Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 ' T ' " ■ ' " 9 r»v Stuttar fréttir Útlönd Kosningar undirbúnar Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna eru byrjaðir að undirbúa kosningar á Austur-Tímor sem verða í ágúst í sumar. Þá ákveða íbúar landsins um framtíð sína og tengslin við Indónesíu. Bush vill breytingar George W. Bush, ríkisstjóri í Texas og helsta von repúblikana um að endur- heimda forseta- embættið á næsta ári, er andvígur lögum um aukið eftir- lit með byssu- eign sem öld- ungadeildin samþykkti í síð- ustu viku. Lögin voru samþykkt í kjölfar skotárása í tveimur banda- rískum framhaldsskólum. Að sögn ráðgjafa Bush vildi hann breyta þeim. Fleiri fellibyljir Bandarískir veðurfræðingar spá því að öflugir fellibyljir eigi eftir að gera íbúum í Karíbahafi og í suðaustanverðum Bandaríkj- unum lífið leitt á komandi felli- byljatímabili sem hefst 1. júní. Perry á förum William Perry, sendimaður Bandai'íkjaforseta, var að búa sig undir heimferð frá Norður-Kóreu í morgun. Hann beið þó enn eftir tækifæri til að hitta leiðtoga landsis. Skyndiverkföll Efnt var til skyndiverkfalla á 39 sjúkrahúsum í Danmörku í gær. Hjúkrunarfræðingar kröfðust hærri launa auk þess sem þeir mót- mæltu banni viö verkfall þeirra. Áfrýjun vísað frá Breskur dómstóll ákvað í gær að vísa frá áfrýjun lögmanna Augustos Pin- ochets, fyrrver- andi einræðis- herra Chile. Lögmennimir vildu láta rétta á ný um þá ákvörðun Jacks Straws, innan- ríkisráðherra Bretlands, að breskur dómstóll fái að úrskurða um hvort Pinochet verði framseldur til Spánar. SÞ áfram við Gólan Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna, SÞ, hefur ákveðið að eftir- litssveitir samtakanna verði áfram við Gólanhæðir næsta hálfa árið. Menem endurkjörinn Hæstiréttur i Argentínu úr- skurðaði í gær að Carlos Menem forseti yrði áfram leiðtogi Peron- istaflokksins næstu fjögur árin. Menem lætur af embætti forseta í lok þessa árs. Dóp tekið í íran íranska lögreglan lagði hald á meira en tonn af hassi og ópíum eftir átök við smyglara við landamærin að Pakistan. Indverjar gera fleiri árásir á Kasmír: Sprengjum varpað á skæruliða múslíma Indverski herinn var þess albú- inn í morgun að gera frekari loft- árásir á hundruð skæruliða múslima sem hafast við uppi í fjöll- unum í Indlandshluta hins um- deilda Kasmírhéraðs. Engar árásir voru gerðar í dögun í morgun, eins og undanfarna daga. Að sögn háttsetts indversks emb- ættismanns skiptust stórskotaliðs- sveitir á skotum yfir markalinuna milli indverska og pakistanska hluta Kasmírs í alla nótt. Indverjar segja að 160 manns að minnsta kosti hafi týnt lífi í hernað- araðgerðunum sem miða að því að hrekja hina óboðnu gesti á brott. í þeim hópi ku vera bæði afganskir málaliðar og pakistanskir her- menn. Indversk stjórnvöld veittust harkalega að Pakistönum í gær fyr- ir að skjóta niður að minnsta kosti Indverskir hermenn beita stórskota- liöi I baráttu viö skæruliða í Kasmír. eina indverska orrustuþotu. Pakist- önsk stjórnvöld svöruðu fullum hálsi og vöruðu við „ófyrirséðum afleiðingum" ef átökin færðust í aukana. Þau vilja að Sameinuðu þjóðirnar hafi afskipti af deilunni. Indland og Pakistan hafa tvisvar háð stríð um Kasmír frá því löndun fengu sjálfstæði frá Bretlandi fyrir rúmum fimmtíu árum. Frá árinu 1990 hafa ríkin staðið í diplómat- ískum áflogum yfir uppreisn múslíma í Jammu og Kasmír, tveimur þriðju héraðsins sem Ind- verjar ráða yfir. Stjórnmálaskýrendur segja ólík- legt að átökin breiðist út, þótt helstu ríki heims hafi haft nokkrar áhyggjur af. Það sem veldur mest- um áhyggjum er að bæði ríkin ráða yfir kjarnorkuvopnum. í fyrra voru þau í eins konar kapphlaupi um til- raunakjamorkusprengingar. Gefa hagnaö af sölu á nektar- mynd til góö- gerðarmála Breska blaðið Sun, sem síðastliðinn miðvikudag birti mynd af Sophie Rhys-Jones, unnustu Játvarðar prins, berbrjósta hét því í gær að gefa hagnað af sölu á myndinni til góðgerðarmála. Sophie kom í gær í fyrsta sinn opinberlega fram síðan myndin var birt. Var Sophie viðstödd brúðkaup vinkonu sinnar sem hannað hefur brúðarkjól hennar. Kazimirez Switon hefur lengi barist fyrir þvf aö reisa krossa fyrir utan útrym ingarbúöirnar í Auschwitz. I gær handtók lögregla hann og flutti á brott. Benjamin Netanyahu: Hættur í pólitík Benjamin Netanyahu, fráfarandi forsætisráðherra ísraels, tilkynnti í gær að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku. Áöur hafði hann sagt af sér formennsku í Likudflokknum. Netanyahu mun gegna embætti for- sætisráðherra þar til leiðtogi Verka- mannaflokksins, Ehud Barak, sem sigraði í forsætisráðherrakosningun- um 17. maí síðastliðinn, tekur við. Netanyahu vildi ekki í gær segja hver framtíðaráform hans væru. Ráðgjafi hans hefur sagt að hann ætli að halda fyrirlestra og skrifa bók. fmm FRAMEll! ^SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 ( Heimasíða: www.suzukibilar • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Ódýrasti ekta 4x4jeppinn á íslandi • Hátt og lágt drif — byggður á grind • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: 3 MACH16 Ný tækni i RCA (Pre-out) útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. 4 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassan. Pioneer er fyrsti bíltaekja- framleiðandinn sem notar pessa tækni sem notuð er af hljóðfæra- iramieioenuum. EEQ Tónjafnarí sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. DEH 2000 4x45 W magnari • RDS • Stafrænt útvarp • FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laudness • Laus framhlið • Aðskilin bassi/diskant RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn m skapa Pioneer afdráttarlausa 1 0 0 s&ar. H Þegar hLjontaeKL skipta wali 1 2 Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangs- magnari sem völ er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. Aðeins vönduðust hljómflutningstæki nota M0SFET. Pioneer hefur einkarétt i 1 ár. MARCX Nýjasta kynslóð útvarpsmóttöku, mun næmari en áöur hefur þekkst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.