Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, s!mi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fátt kemur á óvart Stjómarsáttmáli þriðju ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar er í hefðbundnum stíl og þar kemur fátt ef nokkuð á óvart. Það var ekki við því að búast að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur kæmu sér saman um róttækar breytingar eða nýjar leiðir í ríkisrekstrmum eða við stjómun efnahagsmála. Verkefnin næstu fjögur ár em hins vegar mikil og sáttmáli flokkanna tveggja er almennt orðað plagg, sem dregur upp meginlínurnar án þess að loka í raun nokkrum leiðum. En það verður fylgst vel með hvemig ríkisstjórninni tekst til. Kastljós fjölmiðla og almennings mun án efa beinast mjög að hinum nýja ráðherra sjávarútvegsmála. Árni Mathiesen hefur fengið hið erfiða verkefhi að ná því sem kailað hefur ver- ið þjóðarsátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú þjóðarsátt á að byggjast á grunni kvótakerfisins. Takist Áma Mathiesen að ná þjóðarsátt um nýskipan í sjávarútvegsmálum skipar hann sér á pall með helstu stjómmálaforingjum landsins. Nái hann hins vegar ekki þeim árangri sem að er stefnt er líklegt að embætti sjávarútvegsráðherra verði pólitísk hengingaról. Mikilvægt er að þær breytingar sem gerðar verða á skipu- lagi sjávarútvegs gangi hratt fyrir sig og verði ekki til þess að skapa óróa eða óvissu í sjávarútvegi. Ljóst er að byggt verður á því skipulagi sem nú ríkir - kvótakerfið verður styrkt í sessi, þó einhverjar breytingar verði gerðar innan þess. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur lýst því yfir að til greina komi að sjávarútvegurinn taki aukinn þátt í að standa undir þeim kostnaði sem fellur nú á samfélagið vegna nýting- ar auðlinda sjávar. Hvort menn kjósa að kalla slíkt auðlinda- skatt eða annað skiptir ekki máli, en aukin kostnaðarþátttaka sjávarútvegs er til þess fallin að auka sátt um stjórnkerfi fisk- veiða. Ríkisstjómin hefur markað stefnu í einkavæðingu ríkisfyr- irtækja, þótt sú stefha sé fremur óljós. Ljóst er að stefht er að sölu ríkisviðskiptabankanna en hvenær og hvemig liggur ekki fyrir, sem er slæmt bæði fyrir þróun íslensks fjármálamarkað- ar og bankana sjálfa sem fyrirtæki. Ef ríkisstjómin ræðst í að selja Landssímann á kjörtímabilinu verður stigið mikið og heilladrjúgt framfaraspor í fjarskiptum. Eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjómar Davíðs Oddssonar á næstu árum er endurskipulagning heilbrigðiskeríisins. Stjórnmálamenn hafa forðast eins og heitan eldinn að ráðast í uppskurð á heilbrigðiskerfinu, en hjá því verður ekki lengur komist. Markmiðið er að tryggja öllum góða heilbrigðisþjón- ustu um leið og aðhalds er gætt. Innleiða verður raunverulega samkeppni í þessa grein atvinnulífsins sem öðru fremur ýtir undir betri þjónustu við þá sem þurfa að leita sér hjálpar og opnar heilbrigðisstéttum nýjar og betri leiðir til að styrkja af- komu sína. Þetta era fá dæmi um þau verkefni sem Davíð Oddsson verður að hafa yfirverkstjóm með, en mikilvægast er að tryggja þann stöðugleika sem ríkt hefur síðustu ár og leyst úr læðingi þrótt einstaklinga á öllum sviðum þjóðlífsins. 77/ hamingju! Það skiptir engu hvaða álit menn hafa á Söngvakeppi evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Allir sem fylgdust með keppninni síð- astliðið laugardagskvöld gátu ekki annað en fylgst stolti og hrifningu - slíkt var frammistaða Selmu Bjömsdóttur og fé- laga hennar. Auðvitað var það súrt að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir illa endurunnu Abba-lagi, en íslenskir skattgreiðendur geta leitað huggunar í þeirri staðreynd að þeir þurfa ekki að standa undir kostnaði við keppnishald að ári. Óli Björn Kárason „I ríkum mæli þykir það ekki skemmtan eða gleði góð, nema áfengi sé þar öruggur fylginautur og oft hefur mér gramist mjög þegar sú ágæta íþrótt, dansinn, fær áfengið nær að skylduförunaut." Svipast um sviðið Kjallarinn Helgi Seljan fyrrv. alþingismaður blásið var á allar mót- bárur, alveg sérstak- lega þau aðvörunar- orð okkar margra að neyslan myndi færast neðar í aldursstigan- um, jafnhliða því sem hún mundi stór- aukast, einkum hjá yngra fólkinu. Það er í raun hræðilegt til þess að hugsa hversu aðvörunarorð okkar þá hafa fengið fulla sönnun i alvöru sinni og ógn um leið við mannlegt heilbrigði. Taumlaus dýrkun Alltof oft er umfjöll- „I hinni taumlausu dýrkun felst iíka feiknleg hætta og svo riður tvískinnungur svo alltof margra húsum einnig, þar sem ólögleg vímuefni eru réttilega bannfærð en jafnframt er vímuefnið áfengi mært og þess neytt óspart í þokkabót.u Fyrir skömmu var greint frá Gallup- könnun um áfengis- neyslu bama og ung- menna og sannast sagna glöddu þær ekki huga manns. Á bak við þessar tölur er margur mannlegur harmleikur falinn og það versta er að svo undur fátt viröist til varna. Linnulaus áróður dásamandi hið margrómaða frelsi, sem ég kalla gæsalappafrelsið eitt hefur örugglega sín áhrif. Síbyljan um að öll boð og bönn séu af hinu illa í áfengismál- um hefur einnig sitt að segja að ekki sé nú talað um hina tak- markalausu eftirgjöf og undanlátssemi. Skelfilegar tölur Þegar maður heyr- ir tölur eins og þær að 17% bama á aldr- inum 12-15 ára neyti áfengis og meira en 9 af hverjum 10 í ald- ursflokkunum um tvítugt þá rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds. Seinni talan er hreint skelfileg, en enn skelfilegri er sú fyrri, þar sem að- eins ætti að geta örlað fyrir fikti og helst ætti prósentan að vera í núlli. Eðlilega leitar hugur manns nokkuð aftur í tímann, þegar um- ræðan um lögleiðingu bjórsins stóð sem hæst. Þeir sem á annað borð vilja muna hljóta að rifja upp hvílík allra meina bót bjórinn átti að verða og ekki síður hitt hversu un fjölmiðla slík að maður gæti haldið að sumir fjölmiölungar tryðu því helst sem kráareigendur og aðrir slíkir fullyrða um hinn mikla „menningar“-brag sem fylgt hefði bjórnum, beinir hagsmuna- aðilar þess að selja sem flestum sem mest af vímuefninu. Það breytir engu þó afleiðingar hinnar miklu „menningar“ séu nær dag- lega i eyrum og fyrir sjónum okk- ar, svo ógnvænlegar sem þær ann- ars eru. í hinni taumlausu dýrkun felst líka feiknleg hætta og svo ríður tvískinnungur svo alltof margra húsum einnig, þar sem ólögleg vímuefni eru réttilega bannfærð en jafnframt er vímuefnið áfengi mært og þess neytt óspart í þokka- bót. - En nóg um aumingjaskap- inn í eftirgjöfmni og skinhelgina. Skylduförunautur? í ríkum mæli þykir það ekki skemmtan eða gleði góð, nema áfengi sé þar öruggur fylginautur og oft hefur mér gramist mjög þeg- ar sú ágæta íþrótt, dansinn, fær áfengið nær að skyldufórunaut. Alltof margir viðmælendur manns eiga þetta nær að trúarbrögðum. Ég segi aðeins; þvilík niðurlæging fyrir svo ágæta íþrótt sem bæði er holl heilsubót og sannur gleði- gjafi án áhrifa áfengisins. Gegn þessum galdri er svo sannarlega unnið ágæta vel og í fararbroddi verið félagsskapurinn: Komið og dansið sem Gunnar Þorláksson á helstan heiður af, þar sem dans og áfengi eru andstæður. Þar dansar fólk af hjartans lyst og list án þess að áfengið komi við sögu og einmitt þess vegna nýtur það farsæls félagsskapar, hollrar iðkunar og einlægrar skemmt- unar. Þetta starf blómgast vel og æ fleiri munu finna þar hin gullnu sannindi dansins eins. Vonin sú að það nái það góðri fótfestu og um leið viðhorfsbreytingu að pró- sentutölurnar í upphafi greinar- kornsins mættu lækka verulega. Það gleður manns gamla hjarta að eygja þó þetta ljós í annars alltof dimmu umhverfi sem megnað gæti að skapa heilbrigðari lífssýn og um leið lífshætti. Ljósin þurfa aðeins að verða miklu fleiri og bera birtu sína um samfélagið allt. Helgi Seljan Skoðanir annarra Hvers vegna iðnaðarráðuneyti? „Ríkisstjómin hyggst endurskoða stjórnkerfið og stígur fyrstu skrefin til þess með því að fella Seðla- banka íslands undir forsætisráðuneyti, sem er skyn- samlegt, og Byggðastofnun undir iðnaðarráðuneyti, en sú ráðstöfun orkar tvímælis. Hvers vegna iðnað- arráðuneyti? Hefur það ráðuneyti sérstaklega með landsbyggðarmál að gera? Ætla verður að síðar- nefnda ráðstöfunin byggist frekar á pólitísku mati en efnislegu.“ Úr forystugrein Mbl. 28. maí. Skilaboð til þrýstihópa „Hætt er við að margir þrýstihópar hafi andað létt- ar í gærkvöldi. Þá lagði þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins til að Bjöm Bjarnason yrði menntamálaráðherra enn um skeið. Það þýðir að minnsta kosti tvennt. í fyrsta lagi er ljóst að menntamálaráðuneytið mun vinna af fltonskrafti að því markmiði að „tónlistar- hús“ verði reist á kostnað skattgreiðenda, jafnvel þótt þetta „hús“ myndi kosta þúsundir milljóna króna, og ráðuneytið mun nota öll brögð til að ná þessu mark- miði sínu. í öðru lagi þýðir þessi niðurstaða það, að nú bíður allra frjálslyndra manna - og er hér ekki átt við Sverri Hermannsson - hörð varnarbarátta gegn þessu húsi á næstu mánuðum og árum ... í baráttunni um tónlistarhúsið verður tekist á um aðgang þrýsti- hópa að ríkissjóði. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að með henni verða þrýstihópum send þau skila- boð sem þeir munu ekki misskOja. Úr Vef-Þjóðviljanum 28. maí. Úthlutunin á vaxtareikning „Ég sótti um 8 milljónir til að hefla framleiðslu á þessari mynd ... Ég veit ekki hvaða tilgangi það þjón- ar að úthluta svona styrk Þetta er eins og að rétta manni sementspoka og segja „byggðu hús“. Þetta er undarleg pólitík. Það væri nær að setja það mikið í hvert verkefni að það sé hægt að standa að þeim í fullri alvöru en ekki að úthluta þannig að dæmið sé fyrirfram vonlaust. Er ekki Menningarsjóður bara að gefa mér langt nef með þessari úthlutun? ... Ég geri þessa mynd náttúrulega ekkert á næstunni úr því svona er í pottinn búið. Ætli maður reyni ekki bara að setja þessa peninga á vaxtareikning og vona að það komi einhverjir skynsamir menn að þessari úthlutun næst.“ Hrafn Gunnlaugsson í Degi 28. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.