Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 j3 V fréttir__________________________________________ Örar mannabreytingar í Ráöhúsinu: Ný borgarstjórn við lok kjörtímabilsins - ef svo heldur fram sem horfir ut - Hrannar Arnarson - Guðrún Ágústsdóttir - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Árni Sigfús- son - Eyþór Arnalds. Inn — Anna Geirsdóttir - Árni Þór Sigfússon - Kristín Blöndal - Kjartan Magnússon - Ágústa Johnson. Á einu ári hafa orðið þvílík- ar mannabreytingar í borgar- stjóm Reykjavíkur að ef svo fer fram sem horfir verður ný borgarstjóm við völd við lok kjörtímabilsins eftir þrjú ár. Borgarstjóm sem enginn kaus og enginn bjóst við að fá. Þegar Hrannar Björn Arnar- son ákvað að taka ekki sæti í borgarstjóm á meðan skatta- mál hans væm til meðferðar hjá yfirvöldum tók Anna Geirs- dóttir læknir sæti hans. Anna tók ekki þátt í prófkjöri R-list- ans en var sett í 9. sæti listans af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra. Þá er Guð- rún Ágústsdóttir, formaður borgarráðs, að flytja til Kanada með manni sínum, Svavari Gestssyni sendiherra, og hverf- ur því úr borgarstjórn. Sæti hennar tekur Ámi Þór Sig- urðsson, aðstoðarmaður borg- arstjóra, sem beið afhroð í próíkjöri listans. Steinunn Val- dís Óskarsdóttir er komin í sex mánaða bameignarfrí og á meðan fer Kristin Blöndal fóstra í borgar- stjórn. Hjá sjálfstæðismönnum hafa breytingarnar orðið minni en era þó komnar á fullan skrið. Árni Sig- fússon dró sig í hlé frá stjómmálum og lét af embætti sem foringi D-list- ans í borgarstjórn. Við því hlut- verki tók Inga Jóna Þórðardóttir og við fráhvarf Árna skaust Kjartan Magnússon blaðamaður inn í borgarstjóm. Þá hefur Eyþór Arnalds, varaborgarfulltrúi og fyrirferðarmikill nefnd- armaður á vegum D-list- ans, yfirgefið skútuna og gerst forstjóri ís- landssíma. Við hlut- verki hans tekur vænt- anlega Ágústa Johnson aerobikdrottning. Þessar miklu breyt- ingar hafa vakið athygli starfsmanna í Ráðhúsi Reykjavíkur sem margir hverjir hafa starfað þar lengi. Hafa þeir ekki fyrr orðið varir við þvílíkar breytingar á jafnskömm- um tíma: „Ef kjörtíma- bilið væri aðeins lengra gæti þetta endað með því að Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, yrði borg- arstjóri," sagði einn borgarstarfsmanna en Gylfi skipaði heiðurssætið á R-listanum fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar. -EIR Undirbúningur hafinn fyrir ný réttarhöld í máli Kios Alexanders Briggs: Nýr þriggja manna dómur skipaður Bílaíþróttaviðburöur: Sparaksturs- keppni FÍB Félags ísl. bifreiðaeigenda heldur sparaksturskeppni í dag í samstarfi við Olíufélagið hf., Esso.Keppnin hefst kl. 11 þegar bílarnir verða ræstir hver af öðram við Bensínstöð Esso á Ár- túnshöfða. Keppnin verður með svip- uðu sniði og rallkeppni. Ekin verður um 270 km leið á dæmigerðum vegum íslenska þjóðvegakerfisins, bæði veg- um með bundnu slitlagi sem malar- vegum. í gær hafði á annan tugur bíla verið skráður til keppninnar frá stærstu bílaumboðunum. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, sagði að þessi keppni væri með öðra sniöi en sú sparakstur- skeppni sem félagið hélt á árum áður þegar sá sigraði sem komst lengst á tilteknum lítrafjölda af bensíni. Að þessu sinni verður fyllt á bílana áður en lagt verður af stað og síðan aftur eftir að búið er að aka hringinn. Þrenn aðalverlaun verða veitt fyrir þá bíla sem næst komast þvi að eyða bensíni í samræmi við uppgefna bens- íneyðslu samvkæmt Evrópustaðli. Leiðin sem ekin verður, er um Vesturlandsveg og Kjósarskarð til Þingvalla, um Grafning og Ölfus til Selfoss, Gaulverjabæjarveg um Stokkseyri, Eyrarbakka og Óseyrar- brú, upp Ölfus að Hveragerði og yfir Hellisheiöi. Við Rauðhóla verður beygt inn i Heiðmörk og ekið um hana og til Hafnarfjaröar og um Garðabæ og Kópavog og vestur á Sel- tjarnarnes og þaðan aftur upp á Ár- túnshöfða þar sem keppninni lýkur. „Ég er búinn að þjást nógu mik- ið í þessu máli. Ég vil ekki tala við fjölmiðla,“ sagði Nígeríumaðurinn Sixtus Mbah við DV stuttu eftir að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í 12 mánaða fangelsi fyrir fjársvik í gær með því að hafa 11,2 milljónir króna af íslandsbanka í Keflavík í tvö skipti í febrúar síð- astliðnum. Hann skipti þá inn- stæðulausum erlendum tékkum í bankanum. Sixtus sýndi talsverð vonbrigði þegar Jónas Jóhannsson kvað upp dóminn. Hann er einnig dæmdur til að greiða lögmanni sínum 750 þúsund krónur í málsvarnarlaun en ríkið er dæmt til að greiða jafii- háa upphæð til verjanda félaga og samlanda Sixtusar sem var sýkn- aður í málinu. Dómurinn hafhaði því að leyfa Sixtusi að yfirgefa ís- land eftir að afþlánun lýkur. í raun þarf Nígeríumaðurinn að líkindum ekki að sitja inni nema 4 mánuði þar sem hann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi um það bil 2 mánuði og búast má við að hann fái reynslulausn eftir helming af- plánunar. Þó liggur ekki fýrir hvort hann áfrýjar dómnum. Rétt- arhöldin voru löng og ströng. Málsmeðferðin öll kostaði ríkið milljónir króna. -Ótt Dæmdur Nígeríumaður: Ég er búinn að DV-mynd Teitur þjást Sakborningurinn Sixtus við dómsuppkvaðninguna í Hafnarfirði í gær. Héraðsdómarinn sem dæmdi í máli Kios Alexanders Briggs í vetur hefur úrskurðað sig frá málinu á þeim forsendum að hann sé vanhæf- ur til að fjalla aftur um það eftir að Hæstiréttur vísaði því heim í hérað á ný. Nýr þriggja manna dómur hef- ur því verið skipaður til að taka máliö fyrir. Dómsformaður verður Ingibjörg Benediktsdóttir en með- dómendur verða Júlíus Georgsson og Siguröur Hallur Stefánsson. Þau eru öll dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum DV er þegar farið að vinna í því að kanna hvenær vitni geta mætt fyrir dóm- inn aftur. Ætlunin er að reyna að að ljúka málinu sem fyrst. Það mun að miklu leyti snúast um margnefnt aðalvitni i málinu, Guðmund Inga, sem bjó á Spáni þegar hann sagði til Kios áður en hann kom til landsins með 2.031 e-töflu. Guömundur Ingi kom síðan heim tU íslands í vetur en DV hefur spumir af því að hann sé aftur farinn tU Spánar. MikU áhersla verður lögð á að boða hann fyrir dóminn þar sem Hæstiréttur vísaði málinu aftur heim í hérað til að héraðsdómur legði mat á framburð hans - nokkuð sem fyrri héraðsdómari gerði ekki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort sami sækjandi verður í málinu og áður þar sem Ragnheiður Harðardóttir frá rikissaksóknaraembættinu er i sumarfríi og kemur ekki tU baka aftur fyrr en 14. júní. Þessi atriði munu skýrast frekar eftir helgina, það er hvenær réttar- höldin hefjast og hver mun sækja málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Kio Alexander Briggs dvelur í Reykjavík og er í farbanni tU 15. september. Hald hefur veriö lagt á vegabréf hans. -Ótt Selma senuþjófur Nú er Eurovisionæðið að ná há- marki og víst að meirihluti þjóðar- innar verður límdur við sjónvarps- skjáinn þegar Selma Bjömsdóttir stígur á sviðið i Jerúsalem í kvöld og syngur lagið góða. Ef Selmu gengur vel verður væntanlega mikil hamingja og gleði við völd fram eftir kvöldi og vinni hún verður öragg- lega aUt vitlaust. En þessir atburðir eiga sér dekkri hliðar. Þannig frétti Sandkorn af stoltum ungum manni j sem var að klára stúdentinn og hafði boðið til veislu í kvöld. I gær j var hins vegar útlit fyrir að hann yrði að fresta veisluhöldum þar sem hver boðsgesturinn á fætur öðram hafði afboöað komu sína vegna Eurovision-anna Brúnaþung Þá eru Stuttmyndadagar í Reykjavík að baki og bestu stutt- myndahöfundamir hafa verið verð- launaðir. Hvorki meira né minna j en 60 myndir voru sýndar á hátíð- S mni sem er harla gott j en stór biti að kyngja fyrir dómnefndar- menn á þremur dög- : um. Þrátt fyrir mik- : inn undirbúning riðlaðist skipulag hátíðarinnar eitt- hvað. Þegar kom að verðlaunaafhendingu síðasta j kvöidið var klukkan langt gengin tvö um nótt. Reyndi seinagangur- inn mjög á þolrif gesta, ekki síst Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra sem mætt var til að af- henda verðlaunin og var orðin brúnaþung. Þykir mönnum að hátíð sem vaxið hefur úr einu kvöldi á kafifihúsi í fullburða þriggja daga viðburð þarfnist fastrar og mjög ákveðinnar skipulagningar... Kynntu í Cannes Sérstakur íslandsbás var á kvik- myndahátíðinni í Cannes á dögunum þar sem Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, sá um ásamt félögum sínum. Þar kynntu þeir íslenska kvikmyndagerð af djöf- ulmóð. Á hátiðinni, sem er hvort tveggja í senn, fræg keppni og stærsti kvikmynda- markaður í heimi, voru fjórar íslenskar kvikmyndir kynntar: Sporlaust, Popp í Reykjavík, Dansinn og Split. Síðastnefnda myndin hefur enn ekki verið frumsýnd en hún byggist lauslega á máli Sophiu Han- sen og er Friðrik Þór Friðriksson einn framleiðenda. Það er því af og frá að íslenskir kvikmyndamógúlar í Cannes hafi gert lítið annað en nudda sér upp við fræga fólkið þó auövitað sé það kærkominn bónus í puðinu... Mikil hamingja Mikil er hamingja þeirra sem halda með enska stórliðinu Manchester United enda þrír titlar I húsi eftir leiktíðina. Alex Fergu- son og drengimir hans hafa sýnt það og sannað, eins og reyndar oft í vor, að knattspymuleikur er ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af. Og ánægjan er ekki minni yfir að hafa stungið upp í herskáa aðdáendur annarra liða eins og Arsenaí og Liverpool og þá er hlegið hafa að leikmanna- kaupum Fergusons. En ánægjan er víðar. Góðvinur Sandkorns fékk tölvupóst frá vini sínum í London. Sá sagði að eftir fagnaðarlæti síð- ustu daga væru menn famir að kaOa heimsborgina Suður- Manchester... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.