Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Sport Hvað finnst þér? Hvernig fara komandi knattspyrnulandsleikir íslands við Armeníu og Rússland? - spurt í Víkinni á leik Víkings og Leifturs á laugardag. Sigurður Bjarnarson: „Viö töpum líklega báðum leikjunum, 2-3 fyrir Armenum og 0-2 fyrir Rússum." Gunnlaugur Þorgeirsson: „Við vinnum Armena, 2-0, nokkuð öruggt en töpum, 0-3, fyrir Rússum enda verður það mjög erfiður leikur." Hlynur Halldórsson: „Við vinnum Armena, 2-0, og gerum 1-1 jafntefli í Moskvu og förum langt með að tryggja okkur farseðilinn í úrslitakeppnina." Auður Ólafsdóttir: „Þetta á eftir að ganga ágæt- lega, held ég. Viö vinnum Arm- ena, 1-0, og gerum 1-1 jafnteili í Moskvu." Fleiri ítalir til Chelsea Enska knattspyrnufélagið Chel- sea er að bæta tveimur ítölum við í leikmannahóp sinn því það hefur samið við Roma um kaup á lands- liðsmönnunum Luigi Di Biagio og Marco Delvecchio fyrir samtals um 2 milljarða króna. Þá mun Chelsea vera að leita eftir því að fá Spánverjann Ivan De La Pena að láni frá Lazio. -VS Magnús yfir 60 Magnús Aron Hallgrímsson frá Selfossi kastaði yfir 60 metrana í fyrsta skipti í ár þegar hann þeytti kringlunni 60,08 metra á frjálsíþróttamóti í Jönköping í Svíþjóð á laugardaginn. Hann sigraði þar með á mótinu og fylgdi vel eftir sigri sínum á Smáþjóðaleikunum síðasta þriðjudag en þá kastaði hann 58,28 metra. Magnús Aron, sem varð Norðurlandameistari 22 ára og yngri í fyrra, er búsettur í Helsingborg í Sviþjóð og æfir þar af krafti. Hann hefur sett steftiuna á að komast á heimsmeistaramótið í Sevilla í sumar en til þess þarf hann að kasta 62 metra. Ólafur Sveinn Traustason úr FH keppti á sama móti. Hann hljóp 100 metra á 11,18 sekúndum og stökk 6,60 metra í langstökki. -VS DV Dauft I Sevilla Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir náðu sér ekki á strik á Grand Prix II frjálsí- þróttamóti í Sevilla á föstu- dagskvöldið. Vala varð fjórða með 4,05 metra en Þórey Edda felldi byrjunarhæöina. Nicole Humbert frá Þýska- landi var hins vegar í stuði og setti þýskt met með því að stökkva 4,40 metra. Hún haföi misst metið aðeins tveimur dögum áður. -VS Besti árangur blakmanna DV, Liechtenstein: Karlalandsliðið í blaki náði sín- um besta árangri á Smáþjóðaleikum þegar það sigraði Lúxemborg, 3-2, í leik um þriðja sætið á laugardag- inn. ísland var því á verðlaunapalli í blaki í fyrsta skipti. Apostolova besti varnar- maðurinn Kvennaliðinu gekk ekki eins vel og það lenti í næstneðsta sætinu. Miglena Apostolova, leikmaður ís- lands, var þó kjörin besti vamar- maður mótsins. -GH ísland fékk 73 verðlaun DV, Liechtenstein: Silja Úlfarsdóttir áritar bol fyrir ung- an aðdáanda eftir sigur í 200 metra hlaupinu í Liechtenstein. DV-mynd GH ísland hlaut flest verðlaun á Smáþjóðaleikunum, 73 talsins, átján verðlaunapeningum fleiri en næsta þjóð sem var Lúxemborg. Skipting verðlauna á leikunum var sem hér segir: ísland G S B 29 20 24 Lúxemborg 20 16 19 Kýpur 14 13 15 San Marino 6 5 7 Andorra 5 12 11 Mónakó 5 9 6 Malta 4 8 8 Liechtenstein 3 3 2 Nýja hlaupastjarnan, Silja Úlfarsdóttir: Ottey flottust DV Liechtenstein: Silja Úlfarsdóttir var stjama frjálsíþóttakeppninnar en þessi 17 ára Hafnfirðingur vann allar þijár greinamar sem hún keppti í, 100, 200 og 400 metra hlaup. Hún bætti tíma sinn í öllum þremur greinun- um og það er engu logið með þvi að segja að ný hlaupastjama sé komin fram á sjónarsviðið á íslandi. Silja, sem verður 18 ára gömul í næsta mánuði, er eitt mesta hlaupa- efni sem fram hefur komið hér á landi í kvennaflokki og með sama áframhaldi á hún góða möguleika á að slá íslandsmetin i þessum grein- um og þá sérstaklega í 200 og 400 metra hlaupunum sem hún leggur mesta áherslu á. - Óraði þig fyrir að þú ættir eft- ir að vinna þrenn gullverðlaun á Smáþj óðaleikunum? „Nei, mér datt það ekki til hugar en ég gældi við að ná kannski á pall í 400 metrunum. Ég fékk hins vegar mikið sjálfstraust eftir sigurinn í 100 metrunum og það hjálpaði mér í hinum greinunum. Það var auðvit- að æðislega gaman að vinna allar greinarnar sem ég keppti í og enn betra var að ég náði að bæta mig í þeim.“ - Hvenær byrjaðir þú svo að æfa frjálsar? „Ég held að ég hafi verið 12 ára þegar ég sigraði í skólaþríþraut og í kjölfarið keppi ég á Eyjaleikunum. Eftir þá leika töluðu FH-ingarnir við mig og spurðu hvort ég vildi ekki koma að æfa frjálsar. Ég var í handbolta og fótbolta en þurfti að hætta í fótboltanum út af meiðslum í hné en hélt áfram i handboltanum. Það var svo fyrir þremur árum að ég fór að æfa frjálsar íþróttir af ein- hverri alvöru og ég sé ekki eftir því. Það er mikill áhugi fyrir íþróttum í fjölskyldu minni og heima eru íþróttimar aðalumræðuefniö,“ segir Silja en foreldrar hennar, Hrönn Bergþórsdóttir og Úlfar Daníelsson, voru bæði mikið í íþróttum á sínum yngri árum. Þá var afi hennar, Bergþór Jónsson, fyrrum formaður FH, snjall íþróttamaður og var lengi með þeim spretthörðustu hér á landi. - Hvaða markmið hefur þú sett þér? „Ég hef svo sem ekkert hugsað út í það. Ég ætla aö taka eitt skref í einu og ekki setja mér of háleit markmið. Auðvitað er draumur hjá manni að keppa á ólympíuleikum. Ég held að það sé öruggt að ég keppi ekki í Sydney á næsta ári en ég er í svokölluðum Aþenuhóp fyrir leik- ana 2004 og að öllu óbreyttu keppi ég þá.“ - En hvað ætlar þú að gera í framtíöinni? „Eins og staðan er í dag þá veit ég hreinlega ekki hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur í framtíðinni. Ég á tvö ár eftir í menntaskólanum og þegar ég hef lokið þeim mundi mig langa mikið til að fara til Alabama í nám og að æfa við bestu aðstæður." - Átt þú einhverja fyrirmynd í íþróttinni? „Nei, ég get ekki sagt það en mér hefur alltaf fundist Merlene Ottey vera flottust þó svo að ég hafi ekki litið á hana sem einhveija fyrir- mynd. Ég hef hlýtt ráðum þjálfara minna og það hefur bara reynst mjög vel," sagði Silja sem á unnusta heima á Fróni sem heitir Vignir Grétarsson. Vignir æfir júdó með Ármanni og það munaði ekki miklu að hann keppti fyrir íslands hönd á Smáþjóðaleikunum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.