Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Sport DV Draumalið DV Tveimur umferðum er lokið í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og þar með er lokið tveimur fyrstu umferðunum í drauma- liðsleik DV. Tvö lið, Gúra snúra og Hrafn- arnir, eru jöfn og efst með 34 stig en fjöldi liða fylgir í kjölfarið. Eftirtalin lið eru í efstu sætun- um. Bókstafur fyrir aftan nafn liðs táknar landshlutann, en sér- stök keppni er innan hvers landshluta. 00538 Gúra snúra V .............34 03667 Hrafnarnir................34 00527 Kría R....................30 00548 Fontur 2 R................30 02453 Ice-9 V...................29 00245 This is it! R.............28 00504 Úlfarnir HÞ A.............28 02447 Fagnaðarefni dagsins G ... 28 02704 Völsi United N ...........28 03575 Beckham United FC R .... 28 03683 Astria G .................27 03505 Fugazi R..................26 Steingrímur og Ágúst stigahæstir Tveir leikmenn hafa hlotið 13 stig í tveimur fyrstu umferðun- um, Steingrímur Jóhannesson úr ÍBV fyrir frammistöðu sína gegn Leiftri í 1. umferð og Ágúst Gylfason úr Fram fyrir leik sinn gegn Keflavík í 2. umferð. Eftir- taldir leikmenn eru stigahæstir til þessa: Steingrímur Jóhannesson, ÍBV . . 13 Ágúst Gylfason, Fram..............13 Albert Sævarsson, Grindavík ... 11 Sigursteinn Gíslason, KR...........7 Sumarliði Árnason, Víkingi.......7 Hákon Sverrisson, Breiðabliki ... 5 Jón Þ. Stefánsson, Val.............5 Zoran Daníel Ljubicic, Keflavlk . . 4 Birkir Kristinsson, ÍBV............4 Guðni Rúnar Helgason, ÍBV........4 Hjalti Jóhannesson, ÍBV ...........4 ívar Bjarklind, ÍBV ...............4 Kjartan Antonsson, ÍBV.............4 Hreiðar Bjamason, Breiðabliki . . 4 Rútur Snorrason, IBV ..............4 Lárus Huldarsson, Vikingi........4 Félagaskipti heimil Frá og með deginum í dag og til 31. júlí mega þátttakendur skipta um leikmenn i sínum lið- um. Skipta má um þrjá leikmenn í hverju draumaliði og nú má bæta við fleiri leikmönnum frá sama félagi. Aðeins þarf að gæta þess að skipta um leikmann i sömu stöðu og að heildarverðið á liðinu fari ekki upp fyrir 2,2 milljónir eftir skiptin. Félagaskiptin má senda á faxi í 550-5020 og á netfangið draum- ur@ff.is. Einnig tilkynna þau bréflega til íþróttadeildar DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Nauðsynlegt er að taka fram númer viðkomandi leikmanna (t.d. VM16, SM 27). Félagaskipti sem tilkynnt verða fyrir kl. 19 i dag taka gildi fyrir leiki 3. umferðar. Nýir leikmenn bætast við Sömu leikmenn og áður standa til boða, að viðbættum nokkrum nýjum. Lista yfir leik- mennina er að finna í DV 6. maí og 12. maí og heildarlistinn verð- ur aftur birtur í blaðinu í næstu viku. Auk þess er listann nú að fmna á íþróttavefnum á Visir.is. Nýju leikmennimir sem nú bætast við eru eftirtaldir: VM51 Zoran Miljkovic, ÍBV . 250.000 VM52 Gordon Forrest, Leiftri 150.000 VM53 Stevo Vorkapic, Grind. 150.000 VM54 Arnar Hallsson, Vík. . . 50.000 TE51 Bjarki Gunnlaugss., KR 350.000 TE52 Ásgeir Halldórss., Fram 150.000 TE53 Ásmundur Arnarss, Fr. 250.000 SM31 Duro Mijuskovic, Grind 150.000 SM32 Jón Grétar Ólafss, Vík. . 50.000 Síðustu draumaliðin Tilvísunarnúmer síðustu draumaliðanna sem skráð voru til leiks eru sem hér segir: 03840 Draumur 03842 Kraftwerk 03843 Reynir Á. 03844 Staupi FC 03845 Austurver FC 03846 Lax FC 03847 Brimnes 3. umferðin hefst í kvöld: Enginn úti- sigur enn Fjórir leikir fara fram í úrvals- deildinni í knattspymu í kvöld. ís- landsmeistarar ÍBV taka móti Grindavík og verða Eyjamenn gera betur en í síðasta leik. Hörð rimma verður í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Skaga- mönnum en bæði liðin hafa byrjað mótið illa. Ekkert annað en sigur hjá. báðum liðum kemur til greina. Breiðablik og Fram leika í Kópa- vogi og KR og Valur á KR-velli. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Umferðinni lýkur á laugardag með leik Víkings og Leifturs. Þess má geta að Bjarki Gunn- laugsson verður í leikmannahópi KR-inga í leiknum gegn Val í kvöld. Siðdegis í gær voru 700 mið- ar seldir í forsölunni hjá KR. . Nú þegar tvær umferðir eru búnar af úrvalsdeildinni í knattsyrnu, fyrir utan frestaðan leik Leifturs og KR, vekur athygli að enn hefur ekki unnist leikur á útivelli. Reyndar hafa útiliðin að- eins náð í 3 stig af 27 mögulegum, eða 11% þeirra stiga sem í boði hafa verið. Það hefur aldrei gerst áður í sögu 10 liða deildar að það hafi ekki unnist útisigur í fyrstu tveimur umferðunum. KR-ingar eru deildarinnar eina von um að bjarga því en þeir geta samt ekki forðað þessu sumri frá meti í 10 liða deild, því fæstir sigrar á útivelli í 10 liöa deild eru tveir hjá 10 árum, síðast í fyrra. Aldrei hafa útiliðin áður náð í jafn fá stig og nú eða 3 en árin 1980 og 1985 náðu úti- liðin aðeins í 7 stig. 1980 er uppfært líkt og 3ja stiga reglan hafi verið þá í gildi. Útiliðin skora ekki mikið Útiliðin hafa líka aðeins gert 3 af 18 mörkum deildar- innar til þessa en fæst mörk útiliða í fyrstu tveimur um- ferðunum eru 7 mörk 1980. Athyglisvert er að sjá hvort útiliðin skila fyrsta sigrinum i kvöld þegar 3. umferðin fer í gang. -ÓÓJ/JKS Valsmenn hafa aðeins skorað eitt mark á síð- ustu 656 leikmínútum sinum í deildinni á KR- vellinum. Eina mark Valsmanna á þessum gerði Hördur Magnússon í 6-1 tapi iumarið 1997. ingar hafa unnið 4 af síðustu 6 leikj- un og Valsmenn hafa ekki unnið deild- t'rleik í Frostaskjólinu síðan 1991. fiyjamenn hafa unnið alla fjóra leimaleiki sína gegn Grindavík í trfstu deild en jafhframt þvi hefur ÍBV tapað 3 af 4 útileikjum sín- um í Grindavik. Grindavik var sióasta lið- ið til að vinna iBV sem og að skora hjá íslandsmeistur- um Eyjamanna í deildinni er Grétar Hjartarson skoraði sigurmark Grindvíkinga i leik hðanna í 16. umferð í fyrra. Keflavik hefur gengið afar iila gegn ÍA suður með sjó. Keflavík hef- ur aðeins unnið 2 af 18 heimaleikjum sínum gegn ÍA frá 1977 og fyrir utan sumarið 1994 er Keflvikingar unnu báða leiki hðanna hafa þeir ekki unnið Skagamenn síðan 1986, eða í 16 leikjum. -ÓÓJ Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er bjartsýnn á gott gengi gegn Svisslendingum í Aarau í kvöld. Islendingar mæta Svisslendingum í undankeppni EM í kvöld: - á gott gengi, segir Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari íslenska landsliðið í handknatt- leik leikur í kvöld afar mikilvægan leik í undankeppni Evrópumóts landsliða. Leikið verður gegn sterku liði Svisslendinga í Sviss. íslenska liðið æfði í höllinni í Aarau I gær og Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari sagði í samtali við DV eftir æfmguna að allir leikmenn íslenska liðsins væru heilir og til- búnir í leikinn gegn Sviss. „Svisslendingarnir eru mjög frískir og þeirra lið er mjög sterkt. Inn í lið þeirra em komnir Baum- gartner og Kostandinovic en þeir eru báðir leikmenn á heimsmæli- kvarða. Við erum vel miðvitaðir um mikilvægi þessa leiks og allir leik- mennimir eru tilbúnir að leggja sig 100% fram í leiknum. Við höfum verið að skoða svissneska liðið á myndbandi en þeir töpuðu fyrir Rússum á dögunum með þriggja marka mun á heimavelli sínum, 24-27. Það er greinilegt að Sviss- lendingar eru i góðu formi og þetta verður því mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Þorbjöm Jensson. Hann tilkynnir byrjunarlið íslands í hádeginu í dag. Vantar Valdimar og Konráð íslendingar tefla fram sínu sterkasta liði í dag ef frá em skildir homamennimir Valdimar Grímsson og Konráð Olavsson. Vissulega veik- ir fjarvera þeirra íslenska liðið, sér- staklega fjanæra Valdimars, en Þor- bjöm taldi að þessi skakkafóll myndu einungis þjappa mönnum enn betur saman fyrir átökin í kvöld. „Leikmennimir vita nákvæmlega hversu mikilvægur leikur þetta er fyrir íslenskan handknattleik. í raun má segja að allir leikir í dag séu orðnir mjög mikilvægir. Þetta er því ekkert nýtt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörn. Verðum að leika agað, hvert mark skiptir máli Þorbjöm lagði í gær línurnar fyr- ir leikinn í kvöld: „Við verðum að leggja aðal- áhersluna á mjög agaðan leik og láta skynsemina ráða. Málið er ein- falt, hvert einasta mark skiptir máli því ef Sviss vinnur í kvöld og við vinnum leikinn heima ræður markatalan úrslitum um það hvor þjóðin heldur áfram í keppninni. Ég er þokkalega bjartsýnn á leikinn í kvöld og tel okkur eiga góða mögu- leika á sigri. Svisslendingamir eru eflaust með sterkara lið á pappfrn- um en það segir ekki alla söguna. Það er frábær stemning í okkar leikmannahópi og allir staðráðnir í að selja sig dýrt,“ sagði Þorbjörn. Reiknuðu eflaust með að vinna okkur tvisvar - Nú unnu Svisslenddingar lið Kýpur með mun minni mun en við, þar munaði yfír 20 mörkum. Kannt þú skýringu á því? „Ekki aðra en þá að þeir hafi met- ið stöðuna þannig að leikir þeirra gegn Kýpur skiptu ekki máli vegna þess að þeir myndu vinna okkur í báðum leikjunum. Vonandi skiptir markatalan ekki máli þegar upp verður staðið,“ sagði Þorbjöm Jens- son. -SK Ungverski þjálfarinn kemur ekki til Eyja Ekkert verður af komu ungverska þjálfarans til Eyja eins og vonast hafði verið til. Magnús Bragason, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði að upplýsingar um hann hefðu reyndust rangar og m.a. talaði hann ekki stakt orð í ensku. „Leitin að þjáifara stendur því enn yfir en við erum með allar klær úti hér heima og erlendis. Við ætlum að vanda valið og erum að gera okkur vonir um að málin komist á hreint fyrir aðra helgi," sagði Magnús við DV í gærkvöld. -JKS Annaöhvort búið eða framhald í september Ef ísland nær betri útkomu úr leikjunum gegn Sviss en Svisslending- ar verður næsta verkefni landsliðsins að leika heima og heiman gegn einhverri Evrópuþjóð í september. Ekki er mögulegt að vita á þessari stundu hver andstæðingurinn yrði þá. Ef ísland slær þann andstæðing út eftir tvo leiki er gatan greið til Króatíu en þar fara úrslit Evrópukeppninnar fram í janúarmánuði í byrj- un næsta árs. Ef ísland situr eftir er næsta verkefni að taka þátt í for- keppni fyrir HM 2001 í janúar árið 2000. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.