Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 3
28 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 29 Sport Yfirburðir KR - þjálfarar deildarinnar spá KR öruggum sigri Anna Lovísa Þórsdóttir 22, Ásdís Þorgilsdóttir 25, Ásthildur Helgadóttir 23, Edda Garðarsdóttir 20, Elín Jóna Þorsteins- dóttir 18, Embla S. Grétarsdóttir 17, Guðlaug Jónsdóttir 28, Guðrún S. Gunnarsdóttir 18, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 27, Helena Ólafsdóttir 30, Inga Dóra Magnúsdóttir 22, Olga Færseth 24, Pálína Bragadóttir 25, Sigríður F. Pálsdóttir 27, Sigurlín Jónsdóttir 32. Þjálfari: Vanda Sigurgeirsdóttir „Styrkur liðsins felst i því að stór hluti hópsins hefur leikið lengi saman og þekk- ist mjög vel, auk þess sem leikmenn eru til- búnir að leggja mikið á sig til að ná ár- angri,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR. KR hefur misst Ástu S. Haraldsdóttur, Eddu Helgadóttur, Kristbjörgu H. Inga- dóttur, Olgu S. Einarsdóttur, Rögnu Lóu Stefánsdóttur og Söru Smart fyrir þetta timabil. Inga Dóra Magnúsdóttir hefur gengið til liðs við KR. Spá þjálfaranna Þjálfarar annarra liða í deildinni spá KR öruggum sigri í deildinni þetta árið líkt og í fyrra. „Það er stórslys ef KR fer ekki í gegn- um þetta mót með fullt hús stiga, þær eru einfaldlega með sterkasta liðið.“ „KR hefur yfir- burði í deildinni." „KR er með massíft lið allt frá aftasta vamarmanni til fremsta sóknarmanns, þetta er lið með mikla reynslu og sterka hefð.“ „Þaö er skandall ef KR tapar stigi í sumar, það er þó ekki þar með sagt að það verði ekki svo, við munum í það minnsta reyna að hafa af þeim stig.“ „Það er greinilegt að KR leggur mikla áherslu á kvennaholtann, þar er sterk umgjörð og þær virðast hafa efni á að sækja sterka leikmenn í önnur lið.“ „Veikleiki liðsins felst helst í því að það vantar meiri breidd," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir. Spá DV: 1. sœti Annie Wright 32, Bryndís Jóhannesdóttir, 18, Elena Einis- dóttir 21, Elfa Ólafsdóttir 16, Fanný Yngvadóttir 21, Hanna Bjamadóttir 19, Hjördís Halldórsdóttir 19, Hjördís Jóhannes- dóttir 17, Hrefna Jóhannesdóttir 19, íris Sigurðardóttir 18, íris Sæmundsdóttir 25, Jóna Sigurlásdóttir 18, Karen Burke 24, Kelly Shimmin 17, Lára Konráðsdóttir 19, Lind Hrafns- dóttir 17, Lisa Sandys 17, Petra Bragadóttir 23, Ragna Ragn- arsdóttir 20, Sigríður Friðriksdóttir 20, Sigríður Krist- mannsdóttir 21. Þjálfari: „Við njótum þess nú að átta af leikmönnum íslandsmeistara 2. flokks frá í fyrra eru nú gengnir upp í meistaraflokkinn. Helsti styrkur liðsins liggur í hraða þess og þvi að hópurinn er all- ur tilbúinn að leggja sig 100% í hvert verkefni," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. ÍBV hefur styrkst nokkuð frá í fyrra, þrátt fyrir að nokkrir lykilmenn liðsins hafi lagt skóna á hilluna, t.d. þær Ena Þorleifsdóttir og Stefanía Guðjónsdóttir auk þess sem sænsku leikmennirnir tveir, sem voru í liðinu í fyrra, verða ekki með í ár. Á móti kemur að fjórir erlendir leikmenn verða með liðinu í sumar og það á eftir að styrkja ÍBV-liðið mjög mikið. Spá þjálfaranna ÍBV mun eiga í harðri baráttu við Breiðablik, Val og Stjörnuna um 2. til 5. sæti deildarinnar en samanlögð niðurstaöa þeirra varö fjórða sæti. „Erlendu leikmennirnir, sem eru enskir landsliðsmenn, eiga eftir að styrkja liðið mikið.“ „Ég er búinn að fá nóg af því aö tala um erlendu leikmennina í ÍBV, það er fullt af þrælgóðum íslenskum leikmönn- um í liðinu sem kemur vel undan vetri." „ÍBV er ofmetnasta lið deildarinnar." „Ég fæ ekki séð hvað er okkar veikasta hlið,“ sagði Heimir Hallgríms- son, þjálfari ÍBV. Spá DV: 4.-5. sœti DV DV í toppbaráttunni - þrátt fyrir aö missa Laufey og Hildi af miðjunni Ásdís P. Oddsdóttir 20, Ásgerður H. Ingibergsd. 23, Bergþóra Laxdal 26, Elísabet Gunnarsd. 23, Erla Sigurbjartsd. 27, Erla D. Sigurðard. 23, Ema Erlendsdóttir. 18, Erna L. Rögnvalds- d. 23, Guðrún J. Jónsd. 29, íris Andrésd. 20, íris B. Eysteins- d. 25, Katrín Jónsdóttir 20, Kristbjörg Ingadóttir 24, Margrét Jónsdóttir 19, Ragnheiður Jónsdóttir 19, Ragnheiður Kjart- ansdóttir 19, Rakel Logadóttir 18, Rósa J. Steinþórsdóttir 23, Soffia Ámundadóttir 26, Þóra R. Rögnvaldsdóttir 17. Þjálfari: Ólafur Þ. Guðbjörnsson „Helsta styrk Valsliðsins tel ég vera öfluga sóknarmenn og sterka varnarmenn auk þess sem liðið býr yfir miklum baráttu- vilja eins og sást greinilega gegn ÍA í fyrstu umferð íslands- mótsins þar sem við kláruðum leikinn á síðustu mínútunum," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Vals. Valur teflir fram lítið breyttu liði frá því síðasta sumar þegar liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Tveir leikmenn, sem léku með liðinu þá, verða ekki með í sumar, þ.e. Laufey Ólafsdóttir og Hild- ur Guðjónsdóttir en báðar eiga þær í meiðslum. Valur hefur fengið nokkra leikmenn, Ásdísi Oddsdóttur frá Haukum, Krist- björgu Ingadóttur frá KR, Erlu Sigurð- ardóttur frá Svíþjóð og þær systur Emu og Þóra Rögnvalds- dætur frá ÍBA. Spá þjálfaranna ÞjálfarEir efstu deildar spá Val þriðja sæti deildarinnar. Ummæli þeirra um Valsliðiö voru m.a. þessi: „Valur hefur stóran og sterkan hóp og verður í toppbaráttunni.“ „Valur má ekki við því að missa bæði Hildi og Laufeyju af miðjunni." „Það er eðlilegt að setja Val í þriðja sæti, þær Valsstúlkur hafa ekki nógu sterkan hóp til þess að vera að berjast um 1. til 2. sætið.“ „Okkar vandi í sumar verður að fylla í þau skörð sem Laufey og Hildur skildu eftir sig á miðjunni," sagði Ólafur, þjálf- ari Vals. Spá DV: 2.-3. sœti Á besta aldri - Stjarnan meö nær óbreytt liö frá síðasta sumri Auðbjörg Stefánsd. 26, Ása D. Gunnarsd. 24, Elfa B. Erlingsd. 17, Erna S. Sigurðard. 18, Freydís Bjarnad. 17, Gréta Guðnad. 23, Harpa Frímannsd. 23, Heiða Sigurbergsd. 23, Jóhanna Arnaldsd. 20, Justine Lorton 25, Lilja Kjalarsd. 17, Lovísa Lind Sigurjónsd. 21, María B. Ágústsd. 17, Ragnhildur Ágústsd. 18, Rósa Dögg Jónsd. 28, Sigríður Á. Jónsd. 22, Sigrún A. Sigurðard. 19, Steinunn H. Jónsd. 30, Tinna Óttarsd. 32, Valdís Rögnvaldsd. 27, Þórdís A. Gylfad. 18. Þjálfari: Auður Skúladóttir „Helsti styrkur liðs- ins varð til í frábærri ferð sem liðið fór í til Portúgal í vor og skil- aði góðri samstöðu og góðum baráttuanda inn í liðið,“ sagði Auð- ur Skúladóttir, þjálfari Stjömunnar. Stjaman hefur fengið nokkum liðs- styrk fyrir þetta keppnistímabil, m.a. Ragnhildi Ágústsdóttur úr Haukum og Valdísi Rögnvaldsdóttur úr Fjölni. Á móti hefur Stjarnan misst Guðrúnu Guð- jónsdóttur í bameignarfrí. Það má því reikna með Gárðabæjar- liðinu sterku í sumar, enda liðið á „besta aldri“ - þar sem meðalaldur er rúmlega 22 ár. Þá er Auður Skúladóttir þjálfari reynslunni rikari en hún háði frumraun sina sem þjálfari meistara- flokks í fyrra. Nýi miðherjinn frá Ars- enal gæti síðan styrkt liðið enn frekar. Spá þjálfaranna Þjálfarar efstu deildar spá Stjömunni flmmta sæti. „Stjaman á eftir að fá fleiri stig í sum- ar en í fyrra og vera á fullu með í topp- baráttunni." „Stjarnan hefur verið að fá leikmenn fyrir þetta tímabil en ekki misst neitt og verður þvi með sterkt lið í surnar." „Stjaman er það lið sem á eftir að koma á óvart í sumar. Liðið spilar sterka vöm og það verður ekki auðvelt að skora á þær.“ „Helsti veikleiki okkar í sumar verö- ur sá að okkur vantar annan sterkan sóknarmann," sagði Auður Skúladóttir, þjálfari. Spá DV: 4.-5. sœti Sport Framtíðarhópur - þjálfarar liöanna spá Blikunum 2. sæti í sumar Anna M. Gunnarsdóttir 19, Bára Gunnarsd. 18, Erla Hend- riksdóttir 22, Erna Sigurðard. 17, Eyrún Oddsdóttir 19, Eva Guöbjörnsdóttir 18, Helena Magnúsd. 23, Helga Ó. Hannesd. 23, Hildur Sævarsdóttir 20, Hjördís Þorsteinsdóttir 20, Katrín Jónsdóttir 22, Kristrún L. Daðadóttir 28, Linda M. Andrésd. 20, Margrét R. Ólafsdóttir 23, Sandra Karlsd. 20, Sigríður Þorláksdóttir 22, Sigrún A. Gunnarsd. 20, Sigrún Ó. Ingólfsd. 17, Sigrún S. Óttarsdóttir 28, Þóra B. Helgadóttir 18. Þjálfari: Jörundur Áki Sveinsson „Helsti styrkur liðs- ins er liðsheildin. Hópurinn er góð blanda yngri og eldri leikmanna sem er alltaf að ná betur og betur saman. Eldri leikmennirnir leið- beina þeim yngri sem eru áhugasamar og framtíðarhópur," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks. Sara Haraldsdóttir verður ekki með Blikunum í sumar en hún er í bameign- arfríi, Helga Ósk Hannesdóttir og Sigríð- ur Þorláksdóttir eru úr leik fram eftir sumri auk þess sem Erla Hendriksdóttir fer til náms í byrjun júní. Á móti kemur að Breiðablik hefur fengið Hildi Sævéirs- dóttur frá Haukum og Katrín Jónsdóttir kemur til liðs við Breiðablik um mitt sumar. Spá þjálfaranna Þjálfarar spá Breiðabliki öðru sæti deildarinnar. „Það er rík hefð fyrir kvennaknattspyrnu í Breiðabliki, þær eru vanar þvi að vinna og fara langt á því.“ „Það býr meira í liðinu en það hefur sýnt í vorleikjunum og gengi liðsins í sumar ræðst mikið á því hvernig Mar- grét og Þóra spila.“ „Breiðablik þekkir ekkert annað en sigur og það á eftir að fleyta því langt í sumar.“ „Það vantar meiri reynslu í liðið en við erum að leggja inn í reynslubankann með þvi að leyfa þessum yngri að spila í stað þess að fá til liðsins innlenda eða ér- lenda leikmenn," sagði Jörundur. Spá DV: 2.-3. sœti Herslumuninn - vantar til aö ÍA veröi í efri hluta deildarinnar Anna M. Björnsdóttir 26, Anna Sólveig Smáradóttir 21, Ás- laug R. Ákadóttir 21, Dúfa D. Ásbjörnsdóttir 17, Elín A. Steinarsdóttir 16, Erna Björg Gylfadóttir 18, Heiðrún S. Garðarsdóttir 16, Helena R. Steinsdóttir 17, Helga S. Jóhann- esdóttir 14, Ingibjörg H. Ólafsdóttir 21, íris Hrafnkelsdóttir 26, Karen Lind Ólafsdóttir 20, Kolbrún Valgeirsdóttir 15, Ki'istín Ósk Halldórsdóttir 19, Laufey Jóhannsdóttir 17, Marella Steinsdóttir 14, Sólveig Sigurðardóttir 15. Þjálfari: Leó Jóhannesson „Helsti styrkur liðs- ins felst í þeirri miklu reynslu sem eldri stelpumar í liðinu búa yfir. Þær hafa flestar verið í meistaraflokki í mörg ár og eiga marga leiki að baki. Yngri stelpumar hjá mér era flestar í yngri landsliðum Is- lands og eru mjög efnilegar," sagði Leó Jóhannesson, þjálfari ÍA, en í sumar þreytir hann framraun sína 1 þjálfun í efstu deild kvenna. Akranes, þetta gamla stórveldi í kvennaknattspyrnu, hefur undanfarin ár gengið í gegnum miklar breytingar og umskipti á liði sínu. Laufey Sigurðar- dóttir, Steindóra Steinsdóttir og Margrét Ákadóttir verða ekki með liðinu í sumar og þar með hefur enginn leik- manna liðsins orðið íslandsmeistari í meistaraflokki og aðeins tveir leik- menn voru í leik- mannahópi ÍA sem varð bikarmeistari 1993. Spá þjálfaranna Þjálfarar efstu deildar spá ÍA sjötta sæti deildarinnar. „ÍA er með fínan mannskap en vantar ennþá herslumuninn til þess að vera í efri hluta deildarinnar." „Skagamenn eru að gera góða hluti með því að byggja upp liðið til framtíð- ar.“ „Það veikir liðið að hafa ekki fleiri leikmenn, hversu dreifður hópurinn er og það vantar fleiri máttarstólpa í liðið," sagði Leó Jóhannesson þjálfari. Spá DV: 6. sœti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.