Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Hæsta hlutfall stolins hugbúnaðar Mesta fiárhagslegt tjón af völdum hugbúnaðarstuldar Rússland 273 iniiyónir US$ Kanada 321 tniiljón USS^ ítalia 356 miUjónir USS^ Brasilia 367 milljónir US$ Bandaríkin 2.900 . milljónir US$ Rýsfcaiand 479 miHjónir US$ Japan 597 milljónir US$ miiUórar US$ , íiTTrj Ný skýrsla um hugbúnaðarstuld: Um 800 milljarðar króna töpuðust á síðasta ári - ástandið þó aðeins skárra en á árinu áður , . , Þó svo hlutfall jJM.j stuldar á við- 1, r’i i , \ i, . skiptahugbún- .OlJjJ'IÖMl^ aöi í heiminum hafi minnkað á síðasta ári þá hækkaði tala stolinna forrita á ár- inu. Talið er að hugbúnaðarstuldir hafi kostað fyrirtæki um aOan heim um 11 milljarða dollara (um 800 milljarða króna) á síðasta ári. Á síðasta ári er talið að um 38% hugbúnaðar sem settur var upp á tölvum um allan heim hafi verið stolin. Það er talsverð lækkun frá 1994, þegar um 49% hugbúnaðar voru illa fengin. Fjöldi stolinna forrita jókst þó milli áranna 1997 og 1998, því af um 615 milljón forritum sem sett voru upp á síðasta ári var um 231 milljón fengin með ólöglegum hætti. Árið á undan höfðu þau verið 228,5 milljón- ir talsins. Yfirvöld ákölluð „Hugbúnaðarstuldur er áfram eitt af helstu vandamálum tölvuiðnaðar- ins í heiminum og hefur kostað þús- Vanþróaðrí lönd heimsins eru hvað kræfust í hug- búnaðarstuldi og er Víetnam efst á listan- um. Þarflandieru um 97% alls hugbún- aðar ílla fengin. undir manna vinnuna," segir Ro- bert Holleyman, formaður samtak- anna Business Software Alliance, sem eru samtök hugbúnaðarfram- leiðenda í heiminum. Þau hafa stað- ið fyrir könnunum af þessu tagi um nokkurt skeið ásamt Software & In- formation Industry Association, öðrum samtökum af svipuðum toga. „Það er ótrúlegt að svo hátt hlut- fall ólöglega fenginnar vöru sé liðið í heiminum. Augljóslega þarf að koma af stað meiri fræðslu um þessi mál um allan heim og áköllum við nú ríkisstjómir um allan heim og biðjum þær um að koma þessum málum í lag í ríkjum sínum hið fyrsta,“ segir Holleyman jafnframt. Austur-Evrópa verst í skýrslunni, sem tekur því miður ekki til íslands, kemur einnig fram að vanþróaðri lönd heimsins eru hvað kræfust í hugbúnaðarstuldi og er Víetnam efst á listanum. Þar í landi em um 97% alls hugbúnaðar illa fengin. Kína fylgir fast á eftir með um 95%. Sá hluti heimsins sem kemur hvað verstur út er þó Aust- ur-Evrópa en meðalhlutfall hugbún- aðarstuldar í þeim heimshluta er hvorki meira né minna en 76%. Þegar málið er hins vegar skoðað í beinhörðum peningum er augljóst að hugbúnaðarstuldur í Bandaríkj- unum er dýrkeyptastur þó svo „ein- ungis“ um fjórðungur hugbúnaðar þar í landi sé illa fenginn. Þetta kemur til af því að Bandaríkjamenn nota langsamlega mest af viðskipta- hugbúnaði allra þjóða í heiminum eða um 43% af öllum hugbúnaði sem í notkun er í heiminum. Hægt er að nálgast skýrslu BSE og SIIA á slóðinni http:// www.bsa.org/statist- ics/index.html Ný bresk rannsókn: Guði og Gates kennt um tölvuhrun - „tölvureiði“ er orðið algengt vandamál á vinnustöðum Yfir fjórðungur þeirra sem svöruðu könnun- inni sögðust hafa orðlð svo reiðir vegna tölvu- bilana að þeir hafl ver- ið úríllir við annað starfsfólk og jafnvel munnhöggvist við það. Rifrildi á vinnustað Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tölvureiðin valdi í sumum tilvikum skaða á sambandi starfsfólks við fyrirtæki sitt og jafn- vel við annað starfsfólk. Yfir fjórð- ungur þeirra sem svöruðu könnun- inni sögðust hafa orðið svo reiðir vegna tölvubilana að þeir hafi verið úrillir við annað starfsfólk og jafn- vel munnhöggvist við það. Stór hluti svarenda sagðist finna fyrir vanmáttarkennd gagnvart sí- felldum tæknibilunum og töldu þær oft á tíðum vekja upp spumingar um forgangsröðun atvinnurekenda en um 10% sökuðu yfirmenn og tæknifólk um að eiga sök á bilun- um. Stærstur hluti ásakar þó hug- búnaðarframleiðendur (65%), kerf- isstjóra fyrirtækisins (56%) og vél- búnaðarframleiðendur (52%) um tölvubilanir. Gates, Guð og geimverur Nokkrir leituðu á talsvert sérstök mið í leit að sökudólgum og töldu um 10% svarenda að það væri Bill Gates, forstjóri Microsoft, sem þæri ábyrgð á bilunum. Tæp 20% sögðu að hrekkjaálfar (gremlins) bæm ábyrgð- ina og tæp 10% ásökuðu annað hvort sjálfan Guð eða geimverur um að skemma fyrir þeim tölvurnar. Eðlilega töldu þeir sem rannsóknina gerðu að mörg þessara svara væra frekar sett fram í gamni en alvöru. En það er samt ekkert grin að næstum 70% aðspurðra í könnun- inni verða reglulega fyrir því að tölvur þeirra hrynja og um tveir þriðju þeirra sem segja tölvurnar hrynja u.þ.b. einu sinni i mán- uði. Sem betur fer lenda ein- ungis 5% starfsmanna í því að tölvur þeirra hrynji daglega. Stór hluti þeirra sem nota tölvur daglega við vinnu sína lenda í svo miklum vandræðum með þærað þá langartil að sýna þessum skrapatólum í eitt skipti fyrir öll hver það er sem ræður. Fæstir láta það þó eftir sér. Samkvæmt nýrri breskri rannsókn er starfsfólk á Bret- landseyjum oft svo pirrað út í ) þjáist af „tölvu- reiði“. Þegar illa gengur að fá tölv- una til að hlýða eða þegar hún hryn- ur er svo skuldinni skellt á hina ólíklegustu aðila eins og t.d. Guð, tæknideild fyrirtækisins,, hugbún- aðarframleiðendur, vélbúnaðar- framleiðendur og jafnvel sjálfan Bill Gates, forstjóra Microsoft. Yfir þriðjungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni viðurkenndi að hafa orðið svo reiðir tölvum sínum að þá langaði til að henda þeim út um gluggann. Rannsóknin leiddi þó í Ijós að fæstir létu það eftir sér enda þyrftu menn að vera talsvert stjómlausir til þess. Hins vegar segjast margir hafa slegið tölvuskjá eða lyklaborð í bræði en án þess þó að leggja nógu mikið afl í höggið til að valda skemmdum. töfmrsfSllao Ættfræðin vinsæl: Eitt heitasta málefnið á Netinu - ný ættfræðiheimasíða hrundi á fyrsta degi vegna ásóknar í síðustu viku var opnuð ætt- fræðiheimasíða í Bandaríkjun- um en þeir sem ætluðu að leita að ættingjum sínum sem voru uppi fyrir allt að fjórum öldum lentu í mjög svo nútímalegu vandamáli - of miklu álagi á tölvukerfið. Heimasíðan sem um ræðir, http://www.familysearch.com. hefur gagnagrunn sem geymir skrár mormóna yfir um 400 milljón nöfn fólks sem hefur verið uppi síðan árið 1500. Jafnframt getur leitarvél síðunnar leitað í gagnagrunnum á yfir 4.000 öðrum heimasíðum sem tileinkaðar em ættfræði. Þegar síðan var opnuð kom ber- lega í ljós að ættfræði er eitt af al- heitustu málefnunurn á Netinu, því ásóknin i siðuna var slík að tölvukerfið sem átti að halda henni gangandi réð ekki neitt við neitt. Tölvin-nar hrundu og því lá síðan niðri bróðurpart fyrsta dags- ins sem hún var opnuð almenn- ingi. Starfsmenn IBM, sem sjá um tæknilega hlið heimasíðunnar, þurftu því að vinna baki brotnu að því að koma henni aftur í gagnið og þegar það tókst loksins fékk síð- an um 500 fyrirspurnir á sekúndu að meðaltali. Áður en síðan var opnuð form- lega var búið að gera prófanir á henni og hún hafði því verið óop- Umsjónamenn heima- síðunnar eru ekki ai- deilis hmttír þvf þeir hyggjast bæta um 200 milljón nöfnum vlð grunninn fyríráramól Takmark þcirra er svo að ná fjölda nafna í gagnagrunninum upp í heila 2 milljarða. inberlega opin síðan 1. apríl. Þá þegar varð ljóst hve vinsæl hún væri því að meðaltali hefur hún fengið um 7 milljón „hit“ á dag. Háleit markmið Ástæðan fyrir því að gagnagmnn- ur Familysearch-síðunnar er svo ít- arlegur er að mormónar halda mjög vel utan um öll ættfræðigögn sín af trúarlegum ástæðum. Hingað til hefur hins vegar ekki verið auðvelt að nálgast öll gögn grunnsins á ein- um stað. Umsjónarmenn heimasíðunnar eru ekki aldeilis hættir því þeir hyggjast bæta um 200 milljón nöfn- um til viðbótar við grunninn fyrir áramót. Takmark þeirra er svo að ná fjölda nafna í gagnagrunninum Ættfræðisíöan FamilySearch.org var opnuð f síðustu viku og hefur hún verið ótrúlega vinsæl síðan og kom- ast færri að en vilja. upp í heila 2 milljarða. Áð sögn umsjónarmanna heima- síðunnar er takmarkið alls ekki að hagnast á henni heldur er þarna fyrst og fremst á ferðinni þjónusta við mormóna og aðra sem vilja finna rætur sínar. Ekki er heldur stundað trúboðastarf á heimasíð- unni, þó svo þeir sem eru forvitnir um trú mormóna geti nálgast upp- lýsingar um trúna á síðunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.