Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 13 Fréttir Góð grásleppuveiði í Skagafirði: Selur víða og selbitinn þorskur Þótt grásleppubændur væru ekki bjartsýnir í byrjun vertíðar hefur aflast vel. Skagabændur og grásleppuveiðimenn við Skaga- fjörð hafa veitt heldur betur en sala á grásleppuhrognum býður upp á. Sem dæmi um veiðina þá var úthaldið frá Þorbjargarstöðum, Þorleifur Ingólfsson og Árni Guð- mundsson yngri, búið að salta í yfir 60 tunnur. Hins vegar munu veiðarnar ekki hafa gengið eins vel hjá Fljótamönnum og Siglfirðing- um. Árni sagði samtali við DV að þeir væru búnir að tryggja sölu á öllu því sem þeir hefðu veitt. Seldu 40 fyrstu tunnurnar á gamla verð- inu, 41.000 krónur, en verðið var lækkað á vertiðinni niður í 38.000 krónur sem gerði útslagið með það að grásleppukallar á Norðaustur- landi lögðu ekki net sín. Verðið fyrir hrogin hefur hrunið frá því í fyrra en þá fengust um 70 þúsund kr. fyrir tunnuna. „Mikil þorskgengd hefur þó gert mönnum erfiðara fyrir með veið- arnar og óvenju mikið hefur verið um selbitinn flsk. Við drógum sjö trossur um daginn og þurftum að henda úr þeim tveim tonnum af selbitnum þorski. Ég hef aldrei séð annað eins, það er bókstaflega sel- ur um allan sjó - alls staðar þar sem lóðar fyrir þorski," segir Árni Guðmundsson. Ingólfur Sveinsson á Lágmúla tekur í sama streng. „Maður hefur oft séð selbitinn fisk upp að 30 fóðmum en nú virðist selur úti um allan sjó. Eftir að menn fóru að veiða loðnuna í eins miklum mæli og nú er gert hefur selurinn minna æti sem geri það að verkum að nú er hann kominn út um allan sjó í leit að því. -ÞÁ Suðurland: Breytingar á starfseminni ASS Alþýðusamband Suðurlands hélt 15. þing sitt á Selfossi 21. maí. Starfssvæði Alþýðusambandsins er frá Lómagnúpi í austri að Hellis- heiði í vestri að undanskildum Vestmannaeyjum. Á þinginu voru gerðar talsverðar breytingar á starf- semi sambandsins. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, nýkjörinn formaður ASS. DV-mynd Njörður Helstu breytingarnar voru að all- ur flárhagslegur rekstur sambands- ins verður lagður niður og skipan stjórnarmanna var breytt. Aðildar- félög sambandsins höfðu greitt skatt til þess sem stóð undir þeim rekstri sem það stóð að. f tímans rás hafði starfsemi sambandsins dregist tölu- vert saman og i síðustu kjarasamn- ingum var til að mynda aðeins gerð- ur einn samningur í nafni þess. Starfseminni var breytt í þá veru að nú skipa formenn aðildarfélag- anna stjóm þess og aðildarfélög standa sjálf straum af þeim kostnaði sem fylgir þeirri starfsemi sem verður. Fyrsti stjórnarfundur nýrr- ar stjórnar var haldinn að loknu þinginu og þar var Ingibjörg Sig- tryggsdóttir, formaður Þórs á Sel- fossi, kjörin formaður. -NH Sauðárkrókur: Stríð gegn villiköttum DV, Sauðárkróki: Vegna fjölmargra kvartana um villiketti á Sauðárkróki hafa bæj- aryfirvöld ákveðið að segja villi- köttum stríð á hendur. Ákveðið hefur verið að átak til fækkunar þessum dýrum hefjist 31. maí nk. Er eigendum heimiliskatta bent á að séu þeir ólarlausir og ómerktir verði ekki hægt að taka ábyrgð á því að þeir lendi ekki í átakinu, segir í tilkynningu frá sveitar- stjóra. Sveitarstjóm barst á dögunum bréf frá nokkrum íbúum í bænum þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að beita sér gegn fjölgun villikatta. Var ákvörðun um fórgun villikatt- anna tekin í framhaldi af því, en kettirnir munu hafa valdið ónæði víða og til að mynda hafa skógar- þrestir ekki fengið frið með hreiður sin í vor, að talið er vegna ágengni villikatta. -ÞÁ REEBOK gönguskór m/púða undir öllum sólanum. Hvítir nr. 38 - 42 Svartir nr. 36 - 48 Verd 7.990 kr. PUMA hlaupaskór með púða nr. 32- 48 Verd frá 3.990 kr. REEBOK bandaskór nr, 36 - 42 Verð 5,990 kr, Á PUMA og REEBOK fótboltaskór nr. 28 - 47 Verð frá 2.690 kr. REEBOK hlaupaskór. nr. 32 - 47 Verd frá 4.990 kr. íþróttagallar frá 3.990 kr. m/2 buxum frá 4.990 kr. SPORTVORUVERSLUNIN REEBOK classics n/lon og leður nr. 35 - 47 Verd frá 3.990 kr. REEBOK eróbikkskór nr. 36 - 42 Verd frá 7.990 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.