Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 20
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 Sviðsljós I>V Carey fær ekki inngöngu í hús Streisand Söngkonan Mariah Carey gerði nýlega samkomulag við aðra söngkonu, Barböru Streisand, um að kaupa lúxusí- búð hennar í Ardsleybygging- unni i Central Park West í New York. Carey hafði meira að segja tekist að prútta verðinu á íbúðinni, sem er 16 herbergja, úr um 700 milljónum króna í um 600 milljónir. En stjórn hússins sagði nei. Einn ibú- anna telur að frúmar í húsinu hafi verið hræddar um menn- ina sína. Annar telur að stjórn- in vilji ekki unga stjömu, sem stundar næturlífið, í húsið og það lið sem henni fylgir. Selma tryllir alla í Jerúsalem: Sópar gólfið með kepp inautunum Selma frá Islandi sópar gólfið með keppinautum sinum. Það er í raun hægt að bóka farmiðann á Evrópusöngvakeppnina árið 2000 nú þegar til íslands. Þetta skrifar blaðamaður sænska blaðsins Aftonbladet eftir að hafa setið fréttamannafund Selmu í ísrael og hlustað á lag hennar All out of luck. Svíar hafa reyndar verið mjög sigurvissir og talið að þeirra söng- kona, Charlotte Nilsson, ætti stóra möguleika á einu af efstu sætunum með lag sitt Take me to your hea- ven. Blaðamaður Aftonbladets seg- ir að hann verði að viðurkenna að lag Selmu sé enn töffara. Og blaða- maðurinn tekur það fram að ileiri séu sömu skoðunar. Allir séu viss- ir um stórsigur hennar. Það sé ekki bara það að íslenska lagið sé það besta heldur sé sviðsframkoma Selmu sú líílegasta. Auk þess sé útgeislun Selmu langtum meiri en allra hinna keppinautanna. Þar komist þeir ekki með tærnar þar sem hún hef- ur hælana. Það hreinlega gneisti af stúlkunni, meira að segja þegar hún gengur um anddyri hótelsins á kvöldin. Menn hafi ekki séð annað eins síðan Dana International stal senunni í Birmingham í fyrra. Samkvæmt Aftonbladet eru sams konar læti í kringum Selmu nú og voru þá í kringum Dönu. Fundir hennar með fréttamönnum líkist fremur vakningasamkomum en fréttamannafundum. Blaðamaðurinn segir að Selma hafi verið falleg eins og sólsetur þar sem hún hafi setið og sungið gamla slagera á klingjandi is- lensku. Áheyrendur hafi beinlínis veinað af hamingju. Eitt sé greini- lega augljóst. Hvemig sem úrslitin verði á laugardag hafi íslendingar eignast sína stærstu stjörnu frá því að Björk kom fram á sviðið, að því er segir í Aftonbladet. Fergie á nám- skeið í ítölsku Fergie er reiðubúin að greiða um 1 milljón króna fyr- ir þriggja daga námskeið í ítölsku til að hún geti rabbað við greifann sinn. Kennarinn hennar, Frakkinn Michel Thomas, sem kennt hefur ýms- um stjörnum, segir þriggja daga námskeið hjá sér jafnnyt- samlegt og þriggja ára ítölsku- nám í háskóla. Blaðberar óskast í Innri-Njarðvík Upplýsingar í síma 421 3466 Upplagður göngutúr fyrir heimavinnandi. Blaöberar óskast Grafarvogur: Álfaborgir Vœttaborgir Dofraborgir Dvergaborgir Vesturbær: Kvisthagi Tómasarhagi Ægisíða Breiðholt: Hólahverfi Holtin: Bolholt Skipholt Stangarholt Stórholt Upplagður göngutúr fyrir heimavinnandi. Mpule Kwelagobe, fegurðardrottning frá Afríkuríkinu Botswana, varð heldur betur hissa þegar dómnefnd tilkynnti í fyrrakvöld að hún hefði hreppt titilinn ungfrú alheimur vestur íTrínidad ogTóbagó. Ifókus veffur á vísir.is allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til enn betur hversu mikið veistu um Eu Kryddpían Geri aðframkomin Geri Halliwell, ástsæla krydd- pían fyrrverandi, er farin á lík- ama og sál. Stúlkan var búin að ofreyna sig svo mikið við að undirbúa nýja hljómplötu og hrinda sólóferlinum úr vör að læknar hafa fyrirskipað algjöra hvíld. Það þýðir að stúlkan verður að aflýsa öllum fundum og ferðalögum og fara helst ekki fram úr rúminu. Að undanförnu hefur Geri ferðast vítt og breitt um heim- inn í ýmsum erindagjörðum, tekið upp plötuna og leikið í tón- listarmyndböndum. Það var bara meira en hún þoldi. Bað til guðs um sigur í ísrael Stig Van Eijk, fulltrúi Noregs í Evrópusöngvakeppninni, ákallaði æðri máttarvöld við Grátmúrinn í Jerúsalem í vikunni og bað um sigur í keppninni annað kvöld. Hvort hann verður bænheyrður kemur í ljós siðar. Stig stakk þremur litlum blað- sneplum inn í Grátmúrinn en vildi ekki upplýsa fréttamann hins norska VG um hvað á þeim stóð. „Þeir virka ekki ef ég geri það,“ sagði Stig á skoðunarferð sinni um hina helgu borg þar sem hann fór um sögustaði kristinnar trúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.