Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Læknar f f f Fréttir Ertu læknir, tannlæknir eða hjúkrunarfræðingur? Viltu breyta til? Auglýst er eftir læknum, tannlæknum og hjúkrunarfræðingum til starfa í íslensku heilsugæslusveitinni innan friðargæslusveita Atlantshafsbandalagsins (SFOR) í Bosníu-Hersegóvínu. Sveitin starfar undir verkstjórn breska hersins, skv. samningi íslenskra og breskra stjórnvalda. Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Heilsugæslusveitin fer í þjálfun til Bretlands í lok ágúst 1999. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan september 1999 og að ráðningartími verði allt að sjö mánuðir. Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumála- kunnáttu og nöfnum tveggja meðmælenda, sendist utanríkis- ráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,105 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 1999. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. I>V Akranes: Góður afli berst á land DV, Akranesi: Skip Haraldar Böðvarssonar hf. hafa veitt vel aö undanfomu. Stur- laugur H. Böðvarsson AK landaði 150 tonnum af úthafskarfa 24. maí eftir stutta veiðiferð. Þá er verið að landa 110 tonna afla úr Haraldi Böðvarssyni AK, mest þorski. Fyrir hvítasunnuhelgina var landað úr Sveini Jónssyni KE um 100 tonnum, að mestu þorski. Sveinn Jónsson er nú á landleið á ný með um 100 tonn af þorski. Afli ísfisktogaranna fer að mestu til vinnslu í frystihúsum Haraldar Böðvarssonar hf. bæði á Akranesi og í Sandgerði. Víkingur AK landaði 900 tonnum af síld úr Síldarsmugunni í gær og í dag er verið að landa úr Elliða GK 800 tonna síldarafla, einnig úr Síld- arsmugunni. Sumarskór í úrvali Tegund: 3365 Sfærð: 37-41 Litir: Blótt og brúnt Tegund: Sapri Stærð: 36—41 Litir: Brúnt og svort Tegund: 7040 Stærð: 36-40 Litir: Svort og brúnt rinn Veltusundi v/lngólfstorg Sími 552 1212 Óli í Sandgerði AK er nú að hætta kolmunnaveiðum í bili en hann hefur veitt um 4.000 tonn af kolmunna og hefur að mestu land- að í Færeyjum. Óli í Sandgerði fer nú til síldveiða ásamt Víkingi og Elliða. -DVÓ Kosovo-fjölskylda á Reyðarfirði. DV-mynd Þórarinn Kosovo-fólkiö á Reyöarfirði: Allt small saman m f y k Efþá crt 12 ára eða yngri er samk&ppnin am nppskriftir i MatreiðsUibók Tíqra cittlwaðftjrír ficf ,<x\ m Ttýri er mikittmaimafar oý keknr etskar tunni. Tiýri kitktrykknr senefa sér ttppskriflir có mat oý kökttm, Tiýra þættiýott aifá rinfatefar en ýttöa r nppskrifir san krakkar riýaanihrlt mri ab fara eftir. Atdrsem seneta inn nppskriftir fá ricktrkenninýarskfa/frá Ttýra. 50 uppskriftir verba m'' Matreiislubúk Tíejra, ^ þcirsent citja uppskrift i bókinniritja mt á ýtœsilcýHM rinninýHM, Skilafrcstur er til 1. áýúst. Sendirf til: KrMa&Mri t>V, tverhriii It, leSRepkpa íí, Merkl; ípfnkrifi DV, Reyöarfirði: Um það þil 300 manns tóku á móti þeim 24 Kosovo-Albönum sem komu til Reyðarfjarðar 26. maí og var sá fjöldi alls staðar að úr Fjarðabyggð. Tekið var á móti flóttafólkinu á tjaldstæðinu og ekki annað að sjá en fólkið væri mjög ánægt með móttök- umar sem það fékk. Þeirra beið grillaðar pilsur og söngur bama frá Fjarðabyggð. Þegar grillveislunni lauk tóku stuöningsfjölskyldurnar við fólkinu en þær hafa verið starf- andi viö ýmiss konar undirbúning í eina viku, það er að koma fyrir hús- gögnum og gera íbúðirnar þannig úr garði að vel sé en það tókst mjög vel. Alls eru flóttamennimir 24 - 14 fullorðnir og 10 böm. Um er að ræða 5 fjölskyldur og em tveir karl- anna skósmiðir, tveir hafa vrnnið við flísalagnir og ýmiss konar gólf- lagnir og einn hagfræðimenntaður. Konurnar era húsmæður. Guðný Björg Hauksdóttir, verk- efnisstjóri Fjarðabyggðar, sagði í samtali við DV að allt hefði smollið saman þrátt fyrir stuttan undirbún- ingstíma. Fólk í Fjarðabyggð hefði gefið éillt inn í þessar 5 íbúðir, auk þess sem safnað var á Héraði. Á Isa- firði var flóttafólki komið fyrir á sama stað og það hefði orðið til þess að það varð þar meira einangrað. Því var fallið frá því að koma öllu fólkinu fyrir í blokk þrátt fyrir nægilega margar tómar íbúðir. íbúðimar em því dreifðar um Reyð- arijörð. Tvær í blokk, tvær í par- húsi og ein í einbýlishúsi. Fjórar af þessum íbúðum em í eigu Fjarða- byggðar. -ÞH Sum börnin brugðu sér á hestbak. DV-mynd Njörður Fjör hjá krökkunum í Vík DV.Vík: Það var fjör hjá ungu kynslóðinni í Vík í Mýrdal á laugardag því í tengslum við beina útsendingu úr Víkinni var margt í boöi fyrir ungu kynslóðina. Uppblásinn kastali var fyrir bömin að hoppa og skoppa í, teymdir vom spakir hestar undir þægum bömum og síðan gátu allir fengið sér pylsur eða grillaða bleikju á eftir. -NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.