Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 Fréttir Kristnihátíðarnefnd: Karlarnir verða að leysa þetta sjálfir - segir formaður Prestafélagsins „Karlarnir verða að leysa þetta sjálfir á eigin vettvangi. Þeim verð- ur ekki skotaskuld úr því með alla sína reynslu og lífsspeki," sagði séra Helga Soffla Konráðsdóttir, for- maður Prestafélagsins, um brott- hvarf Amar Bárðar Jónssonar, starfsfélaga síns, úr ritarastarfi kristnihátíðarnefndar. „Ef Örn Bárður leitar til okkar með sín mál þá mun stjórn Prestafélagsins að sjálfsögðu skoða það.“ Biskupinn yfir íslandi tilkynnti séra Erni Bárði Jónssyni, fræðslu- stjóra þjóðkirkjunnar, síðastliðinn fimmtudag að ekki væri lengur óskað eftir starfskröftum hans sem ritara kristnihátíðarnefndar. Séra Bern- Lagarfljóts- ferjan komin - siglingar hefjast 17. júní DV, Eskifirði: Flutningaskip frá Sviþjóð kom ný- verið til hafnar á Reyðarfirði með ferj- una sem sigla mun á Lagarfljótinu í framtíðinni. Hún er keypt í Svíþjóð en er smíðuð í Rússlandi árið 1992 og hef- ur verið notuð sem fljótandi veitinga- hús í Svíþjóð í sjö ár. Ferjan, sem feng- ið hefur nafnið Lagarfljótsormurinn, er 38 metra löng og 7 metra breið og er kostnaður við hana hingað komna 35 milljónir króna. Bjarni Björgvinsson, stjómarfor- maður Lagarfljótsormsins, segir að ferðin heim hafi gengið vel, að ööru leyti en því að legið var í vari vegna veðurs í þijá daga og tók því feröin 6 daga frá Sviþjóð. Vegagerðin er að kanna leiðina ffá Reyðarfirði tii Egilsstaða með feijuna. Bjami telur að aöeins sé um að ræða tvo staði sem þarf að gera sérstakar ráðstafanir á. Þeir eru annars vegar í bænum á Reyðarfirði og hins vegar á Egilsstöðum. Áætlað er að feijan verði flutt til Egilsstaða, sem era 35 km, í lok vikunnar og segir Bjami að siglingar verði hafnar á fljótinu 17. júní. -ÞH harður Guð- mundsson myndi taka við því starfi. Séra Örn Bárður skrifaði sem kunnugt er um- deilda smásögu um íslenska fialla- sölu hf. sem varð tilefni bréfaskrifa á milii forsætis- ráðherra og bisk- ups. í DV í gær vildi biskupinn ekki tjá sig um hvort hann og forsætisráð- herra hefðu haft samráð um þessa breyttu skipan í kristnihátíðamefnd. Samkvæmt heimildum DV er séra Örn Bárður sjálfur ekki í neinum Ferjan um borð í skipinu á Reyðarfirði. vafa um að birt- ing smásögu hans um íslenska fjalla- sölu hf. sé ástæða brottvikningar hans úr starfi rit- ara kristnihátíð- arnefndar sem í raun er hvorki mikið né flókið starf. Kristnihá- tíðarnefhd fundar aðeins 4-6 sinnum á ári en aðalstarf- ið er unnið af framkvæmdanefnd og framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Þær breytingar verða nú á skipan kristnihátiðarnefndar að Halldór Blöndal, tilvonandi forseti Alþingis, tekur sæti Ólafs G. Einarssonar, frá- farandi forseta Alþingis. Áður hafði Ólafur Skúlason biskup vikið fyrir Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Vig- dís Finnbogadöttir, fyrrverandi for- seti, fyrir Ólafi Ragnari Grimssyni, forseta íslands. Aðrir í kristnihátíðar- nefnd eru forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar. Með öllu þessu fólki hef- ur séra Örn Bárður Jónsson unnið sem ritari nefndarinnar og að allra mati innt starf sitt af hendi af alúð og með natni. Ekki tókst að ná sambandi við Dav- íð Oddsson vegna þessa máls en hann sat í gær á fundi með forseta íslands á Bessastöðum og hélt í dag utan á ráðstefnu. -EIR DV-mynd Þórarinn Séra Helga Soff- ía Konráðsdóttir. Séra Örn Bárður Jónsson. gær um fimmleytið kviknaði í þessum götusópara á gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar. Eldurinn blossaði upp undir mælaborði en að sögn slökkviliðs- ins var þar hina mestu víraf lækju að finna og var talið að tveir þeirra hefðu rek- ist saman. Ekki reyndist erfitt að ráða niðurlögum eldsins þegar siökkt hafði verið á rafgeyminum. DV-mynd S Kirkjugestir reiðir lögreglmönnum DV, Vesturlandi: Ekki var laust við að kirkjugestum í Reykholti brygði í brún á hvíta- sunnudag þegar fermingarguðsþjón- usta var að hefiast. Á bílastæði kirkj- unnar voru lögregluþjónar úr Borgar- nesi í óða önn að líma aðvörunar- miða á óskoðaða bila. Mörgum þóttu aðgerðir lögreglu óviðeigandi á hvíta- sunnudegi og einn gestur kvað svo fast að orði að þetta væru helgispjöll. Theódór Þórðarson, lögregluvarð- stjóri í Borgarnesi, sagði það ekki stefnu lögreglunnar að sækja að kirkjugestum með þessum hætti. „Lögreglumenn voru á vettvangi vegna ábendingar um ölvunarakstur en þeir rákust síðan á bíl með röngu skráningarnúmeri. Þeir vissu ekki um yfirstandandi fermingu og ætlun- in var ekki að raska ró kirkjugesta. Þeir límdu einvörðungu aðvörunar- miða á nokkra bíla, númer voru ekki klippt," sagði Theódór Þórðarson að- alvarðstjóri. GE/DVÓ íslendingar gera upp sögu árþúsundsins - DV, Bylgjan og Vísir.is taka höndum saman um val á íslendingi árþúsundsins Á þessu síðasta ári árþúsundsins munu DV, Bylgjan og Vísir.is standa fyrir viðamikilli könnun meðal landsmanna um hvaða ís- lendingar og hvaða atburðir hafi mótað mest lif okkar undanfarin þúsund ár. Landsmenn geta frá og með deg- inum í dag tilnefnt þá. einstaklinga, atburði og þau bókmenntaverk sem þeir telja að beri af í 1000 ára sögu þjóðarinnar. Tilnefningar berist Vísi.is fyrir 10. júní nk. og er slóðin www.visir.is. í hverri viku verður kastljósinu beint að ákveðnum geiram sögunn- ar með greinum í DV, umræðum á Bylgjunni og ýmiss konar fróðleik á Vísir.is og reynt að draga fram þá menn og þau mannanna verk sem hafa haft hvað afdrifaríkust áhrif á söguna. Almenningur getur síðan sagt skoðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni eða á Visi.is og greitt at- kvæði um hver íslendinga liafi dug- að þjóð sinni best. Á fullveldisdaginn 1. desember verða atkvæðin úr öllum flokkum dregin saman og tilkynnt hver er ís- lendingur árþúsundsins. Slóðin á Vísi.is er www.visir.is Stuttar fréttir i>v Raforkubændur Verið er að undirbúa að stofna samtök raforkubænda, bænda sem hafa möguleika á að framleiða raf- orku úr vatns- og vindorku. Vill meta hækkanir Jóhanna Sig- urðardóttir al- þingismaður hefur beðið Fjár- málaeftirlitið að meta fyrirhug- aðar stórhækk- anir á iðgjöldum bflatrygginga. Einn kjarasamning? Dagur segir skiptar skoðanir inn- an Verkamannasambandsins um hvort stefna skuli að því að gera einn heildstæðan kjarasamning fyr- ir ófaglært starfsfólk sjúkrahúsa eða ekki. Golfkúla í augað Sex manns sem komu á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir golfslys á síðustu tveimur árum fengu golfkúlu í auga. 25 manns slösuðust á timabilinu í íþróttinni. 5.700 farnir Um það bil 5.700 manns, eða nær 100 manns á dag, hafa skráð sig úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigð- issviði. Enginn hefur enn fengið leyfi til að reka gagnagrunninn en gengið verður til viðræðna við ís- lenska erfðagreiningu. RÚV sagði frá. Bílalánin buga Bilalán eru að buga marga segir Dagur. Runólfur Ólafs- son, íram- kvæmdastjóri FÍB, segir að bflalán séu mjög dýr lán og marg- ir hafi lent í erfiðleikum með þau. Rúmlega 6.300 nýir bílar voru seld- ir frá áramótum til aprilloka en tæplega 4.600 í fyrra. Enn reynt að svíkja Lögreglan í Reykjavík varar fyr- irtæki og einstaklinga við fiársvika- tilraunum svissnesks fyrirtækis hér á landi. Fyrirtækið hefur sent reikninga fyrir skráningu í faxskrá þess án þess að um slíkt hafi verið beðiö. Úpphæð reikninganna er tæplega 1000 svissneskir frankar eða um 50.000 krónur. RÚV sagði frá. 20 sagt upp Hátt í tuttugu manns var í gær sagt upp störfum hjá Slippstöðinni á Akureyri vegna verkefnaskorts og skipulagsbreytinga. Um 140 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu að und- anfómu en samdráttur hefur orðið. Bensínið hækkar Bensínverð hækkaði í morgun um rúmar 3 kr. vegna bensíngjalds- hækkunar og erlendra verðhækk- ana. Áhugi á Reykjavík Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, borgarstjóri og formaður mið- borgarstjórnar- innar, segir að erlent fyrirtæki sem á stórar hótelkeðjur hafi lýst áhuga á því að kynna sér hugmyndir um byggingu ráðstefnumiðstöðvar og tónlistarhúss í miðborg Reykjavík- ur með það í huga að reka hótel í tengslum við það. Fréttavefúr Morg- unblaösins sagði frá. Karlar fagna Karlanefnd Jafnréttisráðs fagnar því fyrirheiti í nýjum stjómarsátt- mála að tryggja skuli jöfn tækifæri karla og kvenna í hvívetna, m.a. með þvi að lengja fæðingarorlof og jafna rétt kvenna og karla til þess. Keikó í kreppu Illa gengur að gera Keikó sjálf- bjarga og þykir sýnt að ekki verði óhætt að sleppa honum úr kví hans við Vestmannaeyjar eins fljótt og áætlað hafði verið. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.