Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Page 1
L Sjónauki fyrir atferlis- fræðina Bls. 24-25 Tækifæri fyrir tónlistarmenn Höfrungar vondir við fjölskylduna sxffib jjS Bls. 26 Tölvureiði orðin algen vandamál tölvui tækni og vísinda PlayStation Léttasta spendýrið Pínulítil snjáldurmús, sem vegur um það bil það sama og meðalrúsína, er sennilega léttasta spendýr í heimi, eftir því sem japönsk sjónvarpsstöð nokkur kemst næst. Músin fannst á Hokkaido-eyju í maí- mánuði og reyndist hún vera 1,7 grömm að þyngd og var hún 4,5 sentímetrar að lengd. Hún étur um þrefalda þyngd sína af skordýr- um á hverjum degi, að sögn vísindamanna sem hafa rannsakað krílið. Vitað er um eitt sem er minna en snjáldurmúsin, en það er taílensk leðurblaka sem er um 3,5 sentímetrar að lengd. Réttarhöld hafin á ný Réttarhöldin yfir Microsoft-tölvuris- j anum hefjast að nýju í dag eftir um i tveggja mánaða hlé og er reiknað ‘ með að yfirheyrsla þeirra vitna sem j eiga eftir að koma fyrir réttinn muni taka um mánuð í viðbót. Um leið og dómarinn í málinu hóf hið tveggja mánaða hlé hvatti hann lögmenn Microsoft og hins op- inbera til að nýta tímann vel. Það voru skýr skilaboð um að hann teldi að best væri ef málsaðilar myndu ná sáttum utan réttarsalarins, en þrátt fyrir það hefur lítið gerst' i samningamálum og báðir standa fast sínu. Fylgst verður náið með framvindu mála á næstu vikum á Tölvuvef Vísis.is. iJil^ híUJilÚil/ Geimfarar opnuðu á sunnudag Al- þjóðlegu geimstöðina og hófu þar vor- hreingemingar og viðgerðir áður en þeir byrjuðu að hlaða hana tækjum og tólum. Ýmsar nauðsynjar aðrar verða einnig skildar eftir í geimstöðinni fyrir fyrstu áhafnirnar sem munu búa í geimstöðinni en þær era væntanlegar í mars á næsta ári. Fyrr um daginn þurftu geimfaramir að vera átta tíma í geimgöngu sem er með lengstu geimgöngum sögunnar, en reglur NASA segja til um að geimgöng- ur eigi ekki að standa lengur en 6 1/2 klukkustund. Geimgangan varð svo löng vegna vandræða annars geimfaranna við að tengjast Discovery-geimferjunni aftur. Á myndunum hér til hliðar má sjá geimfarana i geimgöngu og Discovery-geimferjuna við flugtak í síðustu viku. ÍliiJjJF' SBÍÚlí ijospitunapvelan BelPi prentun meirl myndgæði! Hágæða umhverfisvænar Ijósritunarvélar SHARP 1 AR-280/335 SHARP SF-2216 16 eintök á mínútu SHARP SD-2260 60 eintök á mínútu ! SHARP AL-1000 10 eintök á mínútu 28/33 eintök á mínutu Stafrœn VilNilMSIA Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar BRÆÐURNIR OEMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.