Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 2
36 LAUGARDAGUR 29. MAI 1999 Kynningarakstur Iveco Daily City Truck: Með einbunuvál og sex gíra kassa Eins og sagt var frá í DV-bílum síðastliðinn laugardag er Iveco um þessar mundir að kynna nýja kyn- slóð hinna þekktu og vinsælu Iveco Daily-bíla. Þessi nýi Daily er að öllu leyti nútímalegri útlits heldur en eldri gerðin sem hefur verið óbreytt að kalla í 21 ár. Hins vegar eru svo sem engin elli- mörk sjáanleg á Iveco Daily. Árið 1998, sem var 20. söluárið, seldust 75 þúsund bOar, 100 þúsund ef bílar framleiddir og seldir í verksmiðju Iveco I Kína eru meðtaldir. Og ef aö- eins er horft á grindarbOa svokall- aða, það er 2,8 tO 6 tonna vörubíla með einfóldu húsi, sem kaupandi sér sjálfur um að útvega sér paU á eða flutningskassa, er Iveco Daily í fararbroddi á Evrópumarkaði: nærri ein mflljón bíla seld frá upp- hafi. í hefld var Iveco DaOy í íjóröa sæti í sínum stærðar- og gerðaflokk- um i Evrópu árið 1998. Vissulega hafa tæknilegar breyt- ingar átt sér stað: 1984 kom fyrsta dísilvélin með forþjöppu í Iveco Daily, 1989 fékk bíllinn „andlitslyft- ingu“ og fyrstu dísOvélina með for- þjöppu og millikæli. Önnur „and- litslyfting" var gerð árið 1996 og nú kemur nýr bfll frá grunni. Samt hef- ur fullt tillit verið tekið til eldri eig- enda, t.d. grindarbíla. Þeir sem ný- lega hafa keypt sér grindarbO af gerðinni Iveco Dafly geta ófeimnir keypt nýja bílinn og flutt pall- inn/flutningshúsið á milli. Allt á að passa saman fyrirhafnarlaust. Einstaklega lipur Framleiðandinn hefur lagt mikla vinnu í aö kanna þarflr fyrir bOa cif því tagi sem DaOy býður upp á, til hverra verkefna þeir séu, og hanna bflinn út frá því. Niðurstaðan er lip- ur bíll og liðlegur, ekki síst tfl snún- inga í borgum með mikilli umferð, og bílnum gefið nafn út frá því: Daily City Truck. Beygjuradíus stystu gerðar City Truck (3,0 m hjólahaf) er aðeins 5,2 m. Miðgerðin (3,3 m hjólahaf) er með 5,6 m beygju- radíus en lengsti bíflinn (3,45 m hjólahaf) hefur 6,58 m beygjuradíus. Mikið hefur verið lagt upp úr þægindum og öryggi bílstjórans - bíllinn er hans vinnustaður. BO- stjóri sem mætir tfl vinnu á heimil- isdrossíunni á ekki að veröa fyrir sjokki af því að setjast upp í vinnu- bílinn sinn. Daily City Truck er samkvæmt upplýsingum framleið- enda hljóðlátasti vinnubíllinn í sín- um flokki - aðeins 68 dB v. 80 km hraða - og víst er um það að hann er einstaklega lipur í snúningum og auðveldur í akstri. Útsýni úr bílnum hefur verið bætt um 25% og loftmótstaða er ótrúlega lítO, meira að segja á há- þekju-sendibílnum, 0,34 Cd, þannig að vindhljóð er furðu lítið. Útispegl- ar hafa verið stækkaðir og sjónsvið þeirra víkkað. Aðgengi að ekOshúsi er bætt til dæmis að þvi leyti að ökumaður getur auðveldlega snarað sér upp í bílinn hægra megin frá eða farið þar út, ef hann þarf t.d. að leggja mjög þröngt. Húsið á Dafly City Truck er mun rúmbetra en var. Það er eilítið lengra en á eldri bíln- um, 16,55 sm breiðara hurða á milli í lendahæð og 14,5 sm hærra frá gólfi tU lofts. Bíllinn er búinn marg- vislegum hirslum, hólfum og höld- um, allt til þæginda og hagræðis. Öryggið hefur ekki gleymst: diskabremsur á öllum hjólum og að öllum líkindum verður læsivörn staðalbúnaður á Norðurlandamark- Iveco Daily City Truck er alveg nýr Daily sem leynir sér ekki í útliti. M.a. er hann með hltfar neðan á báðum hliðum og yfir hjól sem verja hann fyrir ýmsum smáskrámum. Myndir DV-bílar SHH Eins og títt er með hálfkassabíla eru aftari hurðirnar í mjórra lagi en þær opnast vel þannig að auðvelt er að umgang- ast aftursætið. aði, ásamt líknarbelg fyrir öku- mann. Líknarbelgur fyrir framsæt- isfarþega, sjálfvirkur hemlunarjafn- ari og spólvöm verður í boði sem aukabúnaður. Hæðarstillánleg kippibelti em staðalbúnaður, sömu- leiðis sæti með vöm gegn „kafbáta- skriði" og með höfuðpúðum. Stuðar- ar ganga út fyrir hom og sOsahlífar úr höggþolnu plasti liggja eftir báð- um hliðum og yfir bretti. Fjarstýrð samlæsing er með þjófavörn og ræsflæsingu. Þrjár válar í boði Þrjár dísflvélar em boðnar í upp- hafi í Iveco DaOy City Tmck, allar með 2798 cc sprengirými: hefðbund- in 85 ha. vél, 105 ha. túrbó, með beinni innspýtingu og millikæli, og loks 125 ha. túrbó Unijet einbunuvél (common rail) með rafeindastýrða innspýtingu og millikæli. Síðar verður boðin 140 ha. Unijet ein- bunuvél. Gírkassar em 5 gtra og 6 gíra, báðir nýir, einkar hljóðlátir og léttir í skiptingu. Blaðamönnum gafst kostrn- á að grípa í nýja Iveco Dafly City Tmck á hluta af keppnisbrautinni í Jerez de la Frontera á Suður-Spáni. Boðið var upp á bíla af margvíslegum gerðum: með einföldu húsi og niður- byggðum palli og/eða hefðbundnum palli eða flutningshúsi, hálfkassa- bíla með venjulegum palli, sendibíla með lágum og háum toppi. Allir bíl- amir vom hlaðnir með leyfilegum hlassþunga. Skemmst er frá að segja aö nýja Innstig og útstig í Daily City Truck er afar auðvelt og fjaðrandi ökumanns- sætið stillanlegt á ýmsa vegu. einbunuvélin með sex gíra kassan- um er sérlega skemmtileg. Hvor minni vélanna.sem er dugar vel fyr- ir minni gerðir, upp í 3,5 tonn, og 105 ha. vélin er engin frágangssök allt upp í 5,2 tonna bflinn við þær aðstæður að hraði skipti hvort sem er engu máli. En með Unijet-vélinni og sex gíra kassanum er bfllinn sér- lega skemmtflegur og með tætings- vinnslu. Hvort sem bílarnir voru með 5 eða 6 gíra kassa liggur skipti- stöngin einkar vel við og skipting- arnar ratvísar. Pallbíll með einföldu húsi er vinælasta gerð Iveco Daily á meginlandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.