Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 6
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 ElEa |....j'/luhir Tíunda hvert asmatilfelli tengist vinnu jj^u Allt að tíunda hvert tilfelli af asma í iðnríkj- unum tengist starfínu og eru bændur, málar- ar, verkamenn í plastiðnaði og hreingerningarfólk 1 mestri hættu. Niðurstöður þessar fengust í rannsókn Manolis Kogevinas og samstarfsmanna hans á stofnun öndunarfæra- og um- hverfissjúkdóma í Barcelona. Sagt er frá þeim í læknaritinu Lancet. Kogevinas og félagar hans grandskoðuðu gögn frá liðlega fimmtán þúsund manns í tólf iðnríkjum, þar á meðal íslandi. Þátttakendurnir voru spurðir um asmaeinkenni sín og eðli starfs þeirra. Hreingerningafólk var stærsti starfshópurinn og var tíðni asma meðal þess rúmlega þrjátíu pró- sentum meiri en gengur og ger- ist. Tíðni asma hjá húsmæðrum reyndist einnig aðeins hærri en almennt, sennilega vegna hreinsiefnanna sem þær komast í tæri við. Malasíuveira hefst líklega við í leðurblökum AUar líkur eru á því að leðurblök- ur hýsi ban- væna veiru úr svínum sem hef- ur orðið meira en eitt hundrað manns að bana í Malasíu, að því er kemur fram í tímaritinu New Scientist. Mótefni gegn veirunni hefur fundist í tveimur tegundum ávaxtaleðurblakna. Þá hafa blóðsýni leitt í ljós að allt að fjórðungur leðurblakna í Malasíu hefur komist í snert- ingu við veiruna. Að sögn tímaritsins hefur ekki enn tekist að einangra veiruna í leðurblökum en það er þýðingarmikið skref í þeirri viðleitni að staðfesta að leður- blökumar hýsi hana. Fuglar færa sig lengra til norðurs Breskir fúglar hafa brugðist við hækkandi hitastigi af völd- um gróðurhúsa- áhrifanna með því að færa sig norðar en áður. Vísindamenn segja að á sið- ustu tuttugu árum hafi sumar fuglategundir flutt sig að meðal- tali nítján kílómetrum norðar en þeir fara þó ekki lengra til suðurs. í tímaritinu Nature segja þeir Chris Thomas og Jack Lennon frá Tennessee háskóla í Knoxville í Bandaríkjunum að fylgst hafl verið með ferðum 101 fúglategundar. Þeir spá því að flakk fuglanna eigi eftir að aukast mikið gangi spár vís- indamanna um hækkandi hita- stig jarðar á næstu 50 til 100 árum eftir. néiÍMui* Flagö undir fögru skinni? Hofrungar drepa ungviðið og fara illa með konurnar þar Höfrungar ekki allir sem þeir eru séðir. Nei, biddu fyrir þér, maður lifandi, þetta eru bamamorðingj- ar og ofbeldismenn, ef marka má rannsóknir skoskra vísindamanna. Danska blaðið Politiken sagði frá þessu ekki alls fyrir löngu. Þannig er að um árabil hafa fund- ist meira en eitt hundrað dauðir grindhvalir reknir á iand við strend- ur Skotlands. Allt benti til að þeir hefðu hlotið fremur ofbeldisfuhan dauðdaga. Fyrir nokkrum árum tóku vísindamenn sig svo til og rannsök- uðu málið. Sú rannsókn fletti ofan af ofbeldisverkum lítils hóps höfrunga sem varð að minnsta kosti flestum grindhvalanna að bana. Víst þykir að efnahagsástæður liggi að baki ofbeldisverkum höfr- unganna þar sem hvalategundimar tvær eiga í harðri samkeppni um sama fískinn í sjónum. Sporður höfrangsins er hættu- legasta vopnið hans, vöðvamikill og stæltur. Skosku vísindamenn- irnir sýndu fram á að með sporðin- um gæti höfrungurinn brotið rifin í grindhvalnum, eyöilagt í honum lifrina og látið lungu hans falla saman. Ofbeldisverk höfrunganna bein- ast þó ekki aðeins gegn dýrum af annarri tegund. Sést hefur til full- orðinna höfrunga fara illa með ung- Maðurinn hefur nánast tekið höfrunga í dýrlingatölu en rannsóknir skoskra vísindamanna benda til að þessir fallegu hvalir hafi sitthvað misjafnt á sam- viskunni. viði sitt. Og nú hefur krufning á hræjum fimm höfrungakálfa stað- fest grun um að ofbeldið geti leitt til dauða. Á kálfunum mátti greinilega sjá för eftir höfrungatennur, auk þess sem innri líffæri þeirra voru mörg hver sködduð. Höfrungar eru þó ekki einir dýra- tegunda um að drepa ungviði sitt. Ljón og ákveðnar apategundir gera það einnig. Þar eru það alltaf karl- dýrin sem standa fyrir drápunum í þeim tOgangi að losa sig við unga annarra karidýra. Fljótlega eftir að kvendýrin missa ungana sína eru þau tilbúin til að eðla sig á ný. Og þá para þau sig gjaman með karldýrinu sem drap ungana. Hugsanlegt er því talið að karl- höfrungarnir drepi ungviðið tU að þröngva kvendýrunum til fylgOags við sig. Það gengur þó ekki alltaf átakalaust fyrir sig því karlinn gríp- ur oft til ofbeldisverka gagnvart kvendýrunum ef þau vUja ekki þýð- ast hann þegar hann vUl. Með sporðinum gæti höfrungurinn brotið rifm í gríndhvalnum, eyðilagt i honum lifr- ina og látið lungu hans falla saman. Tilraunir meö saltvatn, límband og fleira: Gervivöðvi í þotuhreyfla og gervilimi framtíðarinnar Stundum þarf ekki mikið tU. Bara venjulegt limband, bikar fullan af salt- vatni og, hér kemur hængurinn, nanópípur úr kolefni, sem fást að vísu ekki úti í næstu sjoppu. En úr þessu hafa vís- indamenn búið tU eins konar gervi- vöðva sem gæti komið að góðum not- um í þotuhreyflum framtíðarinnar og gerviútlimum. „Vöðvinn" bognar þegar raf- straumi er hleypt í gegnum bikarinn. Hann starfar að miklu leyti eins og lifandi vöðvi, nema hvað hann er miklu sterkari, segja vísindamenn- imir i grein í tímaritinu Science. Ray Baugham, sem starfar hjá AlliedSignal i Morristown í New Jersey í Bandaríkjunum, og sam- starfsmenn hans i Þýskalandi, Aust- urríki og Ítalíu, telja að uppfmningu þeirra verði meðal annars hægt að nota við að stjórna Uæði eldsneytis og lofts í þotuhreyflum. Orðlausir vísindamenn „Við vorum nánast orðlausir yfir að þetta skyldi virka þegar í stað,“ segir Baugham. Nanópípur úr kolefni, sem einnig ganga undir nafninu „Bucky-pípur“ eru mjög langar og grannar pípur gerðar úr hreinu kolefni. Þær eru að- eins örfáir nanómetrar i þvermál (einn nanómetri er þúsund milljón- asti hluti af metra, eða tíu í mínus ní- unda veldi) og ekki sverari en flestar Vfsindamenn hafa búið til lítið apparat sem gæti komið að góðum notum í þotu- hreyflum í framtíðinni. sameindimar. Pípur þessar sjást að- eins með smásjám. Þær hafa verið notaðar í tilraunum sem ofurleiðarar og til að framleiða örsmáa iðnaðar- demanta. Vísindamennimir bjugggu í fyrstu Rannsóknir á ekjuferjum: Bogadregin bílaþilför gætu aukið öryggið Bogadregin bílaþilfór gætu aukið stöðug- leika og þar með ör- yggi svokallaðra ekjuferja, að þvi er vísindamenn við Strathclyde-háskóla í Skotlandi segja. Hugmyndir þeirra unnu til verðlauna konunglegu bresku skipaarkítektastofnunarinnar. „Ef hönnuðir einsettu sér það væri hægt að tryggja framtíð ekju- ferja," segir Dracos Vassalos, yfir- maður rannsóknarstofu háskólans á stöðugleika skipa, í viðtali við viku- ritið New Scientist. Vassalos og samstarfsmenn hans hafa gert tvenns konar teikningar sem þeir segja að komi í veg fyrir að sjór komist inn á bílaþilfar skip- Svokallaðar ekjuferjur gætu orðið mun öruggari ef bílaþilförin í þeim væru bogadregin en ekki alveg lárétt. anna og valdi því að þau hvolfa, eins og gerðist með ferjumar Zeebrugge og Estoniu. Hátt í þúsund manns týndu lifl í þeim tveim slysum. Samkvæmt fyrri hugmynd vís- indamannanna við Strathclyde eru stefni og skutur bílaþilfarsins einum metra hærri en þilfarið er í miðju skipinu. Þversniðið er því íhvolft þar sem miðjan er um tuttugu sentimetr- um hærri en hliðarnar. Vísindamennimir segja að hönnun skipsins myndi verða til þess að jafn- vægi þess héldist þótt gat kæmi á það. Hin hugmyndin gerir ráð fyrir að bílaþilfarið sé hærra í miðjunni en í stefni og skut og að þversniðið sé kúpt. Vatni sem kemst inn á þilfar- ið er dælt aftur út með þrýstings- knúnum lokum. Nýjar öryggisreglur vom gefnar út fyrir farþegaskip og ferjur í júlí 1997, í kjölfar Estoniu-slyssins und- an Finnlandsströndum þar sem hálft níunda hundrað manna fórst. til arkir af „nanópípupappír" og festu þær síðan beggja vegna á límband með iím á báðum hhðum. Límbandið var því næst látið ofan í saltvatnsbik- arinn sem varð fyrir valinu af því að hann leiðir rafmagn vel og straumi var hleypt á. Límbandið sveigðist til beggja hliða. „Innan örfárra klukkustunda voru tæki þessi farin að hreyfast fram og til baka,“ segir Baugham. Hann segir að hugmyndin sé ekki nein bylting en enginn hafi hins veg- ar haft fyrir því að prófa hana. Hann segist hafa verið undrandi á hve fljótt og vel allt gekk. Frekar draumur „Við ætlum nú að þróa hluti sem starfa í lofti og áður en yfir lýkur hluti sem yrðu varðir fyrir lofti en störfuðu við þúsund gráða hita í þotuhreyfli," segir hann og bætir við að pípumar verði hugsanlega einnig hægt að nota i gervihjörtum og sem rofa í ljósleiðurum, svo eitthvað sé nefnt. „Það er þó meira i ætt við drauma en veruleika að hægt verði að nota þessi tæki í stað liffræðilegra vöðva,“ segir Ray Baugham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.