Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 Spurningin Hvernig verður Eurovision- kvöldið hjá þér? Harpa Dögg Magnúsdóttir nemi: Ég fer til vinkonu minnar í Eurovision-partí en þar mun ég borða. Renata Sigurbergsdóttir, 14 ára: Ég ætla til vinkonu minnar að borða snakk. Elín Sigvaldadóttir, 11 ára: Ég hitti vinkonur mínar og við ætlum að borða snakk. Karen Halldórsdóttir, 11 ára: Ég ætla að vera með vinkonum mínum og horfa á keppnina. Theódóra Þorvaldsóttir nemi: Ég hef ekki hugmynd um það. Gunnlaugur Birgir Snædal nemi: Ég verð örugglega í stúdentsveislu. Lesendur_____________ Gamli síminn og veröið Á bak við slétt og fellt yfirborð hlutafélagsins er gömul einokunarstofnun sem man sjaldnast eftir neytendunum, segir Hannes og á við Landssímann hf. Hannes Helgason skrifar: Lengi hef ég undrað mig á hegðun Landssímans. Upp á síökastið hef ég fylgst með opinberum bréfaskriftum í dagblöðum. Þar hefur m.a. komið upp umræða varðandi gagnaflutn- inga á neti Landssímans og birtust nýlega í Morgunblaðinu greinar eft- ir Runólf Ágústsson samvinnuhá- skólamann og Ólaf Þ. Stephensen, upplýsingafulltrúa Landssímans. Runólfur kvartaði í grein sinni yfir „Landsbyggðarskatti Landssímans" og svarar Ólafur þeirri umkvörtun verðandi rektors með samúð, bland- aðri nokkrum hroka. Tjáir hann Runólfi meðal annars að dýrara sé að taka leigubíl úr Borgamesi til Reykjavikur en úr Breiðholti niöur í bæ. Síðan stendur þar orðrétt: „Það er áreiðanlega ekki kennt i hinu ágæta viðskipta- og rekstramámi á Bifröst að allir hlutir eigi að kosta það sama, burt- séð frá því hverju er kostað til.“ Og fleira í sama dúr kemur úr penna Ólafs: - „Samkvæmt reglum Evr- ópska efnahagssvæðisins, sem Landssímanum ber að fara eftir, verður verö leigulína að taka mið af tilkostnaði og þar er lengd línunnar einna stærsti þátturinn eins og gef- ur að skilja.“ Ólafur segir enn fremur að Landssímanum sé ekki kunnugt um neitt simafyrirtæki sem innheimti sama gjald fyrir allar leigulínur óháð lengd, enda væri þannig verið að „niðurgreiöa löngu línurnar með tekjum af þeim styttri“. Síðan koma greinaskil sem marka þáttaskil í grein Ólafs. Þar segir hann: „Verðskrá Símans á þessu sviði er háð eftirliti Póst- og fjarskiptastofhunar og hafa verið lagðar fyrir stofnunina tillögur, sem gera ráð fyrir að verö hækki nokk- uð á styttri leigulínum en lækki verulega á þeim lengri." Þá kemur aftur spumingin um verðmyndun. Hefur Síminn verið að okra á lang- línuleigunni, en verið að hygla þeim sem þurfa stuttar leigulínur eða gengur Landssíminn nú gegn fyrrgreindum evrópskum reglum? Landssíminn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því að á bak við slétt og fellt yfírborð hlutafélagsins er gömul einokunarstofnun sem man sjaldnast eftir neytendunum og hefur legið á gjörgæsludeild Sam- keppnisstofnunar óslitið síðustu ár. Allt geymt þar til eftir kosningar - einkennileg tilviljun, eða hvað? Adda G. Sigurjónsdóttir skrifar: Þegar þetta er skrifað er allt að æða upp í verðbólgu hér á landi. Þar fauk stöðugleikinn hjá ríkis- stjóminni. - Einkennilegt að þetta skuli gerast svona rétt eftir kosn- ingar. Jafn einkennilegt og aö launahækkun þingmanna og ráö- herra var birt daginn eftir kosning- ar. Þeir Davið og Halldór hljóta að hafa verið yfir sig undrandi þann sunnudagsmorgun að heyra um 30% hækkun launa sinna. Já, alveg yfir sig „surprised" eins og hann Kristján heit’ég Ólafsson tekur svo snilldarlega til orða. Forsætisráðherra mun áreiðan- lega leysa þetta algjörlega óvænta mál (hugsanlega verðbólguskriðu), og líklega með því að selja ríkisfyr- irtækiin til einhverra þurfandi ein- staklinga. En hvað það var heppi- legt að verðbólgan skuli birtast í gættinni á þessum lika heppilega tíma, þ.e. eftir kosningar, þegar þeir Davíð og Halldór eru búnir að tryggja sér næstu fjögur ár til einka- væðingar. Já, það er eins gott að vera ekki með seinni skipunum með þetta, því fólk gæti hugsanlega enn munað eftir þessu árið 2003 þegar kosið er næst. Það yrði þvílíkur „bömmer", að eins gott er að losa sig við hann fyrir aldamótin. En í alvöru talað: Skyldu þeir Halldór og Davíö halda að íslendingar séu hrein fifl? Emm við íslendingar það kannski? Ég tek fram að ég er með hreina samvisku. Ég kaus ekki þessa mafíustjóm til að vera. - Eins gott, ella hefði ég líka verið fífl. Konurnar í Kosovo - er Milosevic bjargvætturinn? Konur frá Kosovo gráta illa meðferð og nauðganir við komu að landamærum Makedóníu. síðari heimsstyijaldarinnar þegar Chamberlain kom með plagg frá Þýskalandi undirritað af Hitler. Og Chamberlain sagði: Friður á okkar tímum. Það var hlegið, en sumir grétu, því þeir vissu sem var að Hitler stefndi i stríð, hann ætlaði að hrekja alla aðra en hreina germana úr löndunum I kringum sig. Og hon- um tókst það, næstum. En Banda- ríkjamenn komu til hjálpar og ásamt Rússum yfirbuguðu þeir Hitler. En það tók sinn toll. Nú vilja margir láta hætta loft- árásum á Serbíu, því Milosevic sé alltaf tilbúinn tU samningavið- ræðna. Er hann þá bjargvættur Kosovo-Albana eftir aUt saman? Hætta serbneskir hermenn að nauðga konum í Kosovo ef loftárás- um verður hætt? Trúa einhveijir þessu? Kannski þeir með njálginn. - AUa vega maður sem skrifar í Mbl. sl. miðvikudag og segir: Það er risa- stór maðkur í mysunni og hann heitir NATO. Halldór Sigurðsson skrifar: Það er eins og njálgur sé kominn í suma íslendinga sem iða aUir og aka sér ákaft vegna loftárása NATO á hernaðarmannvirki í Serbíu. Kosovo-búar flykkjast enn yfir landamæri nágrannaríkjanna og það er á allra vitorði að Serbar eru staðráðnir i að flæma aUa Albana úr Kosovo. Konur flýja yfir landa- mærin ásamt bömum og vensla- fólki nema mönnum sínum. Þær segja hryllingssögur af nauðgunum og pyntingum. Samt hamast íslend- ingamir með njálginn út í NATO og segja að stöðva eiga loftárásir á Belgrad og Serbíu yfirleitt. Þeir telja að MUosevic, einvaldur í Serbíu, sé aUt að því bjargvættur fyrir Kosovo og það eigi að semja við hann. Þetta sögðu líka sumir í byrjun þjónusta sent mynd af sfnum sem verða á lesendasíðu Réttmæt viðvörun Alfreð skrifar: Allir hljóta að vera sammála því að viðvaranir um jarðskjálfta eða aðrar náttúruhamfarir eigi að taka alvarlega. Það góða skaðar hins veg- ar aldrei. Það fer hljótt um fréttina af skoska jarðeðlisfræðingnum sem boðaði jarðskjálfta á dögunum og kom svo tveimur dögum síðar. Al- mannavamaráð þóttist ætla að taka hart á svona „tUefnislausum" við- vörunum eins og það var orðað í frétt í einu dagblaðinu 26. þ.m. og vitnaði til fréttar Bylgjunnar og Stöðvar 2 sl. sunnudag. En viðvörun- in var ekki ástæðulaus. Skjálftinn kom þótt hann yrði minni en sá skoski spáði. Innlendir vísindamenn sögðu hins vegar að enginn skjálfti væri yfirvofandi. Er nú ekki rétt að taka aUar viðvaranir alvarlega fram- vegis? bíöíö r augnablik Áshildur hringdi: Mér finnst dálítið skondið að heyra rödd í upplýsingasíma Lands- símans segja, þegar mikið er að gera eg ekki hægt að svara samstundis: Bíðið í augnablik þangað tU sam- band næst við símaskrá. Þarna má að skaðlausu sleppa orðinu „í“ því það er ekki venja að nota þá forsetn- ingu í þessu tUviki. Annars er ekki auðvelt að ná sambandi við upplýs- inganúmerið 118 eftir að aUt breytt- ist hjá Landssímanum. En það lagast vonandi. En ný og óstjómlega þykk símaskrá veldur allri stíflunni á 118, það er ég viss um. Samfylkingin þegir þunnu hljóði Hjörtur skrifar: Ég er farinn að sakna þess að heyra ekki nuddið í stjórnmála- mönnunum. En það er eins og að eft- ir kosningar hafi þeir misst móðinn að fúllu og öUu. Og Samfylkingin sem ætlaði að koma tU að vera og til að reisa réttlætið við, hún þegir bara þunnu hljóði. Ekki heyrist einu sinni í Margréti Frímannsdóttur, tals- manni Samfylkingarinnar, vegna uppsagna í Þorlákshöfh hjá Vinnslu- stöðinni. Hún er kannski ekki á landinu. En það em nú fleiri sem vUdu upp á dekk í Samfylkingunni og enginn þeirra þeytir þokulúður- inn, hvað þá meir. Á Samfylkingin þá bara nokkurt erindi? Ég spyr. Milljarðar í utanlandsferðir Kristín skrifar: Það er ótrúlegt að lesa fréttir um aö viö íslendingar skulum hafa eytt um 40 mUljörðum króna í utanferðir á síðasta ári. Getur hér ekki verið um misskilning að ræða eða mis- reikning? Og aUtaf er notað orðið „gjaldeyrir" í þessu sambandi. Vær- um við nú komin með evruna sem mynt þá þyrfti ekki sífeUt aö staglast á orðinu „gjaldeyri". Þá bæri líklega miklu minna á þessari eyðslu og hún væri ekki eins mUli tannanna á ráðamönnum og bankastjórum sem vUja passa upp á „gjaldeyrinn" okk- ar. Upphæðin er þó það sem máli skiptir, og 40 milljarðar er mikU summa. Hvað skyldu fargjöldin vera stór hluti þessarar upphæðar og hvað bein eyðsla landans á erlendri grundu? Borgin taki sér tak Margeir skrifar: Ég las í DV í gær (miðvikudag) lesendabréf um mikla ýldufýlu í Reykjavik fyrir nokkru. Ég tek und- ir kvörtun þessa og staðfesti að hún var óþolandi á meðan á henni stóð. En þetta skeður orðið ansi oft. Reykjavíkurborg verður að taka sér tak í þessum efnum, einnig varöandi hreinsun á götum og gangstéttum svo og viðhald og viðgerðir á göml- um götum og gangstéttum. AUt þetta er orðinn ljóður á höfuðborginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.