Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 1
Fostudagur 28. maí 1999 Iþróttafréttir DV eru einnig á www.visir.is gull - í sundi í Liechtenstein ísland hlaut sex gullverðlaun og 15 verð- laun alls í tíu greinum í sundkeppni Smá- þjóðaleikanna í Liechtenstein. Jafhframt féllu tvö íslandsmet, auk nokkurra mótsmeta. „Við erum mjög ánægð með þennan árang- ur. Þetta er nokkurn veginn í samræmi við það sem stefnt var að, og það var sérstaklega gaman að fá þessi tvö íslandsmet í dag. Nú er málið að halda áfram á þessari hraut," sagði Sesselja Árnadóttir fararstjóri við DV i gær. Nánar er fjallað um sundið og aðrar grein- ar á leikunum á bls. 18. -VS Sjotugur meistari Carl Jóhann Eirikssori^á gegn í gær á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein er hann varð elsti sigurvegari leikanna frá upphafl. Carl sigraði í frjálsri skotflmi með 688,4 stig en í öðru sæti var Lúxemborg- arinn Romain Groiss með 685,8 stig og heimamaður- inn Josef Brendle kom þriðji með 684,8 stig. Carl, sem verður sjötugur í desember, var langelsti keppandinn, 43 árum eldri en sá yngsti. Næstelsti keppandinn var 58 ára. -ÓÓJ NBA i nótt: Portland afgreiddi Utah Jazz Portland sigraði Utah, 92-80, í sjötta leik liðanna í undanúrslitum vestur- deildar NBA í nótt. Portland vann þar með einvígið, 4-2, og mætir San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar. Staðan var jöfn í hálf- leik, 42-42, en i seinni hálfleik náði Portland undirtökunum og tryggði sér sigurinn af öryggi á lokasprettinum. Isiah Rider skoraði 24 stig fyrir Portland, Jim- my Jackson 17, Rasheed Wallace 14 og Arvydas Sabonis 14. Bryan Grant tók 12 fráköst Jeff Hornacek skoraði 21 stig fyrir Utah, Bryon Russell 17 og John Stockton 14. Karl Malone gerði aðeins 8 stig þó hann væri inná nær allan leikinn. í austurdeildinni eru það Indiana og New York sem leika til úrslita. -VS DV-mynd PÖK Rístic með í kvöld Boban Ristic, sóknar- maður frá Júgóslavíu, kom til landsins seint í gærkvöld og getur spil- að með Stjörnunni gegn KA í 1. deildinni í knatt- spyrnu í kvöld. Ristic, sem skoraði 8 mörk fyr- ir KVA í 1. deild í fyrra, hefur verið innilokaður í Júgóslavíu síðan loft- árásir NATO hófust en slapp út úr landinu í gær. -VS Júgóslavar mættir til Egyptalands: „Er smeykur" - ótrúleg orka og vilji í liðinu DV, Belgrad: LandsUð Júgóslavíu í handknatt- leik kom til Egyptalands á mánu- dag og býr sig af krafti undir loka- keppni HM sem hefst þar næsta þriðjudag. Aðeins bann frá Sam- einuðu þjóðunum gæti komið í veg fyrir að Júgóslavar yrðu með. ísland er til taks sem fyrsta vara- þjóð en afar ólíklegt er að Júgó- slövum verði meinuð þátttaka. Undirbúningur liðsins hefur verið erfiður. Deildakeppninni var hætt 20. mars vegna loftárása NATO og landsliðið hefur ekki fengið alvöru undirbúningsleiki. Það dvaldi um skeið í Grikklandi og spilaði þar við félagslið. Allir bestu leikmenn Júgóslavíu eru með í fbr, nema Ivan Butulija vegna ósættis við Zivkovic þjálf- ara. Álagið á þeim er mikið vegna ástandsins heima fyrir. Dragan Skrbic fyrirliði segir að einbeiting leikmanna sé ótrúleg. „Ég skil ekki hvaðan menn hafa orkuna og viljann og geta leitt hugann frá því sem er að gerast í Júgóslavíu. Til dæmis býr systir mín 20 metra frá kinverska sendi- ráðinu sem NATO sprengdi í loft upp. Ég er líka smeykur, okkur var visað frá Ólympíuleikunum 1992 á síðustu stundu og ég verð ekki viss um þátttöku okkar fyrr en flautað verður til fyrsta leiks," segir Skrbic. -VN Skellurinn í Aarau í gær: „Hörmung" - allt í vaskinn, segir Geir Sveinsson Gelr: Allt fór úrskeiðis. Þorbjörn: Hörmulegur varnarleikur. „Við ætlum að fara upp á hótel og horfa á þessa hörmung. Það var voða lítið um já- kvæða hluti í þessum leik hjá okkur og það fór eiginlega allt úrskeiðis sem gat farið úr- skeiðis. Það var ekkert að unáUrbúningnum. Hann var mjög góður og upphitunin í finu lagi en einhvern veginn fór þetta allt í vaskinn þegar á hólminn var komið. Leikur- inn hjá okkur brást taktískt, bæði sóknar- og varnarlega. Það er ekkert ómögulegt i þessu og fyrst þeir gátu unnið okkur svona stórt því ættum við ekki að geta gert það heima," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landshðsins í handknattleik, við DV eftir skell gegn Sviss í gær, 29-20. „Við töpuðum þessum leik fyrst og fremst á hörmulegum varnarleik. Vörnin var afleit og það virtist ekki skipta neinu máli þó svo við tækjum Baumgartner úr umferð eða vorum einum fleiri. Það hrein- lega gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik. Við vissum að þetta yrði strögl en ég átti aldrei von á svona skell. Það hefði get- að breytt miklu ef okkur hefði tekist að minnka muninn í eitt mark en það mistókst og við töpuðum þessu hressilega frá okkur," sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska liðsins, við DV. „Það er skammur timi til stefriu en að sjálfsögðu munum við reyna að fara yfir það sem misfórst í þessum leik. Við vitum að róðurinn verður mjög þungur en við höfum samt ekki lagt árar í bát. Það er ekk- ert útilokað í handboltanum. Nú er þessi leikur búinn og við vitum nákvæmlega hvaða verkefni bíður okkar heima," sagði Þorbjörn enn fremur. Nánar um leikinn á bls. 18. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.