Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 -i 42 Afmæli___________________________________________________________________________ Ágústa K. Sigurjónsdóttir Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir húsmóðir, Hvasaleiti 141, Reykja- vík, er sjötug í cag. Starfsferill Ágústa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í tingholtunum. Hún er gagnfræðingxr að mennt. Ágústa vann i átta ár við skrif- stofustörf hjá Mjólkursamsölunni. Hún hóf störf hjí Mónu ehf. 1959 og starfaði þar alli til ársins 1996 er hún fór á eftirlam. 1 Fjölskylda Ágústa giftist 1.11. 1950 Sigurði Emil Marinóssyni, f. 21.10. 1929, forstjóra. Hann er sonur Marinós Jónssonar, símritara í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík, og Jakobínu Þorsteinsdóttir húsmóður en þau eru bæði látin. Börn Ágústu og Sigurð- ar Emils eru óskírð, f. 31.8. 1952, d. 1952; Jak- obína Edda, f. 13.10. 1954, framkvæmdastjóri, gift Gunnari Eiríkssyni raf- verktaka og eiga þau eiga tvær dætur; Gunnar, f. Ágústa Kristfn Sigurjónsdóttir. 22.2. 1957, vélfræðingur, kvæntur Hólmfríði Þor- valdsdóttur danskennara og eiga þau fjóra syni; Emilía, f. 16.5. 1958, ör- yrki en hún á tvær dæt- ur; Ágúst Sigurður, f. 19.9. 1960, efnaverkfræð- ingur, kvæntur Aðal- heiði Ólafsdóttur skóg- fræðingi og eiga þau einn son; Hjalti, f. 28.9. 1965, sölustjóri, kvæntur Hrönn Hrafnsdóttir við- skiptafræðingi og eiga þau eina dóttur; Sigurjón Atli, f. 26.7. 1972, framleiðslustjóri. Systkini Ágústu eru Jón Ragnar Sigurjónsson, f. 17.4. 1928, viðskipta- fræðingur hjá Atlanta, búsettur í Reykjavík; Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 4.2. 1931, búsett í Reykjavík; Ása Sigurjónsdóttir, f. 4.2. 1931, búsett í Keflavík. Foreldrar Ágústu voru Sigurjón Jónsson, f. 29.1. 1897. d. 22.9. 1969, úrsmiður í Reykjavík, og k.h., Guð- rún Jónsdóttir, f. 16.5. 1893, d. 11.3. 1987, húsmóðir. Reynir Sigurðsson Reynir Sgurðsson skipstjóri, Skúligötu 72, Reykjavík, er sötugur í dag. Starfsferill Reynir fæídist í Reykjavík og óla þar upp í foreldrahúsum. Hann hóf nám við Stýimanna- skólann í Reykjivík 1951 og lauk stýrirrunnaprófi 1953. Reynir byrjaíir ungur til sjós og stuncaði síðan sjómennsku lenjst af sinn Reynir Sigurðsson. starfsferil. Hann var stýrimaður og skipstjóri á bátum en þó lengst af á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Tryggva Ófeigssonar og síðustu árin hjá Granda. Þá gerði Reynir út trillu um skeið, skömmu áður en hann kom í land 1992. Fjölskylda Eiginkona Reynis er Haf- dís Guðmundsdóttur, f. 2.11.1930, húsmóðir. Hún er dóttir Guðmundar Valdimars Tómassonar, bifreiðastjóra í Reykjavík, og k.h., Jóhönnu Sigurð- ardóttur húsmóður. Böm Reynis og Hafdísar eru Sig- ríður Erla Reynisdóttir, f. 26.4. 1950, sjúkraliði, kennari og myndlistar- maður í Englandi, gift hollenskum manni, Gerhard van Dyke verktaka; Guðmundur Reynir Reynisson, f. 9.10. 1951, sjómaður á Akranesi, kvæntur Bimu Jónu Stefánsdóttur og eiga þau fjögur böm auk þess sem Guðmundur á einn son frá því fyrir hjónaband: Öm Ægir Reynis- son, f. 13.12. 1961, stýrimaður í Garðabæ. Reynir á þrjár systur. Þær em Erla Friðhólm Sigurðardóttir, hús- móðir í Kópavogi, gift Hallbimi El- ínmundarsyni húsasmið; Þórhildur Sigurðardóttir, húsmóðir í Sand- gerði, gift Friðriki Bjömssyni raf- virkjameistara; Valgerður Sigurðar- dóttir, verkakona í Reykjavík. Foreldrar Reynis vom Sigurður Benediktsson, f. 23.2. 1898, frá Mjóa- flrði, togarasjómaður í Reykjavik, og k.h„ Steinunn Jónsdóttir, f. 16.7. 1902, frá Vopnafirði, húsmóðir. Reynir og Hafdís verða að heim- an á afmælisdaginn. --------7777773 Smáaualýsinga deild DV er opin: • virka dcga kl. 9-221 • laugarcaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur snáauglýsinga erfyrir kl. 2 kvölaiö fyrir biringu, Athl. Smiauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast oklar fyrir kl. 17 á fösíidag. oWt mii lihi^ :<wá ■ s Smáauglýsingar 550 5000 Fréttir Það er víst betra að passa puttana þegar refir eru annars vegar. Hann var þó ekki banginn, ungi pilturinn, sem heim- sótti Húsdýragarðinn á dögunum ásamt félögum sínum í leikskólunum Árborg og Glaðheimum á Selfossi. Krakkarn ir voru komnir alla leið til Reykjavíkur í útskriftarferð. DV-mynd ÞÖK Hlkynningar Listasmiðja barna Nú eru að hefjast námskeið, ætluð bömum á aldrinum 9-12 ára, og eru þau í leiklist, myndlist, dansi og hreyfingu. Leiklistin er í höndum Björgvins Franz Gíslasonar, 21 árs nema við Leiklistarskóla íslands. Námskeiðið felur m.a. í sér þjálfun og hvatningu til skilmerkilegra tjáskipta og sýnt verður fram á að virkja hug- myndaflug einstaklingsins á heil- brigðan hátt. Darri Lorenzen, 20 ára nemi viö Myndlista- og handíðaskóla íslands, mun sjá um myndlistarþátt námskeiðanna. Farið verður í undir- stöðuatriði í teikningu, málun, litar- fræði og formfræði. Kannaðar verða aðferðir til notkunar og beitingar verkfæra og efna, s.s. blýanta, vatns- lita, þekjulita og kríta og margt fleira. Aðalheiður Halldórsdóttir mun sjá um að uppfylla hreyfiþörf bamanna. Hún hefur annast kennslu við Ballett- skóla Eddu Scheving síðastliðinn vet- ur en sjálf stundaði hún nám við Listadansskóla íslands. Þessir tímar fá börnin til að fmna taktinn í sér við skemmtilega tónlist og skorið verður á þau höft sem fylgja því að hreyfa sig og dansa innan um önnur börn. Nám- skeiðin fara fram í æfmgasal íslensku óperunnar, Hverfisgötu 10. Félag eldri borgara Ásgarður, Glæsibæ: Almenn handavinna kl. 9. Kaffistofan er opin kl. 10-13. Dagsferð á morgun, miðvikudag, kl. 13. Krýsuvík, Eyr- arbakki, Hveragerði. Miðaafhend- ing kl. 16 í dag. Sumarstarfsemi í Gjábakka I dag, þriðjudaginn 1. júní, verður kynning á sumarstarfsemi í félags- heimilunum Gjábakka, Fannborg 8 og Gullsmára 13 í Kópavogi. Kynn- ingin hefst kl. 14.30 í Gjábakka. Frí- stundahópurinn Hana-nú kynnir fyrirhugaða starfsemi sumarsins og Félag eldri borgara í Kópavogi kynnir einnig fyrirhugaða starfsemi á komandi sumri. Allir velkomnir. Tll hamingju með afmælið 1« ✓ ✓ • jum 85 ára Matthildur Sigurðardóttir, Austurvegi 5, Grindavík. 75 ára Helga Tryggvadóttir, Meistaravöllum 19, Reykjavík. Sigrún Þórðardóttir, Vatnsleysu 2, Vogum. Sveinn K. Sveinsson, Gullsmára 5, Kópavogi. Sverrir Jónsson, Borgarheiði 15 H, Hveragerði. Þóra Þórðardóttir, Espigerði 2, Reykjavík. 70 ára Helgi ívarsson, bóndi í Hólum, Árborg, verður sjötugur á morgun. Hann tekur á móti gestum á Hótel Selfossi að kvöldi af- mælisdagsins kl. 20.00-23.00. Katrín Fjóla Jóelsdóttir, Skógargötu 24, Sauðárkróki. Reynir Sigurðsson, Skúlagötu 72, Reykjavík. Sæbjörg Hinriksdóttir, Strandaseli 1, Reykjavík. 60 ára Ámi B. Sveinsson, Hjallaseli 53, Reykjavík. 50 ára Björg Þórhallsdóttir, Krummahólum 4, Reykjavík. Bryndis ÞórhaHsdóttir, Hólalandi 18, Stöðvarfirði. Sjöfn Sverrisdóttir, Teigaseli 4, Reykjavík. Stefán Grímsson, Hávegi 1, Kópavogi. 40 ára AUan Koch, Laufskógum 21, Hveragerði. Anna Elísabet Jónsdóttir, Vesturgötu 136, Akranesi. Ása Líney Sigurðardóttir, Reyrhaga 13, Selfossi. Ásgeir Erlingsson, Seljavegi 3 A, Reykjavík. Geir Brynjar Aðalsteinsson, Bárugötu 11, Dalvík. Guðný Einarsdóttir, Ægissíðu 2, Hellu. Guðrún Steingrimsdóttir, Skálanesgötu 12, Vopnaflrði. Haukur Geir Garðarsson, Holtsbúð 8, Garðabæ. Ingibjörg Hafstað, Bakkagerði 6, Reykjavík. Ingólfur Sverrir Guðjónsson, Smáragötu 12, Reykjavík. Jón Þorgeir Þorgeirsson, Blikahólum 4, Reykjavík. Magnús Hartmann Gíslason, Vöglum, Akrahreppi. Margrét Pálsdóttir, Nesbala 76, Seltjarnarnesi. Óskar Friðrik Halldórsson, Víðihlíð 11, Sauðárkróki. Ragnheiður B. Jóhannsdóttir, Lyngholti 2, ísafirði. Sigrún Gunnarsdóttir, Fífumóa 1 B, Njarðvík. Valdís Kristjánsdóttir, Fífulind 9, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.