Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 7 Neytendur Geitungar í íslenskum görðum: Komnir til að vera Sumarið er komið og það líf sem lá í dvala í vetur hefur vaknað til lífsins. Það á ekki bara við um fal- leg tré og litrík sum£urblóm heldur einnig ýmiss konar skordýr sem sumir amast mikið við. Geitungar eru einmitt í hópi þeirra skordýra sem margir amast við og sumir ganga jafnvel svo langt að kalla „vorboðann óljúfa". Hér á landi lifa fjórar tegundir af geitungum og virðast þær tegundir vera komnar til að vera. Nú þegar hafa garðeigendur eflaust orðið var- ir við geitunga í görðum sínum. Reikna má með að þegar líða tekur á sumarið muni einhverjir garðeig- endur finna geitungabú í görðunum sem hægt er að eyða með aðstoð fag- manna. Árásargirni geitunganna eykst eftir því sem líður á sumarið og nær hámarki í ágúst. Lifi geit- unganna lýkur svo yfirleitt í sept- ember. Perusalat með gráðosti íslenskir geitungar Geitungabúa varð fyrst vart hér á landi á miðjum áttunda áratugn- um. Framan af voru þeir sjaldgæf sjón hérlendis en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt frá því snemma á ní- unda áratugnum. Nú er því svo komið að ekki er hægt að líta á geit- ungana sem aðskotadýr í dýralífl landsins. Þeir eru einfaldlega orðn- ir hluti af íslenskri skordýrafánu. Það er því orðið löngu tímabært að íslendingar læri að lífa með þess- um skordýrum. Rétt er að vera alltaf á varðbergi gangvart biti geit- unganna. Bitin eru þó alla jafna ekki mjög hættuleg heldur aðeins frekar óþægileg. Gott ráð er að kæla bit með ísmola. Þetta girnilega perusalat verður ómótstæðilegt þegar gráðostasós- unni er bætt saman við það. Uppskrift 75 g pekanhnetur, skomar í bita 3 perur 175 g ferskt spínat 1 niðurrifið hvítkáls-eða jökla- salathöfúð 1 niðurrifið rauðkálshöfuð salt og svartur pipar 25 g mulinn gráðostur 3 msk. hrein jógúrt 2 tsk. sítrónusafi 1 msk. ólífuolía. Aðferð 1) Til að búa til sósuna er ostin- um, jógúrtinni og sítrónusafanum hrært saman í skál. Bætið ólífuol- Geitungar í görðum eru mörgum til ama en hægt er að losna við þá með aðstoð fagmanna. íunni smám saman saman við og hrærið stöðugt í. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. 2) Ristið pekanhneturn- ar í ofni á bökunarpappír þar til þær fá gullin blæ. Skerið perurnar í litla bita og síðan í þunnar sneiðar. Geitungaofnæmi Einstaka manneskjur hafa hins vegar ofnæmi fyrir geitungsbiti og þær þurfa að vera sérstaklega var- kárar í návist geitunga. Bitofnæmið lýsir sér m.a. í doða í kringum var- ir sem færist stundum ofan í kok og getur það valdið öndunarerfiðleik- um. Þá er einnig algengt að þeir sem haldnir eru bitofnæmi finni fyrir kláða annars staðar á líkaman- um heldur en í sjálfu bitinu. Þeir sem verða varir við þessi einkenni ættu að leita strax til læknis. Passið börnin Foreldrar ungra barna, sem ekki geta varið sig, ættu að vera sérstak- lega á varðbergi gagnvart geitung- unum. Ef bömin sofa úti í vagni þarf t.d. að gæta vel að því að hafa sterkt flugnanet fyrir opi vagnsins. Mikilvægt er að engar glufur sé á netinu eða op, t.d. í homum skýlis- ins, þar sem geitungarnir geta smogið inn. Ef geitungamir finna hins vegar ekki leið út úr vagninum aftur geta þeir orðið árásargjamir og þá hefði verið betra að sleppa netinu alveg. Þá er einnig ráölegt að fylgjast vel með bömum sem eru að borða sætindi úti í góða veðrinu, t.d. sleikibrjóstsykur eða ffostpinna því geitungar eru sólgnir í sætindi. For- eldrar ættu einnig að passa vel að bömin skilji ekki effir opnar gos- drykkjadósir og önnur ílát sem geit- ungarnir geta flogið ofan í. Búin fjarlægð Flestir garðeigendur, sem verða varir við geitungabú, vilja auðvitað losna við þennan hvimleiða gest úr garði sínum. Flestir kjósa að láta fagmenn fjarlægja búin en ef var- lega er farið er ekkert því til fyrir- stöðu að garðeigendur fjarlægi búin sjálfir. Best er að fjarlægja búin að næt- urlagi þegar geitungamir em inni í búinu því ef búið er fjarlægt aö degi til á meðan geitungarnir em ekki heima verða þeir viðskotaillir þegar þeir snúa til baka og uppgötva að heimili þeirra er horfið. 3) Blandið salatblöðun- um og pemnum saman í skál og bætið u.þ.b. tveim- ur matskeiðum af sósunni saman við. Hrærið vel í og kryddið ef þess þarf. Af- gangurinn af sósunni er síðan borinn fram í annarri skál. Gott er að hafa heitt snittubrauð eða annað gott brauð með sal- atinu. -GLM Þetta girnilega perusalat verður ómótstæði- legt þegar gráðostasósunni er bætt saman viðþað. -GLM Vítamín við allra hæfi Eins og áður hefur verið sagt frá eru vítamínþarfir likamans ekki alltaf þær sömu og vissar að- stæður krefjast sérstakrar fæðu og bætiefha. Hér á eftir fer listi yfir slíkar aðstæður, flestar tíma- bundnar, með uppástungum um bætiefni. Þessar leiðbeiningar era þó ekki læknisráð. Beinbrot Hafir þú beinbrotnað einhvern tímann veistu hversu ergileg biðin eftir því að brotið grói er. Það er hægt að ráða bót á þeirri tilfinn- ingu og hraða því að beinið grói með því að auka neyslu kalks og D-vítamíns. 1000 mg af kalki og 400 a.e. af D-vítamíni era góðir dagskammtar. Marblettir 1000 mg af C-kombíni með P- vítamíni, rúþeni og hesperídíni þrisvar á dag draga úr viðkvæmni háræða, marblettir verða til þegar smáæðar undir húðinni rifna. Brunasár Mestu skiptir að láta kalt vatn renna á bruna- sárið samstund- is. Til að örva bata hafa 500 mg af sinki á dag reynst gagnleg og era þess virði að reyna. Mælt er með 1000 mg af C-vítamíni með P-vítamíni, bæði kvölds og morgna til að koma í veg fyrir sýkingu. 1000 a.e. af E-vítamíni sem tekin eru inn eða borin á branasárið geta komið í veg fyrir ör. Fótkuldi Ef þú vilt ekki sofa í sokkum ættir þú að taka inn fjölsteinefni með joði tvisvar á dag ásamt kelp- tölfum. Fótkuldi gæti stafað af því að skjaldkirtillinn framleiði ekki nógan skjaldkirtilsvaka. Frunsur Það getur verið afar ergilegt að fá frunsu. Bestu bætiefnin gegn henniera: 1000 mg af C-kombíni með P- vítamíni kvölds og morgna, Þrjú hylki af Acidophilus mjólk- ursýrugerlinum þrisvar á dag, E-vítamínolía 28000 a.e. borin beint á sýkta svæðið. Timburmenn Til að koma i veg fyrir timbur- menn skal taka eina B-vítamín áður en farið er út, eina á meðan drakkið er og eina fyrir svefn- inn. Sértu með timburmenn skaltu taka eina 100 mg B-vítamín þrisvar sinnum yfir daginn. -GLM BOSCH eBOSCH BOSCH 12.641 0 BOSCH ©BOSCH BOSCH 16.433, © BOSCH 37.860, Garðynkjusumar i hjarta borgarinnar '/$ BOSCH UUI UJ> iijuuumui i iijui iu uui gui ■miui 6.630, BRÆÐURNIR Lógmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.