Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 28
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 Fréttir Selma er óskabarn þjóöarinnar og í samræmi viö þaö var henni fagnað viö heimkomuna á sunnudagskvöld. DV-myndir S Eldri borgarar á Eskifiröi: Pitsa og vín undir Selmu DV, Eskifiröi: Mikil gleði ríkti hjá eldri borgurum á Eskifirði þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram á laugardags- kvöld. Við vorum níu saman komin í dag- stofunni og horfðum þar á stórt sjónvarps- tæki sem Guðlaug Stefánsdóttir, eiginkona Aðalsteins Jónssonar, útgerðarmanns á Eskifirði, gaf okkur fyrir ári. Það var hreinasta unun að hlýða á söng Selmu Bjömsdóttur. Hún er svo heillandi, falleg og yfirlætislaus að ég á ekki yfir það orð. Og er þá mikið sagt þar sem ég hef yf- irleitt orð yfir allt. Framkoma Selmu var svo dásamleg að ég hef vart séð yndislegri manneskju. Ég vildi gjaman eiga hana sem tengdadóttur og öfunda þá konu sem fær það ágæta hlutskipti. Hansína Halldórsdóttir starfsstúlka og Friðgerður Maríasdóttir sjúkraliði sendu okkur veislu meðan við horfðum, gáfu okkur pitsubrauð og gott vín með, léttvín. Þó ekki nema helmingurinn smakkaöi á víninu skáluðum við fyrir Selmu og óskuðum henni allrar lukku í framtíðinni. Reglna Bifröst: 43 nemendur útskrifaðir DV, Akranesi: Brautskráðir vom 43 nemendur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst við skólahátíð 22. maí. Á því skóla- ári sem var að ljúka voru 140 ein- staklingar skráðir til náms, þar af voru 16 skráðir í frumgreinadeild, 70 í rekstrarfræðideild og 30 í rekstrarfræðideild II. Þá hófu 24 nemendur nám við nýja deild há- skólans, fjamámsdeild, nú um síð- ustu áramót. Meðalaldur nemenda í skólanum var í vor tæplega 29 ár. Þeir koma víðs vegar af landinu úr öllum kjör- dæmum, en um helmingur af höfuð- borgarsvæðinu. 32 nemendur luku prófgráðu rekstrarfræðings eftir tveggja vetra nám á háskólastigi og er þetta 10. hópurinn sem útskrifast með þessa gráðu frá skólanum. Bestum og jöfn- un árangri náðu þau Daðey Stein- unn Einarsdóttir og Sigurður Rúnar Magnússon. Einnig náðu góðum ár- angri þau Bernharð Þór Bernharðs- son, Hafsteinn Jóhann Hafsteinsson, Búi Örlygsson og Guðmundur Ólafs- son. Ellefu nemendur luku að þessu sinni B.S.-prófi í rekstrarfræðum og er þetta 5. hópurinn sem útskrifast með þessa gráðu frá Samvinnuhá- skólanum. Bestum og jöfnum ár- angri í þessum hópi náðu þau Björg Elsa Sigfúsdóttir og Linda Rut Bene- diktsdóttir. Góðum árangri náðu einnig þau Brynjar S. Sigurðsson og Dagný Þórólfsdóttir. -DVÓ Útskrifaðir nemendur með B.S.-próf í rekstrarfræðum. DV-mynd Daníel ÞJONUSTUMiCLYSmCAR 550 5000 Skólphreinsun Er stíflað? FjarLegi st.fflur úr vc, v3skun, baðæixm og niáurföllun. N±a rý cg fulXkomn tséd., rafiTBgnsaiigla. Röramyndavél til aö m/rÉEí : ■ og staSætja skHmdir. Asgeir Halldórsson Sími 567 0530 Bílasími 892 7260 V/SA BILSKURS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvamar- Öryggis- hurðir GLOFAXIHE ÁRMÚLA 42 • SÍMI 553 4236 hurðir STIFLUÞJONUSTR BJRRNR STmar 899 6363 • 5S4 6199 Fjarlægi stíflur úr W.C., handlaugum, baðkörum og frórennslislögnum. X) Röramyndavél til ai ástands- skoáa lagnir Dælubíll til að losa þrær og hreinsa plön. Ódýrt þakjárn, LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINCAR. Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt, koksgrátt og grænt. TIMBUR OG STÁL HF Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Sími 554 5544, fax 554 5607 Traktorsgröfiir - Hellulagnir - Loftpressur Traktorsgröfur í öll verk. Höfum nú einnig öfiugan fleyg á traktorsgröfu. Brjótum dyraop, veggi, gólf, innkeyrslur, reykháfa, plön o.fi. Hellu- og hitalagnir. Qröfum og skiptum um jarðveg i innkeyrslum, görðum o.fi. Útvegum einnig efni. Qerum föst tilboð. VÉLALEIGA SÍMONAR EHF. SÍMAR 562 3070 og 892 1129. STEYPUSÖGUN VEGG- OG GOLFSOGUN KJARNABORUN LOFTFTÆSTI- OG LAGNAGÖT MURBROT OG FJARLÆGING NYTT! LOFTPRESSUBILL. NYTT! ALHLIÐA SMAGROFUÞJONUSTA ÞEKKING • REYNSLA • GOÐ UMGENGNI SIMI 567 7570 • 892 7016 • 896 8288 FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baðkerum og niðurföllum "r) RÖRAMYNDAVÉL til að skoða og staðsetja skemmdir í WC lögnum. } DÆLUBÍLL VALUR HELGAS0N ,8961100*5688806 Húseigendur, ATH. Tökum að okkur allan háþrýstiþvott, heitur eða kaldur þvottur, skolþvottur. Alhreinsun veggja án málningaruppleysis. Uppl. í síma 898-1330. ATH. Geymið auglýsinguna. '-irhtg Sími: 554 2255 • Bíl.s. 896 5800 L0SUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN 10 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.