Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 22
38 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 $ SUZUKI Komdu í reynslu- akstur! SUZUKI BÍLAR HF Skcifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Hefur þú séð svona verð á 4x4 bíl? • Mest seldi bíllinn í Japan(l), annað árið í röð. • Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll. • Skemmtilequr bíll meðmiklum staðalbúnaði: ABS hemlalæsivörn (4x4), rafdrifnu aflstýri, loftpúði samlæsingu, o.m.fl. Ódýrasti 4x4 bíllinn á Islandi IIIIIIIIII lllllllllll IIIIII lllll IIIIIMIIIIIII llll GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Verzlunarskóli Islands Innritun nýnema vorið 1999 Nýútskrifaðir grunnskólanemar: Umsóknarfrestur um skólavist í Verzlunarskóla íslands rennur út föstudaginn 4. júní, kl. 16. ( Verzlunarskóli íslands getur nú innritað 280 nemendur til náms í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verðurvalið úr þeim á grundvelli einkunna í samræmdum greinum á grunnskólaprófi. Reiknað er meðaltal samræmdra einkunna og skólaeinkunna. Eldri umsækjendur, og þeir sem hafa stundað nám íerlendum grunnskólum, eru þó metnir sérstaklega Nemendur sem innritast í Verzlunarskóla íslands geta valið eftirtaldar námsbrautir til stúdentsprófs: Braut Alþjóðabraut: Hagfræðibraut: Málabraut: Stærðfræðibraut: Viðskiptabraut: Samskipti á erlendum tungumálum. Saga og menning helstu viðskitpalanda,aIþjóðastofnanir og starfsemi þeirra. Viðskiptagreinar, stærðfræði og tungumál. Góður grunnur að háskólanámi í hagfræði og öðrum þjóðfélagsgreinum. Fimm erlend tungumál í kjama. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Stærðfræði, raungreinar og viðskiptagreinar. Góður grunnar að háskólanámi í verkfræði og raunvísindum. Rekstur og stjómun fyrirtækja. Stofnun og rekstur eigin fyrirtækis. Góður gmnnur að háskólanámi í viðsktptagreinum. • Á fyrsta ári velja nemendur milli þýsku og frösnku en að öðra leyti stunda allir sama nám. • Að loknu fyrsta námsári er valið milli brauta. • Sérkenni hverrar brautar mótast af því framhaldsnámi sem stefnt er að og þeirri starfsþjálfun sem nemendur fá. • Verzlunarpróf er tekið að loknu tveggja ára námi og stúdentspróf að loknu fjögurra ára námi. Umsóknareyðublað fylgir grannskólaskírteinum en það má einnig fá á skrifstofu skólans og þar sem sameiginleg innritun í framhaldsskóla fer fram. Upplýsingar um nám er að finna á heimasíðu skólans http://www.verslo.is Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirspumir og umsókni um skólavist. Opið hús verður í Verzlunarskóla Islands þriðjudaginn 1. júní 1999 kl. 15-18. Þar numu kennarar og námsráðgjafar veita upplýsingar um námið í skólanum og taka á móti umsóknum. Verið velkomin Fréttir ísaQörður: Bónus í slaginn 17. júní - Samkaup hefur þegar svarað með verðlækkunum Starfsmenn Verkþings ehf. í Reykjavík vinna nú ásamt rafvirkj- um frá Pólnum hf. og öðrum iðnað- armönnum á ísafirði við að setja í stand Bónusverslun á staðnum. Verður nýja verslunin til húsa í verslunarmiðstöðinni Ljóninu á Skeiði á ísafirði, þar sem rekinn hefur verið matvörumarkaður á vegum heimamanna um árabil. Að sögn Antons Kjartanssonar, eins forsvarsmanna Verkþings, er áætl- að að Bónus geti hafið starfsemi á ísafirði 17. júní. „Innrétting verslunarinnar hér á ísafirði er öll unnin samkvæmt Bónus-stöðlum,“ sagði Anton, en fyrirtæki hans sá einnig um stand- setningu Bónusverslunarinnar á Akureyri á sínum tíma. Þó að þetta væri með svipuðum hætti sagði hann viðhorfið til Bónusverslunar- innar á ísafirði vera mun jákvæð- ara en var fyrir norðan. Unnið er af miklum hraða við breytingarnar á húsnæðinu sem er um 700 fermetr- ar að gólffleti, enda skammur tími til stefnu. Bónus mun ekki verða einráður á sínu sviði á ísafirði því fyrir er verslun Samkaups sem er vel stað- sett í miðbænum. Samkaupsmenn gera sér fyllilega grein fyrir vænt- anlegri samkeppni og hyggjast mæta henni með lágvörumarkaði. 18. maí fór þegar að bera á stór- lækkuðu verði sumra vörutegunda í Samkaupum og ekki laust við að brúnin lyftist dálítið á viðskiptavin- unum. íbúar víða um Vestfirði bíða nú spenntir eftir Bónusversluninni og aukinni samkeppni og hefur mikið verið spurst fyrir um væntanlega Bónusopnun frá íbúum á Patreks- firði. -HKr. Starfsmenn Verkþings og Pólsins gerðu örstutt hlé á vinnu sinni og stilltu sér upp til myndatöku. DV-mynd Hörður Alþýöusamband Suöurlands: Skattleysismörkin 85 þúsund Á þingi Alþýðusambands Suður- lands 21. maí var samþykkt ályktun þar sem því er fagnað að fram er komin skýr stefna fyrir komandi kjarasamninga. Þar sem mögulegt hafi verið að hækka laun stórra hópa starfsmanna ríkis og sveitarfé- laga, þingmanna, ráðherra og ann- arra æðstu embættismanna þjóðar- innar án þess að stefna afkomu þjóðarbúsins i voða, hljóti það að vera merki um að fjárhagur þjóðar- innar standi traustum fótum. Þingið skorar á launafólk og samtök þess að fylkja sér um þá ófrávíkjanlegu kröfu fyrir komandi kjarasamninga að eftir þá verði lág- markslaun um 100.000 krónur á mánuði og að fjölþrepa skattkerfi verði. tekið upp. Skattleysismörk verði 85.000 krónur og þau fylgi Þingfulltrúar á þingi ASS. verðlagsþróun. Einnig sé það sjálf- sögð krafa að atvinnuieysisbætur og bætur almannatrygginga fylgi al- mennri launaþróun í landinu. -NH DV-mynd Njörður Vesturland: Verðlaun fyrir nafn og tákn DV, Stykkishólmi: Við hátíðlega athöfn á Fosshótel í Stykkishólmi voru verðlaun veitt fyrir nafn og tákn Atvinnuvegasýn- ingar Vesturlands. Verðlaunin hlaut Sigríður Kristinsdóttir frá Reykholti, en hún stakk upp á nafn- inu Vesturvegur og hannaði það tákn sem best þótti. Sigríður rekur nýlegt fyrirtæki Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði í Borgarnesi. Um er að ræða einbýlishús, par- eða raðhús, u.þ.b. 170-200 m“að stærð, að meðtöldum bílskúr.Tilboð er greini staðsetningu, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 11. júní nk. Fjárrnálaráðuneytið Jóhanna Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Eflingar, Sigríður Kristinsdóttir verðlaunahafi og Val- gerður Laufey Guðmundsdóttir, verk- efnisstjóri sýningarinnar. DV-mynd Birgitta sitt, Hönnunarstofuna Handbragð, í Reykholti, en hún er grafískur hönn- uður og nýkomin frá námi í Svíþjóð. Að sögn Valgerðar Laufeyjar Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra Eflingar, var þátttaka í keppninni góð og alls skiluðu 24 aðilar inn hugmyndum sínum. Allt bendir til þess að sýningin, sem verður opin 18.-20. júni nú í sumar, heppnist vel því að viðbrögö fyrirtækja hafa ver- ið mjög góð. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.