Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 18
18 31 A. ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1999 Sport Sport Sigurfor Attundu ólympíuleik- um smáþjóða í Evrópu lauk í Liechtenstein um helgina og það er óhætt að segja að íslenski hóp- urinn hafi rækilega sleg- ið i gegn. íslenska keppn- isfólkið vann margra glæsta sigra á keppnis- vellinum og hlaut lang- flest verðlaun þeirra átta þjóða sem áttu fulltrúa á leikunum. Þetta voru glæsilegir fulltrúar íslands, ekki bara inni á keppnisvell- inum heldur líka utan hans. Prúðmennska, metnaður, samstaða og sigurvilji voru aðalvopn íslenska keppnisliðsins og eftir að hafa umgeng- ist þennan friða hóp fyllist maður bjartsýni. Oft hefur verið dregin upp dökk mynd af íslenskri æsku en í þessum hópi sem keppti fyrir hönd íslands á leikunum var ungt f j| og þrótt- mikið íþrótta- fólk í meiri- hluta. Allt þetta I íþróttafólk • | lagðist á eitt 'V. um að gera sitt besta og það var mjög ánægjulegt að sjá sam- stöðuna sem ríkti í ís- lenska keppnisliðinu. Árangur íslensku kepp- endanna vakti verðskuld- aða athygli hjá öllum þeim sem fylgdust með leikunum og í þeim .....-- j, hópi voru er- lendir blaða- og ' \ frétta- menn, prins- 1 ar og Iþróttaljós , fursta- flp frúr og ekki síst aðrir keppend- ur. Það var mikið ævintýri að fá að fylgjast með þessum leikum sem tók- ust einstaklega vel hjá heimamönmun. Umgjörðin var glæsi- leg og öll aðstaða til fyr- irmyndar. Smáþjóðaleik- ar eru ekki vettvangur þeirra stærstu og bestu heldur keppir íþróttafólk frá átta smáþjóðum í Evrópu á jafnréttis- grundvelli. Allar götiu- frá því leikunum var fyrst hleypt af stokkunum árið 1985 hafa íslendingar verið sigursælir og leik- amir hafa oftar en ekki verið stökkpallur fyrir stærri og betri afrek. ís- lenska þjóðin má vera stolt af íþróttamönnum sínum sem unnu glæsi- leg afrek jafnt innan sem utan vallar og fóru sannkallaða sigurfor til Liechtenstein. Blcand i poka Ólafur Sigurjónsson og Lárus ivarsson, báöir í GR, sigruöu á opna Schweepers-móti Golfklúbbs Reykja- víkur um helgina en leiknar voru 18 holur þar sem tveir voru saman í liði. Hólmar Freyr Christiansson og Stefán Már Stefánsson, GR, uröu I öðru sæti og Hans Guómundsson og Reynir Jónsson, GR, í þriðja sæti. KR-ingar veröa með hópferð á leik sinna manna gegn Grindavik í kvöld. Farið verður frá Eiöstorgi klukkan 18.45. Handhafar KR-klúbbsskírteina fá fria rútuferö en aðrir greiða 500 krónur. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir klukkan 18 hjá KR-klúbbnum á Eiðstorgi. Daninn Ebbe Skovdal, þjálfari Bröndby, var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri skoska úrvalsdeildar- liösins Aberdeen. Skovdal gerði tveggja ára samning við Aberdeen og verður fjórði þjálfari liösins á síðasta einu og hálfa ári. Brian Laudrup tilkynnti í gær að hann ætlaöi að hætta að leika með FC Köbenhavn eftir tímabiliö aðeins 6 mánuðum eftir að hann gerði tveggja og hálfs árs samning við félagið. Laudrup sagði persónulegar ástæður liggja að baki þessari ákvöröun en ekki það að mikil vandræði hafa ver- ið hjá félaginu innan sem utan vallar. Sögusagnir hafa verið í gangi að Laudrup sé á leið til franska liösins Paris SG. Þýski knattspymumaðurinn Thomas Hássler gerði í gær tveggja ára samning við 1860 Múnchen en hann fékk ffjálsa sölu frá Dortmund. Hássler er 32 ára gamall og gekk í raðir Dortmund ffá Karlsruhe fyrir nýliöið tímabil en fékk hins vegar fá tækifæri með Dortmund á leiktíð- inni. Skotinn Colin Montgomerie tryggði sér í gær sigur á breska PGA-mótinu í golfí annað áriö I röð. Montgomerie lék síðasta hringinn á 64 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Hann lék samtals á 270 höggum, 18 höggum undir parinu og varð fimm höggum á undan Bretanum Mark James sem lék á 275 höggum. t þriðja sæti varð Paul Eales á 276 höggum. ivar Jónsson, miðjumaðurinn öflugi úr Fram, er handarbrotinn og missir af næstu leikjum liðsins í úrvals- deildinni í knatt- spymu. Þetta er áfall fyrir Fram- ara þvi ívar hef- ur verið einn lykilmanna þeirra í vor. Alexander Högnason, fyrirliði ÍA, missti af leik liösins viö Fram í gær- kvöld vegna meiðsla. FH sigraöi Fylki, 1-4, f Árbænum í 1. deild kvenna í knattspymu í gær- kvöld. Hafnarfjaröarliöið hefur farið vel af stað og unniö tvo fyrstu leiki sína í deildinni. ACMilan vann Bayem Múnchen, 3-2, í vináttuleik ítölsku og þýsku meistaranna i Mainz í Þýskalandi í gærkvöld. -GH/VS „ Isbjörn “ Brynjar frábær meö Örgryte Brynjar Bjöm Gunnarsson, lands- liðsmaður í knattspymu, var kallað- ur „ísbjöminn" í blaði í Gautaborg í gær. Mikið var fjallað um hann og hversu mikill fengur hann væri fyrir lið Ör- gryte. í gærkvöld átti hann svo enn einn stórleikinn í vöm Örgryte þegar liðið vann Frölunda, 4-0, í átt- unda umferð A-deildar- innar og með sigrinum náði Örgryte þriggja stiga forystu í deildinni. „Ég er ofsalega kátur með þessi úrslit og næst er það landsleikurinn gegn Armenum á laugardag. Ég hlakka mikið til hans,“ sagði Brynj- hann Brynjar Björn Gunn- arsson spilar mjög vel með Örgryte. ar við DV eftir leikinn en flaug til íslands í morgun. EinarBrekkan lagði upp sigurmark Örebro sem vann Trelleborg, 1-0. Hann lék allan leikinn og fékk góða dóma í sænska sjónvarpinu. Þórður Þórðarson var varamarkvörður Norr- köping annan leikinn í röð þegar lið hans malaði Gautaborg, 3-0. Loks vann Djurgárden sigur á Hammarby, 1-0. Örgryte er efst með 18 stig en Helsingborg og Kalmar koma næst með 15 og Halmstad og Trelleborg era með 14. -EH/VS Joensen ekki til Leifturs? GÍ vill milHónir Litlar líkur eru á að færeyski landsliðsmaðurinn Sámal Joensen leiki með Leiftri í úrvalsdeildinni i knattspymu í sumar. Félag hans í Færeyj- um, Gí frá Götu, hefur ekki viljað gefa eftir fé- lagaskiptin og vill fá háar upphæðir frá Ólafsfirðingum. Þær töl- ur hafa ekki verið stað- festar en samkvæmt heimildum DV hafa Færeyingamir krafist hátt í 10 milljóna króna fyrir Joensen. Ljóst er að Leiftur fer ekki í slík íjárútlát. Leikmaðurinn sjálfur er mjög óhress með félag sitt en hann taldi sig hafa vilyrði fyrir því að fara til Leifturs þrátt fyrir að vera samn- ingsbundinn GÍ þetta tímabil. Leiftursmenn munu vera að huga að leik- manni í staðinn fyrir Joensen. Leikmanna- hópur þeirra er fulllít- ill, ekki síst vegna þess að Júlíus Tryggvason er ekki fyllilega leikfær vegna langvarandi meiðsla. Leiftur mætir Keflavík í kvöld og er það fyrsti leikur ársins í Ólafsfirði. Völlurinn er loks leik- fær en nokkuð blautur. -HJ/VS San Antonio-Portland 2-0 - fyrsti ósigur Indiana í úrslitakeppninni Þriggja stigakarfa frá Sean Elliott tíu sekúndum fyrir leikslok tryggði San Antonio Spurs sigurinn gegn Portland, 86-85. Staðan að loknum tveimur leikjum er, 2-0, fyrir San Antonio en næstu tveir leikir fara fram í Portland. Leikurinn í nótt var æsispennandi en áður en fjórði leik- hluti hófst var Portland með sjö stiga forystu. Hjá San Antonio var Tim Duncana stigahæstur með 23 stig og Sean Elliott gerði 22 stig. Sabonis skoraði 17 stig fyrir Portland og Stoudamire 16 stig. New York vann fyrsta leikinn við Indiana, 93-90, í úslitum Austurdeild- ar NBA-deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Indiana í fyrrinótt en þetta var fyrsta tap þeirra í úrshta- keppninni í vetur og jafhffamt fýrsta tap þeirra á heimavelli í úrslita- keppni í 12 heimaleikjum. New York hefur aftur á móti unnið 6 leiki í röð, þar af 4 á útivelli. Alan Houston var stigahæstur hjá Knicks með 19 stig en næstir komu þeir Patrick Ewing og LatreE, skor- uðu 16 stig hvor. Hjá Indiana var Reggie Miller atkvæðamestur með 19 stig og Antonio Davis skoraði 17 stig. -JKS KR borgar Fýlki KR-ingar hafa greitt Fylkismönnum hátt í tvær milljónir króna vegna félagaskipta Þórhalls Dan Jóhannssonar úr KR yfir i Vejle í Danmörku fyrir tæpum tveimur árum. Þórhallur Dan fór frá KR til Vejle í ágústbyrjun 1997 eftir að hafa leikið í nokkra mánuði með vesturbæjarliðinu. Fylk- ismenn töldu að þeir hefðu ekki fengið þann hlut af sölunni sem þeim bar. Málið kom tO kasta félagaskiptanefndar KSÍ sem úrskurðaði Fylki í hag og eftir nokkurt þóf hafa KR-ing- ar nú gert upp við Árbæinga. -VS Evrópumótið í snóker: Þrír sigrar á mann Jóhannes B. Jóhannesson hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í snóker sem nú stendur yfir í Enschede í Hollandi. Hann tapaði sinum fyrsta leik í gær, 1-4, fyrir Dermott McGlen en á undan vann hann góðan sigur á Jose Pinto, 4-0. Brynjar Valdimarsson vann í gær Reni Dikstra, 4-0, og hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum. -VS Watford í A-deildina Watford tryggði sér í gær sæti í ensku A-deildinni í knattspymu með því að leggja Bolton að velli, 2-0, í úrslitaleik á Wembley en áður höföu Sunderland og Bradford unnið sér sæti í deild þeirra bestu. Nick Wright skoraði fyrra markið á 38. mínútu og Allan Smart það síðara á 87. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan tímann með Bolton. Hann fékk tvö bestu færi liðsins í leiknum. í fyrra skiptið skaut hann fram hjá af markteig og í seinna skiptið varði markvörður Watford meistaralega gott skot hans. Guðni Bergsson var alian tímann á varamannabekk Bolton en Jóhann B. Guðmundsson var ekki í 14 manna hópi Watford. -GH Æskilegt að hafa þessi mál á hreinu - segir Örn Magnússon hjá HSÍ Eftirmáli leiks Islands og Sviss í forkeppni Evrópumótsins í hand- knattleik í Kaplakrika rennur ef- laust öllum seint úr minni. íslend- ingar stóðu í þeirri trú að þeir sætu eftir en Sviss væri komið áfram. Menn hefur fyrr greint á um reglu- gerðir alþjóða handboltasambands- ins og svo virðist sem þær séu ekki nægilegar skýrar og því oft auðvelt að mistúlka þær. „Vissulega hefði það verið æski- legt að vera með þessi mál á hreinu fyrir leikinn gegn Sviss. Við vomm bara svo vissir um að mörk skoruð á útivelli myndu telja og aðrir möguleikar vom ekki kannaðir. Það má kannski segja að það hafi verið mistök að gera það ekki. Staðreynd- in er sú að á síðasta ári féllum við út á markamun gegn Ungverjum og í því dæmi var stuðst við hina svo- kallaða 25% regla. Það er að segja að lið, sem er í neðsta sæti, hefur engin áhrif eins og Kýpur í þessu tilfelli. Allir okkar reglugerðameist- arar em búnir að vera með þessa meinloku og það er ekki fyrr en eft- ir leikinn í fýrrakvöld sem eftirlits- dómarinn fer að velta þessu fyrir sér og nefnir þetta við mig. í kjölfar- ið fletti ég þessu upp og fer að leita og þannig byrjaði þetta að rúlla. Það er nefnilega setning í reglugerðinni sem menn hafa ekki skilið rétt og hún er á skjön við allt,“ sagði Öm Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við DV í gær. Dæmi svipaðs eðlis hafa áður komið upp. Er ekki brýnt að skerpa línur og hafa reglumar á hreinu í eitt skipti fyrir öll? „Öryggið er alltaf að verða meira. Reglugerðimar í handboltanum hafa tekið miklum breytingum, sí- fellt er verið að breyta keppnum og þess háttar. Þessi keppni sem við voram að taka þátt í er alveg ný af nálinni og þetta ákvæði er því nýtt og þess vegna var þetta ekki alveg á tæra. Sem betur fer virðast þessi mál vera að koma í betra form hjá alþjóðahreyfingunni og Evrópusam- bandinu. Maöur er því að vona að losarabragurinn heyri brátt sög- unni til,“ sagði Örn í samtalinu við DV. -JKS Dregið í Kaíró -15. júní ræðst hver mótherjinn verður Það kemur í ljós 15. júní hverjir mótherjar íslenska landsliðsins í handknattleik verða í undankeppni Evrópumótsins en dregiö verður í Kaíró meðan á heimsmeistara- keppninni þar í landi stendur. 20 þjóðir verða í hattinum þegar dregið verður, níu efstu þjóðimar frá síðustu Evrópukeppni og ellefú frá forkeppninni sem lauk sl. sunnudag. Þjóðirnar 20 eru Spánn, Þýskaland, Júgóslavía, Ungverja- land, Frakkland, Danmörk, Noreg- ur, Makedónía, Pólland, Slóvenia, Úkraína, Island, Rúmenía, Portúgal, Hvíta-Rússland, Ítalía, Tyrkland, Georgía og Austurriki. Leikið verður heima og heiman og verða leikimir 11. september og 18. september. Þaö lið sem hefur bet- ur í þessum viðureignum tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem verður í Króatíu í janúar á næsta ári. -JKS Watford mætir KR - Elton John boðið að koma með Graham Taylor, sem í gær leiddi Watford upp í ensku A-deildina í knattspymu, hefur gefið KR-ingum munnlegt samþykki um að koma til íslands helgina 10.—11. júlí og spila gegn þeim á Laugardalsvellinum í tilefni af 100 ára afmæli KR. KR-ingar hafa boðið poppstjöm- unni Elton John að koma með lið- inu en Elton er stjórnarformaður og „æviforseti" Watford. Það var Ólafur Garðarsson, FIFA- umboðsmaður, sem kom leiknum í kring en hann hefur verið í góðu sambandi við stjórnarmenn Watford. -VS - enginn kvöldgalsi í mönnum í 0-0 jafntefli Fram og ÍA í gær Yfir tólf hundrað áhorfendur í Laugar- dalnum í gærkvöldi voru líklega ekki mættir á leik Fram og ÍA til að fá vöggu- vísu fyrir svefninn en hafa líklega verið jafnsyfjaðir eftir leik og eins og ef svo hefði verið þegar þeir yfirgáfú Dalinn. Liðin skildu jöfn, 0-0, í daufum leik og besta nafnið yfir þá íþrótt sem menn spil- uðu í gær er kannski svefnbolti. Áhyggjur Skagamanna aukast nú með hverjum leik. Þrátt fyrir aö vera öllu sókndjarfari í gær vantar þá enn allan höggþunga í sóknir liðsins þrátt fyrir að lofa góðu, enda oftast í lausum skotum eða þá engum skotum. En sér Logi Ólafsson þjálfari leiö út úr þessu ástandi hjá Skagamönnum? „Þetta er vandamál sem við verðum að vinna okkur út úr og það er leið út úr þessu. Við verðum að halda áfram að skapa okkur færi og fara að ýta boltanum yfir línuna. Þetta hefúr líka verið erfið byrjun með 3 útileikjum gegn sterkum liðum en við erum með sterk bein og lát- um ekki bugast. Það hlakkar kannski í mörg- mn yfir árangri okkar en á Akra- nesi þola menn mikið þó að við fjarlægumst okkar markmiö að vera við toppinn þegar stigin hverfa í burtu frá okkur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, Skoruðu Skagamenn mörkin ? - eitt mark í Qórum leikjum Skagmenn höfðu fyrir sumarið í ár aldrei skorað færri en 3 mörk í fyrstu 4. umferðunum í 10 liða efstu deild. Þeir léku annan markalausan leik sinn í röð í gær gegn Fram og hafa aðeins gert 1 mark í fyrstu 4 leikjum mótsins. Félagsmetið var áður 3 mörk í fyrstu 4 leikjum og það var síðan 1982. -ÓÓJ við DV eftir leikinn. Framarar eru enn taplausir en tilkoma Hollendingsins Marcels Oerlemans átti þó örugg- lega að setja meira bit í sóknarleikinn. Oerlem- ans getur þó ekki verið dæmdur af þessum leik því lengstum var hann áhorfandi. Hann var hreinlega of framarlega fyrir Framspilið sem náði ekki þangað sem Hollendingurinn dvaldi lengstum. Hann sýndi annars ágætistækni og hefúr spilið í sér og var tvisvar nálægt því að spila félaga sína í gegn. „Það var ekki mikið bit í okkar leik. Liðið var ekki að spila sérstaklega vel og Hollendingiu’inn verður því ekki dæmdur af þessum leik. Allt tekur sinn tíma en við getum þó ekki verið áncegðir með að gera bara jafiitefli,“ sagði Ásgeir Elías- son, þjálfari Fram, eftir leik. Tölfræði leiksins var heldur ekki merkileg, hljóðaði upp á 13 skot, 5 hom og 14 aukaspymur og taldist það þannig til tiðinda þegar Skagamenn fengu sina fyrstu aukaspymu á 40. mínútu leiksins. Skaginn átti þau örfáu færi sem komu í leiknum en takist þeim ekki að klára sínar sóknir bíður þeirra ekkert annað en basl í neðri hlutanum í sumar. Þrátt fyrir að vera taplausir geta Fram- arar heldur ekki verið sáttir. Upp á þeirra leik vantar mikið og þeir geta ekki treyst á lukku og jafntefli endalaust. -ÓÓJ #9úrvalsdeild ÍBV 3 2 1 0 7-1 7 KR 2 2 0 0 6-1 6 Fram 4 1 3 0 4-2 6 Breiðablik 3 1 l 1 3-2 4 Grindavík 3 1 1 1 3-3 4 Víkingur, R. 3 1 1 1 3-5 4 Keflavík 3 1 0 2 3-4 3 Leiftur 2 1 0 1 3-5 3 ÍA Valur 4 0 2 2 1-4 3 0 12 1-7 Siöustu tvö sumur eru einsdæmi í sögu ÍA í 10 liða efstu deild. Bæði árin er Akranesliðið án sigurs eftir 4 fyrstu leikina en það hafði ekki áður gerst á tuttugu sumrum liösins í 10 iiða efstu deild. Framarar hafa ekki unnið Skaga- menn á heimavelli síðan þeir voru eina liðið til að vinna ÍA 1993. Síöan þá hafa liðin leikið 7 deildarleiki í Reykjavík og hafa Skagamenn unnið 4 af þeim og þrisvar hafa liðin skilið jöfn. Fjórir leikir fara fram i kvöld. Breiðablik-ÍBV, Grindavík-KR, Val- ur-Vikingur og Leiftur-Keflavík og hefjast allir leikimir klukkan 20.00. -ÓÓJ Tommi traustur Tómas Ingi Tómasson átti stóran þátt í sigri AGF á AB, 3-1, í dönsku A-deildinni í knattspymu í gær. Tómas Ingi lagði upp tvö fyrri mörk Árósaliðsins, sem lyfti sér um eitt sæti, upp í það níunda. Þegar tvær umferðir era eftir getur AGF enn náð 5. sæti deildarinnar. Tómas Ingi og Ólafur H. Kristjánsson léku báðir allan leikinn með AGF. -VS FRAM0 - IAO FRAM: Ólafur Pétursson - Ásgeir Halldórsson, Jón Þ. _________ Sveinsson, Sævar Pétursson - Freyr Karlsson, Steinar Guðgeirsson Marcel Oerlemans, Ágúst Gylfason, Anton Bjöm Markússon (Eggert Stefánsson 83.) - Valdimar K. Sigurðsson (Halldór Hilmisson 62.), Ásmundur Amarsson (Haukur S. Hauksson 62.) Gult spjald: Sævar P. Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson, Reynir Leósson @, Gunnlaugur Jónsson, Kristján Jóhannsson @ - Kári Steinn Reynisson (Baldur Aðalsteinsson 83.), Pálmi Haraldsson, Jóhannes Harðarson @, Heimir Guðjónsson, Jóhannes Gíslason - Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Gul spjöld: Kári Steinn og Jóhannes H. Fram-ÍA Fram - ÍA Markskot: 5 8 Völlur: Ágætur. Horn: 1 4 Dómari: Bragi Bergmann. Áhorfendur: 1.221 Enn slakari en liðin. Maður leiksins: Steinar Gudgeirsson, Fram. Vann vel og var nánast eini Frammarinn með lífsmarki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.