hætta með eins miklum glæsibrag og mögulegt væri, og það tókst,“ sagði danski markvörðurinn Peter Schmeichel, sem var fyrirliði í gær- kvöld í fjarveru Robbies Keane, og lék sinn 398. og síðasta leik fyrir Manchester United. Ekki hægt að gera betur „Ég var farinn að sjá fram á tap. Ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að halda virðingunni og sætta mig við að þetta tækist ekki. En þetta var hreinasta ævintýri. Það er ekki hægt að gera betur, þetta er toppur- inn. En það er hægt að jafna þetta afrek,“ sagði Alex Ferguson, hinn sigursæli framkvæmdastjóri Man- chester United. „Við urðum að skora eftir alla þessa pressu og einhver varð að taka af skarið. Liðsandinn hjá okk- ur er ótrúlegur, það standa allir saman sem einn maður. Sé einhver að furða sig á því af hverju ég er enn hjá Manchester United, þá er þessi leikur svarið,“ sagði hetjan, Ole Gunnar Solskjær. Getur knattspyrnan verið svona miskunnarlaus? Fögnuður leikmanna og Stuðn- ingsmanna Manchester United var gífurlegur, en sorg Þjóðverjanna var að sama skapi yfirþyrmandi. Þeir voru með Evrópubikarinn í höndunum fram á síðustu mínútu og leikmenn liðsins hágrétu á vell- inum þegar flautað var tfl leiksloka. „Ég skil þetta ekki, getur knatt- spyrnan virkilega verið svona mis- kunnarlaus. Ég á ekki orð,“ sagði Stefan Effenberg. „Þetta er biturt og sorglegt. Við erum allir slegnir yfir þessu, þetta er óskiljanlegt," sagði Lothar Matt- háus, hinn 38 ára gamli aldursfor- seti Bayern. „Þetta er hrikalegt tap, eftir að hafa verið svona nærri sigri. Ég hef sjaldan upplifað annað eins,“ sagði Franz Beckenbauer, forseti Bayern. -VS Eiður Aðalgeirsson langhlaupari hljóp 110 kílómetra: 1 Trúi því varla enn að hafa fengið harðsperrur daginn Eíöur Aöalgeirsson langhlaupari vann það mlkia afrek á laugardaginn langt og hef litíö hugsað um hraöa eða stutt hlaup á mlnum hlaupaferli.11 Egill starfár sem ræstingafyrirtæki Hilmars „Ég fékk mér Carbo Lode drykki og Hraustan próteindrykk daginn fyrir hlaupið og aftur strax að loknu hlaupinu.“ Á meðan á hlaupinu stóð drakk hann reglulega Squeezy Powder kolvetnadrykk og notaði Squeezy orkugelið á um 30 mínútna millibili. „Ég hef verið langhlaupari um árabil og nú fer ég aldrei í lengri hlaup án þess að vera með Squeezy orkugelið og/eða Squeezy kolvetnadrykk með mér. Bæði gefa Leppin-sport vörumar mér réttu orkuna auk þess sem ég er fljótari að ná mér aftur eftir átökin. _______________________________________________________________Eiður Aðalgeirsson og ekki bættí úr skák rigning og hvassvíðri þegar líða tók á daginn og |allan Nesjavallavcginn hijóp Eiður á pótí vindi. í stuttu ivarEiðurspurð- þvort hann hefði tverið rúmliggj- daghm eftir: „Það ótrúlegasta við var að ég fann ekki fý-rir neinni » sunnudaginn. Ég var orðinn .ireyttur jægar ég hætti að en daginn eftír var ég ekki sinni með harðsperrur og ég yð á þvf við eiginkonu mina að æri með ólíkindum og ég tryði igurla. Þetta er enn undarlegra % að ég taidi mig ekki vera i .íi æfmgu fyrir hlaupið." "hóf að hlaupa af alvöru í '4990, þá rútnlepi þritugur jetta af mikilii hörku strax og .ega i maraþonhlaup. Tveimur ðar tók ég þátt í ofúrmaraþoni r-Afríku sem er rúmir nfutiu írarar. Það var ákaflega spenn- ý skemmtilegt og hef það einu sinni síöan. Eiður býr í Hafnariirði og vinn- ur á Suðume8jum: „Ég gerði það um tíma að hlaupa f 11 ui L'mvunuu gönguskíði og tuttugu Eiður 'ÍVÓHIj G-f'óv ,,t». <UT* Maður dagsins vinnuna en er hættur þvf núna. Ég hleyp alltaf frá heimili mínu og fer oftast upp f Heið- mörk, í dag finnst mér nefhilega gott að hlaupa á möL Eftir að ég hafði verið f Suður-Afrlku við æf- ingar og keppni og hlaupið eingöngu á malbiki, fannst mér í fýrstu, eftir að heim kom, ómögulegt að hlaupa á mölinni en hef vanist því s an enda þykir mér ekkert skenuntiiegra en að hlaupa tekíð sem ur en þvf að Pöntunarþjónusta á internetinu: www.mmedia.is/hlaup Squeezy powder, krakkadrykkir og unglingadrykkir fást einnig í stórmörkuðum um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.