Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 27
JjV LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 27 0iðsljós Calista Flockhart: Ég er píslarvottur Ef þú vandar þig nógu mikið getur þú verið fórnarlamb hvers sem er. Calista Flockhart, aðalleik- kona Ally McBeal, veit þetta og gott betur. Hún heldur því fram að hún sé fómarlamb mismununar vegna holdarfars síns en hún er einmitt grindhoruð. „Ef þú ert mjó ertu einhvem veginn með allt á hreinu og þá verður fólk reitt,“ segir leikkonan. „Ég hef oft rekið mig á að fólk gengur upp að mér og segir: „Ojj, þú ert mjó.“ Eins og það valdi þeim ógleði. Enginn mundi hins vegar ganga upp að einhverjum mjög feitum og lýsa yfir viðbjóði." Hún segist tilheyra kúguðum minnihluta og ætli sér sko ekki að kyngja þessu lengur. „Ef þú ert mjó og heilbrigð er alltaf til hópur fólks sem lætur það fara i taugarnar á sér. Það er mis- munun." Kannski er eitthvað til í þessum rökum hennar Calistu en staðreyndin er hins vegar sú að það er auðveldara að næla sér í eigin sjónvarpsþátt ef maður er tveimur kílóum of léttur frekar en tveimur kílóum of þungur. Þú fyr- irgefur, Calista mín, en við ætlum að salta samúðina aðeins. Það er greinilegt að kvenhetjan úr Terminator, Linda Hamilton, lætur ekki skilnað sinn og Titanic- leikstjórans snjalla, James Camer- on, standa í vegi fyrir leitinni að rómantík. Hún gekk nýlega inn í bókabúð í L.A. þar sem nokkrir ungir menn sátu með höfuðið graflð ofan í skruddur. Leikkon- an furðaði sig á þessu og spurði mennina hvað þeir væru að læra. „Lögfræði," svöruðu þeir. „Nú,“ sagði leikkonan og beitti töfrunum til hins ýtrasta, „þannig að ykkur langar að verða lögfræðingar." „Nei,“ hreyttu þeir allir út úr sér að bragði. Linda spurði þá hvers vegna í ósköpunum þeir væru að eyða tíma sínum í það að húka yflr lögfræðidoðröntum. Þá gellur í einum þeirra: „Þannig að við getum boðið fal- legum konum út.“ Þá svarar Linda: „Jæja, en þið þurfið alla vega ekki lögfræðigráðu til þess að ná mér út.“ Kannski ekki, en það væri ekki vitlaust af henni að næla sér í einn með gráðu til þess að mjólka eitthvað af millj- ónum fyrrum eiginmannsins. Hamilton lætur ekki lokkast Elizabeth Hurley: Aðhyllist skapahárasnyrtingar Þær eru svolítið skrítnar sögumar sem berast af hegðun glæsikvendisins Elizabeth Hurley í fmu kokkteilboði í London fyrir skömmu. Ensku rósinni og Estée Lauder andlitinu tókst að láta evrópskan vin sinn svelgjast á víninu þeg- ar hún spurði hann upp úr þurru um ástandið á nára hans. Spumingin sem hún lét vaða var um nákvæm- lega hversu stutt litlu krulluðu hárin væru og hvort hann rakaði þau tU þess að halda þeim jöfnum og í skefjum. „Uh, nei“, svaraði vinur hennar, og var skiljanlega ekki alveg að átta sig á stöðunni. Þá fékk hann að vita það að hún neyddi kærastann broshlýja, Hugh Grant, til að snyrta sín með skærum (ekki eins og það séu nauðsynlegar upp- lýsingar). Vinurinn, ekki aldeilis sáttur, muldraði eitthvað lítillega á móti en það virtist einungis kveikja áhuga hennar enn meira. „Ég trúi þér ekki,“ sagði hún. „Ég vil sjá!“ Svo gerði hún sig líklega til þess aö grípa í rennilásinn á buxnaklauf vinarins til þess að sannreyna svar- ið. Honum til allrar hamingju náði vinurinn að snúa sér undan, sár- móðgaður. Annars gengur önnur saga um Liz. Hún á víst að vera að leita sér að brúðarkjól fyrir sumar- ið. Ef svo er þá fær hver sá sem fær þessa brúður til þess að roðna kók og prins póló. ’ Sófaborð (Kistill) i í Kn 36.200 stgr i - -þín Una »M í ÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA |_ Héðins bílskúrshurðir með einangrun eru gerðar fyrir íslenskar aðstæður ,.§1 Héðins bílskúrshurðir eru gerðar fyrir íslenskar aðstæður. Þær eru úr galvanhúðuðu stáli með þykkri einangrun og þola því verulegt vindálag og kulda. Traustur frágangur tryggir viðhaldsfría endingu árum saman. Útlit hurðanna er sérlega glæsilegt og þær má mála í hvaða lit sem er. = HÉÐINN = Hóðinn hf. Stórás 6 • 210 Garðabæ Sími: 569 2100 Fax: 569 2101 www.hedinn.is Tölvupóstur: hedinn@hedinn.is 1. Polystyrene einangrun 2. Gæðastál 3. Galvanhúðun 4. Epoxy grunnur 5. Polyester yfirborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.