Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Aldur alheimsins áætlaöur: Tólf milljarða ára gamall Stjörnufræðing- ar sem stundað hafa rannsóknir með Hubble- stjörnusjónauk- anum, sem er á sporbaug um jörðu, hafa komist að því að alheimurinn sé um 12 millj- arða ára gamall. Þetta er það næsta sem menn hafa komist i að ákvarða aldur alheimsins en hingað til hefur hann verið talinn á bilinu 10-20 milljarða ára gamall. Sé alheimurinn 12 milljarða ára gamall er hann nógu gamall til þess að hann styðji tilgátuna um að allt hafi hafist í Miklahvelli, samkvæmt því sem vísindamennirnir segja. Þeir telja að útreikningar sínir séu gríðarlega mikilvægir í rannsókn- um á því hve stór alheimurinn sé og hvað muni að lokum verða um hann. Góðar og slæmar fréttir Slæmu fréttirnar fyrir mannkyn- ið eru þær að útþensla alheimsins eftir Miklahvell mun sennilega halda áfram og það þýðir að alheim- urinn verður sífellt eyðilegri. Aðrar stjömuþokur stefna hraðbyri í átt- ina frá Vetrarbrautinni okkar og því munu stjömumar dofna - segja 27 vísindamenn sem hafa reiknað í 8 ár Þessa mynd tók Hubble-sjónaukinn af stjörnuþokunni NGC 4603 sem er fjarlægasta þoka sem inniheldur sérstakar Cepheid-tifstjörnur en þær reyndust mjög gagnlegar við útreikninga á aldri alheimsins. stöðugt. Eftir 400 til 500 milljarða ára má svo búast við að við sjáum aðeins til örfárra störnuþoka á himninum. Góðu fréttirnar eru svo þær að niðurstöður rannsóknanna sýna fram á að ólíklegt sé að alheimurinn muni hrynja en margir hafa hingað til talið að það gætu orðið örlög hans. Frá vísindalegu sjónarmiði teljast góðu fréttimar svo vera þær að með Hubble-sjónaukanum hefur nú náðst markmiðið sem sett var þegar hann var smíðaður. Það var að ákvarða með 90% nákvæmni hversu hratt al- heimurinn þendist út. Fætur og tær Þessi vinna hefur tekið gríðarleg- Góðu fréttirnar eru svo þær að niðurstöður rannsóknanna sýna fram á að ólíklegt sé að alheimurinn muni hrynja, en margir hafa hingað til talið að það gætu orðið örlög hans. an tíma og vinnuafl en það voru 27 stjörnufræðingar sem unnu að rannsóknunum í um 8 ár. Rann- sóknin fór fram með mælingum á fjarlægðum milli fjölmargra fjar- lægra stjörnuþoka. Vísindamennimir vom gríöarlega ánægðir eftir að hafa fundið út aldur og útþensluhraða alheimsins. „Áður vorum við svo ósammála um þetta að hæsta áætlaða talan var tvöföld þeirri lægstu," sagði Robert Kirschner, prófessor við Harvard, þegar niðurstöður rannsóknanna voru kynntar. „Þegar svo mikið ber á milli þá er það eins og að deila um hvort maður hafi einn eða tvo fætur. Þegar skekkjumörkin eru hins vegar komin niður í 10% eram við einung- is að deila um eina tá til eða frá.“ íslensk kennslubók um FrontPage: Heimasíðugerð frá A til Ö Frá einu af mengaðri svæðum Kína. Komið hefur í Ijós að mengunin þar í landi er farin að hafa veruleg áhrif á gæði sæðis kínverskra karlmanna. Gæði sæðis minnka: Aukin mengun dregur úr karlmennskunni Um þessar mundir er að koma út á veg- um Tölvu- og verkfræðiþjón- ustunnar kennslubók í notkun FrontPage 98 frá Microsoft en það er eitt vin- sælasta fomitið meðal almennings til heimasíðugerðar í dag. Höfundur er einn af starfsmönnum fyrirtækis- ins, Ásgeir Eggertsson fjölmiðla- fræðingur. Bókin er skrifuð sérstak- lega með þarfir íslenskra tölvunot- enda í huga og er hvalreki fyrir þá vilja sem læra allt um vefsíðugerð meö FrontPage. Bókin verður notuð við kennslu hjá Tölvu- og verk- fræðiþjónustunni auk þess sem hún fæst á skrifstofu fyrirtækisins. Hlutirnir flæktir smám sam- an „Einn helsti kostur bókarinnar að mínu mati er að hægt er að nota hana að miklu leyti í sjálfsnámi," segir Ásgeir Eggertsson, höfundur bókarinnar. „í henni er ákveðnu ferli íylgt þar sem lesandinn lærir fyrst undirstöðuatriði vefsíðugerðar með FrontPage og lærir að setja upp einfalda heimasíðu. Síðan verða hlutimir smám saman flóknari og vefsíðan sem lesandinn verður fær um að setja upp þyngri. í raun má segja að þarna sé fjallað um vefsíðu- gerð frá A til Ö.“ Ásgeir telur að mikil þörf hafi verið fyrir kennslubók af þessu tagi, sérstaklega í ljósi þess að ásókn í kennslu á forritið hafi verið mjög mikil að undanförnu. Vinsæl sumarnámskeið Eins og fym segir verður kennslu- bókin notuð við kennslu í Tölvu- skóla Tölvu- og verkfræðiþjónust- unnar, Grensásvegi 16. Fyrirtækiö er nú að hefja sumarmisseri sitt en kennt verður samfellt frá júníbyrj- I bókinni er ákveðnu ferli fylgt þar sem les- andinn lærir fyrst und- irstöðuatriði vefsíðu- gerðar með FrontPage og lærir að setja upp einfalda heimasíðu. un og fram í september. Öll eftir- sóttustu námskeiðin verða haldin, en helstu nýjungar þetta árið era þrjú sérsniðin námskeið fyrir kenn- ara; netumsjón í skólum, námsefnis- gerð og vefsíðugerð með FrontPage. Þá verður Tölvusumarskóli fyrir ungmenni á aldrinum 9-15 ára á sínum stað, ellefta sumarið í röð. Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur haldið námskeið á sumrin frá stofhun fyrirtækisins fyrir 13 árum. „Þetta hefur mælst vel fyrir hjá þeim sem geta notað sumarið til að fræðast um tölvur og rekstur þeirra. Kennarar, sjálf- stæðir atvinnurekendur, landsbyggðarfólk og þeir sem ekki komast auð- veldlega frá á veturna eru meðal þeirra sem koma. Þá má ekki gleyma unga fólkinu sem sækir Tölvusumarskól- ann okkar,“ segir Hall- dór Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar. Af fleiri nýjimgum fyrir sumarmisserið má nefna að nú er hægt að bóka sig á námskeið á vefsíðu Tölvu- og verkfræðiþjón- ustunnar. Slóðin er http://www.tv.is/bok- anir/ Stundaskráin er að sjálfsögðu á vefnum auk þess sem hún er í fréttabréfi fýrirtækisins sem fljótlega fer í dreif- ingu í 23 þúsund eintök- um. Gæði sæðis kín- verskra karl- manna hafa minnkað veru- lega síðastliðin fimmtán ár, samkvæmt kín- verska dagblaðinu China Daily. í niðurstöðum rannsóknar sem ný- lega var gefin út þar í landi kemur í ljós að gæðin minnkuðu um 10% á áranum 1981 til 1996 og vilja vís- indamenn kenna aukinni mengun um þetta. Yfir 10.000 heilbrigðir kínverskir karlmenn tóku þátt í rannsókninni. Þrjú gildi voru rannsökuð; fjöldi kynfruma, magn sæðis og fjöldi lif- andi kynfruma. í ljós kom að öll þrjú gildin höfðu lækkað, hið fyrsta um 10,3%, hið næsta um 18,6% og hið síðasta um 10,4%. Rannsóknin fór fram á vegum rannsóknarstofnunar, undir stjórn nefndar sem hefur mannfjölda- skipulagsmál Kínverja með hönd- um, og vora mennirnir frá 39 borg- Þær niðurstöður sem voru sennilega hvað athyglisverðastar voru þær að menn sem komu frá landsvæðum sem eru hvað iðn- væddust í Kína hafa lélegasta sæðið. um og bæjum frá öllu Kína, þar á meðal frá Peking, Shanghai og Tij- anin. Þær niðurstöður sem voru senni- lega hvað athyglisverðastar voru þær að menn sem komu frá land- svæðum sem eru hvaö iðnvæddust í Kína hafa lélegasta sæðið. Þessar niðurstöður vilja vísindamennimir sem framkvæmdu rannsóknina túlka á þann veg aö hinni gríðar- legu mengun á þessum landsvæðum í Kína sé að kenna um þessa hnign- un kínverskra karlmanna. Ásgeir Eggertsson er höfundur nýrrar kennslubókar um FrontPage-heimasíðuforritið. Kennslubókin skiptist í 17 kafla, hún er 76 sfður að lengd, með rúmlega 100 skýringar- myndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.