Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 Fréttir Einhugur innan Framsóknarflokksins: Guðni og Siv nýir ráðherrar - Páll Pétursson áfram félagsmálaráðherra Nýir ráðherrar Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. DV-mynd E. Ól. Guðni Ágústsson og Siv Friðleifs- dóttir verða nýir ráðherrar Fram- sóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem tekur við í dag. Guðni verður landbúnaðarráð- herra og Siv verður umhverfisráð- herra og samstarfsráöherra Norður- landa. Nokkur óvissa var um framtíð Páls Péturssonar en nú er ljóst að hann mun halda áfram sem félags- málaráðherra. Að öðru leyti verður ráðherraskipan Framsóknarflokks- ins óbreytt. Halldór Ásgrímsson verður áfram utanríkisráðherra, Finnur Ingólfsson veröur áfram iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og Ingi- björg Pálmadóttir verður heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Alger einhug- ur ríkti í þingflokki Framsóknar- flokksins um þetta val og var Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, ánægður en þreyttur eftir þingflokks- fundinn í gærkvöld. Halldór kvaðst ánægður með stjómarsáttmálann og sagði að stefna og markmiö nýrrar ríkisstjómar væm skýr. „Að flestu leyti er mið- stjóm flokksins ánægð með áherslur sfjómarsáttmálans þó svo að margir hefðu viljað sjá nánari útfærslu á ýmsum málum. Bæði í þingflokki og miðstjóm ríkir einhugur um stjóm- arsamstarf og ráðherraval og menn treysta Framsóknarflokknum til að framfylgja þessari stefnu sem fram kemur i stjórnarsáttmálanum," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. Vil öflugan landbúnað Guðni Ágústsson, nýbakaður land- búnaðarráðherra, var glaðbeittur að loknum þingflokksfundi Framsókn- arflokksins. Guðni er búfræðingur að mennt og sagði það vera mjög spennandi að takast þetta verkefni á hendur. „Það er sjaldan að menn fái þann ráðherradóm þar sem menn kunna til verka og hafa lært til. Þetta er mikil ábyrgð og ég vona svo sannar- lega að ég valdi þeim verkefnum sem fyrir liggja. Landbúnaðurinn hefur átt í vök að verjast en er heldur að styrkja sig. Ég vil sjá hér öflugan landbúnað. Við eigum hér vörur og möguleika á heimsmælikvarða. Það er mikilvægt að sátt sé um okkar landbúnað og að vinskapur ríki milli þéttbýlis og dreifbýlis," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Risastökk fram á við „Ég er mjög ánægð með það að takast á við umhverfismálin og að vera samstarfsráðherra Norður- landa. Það eru mörg spennandi verk- efni fram undan í umhverfismálum og þetta er vaxandi málaflokkur. Mér finnst mjög jákvætt að stefnt sé í stjómarsáttmálanum að víðtæku umhverfisátaki þar sem einstakling- ar og fyrirtæki eru hvött til að endur- nýta og flokka úrgang. Menn eru komnir lengra á þessari braut erlend- is og mér finnst þetta mjög spenn- andi. Mér líst mjög vel á væntanlegt ríkisstjórnarsamstarf, sérstaklega af því að við erum að fá inn marga nýja ráðherra, og það er eftirtekarvert að nú setjast þrjár konur í ríkisstjórn. Þetta er auðvitað risastökk fram á við þó að konur eigi auðvitað að vera til helminga bæði í þingi og í ríkis- stjórn," segir Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra. -BMG Nóg verkefni í samgöngumálum - segir Sturla Böövarsson „Ég mim að sjálfsögðu kynna mér fyrst starfssviðið í ráðuneyt- inu og fara rækilega yfir það sem er að gerast þar áður en ég gef yf- irlýsingar um þau verk sem ég byrja á,“ sagði Sturla Böðvarsson, sem nú leysir Halldór Blöndal af í samgönguráðherrastólnum. Sturla sagði að verkefnin væru fyrirsjáanlega næg fyrir sam- gönguráðherra að takast á við. „Það er af nógu að taka, ég þekki bærilega til í hafhamálum sem fyrrverandi formaður Hafhasam- bands sveitarfélaga. Samgöngu- málin hafa verið mjög ofarlega á baugi hjá okkur þingmönnum og það er af mörgu að taka,“ sagði Sturla Böðvarsson í gærkvöldi. -SÁ Nýr dómsmálaráöherra: Hlakka til að Sturia Böðvarsson, nýr samgöngu- ráðherra. DV-mynd Teitur Óvænt skipan samgönguráðherra: Halldór víkur fýrir Sturlu - Halldór Blöndal veröur þingforseti „Sá sem hér stendur verður með forsætisráðuneyti og hagstofu, Geir H. Haarde verður fjármálaráðherra, Björn Bjamason menntamálaráð- herra, Ámi M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Sturla Böðvars- son samgönguráðherra og Halldór Blöndal forseti þingsins. Síðan verður Sigríður Anna kosinn formaður þing- flokksins," sagði Davíð Oddsson þegar hann kynnti val flokksins á ráðherr- um nýrrar ríkisstjómar. Þaö var óvænt að Halldór Blöndal skyldi gefa eftir samgönguráðherra- stólinn. Hann vann góðan kosninga- sigur í Norðurlandskjördæmi eystra og er nú fyrsti þingmaður kjördæmis- ins. Töluverð átök em sögð hafa verið um þessa niðurstöðu og vom Norð- lendingar, ekki síst Siglfirðingar, lítt kátir í gærkvöldi. Sem kunnugt er lýsti Halldór því yfir fyrir kosningar að næsta jarðgangaverkefni í vega- gerð ætti að verða veggöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Halldór sagðist þó eftir þingflokksfundinn vera mjög sáttur við niðurstöðuna. Davíð Oddsson sagði að hann hefði veriö að setja saman ríkisstjóm með framtíðina í huga. Hann hefði rætt við alla þingmenn flokksins í aðdragand- anum og orðið þess áskynja að Hall- dór væri í mjög miklum metrnn innan þingflokksins og það væri umtalsverð virðingarstaða að vera forseti Alþing- is. Þegar hann hins vegar lagði fram tillöguna um ráðherra flokksins á þingflokksfundinum í gærkvöldi sagði hann að þingmenn hefðu heyrt hana í fyrsta sinn, en tekið henni vel og af stillingu. -SÁ hefja störf - segir Sólveig Pétursdóttir „Ég hlakka til að takast á við starfið. Ég er auðvitað mjög þakklát og ánægð með að fá tækifæri til að gegna þessari stöðu. Það hefur ekki verið sérstakur ráðherra í þessu ráðuneyti í allmörg ár og ég tel að málefhi dómsmálaráðuneytisins þurfi meiri athygli. Þjóðfélagið hef- ur breyst," sagði Sólveig Pétursdótt- ir, hinn nýi dómsmálaráðherra landsins. Aðspurð hvert hennar mikilvæg- asta og þar með fyrsta verkefni í ráðuneytinu yrði, sagði Sólveig að of snemmt væri að kveða upp úr með það á þessu augnabliki. „Ég byrja á því að kynna mér málin vel. Ég hef unnið mikið að þessum málum sem formaður allsheijamefndar Alþingis undanfarin átta ár og ég hlakka til að takast á við verkefnin," sagði Sólveig Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- Pétursdóttir í gærkvöld. -SÁ herra. DV-mynd Teitur Arni Mathiesen sjávarútvegsráðherra: Ánægður að vera falið þetta starf „Ég hlýt að vera ánægður með það að vera falið þetta embætti. en hvaða stjómmálamaður sem er hlyti að vera ánægður með að vera falið það starf,“ sagði Ámi M. Mathiesen í samtali við DV að loknum þingflokksfundi Sjálf- stæöisflokks í gærkvöldi þar sem hon- um var falið að gegna embætti sjávar- útvegsráðherra. Árni sagði að í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna væra lagðar línur um stærstu verk- efnin fram undan í sjávarútvegsmál- um. Þar bæri hæst það verkefni að ná víðtækri sátt i þjóðfélaginu um fisk- veiöistjómunina, víðtækari en verið hefur og flýta því að skipa nefnd til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. „Þetta er það sem fyrst liggur fyrir af Árni M. Mathiesen, nýr sjávarút- vegsráðherra. DV-mynd Teitur stærri verkefnum," sagði Ámi M. Mathiesen, nýr sjávarútvegsráðherra. -SÁ Stuttar fréttir i>v Fylgst með Baugi Samtök iðnaðarins hafa ritað Georg Ólafssyni, forstjóra Sam- keppnisstofnun- ar, bréf og benda á að fylgj- ast þurfi vel með starfsemi markaðsráð- andi fyrirtækja eins og Baugs hf. og háttsemi þeirra, ekki síst um. Tilefnið er verslanakeðjunni 20 þúsund króna þukl Hæstiréttur hefur dæmt mann til að greiða 20.000 króna sekt til ríkissjóðs með því að hann var sakfelldur fyrir að hafa „strokið með hendi um læri“ 14 ára stúlku nærri kynfærum hennar. Dagur sagði frá. Dýrari tryggingar Ábyrgðartryggingar ökutækja hækkuðu um tæp 2,2% nú í maí- mánuði miðað við aprílmánuð, samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs sem Hagstofa ís- lands reiknar út. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. Ný vegabréfalög Um næstu mánaðamót hefst útgáfa nýrrcu: gerðar vegabréfa í kjölfar gildistöku nýrra laga um vegabréf. Nýju vegabréfin eru talin mun erfiðari að falsa en þau eldri. Enn á negldum Lögreglan í Hafnarfirði og Kópavogi hefur stöðvað fjölda ökumanna sem enn aka á nagla- dekkjum mánuði eftir að það varð ólöglegt. Sekt viö slíku er 4 þús- und krónur á dekk. Ráðherra á 40 milljónir Jón Kristjánsson, formaður fiárlaganefhdar, segir við Dag að kostnaður við að fjölga ráð- herrum um tvo fari ekki upp fyrir 80 milljón- ir króna á kjör- tímabilinu. Guðmimdur Ámi Stefánsson segir að hann verði um 200 millj- ónir. Heilsuefling Eimskip, Sjóvá-Almennar og Landsvirkjun hafa verið valin til þátttöku í evrópsku samstarfs- verkefni um heilsueflingu á vinnustað. Uppsagnirnar lögbrot Fyrirhugaðar uppsagnir fjög- urra skólastjóra í Vesturbyggð eru lögbrot aö mati Skólastjórafé- lags íslands. Þrír skólastjóranna hafa leitað liðsinnis félagsins vegna uppsagnanna. RÚV sagði frá. Skjálftar fjara út Skjálftavirkni á Hengilssvæð- inu hefur aö mestu fjarað út að sögn Steinunnar Jakobsdóttur, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstof- unni, við Vísi.is. Vantar vinnuafl Mun meiri eftirspurn er eftir vinnuafli nú en á sama tíma í fyrra samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar. í apríl töldu atvinnurekendur sig vanta 470 manns eða 0,5% af vinnuafli. Á sama tíma í fyrra vantaði þá tæp- lega 150. RÚV sagði frá. Ásgeir til Stuttgart? Ásgeir Sigurvinsson hefur verið orðaður við yfirmanns- stöðu við sitt gamla fót- boltalið Stutt- gart, sá sem kaupir og selur leikmenn og þjálfunarstjóri liðsins. Fréttavefur Morgun- blaðsins sagði frá. -SÁ gagnvart birgj- kaup Baugs á 10-11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.