Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Fréttir Selma Björnsdóttir kveöst hafa verið róleg á sviöinu og í græna herberginu: Man lítið eftir þessu - segir Selma sem kom heim frá ísrael í gærkvöld Selma og félagar hennar fengu sent kampavín frá ríkisstjórninni þegar Ijóst var að þau höfðu náð frábærum árangri í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. DV-mynd Karl Pétur „Eg var mjög óstressuð og leið bara rosavel þegar ég var að fara inn í sal- inn. Reyndar kom örlítill fiðringur þegar maður steig upp tröppurnar á sviðinu. En um leið og ég kom inn í salinn voru móttökurnar mjög hlýjar. Fólkið gargaði og klappaði: Selma, Selma! Þetta voru ekki íslendingar. Þá hvarf allt stress. Rétt áður en lag- ið byrjaði. Það var alveg frábært," sagði Selma Björnsdóttir söngkona, hetja íslendinga í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, sem náði þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti með 146 stig á laugardagskvöld- ið. En hvernig leið henni þegar lagið byrjaði og um 100 milljónir Evrópu- búa voru að horfa á hana? „Ég man lítið eftir þessu. Ég bara gaf ailt í botn. Þetta voru þrjár mínút- ur. Þessu lauk svo fljótt. Ég hlakka bara til að sjá þetta í sjónvarpinu þeg- ar ég kem heim. Dansararnir voru fráhærir. Þeir stóðu sig eins og hetj- ur,“ sagði Selma. Hún segist óneitanlega vera orðin uppgefm. „Þetta hefur verið rosalega skemmtileg og viðburðarík ferð. Samt sem áður mjög erflð. Við fengum gríð- arlega athygli gölmiðla. Það tók á mann. Ég var í ljósmyndatökum, sjónvarps-, útvarps- og blaðaviðtölum alveg frá því að ég lenti og þangað til ég fór. Eftir keppnina var móttaka. Þá komst ég ekki úr anddyrinu og inn í Bifreiðatryggingar munu hækka um 40 prósent í kjölfar nýrra skaðabótalaga og munu trygginga- félögin tilkynna um þessar hækk- anir hvert á fætur öðru á næst- unni. Þó mun FÍB-trygging halda að sér höndum til að byrja með og reyna að spyrna við fótum, að sögn Árna Sigfússonar, formanns Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, segist vera þrumu lost- inn yfir þessum fregnum: „Ég veit ekki betur en að hagn- aður tryggingafé- laganna sé all- góður og ég held að forráðamenn félaganna ættu að hugsa sig betur um áður en þeir skella tveggja stafa hækkunartölu á borðið og marg- falda hana með fjórum. Við búum við stöðugt verðlag og ég hef ekki séð svona hækkunartölur svo árum skiptir. Mér sýnist að með þessu séu tryggingarfélögin að marka þá stefnu og vera í forystu fyrir því að hér rjúki allt af stað og efnahagslíf- ið fari úr böndum. Ég er þrumu partíið. Ég stóð þar í um klukkutíma í stanslausum viðtölum. Þá var klukkan orðin þrjú um nóttina og tími til kominn að fara upp á her- lostinn," sagði Jó- hannes Gunnars- son. „Það var alltaf ljóst að áhrif nýju skaðabótalaganna yrðu hærri ið- gjöld en við hækk- um ekki okkar ið- gjöld fyrsta kast- ið,“ sagði Ámi Sigfússon sem dró í efa að 40 prósent hækkun væri nauðsynleg. „Þegar við komum inn á markaðinn lækkuðu allar bif- reiðatryggingar um 25%. Við sýnd- um fram á að með lítilli yfirbygg- ingu og einfoldu kerfi var hægt að lækka þessar tryggingar. Við ætl- um að halda áfram að vera nokk- urs konar barómeter á iðgjöld bif- reiðatrygginga en það er ljóst að einhverjar hækkanir verða hjá okkur. Þó er ég sannfærður um að þær verða ekki af þessari stærð- argráðu." Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri VÍS, sagði að iðgjaldahækk- unin á meðalstóran flölskyldubíi í hæsta bónusflokki yrði 36-38 pró- sent. En á sama tíma yrði sú breyt- ing að bónus í hæsta flokki hækk- aði úr 70 í 75 prósent. bergi og pakka niður. Ég missti því alveg af veislunni. Svo vöknuðum við klukkan sex um morguninn til að fljúga áleiðis heim til íslands." „Þetta er afleiðing af ákvörðun Alþingis og því verðum við að sæta. Ég staðhæfi að þetta verða öll tryggingafélög að gera ef þau ætla að halda velli. Hækkunin hjá okkur tekur gildi við næsta gjald- daga hjá hverjum og einum en þar til verða iðgjöldin óbreytt," sagði Axel Gíslason og bætti því við að- spurður að tryggingafélögin gætu ekki mætt þeim auknu kröfum sem ný skaða- bótalög gerðu til þeirra með því að seilast í fé í öðrum trygg- ingagreinum: „Það er ekki réttlátt að hús- eigendur greiði fyrir bílaeigendur eða öfugt. Hvert svið fyrir sig verður að standa undir sér,“ sagði Axel Gíslason. Gera má ráð fyrir að hækkun tryggingafélaganna á iðgjöldum bifreiðatrygginga þýði um 15 þús- und króna viðbótarútgjöld á hvert heimili í landinu þar sem bíll er í rekstri og að sjálfsögðu tvöfaldast sú upphæð séu bílarnir tveir. -EIR Fengu tilboð Selma segir að „þau“ - hún og hennar fólk - hafi nú fengið tilboð. Steinar Berg ísleifsson, umboðs- maður hennar, hafi hins vegar hald- ið henni fyrir utan þau að sinni. „Við vlldum einbeita okkur að keppninni. En við ætlum að vinna úr þessum tilboðum." - Hvernig fannst þér að fá kveðj- ur frá ríkisstjóminni? „Við fengum ofsalega hlýjar kveðjur. Ríkisstjórnin hefði horft á, við hefðum staðið okkur vel og við væram stolt þjóðarinnar. Við feng- um kampavín með kveðjunum. Þetta var ofsalega gaman. Við feng- um mörg símtöl og maður var mjög ánægður með að standa sig fyrir hönd íslands. Um það snýst þessi keppni - að kynna sína þjóð með sæmd.“ Selma sagðist hafa frétt að Eurovisonpartí hefðu verið um allt ísland á laugardagskvöldið. Þegar líða tók á kvöldið og stigagjöfina fékk líka margur sófinn og stóllinn ærlega fyrir ferðina á heimiium landsmanna. „Mesta svekkelsið var eiginlega að geta ekki fagnað með samlöndum sínum. Maður heyrði að fólk hefði alveg verið að tapa sér. - Á meðan varst þú róleg? „Ég var ekkert að tapa mér. Ég var alveg róleg. Þorvaldur lagahöf- undur leit meira að segja á mig og sagði: „Hvað er eiginlega að þér?““ - Fólk sagði að þú hefði verið ró- legust cdlra í íslenska hópnum. Er það rétt? „Já, ég var sallaróleg. Ég var mjög sátt við „performansinn". Hann gekk að óskum og reyndar var ég róleg fyrir hann líka. í græna herberginu á eftir var þetta bara í höndum fólksins og maður gat ekk- ert gert.“ -ótt Bílatryggingar hækka um 40 prósent: Eg er þrumu lostinn - segir formaður Neytendasamtakanna Steingrímur Njálsson með morðhótanir Steingrímur Njálsson, margdæmd- ur kynferðisaíbrotamaður, hótaði minnst tveimur mönnum ítrekað líf- láti um helgina og greip lögreglan tii þess ráðs að handtaka hann aðfaranótt sunnudags. Steingrímur hringdi án af- láts í mennina með hótanir um lík- amsmeiðingar og dauða auk þess sem hann hótaði skemmdum á farartækj- um viðkomandi eða íkveikju í húsum þeirra. Lögreglan átti erfitt með að hafa uppi á Steingrími og handtaka hann þar sem hann er kominn með farsíma. Steingrímur var loks tekinn höndum um klukkan flögur aðfaranótt sunnudags. „Mér leist ekki á blikuna þegar hann sagðist vera á leið heim tO mín með byssu. Þá var hann búinn að hringja nær stöðugt frá því snemma um morguninn," sagði Sigurjón M. Eg- ilsson, fyrrverandi blaðamaður, sem varð fyrir barðinu á hótunum Stein- grims en Sigurjón flallaði um sakamál rekin gegn Steingrími er hann starfaði sem blaðamaður. Það sama á við um hinn aðilann sem varð fyrir hótunum Steingrims. „Ég er hins vegar mjög ósáttm- við hlut lögreglunnar í máli því hún vddi helst ekkert aðhafast þegar ég kvartaði yfir þessu stöðuga ónæði á heimOi mínu. Það var ekki fyrr en ég lagði fram kæru og upptöku með morðhótunum úr símsvara mínum sem lögreglan lét tO skarar skríða,“ sagði Sigurjón M. EgOsson. í símsvara hans klukkan 21.15 á laugardags- Steingrímur Njálsson. kvöldið má heyra rödd Steingríms Njálssonar: „Ég er á leiðinni tO þín, djöfulsins vesalingurinn. Ég æOa að slátra þér, heyrirðu það!“ Er leið á sunnudaginn töldu lögfræðingar lögreglustjóra- embættisins ekki grundvöO fyr- ir því að óska eftir gæsluvarð- haidi yfir Steingrimi og var honum þvi sleppt. Steingrímur Njálsson hefur að undanfómu búið að Vatnsstíg 11 íbúum í nágrenninu tO mikOs ama. Stuttar fréttir i>v Aukið samstarf Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að samstarf mOli stóru sjúkrahús- anna verði auk- ið á næsta kjör- tímabili. Jafn- framt verður þjónusta við geðsjúk börn aukin á kjör- tímabOinu. RÚV greindi frá. Hraði einkavæðingar Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að enn sé óljóst hversu hratt verður gengið fram í einka- væðingu Landssímans. Hann segir þó skýrt í stjórnarsáttmálanum að stefnt væri að einkavæðingu fyrir- tækisins. Mbl. greindi frá. Innréttingar fjarlægðar Húsfriðunarnefnd hefur gefið leyfl fyrir því að hluti innréttinga í húsinu á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, þar sem Reykjavík- urapótek var áður, verði flarlægð- ur. Búist er við að veitingahúsa- rekstur verði í húsinu eftir breyt- ingar. Stöð 2 sagði frá. íslendingar á síðu í Utah Margra íslendinga er getið á ætt- fræðiheimasíðu mormónakirkj- unnar i Utah, en aðaOega er þar um Vestur-íslendinga að ræða og aðra sem eiga afkomendur í Bandaríkjunum. EgiO SkaOagríms- son er meðal þeirra sem hafa hlot- ið blessun mormónakirkjunnar. RÚV sagði frá. Sjálfvirk tilkynning Leitaræfingu Slysavamafélags ís- lands var í gær stjórnað með hjálp sjáOVirks tilkynningaskyldukerfis. Þetta er sennilega í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt kerfi er notað í þessum tilgangi. RÚV sagði frá þessu. Keikó tregur Erfiðlega gengur að venja Keikó af þeirri umönnun sem hann hefúr ánetjast frá því hann komst und- ir manna hend- ur. Það tekur lengri tíma en í fyrstu var áformað að gera hann sjálfbjarga og er nú unnið að því að slíta öO tengsl hans við þjálfara sinn. RÚV greindi frá. Leðurblakan í Færeyjum íslenska óperan setti upp óperett- una Leðurblökuna í Færeyjum í gærkvöld. Fjöldi þeirra sem tók þátt í uppfærslunni var 84. Þetta er í fyrsta sinn sem ópera er sýnd í Færeyjum með stórhljómsveit. Hætta í göngunum Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík telur að skeOOegt ástand geti mynd- ast í Hvalfl arðargöngum brjótist þar út eldur. Hann telur að bruna- varnir í göngunum séu ekki nægi- legar. Stöð 2 greindi frá. Skattadagur í gær Ungir sjáOstæðismenn í HeimdaOi gengu í gær á fund Geirs H. Haarde, vara- formanns SjáO- stæðisflokksins og flármáiaráð- herra, og minntu hann á skattálögur. Skattadagur HeimdeOinga var í gær en það þýðir að í gær rann upp sá dagur á þessu ári sem einstaklingurinn hætti að vinna fyrir hið opinbera og fór að vinna fyrir sjáOan sig. Nýtt íþróttahús Fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi í Reykjanesbæ var tek- in í gær. í húsinu verður fyrsti yf- irbyggði knattspyrnuvöOurinn hér á landi. Stefnt er að því að hægt verði að taka það i notkun fljótlega upp úr næstu áramótum. Stöð 2 sagði frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.