Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNIJDAGUR 31. MAÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Haröar árásir NATÓ alla helgina: Ellefu borgarar féllu í loftárás Obasanjo tekinn við embætti Fyrsti lýöræöislega kjörni forseti Nígeriu i flmratán ár, Olusegun Obasanjo, sór embættiseiö í gær. Athöfnin fór fram í Abuja, höfuö- borg Nígeríu, og þótti afar hátíðleg. Obasanjo hefur áöur verið forseti Nígeríu en áriö 1979 lét hann af embætti og var fjórum árum síðar hnepptur í varðhald er þáverandi einræðisherra landsins sakaði hann um samsæri. Obasanjo bíöa mörg verkefni og erfið; efnahagur landsins er í rúst eftir margra ára spillingu fyrrum herstjórna. Byijunin þótti þó lofa góöu í gær þegar Obasanjo tilnefndi nýja yfirmenn í hernum, lögregl- unni og öörum opinberum stofnun- um. Ellefu manns létust og tugir manna slösuöust þegar flugskeyti NATO hæföu brú í Serbíu í gær. Þetta kom fram í fréttum Tanjug-fréttastofunnar. Mikiil mannfjöldi var á brúnni og flestir á leið á útimarkað í grennd- inni. Þá var greint frá því að margir hefðu fallið í ána og kafarar ynnu hörðum höndum við að ná fólki á land. Þá bárust fregnir af því að nokkrir erlendir fréttamenn hefðu upplifað loftárás þar sem þeir ferð- uðust í flutningalest í Kosovo. Loftárásir NATO héldu áfram af mikilli hörku um helgina en í gær voru 68 dagar liðnir frá því þær hófust. Ekkert hlé hefur verið gert á árásunum þrátt fyrir fund Tsjemomyrdíns, erindreka Rússa í málefnum Júgóslavíu, með Milosevic forseta Júgóslavíu í siðustu viku. Tsjernormyrdín var ánægður með fundinn og Milosevic lét i það skína að hann væri reiðubúinn að faliast á kröfur G-8 hópsins, samstarfsnefndar sjö helstu iðnríkja heims og Rússa. í Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, mun ræða mál- efni Júgóslavíu viðTsjernomyrdín og Ahtisaari á morgun. tillögunum felst meðal annars að Serbar dragi herlið sitt frá Kosovo og erlendar friðargæslusveitir komi sér fyrir í héraðinu. Talsmaður NATO, Jamie Shea, sagði í gær að ekkert hlé yrði á loft- árásum fyrr en Júgóslavíuforseti sýndi í verki að hann gengi að kröfum G-8 hópsins. Martti Ahtisaari, sendimaður Evr- ópusambandsins, tók í sama streng í gær og sagði skilaboð Milosevics enn ekki nægilega skýr. Hann sagði hlé á árásum ekki heppilegt nú og það gæti dregið friðarviðræður á langinn. Wesley Clark, yfirmaður herafla NATÓ, tók undir orð Ahtisaaris og sagði hlé á loftárásum til þess eins fallið að Serbar gætu komið hergögn- um til herja sinna í Kosovo. Það myndi setja að minnsta kosti hálfa milljón Kosovo-Albana sem enn eru í landinu í mikla hættu. Búist er við að Ahtisaari haldi til fundar við Viktor Tsjemomyrdín og Strobe Talbott, aðstoðarutanríkiráð- herra Bandaríkjanna, í Moskvu á morgun. Tsjernormyrdín hefur lýst yfir áhuga sínum á að Ahtisaari fylgi honum til Belgrad til viðræðna við Milosevic. Réttarhöld yfir Öcalan í dag Réttarhöld yfir kúrdíska skæru- liðaforingjanum Abdullah Öcalan heíjast í dag. Öcalan er ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða tæp- lega 30 þúsund manns. Réttarhöldin fara fram á eyju í Marmarahafi og verður öryggis Öcalans gætt til hans ýtrasta. Hann mun sitja í skot- heldu búri sem á að þola sprengju- árás. Lögmenn Öcalands eru hins vegar óánægðir meö aðbúnað Öcal- ans og segjast ekki fá að hitta hann einslega. Þeir ætla að setja fram beiðni um frestun réttarhaldanna. Nokkuð víst þykir að Öcalan verði fundinn sekur og dæmdur til dauða. Stuðningsmenn Öcalans víða í Evrópu efndu til mótmæla- funda um helgina. Aukin spenna í Kasmír Fótgöngulið Indverja barðist í gær við skæruliða múslíma í hæð- um Kasmír. Aukinnar spennu gætir í sam- skiptum kjamorkuveldanna Ind- lands og Pakistans að undanfomu vegna deilunnar um héraðið Kasmír. Evrópusambandið ásamt Banda- ríkjunum, Kína og Rússlandi hafa skorað á stjórnir Indlands og Pakistans að leita friðsamlegrar lausnar og hindra að átökin breið- ist út. Um áttatíu þúsund manns hylltu Nelson Mandela þegar hann kom til kosningafundar ásamt Thabo Mbeki og Mbhazima Shilowa í Jóhannesarborg í gær. Kosningar fara fram i Suður-Afríku á miðvikudag. Símamynd Reuter Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuöningur við mikilvægt forvarnastarf Sumarhappcirœtti Dregið l7. júní 1999 fattfrjálsir vinningar áð verðmæti 19,7 milljónir króna MÍ Vinningar: 1 Honda HR-V, Sport 4x4. Verðmæti 1.900.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. 168 Úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. {)TO1 ítlítwu Vi’it tu studnbvj vertu nwd! Dregid 17Júní i*P Bíll bankaræn- ingjanna fundinn Bíll bankaræningjanna, sem skutu tvo lögreglumenn til bana á fostudag eftir rán í bænum Kisa á austurströnd Svíþjóðar, fannst í gær. Ekkert hefur hins vegar spurst til ræningjanna og hafa 160 lögreglumenn unnið að málinu alla helgina. Þriðji ræninginn, sem slasaðist I skotbardaganum, verður færður í varðhald í dag. Yf- irheyrslur yfir honum hafa enn lít- inn árangur borið. Stúlka lést og tólf slösuðust Tólf ára stúlka lét lífið og tólf slösuðust í miklu óveðri sem gekk yfir París í Frakklandi í gærmorg- un. Stúlkan varð undir byggingar- krana sem féll í ofsaveðrinu. Þá slösuðust sex hjólreiðamenn þegar tré féll á þá. Óveðrið skall á skyndilega og stóð stutt yfir. Kólerufaraldur Yfir áttatíu manns hafa látist úr kóleru í Norðaustur-Kambódíu síðan í apríl. Shuster forseti Slóvakíu Rudolf Shuster bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Slóvakíu sem fram fóru um helgina. Shuster hlaut 57,2% at- kvæða en Meci- ar, fyrrum for- sætisráðherra, hlaut 42,8%. Fyrrum forseti landsins, Michal Kovac, lét af embætti í mars sl. Flugmenn veikir Þriðjungi flugferða flugfélags- ins Cathay Pacific Airways var aflýst í gær vegna þess að fjöldi flugmanna tilkynnti sig veikan. Flugmennimir eru með þessu að mótmæla 8% launalækkun. Stunginn til bana Sextán ára skoskur piltur lést af völdum hnifsstungu í gær eftir að skarst í odda milli áhangenda fótboltaliðanna Glasgow Celtic og Rangers. Tveir menn hafa verið h^ndteknir vegna málsins. Eldsvoði í jarðgöngum Einn lést og að minnsta kosti 49 slösuðust, þar af nokkrir lífs- hættulega, þegar eldur kom upp í jarðgöngum suðaustur af Salz- burg í Austurríki á laugardag. Það tók slökkvilið 17 klukku- stundir að ráða niðurlögum elds- ins. Tveggja manna er enn sakn- að. Vill ganga í herinn VOhjálmur Bretaprins vill ganga í herinn. Frá þessu greindi Spencer jarl, móðurbróðir prinsins, í við- tali við CNN um helgina. Hann sagði að prins- inn væri orðinn nógu gamall til að taka sjálfur ákvörðun um framtið sína. Skíðamanns saknað Skíðamanns er saknað eftir að snjóflóð féll á fjallinu Mont Blanc í Frakklandi í gær. Ellefu félagar mannsins komust lífs af en eru slasaðir. Mennimir vom komnir í 3.750 hæð þegar flóðið féll. Tíu ár frá fjöldamorði Rúmlega tvö þúsund manns gengu fylktu liði um Hong Kong í gær. Fólkið minntist þess að tíu ár eru liðin síðan hundmð manna voru drepin á Torgi hins himneska friðar í Bejing. Átta stunda geimganga Tveir geimfarar geimskutlunn- ar Discovery luku í gær átta stunda geifngöngu þar sem þeir unnu að viðgerðum á alþjóðlegu geimstöðinni. Geimgangan þótti takast vel og tókst geimförunum að ljúka tflsettum verkefhum. Mótmæla atvinnuleysi Tuttugu þúsund manns mót- mæltu atvinnuleysi í Evrópu í gær. Fólkið safnaðist saman í Köln í Þýskalandi en þar verður leiðtoga- fundur Evrópu haldinn á fimmtu- dag. Beðið eftir ákvörðun Ýmislegt bendir tO þess að HOl- ary Clinton forsetafrú sé að íhuga framboð tO Öld- ungadeOdar Bandaríkjaþings. HeimOdir herma að forsetafrúin hafi aö undan- fómu haft sam- band við demókrata í New York og fengið ráðleggingar um hugsanlegt starfslið á kosninga- skrifstofu hennar. LOdegt þykir að Hillary geri upp hug sinn á næstu dögum og vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.