Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 7
MK 'S» ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 27 tn j'jJuJtjj' Tölvutónlist á Grammy Tölvuleikjatón- skáld hafa lengi barist fyrir við- urkenningu á verkum sínum. Hefur þeim fundist lítið vera tekið eftir framlagi sinu til tón- listarinnar. Skiljanlegt fmnst sumum, sem líta á tónlist í tölvuleikjum sem lítilsvert fyrir- bæri. Þó nóg sé af dæmum um lélega tölvuleikjatónlist er tii aragrúi af vandaðri og vel saminni tölvu- leikjatónlist. Sem dæmi má nefna tón- listina í leikjum eins og Silent Hill, Resident Evil 2 og Final Fantasy VII. Tónlist í tölvuleikjum þjónar svipuðum tilgangi og kvik- myndatónlist, þar sem hún á að ýta M undir stemning- ® ar ýmiss konar. Nú lítur út fyr- ir að tölvuleikjatónlist fái loks viðurkenningu tónlistariðnaðar- ins. Þeir sem veita Grammy- verðlaunin hafa éikveðið að bæta við þremur ilokkum af verðlaunum og þar mun tölvu- leikjatónlist verða gert jafnhátt undir höfði og kvikmyndatón- list. Vonandi verður þessi veg- tylla til þess að betri tónlist fái að hljóma í tölvuleikjum. Taílendingar taka til hendinni í fyrsta skipti í sögimni hafa Taílendingar dæmt og sakfellt einstakling fyrir sölu á stolnum hugbúnaði. í síð- ustu viku dæmdu dómstólar í Taílandi verslunareiganda einn í Bangkok í fjögurra mánaða fangelsi fyrir sölu á yfir 500 titl- um af illa fengnum hugbúnaði. Taílendingar hafa lengi sætt gagnrýni fyrir að "" líta fram hjá gíf- urlegri sölu á stolnum hug- ^ búnaði. Hafa 'í’! Bandaríkjamenn haft Taíland á svokölluðum gátlista yfir lönd sem taka ekkert tillit til höfundarréttar. Microsoft hugbúnaðarrisinn er með nokkrar málsóknir í gangi gegn söluaðilum í Tailandi og vonast þeir til að einhver árangur náist við þessa breytingu. Þessi dóm- ur er kannski merki um það að yfirvöld í Taílandi séu farin að taka meira mark á höfundarrétt- arlögum. Nýir Trójuhestar Um þessar mund- ir er verið aö dreifa tveimur nýjum tölvuveir- um, svokölluðum „Trójuhestum", með tölvupósti víða um heim. Tölvuveirur af þessu tagi geta veitt utanaðkom- andi aðilum aðgang að tölvum þeim sem þær komast í. Veirunum er dreift með rusl- pósti og eru þær dulbúnar sem forrit sem viðtakandi er hvattur til að setja upp hjá sér. Önnur veiranna nefnist BackDoor-G og hefur. hún aðallega verið i dreif- ingu um Bandaríkin, en hin kall- ast Armageddon og hefur hún að mestu haldið sig I Frakklandi. RollingStone.com: Vettvangur fyrir upp- rennandi tónlistarmenn - MP3-formið auðveldar nýliðum að koma sér á framfæri Það hefur alltaf verið erfitt fyrir nýja tónlistar- menn að koma frumsaminni tón- list sinni á fram- færi. Tónlistar- menn hafa í gegnum tíðina þurft að taka upp prufuupptökur (demo) og reyna að ota þeim að starfsfólki út- gáfufyrirtækja. Ýmsar leiðir eru not- aðar til að ná athygli útgáfanna með misjöfnum árangri. Nú er komin ein ný leið til viðbót- ar fyrir upprennandi tónlistarfólk, en það er að nota Netið. Hið þekkta tónlistartímarit Rolling Stone hefur í bígerð að hjálpa óþekktum tónlistar- mönnum að koma tónlist sinni á framfæri. Stefnan er sú að leita á Net- inu að frambærilegri tónlist og einnig geta tónlistarmenn sent Roll- ing Stone upptökur af tónlist sinni i um Netið. Þetta er framkvæmanlegt með tilkomu MP3 staðalsins, þar sem tónlistinni er þjappað saman í viðráð- anlegar stærðir. Beðið eftir heimsfrægð Ekki er þó nóg að senda efni og bíða eftir heimsfrægð, því blaðamenn íslenska hljómsveitin Sigur Rós er ein af fjölmörgum gríðarlega efnilegum hljómsveitum hér á landi. Það er aldrei að vita nema Jónsi og félagar gætu náð heimsfrægð með kynningu gegnum RollingStone.com. Rolling Stone munu hlusta á alla tón- list sem þeim berst og dæma um hvort hún sé þess verðug að fá að heyrast. Ef tónlistin kemst gegnum þessa síu verður henni komið fyrir á vefsíðu Rolling Stone og getur þá hver sem er Vídeóleigur á Netinu se Sífellt fleiri eru farnir að gæla við hugmyndina um vídeóleigur á Net- inu. Þeir sem til þekkja spá því að innan 5 ára ætti þessi hugmynd að geta orðið að veruleika. Það sem helst stendur í veginum fyrir því að þetta hægt er flutningsgeta nettenginga í heimahús en sífellt er verið að bæta hana og ný tækni er fund- in upp á hverju ári. Annað er svo álitamál í sambandi við höfundarrétt og þess háttar. Eigendur stærstu vídeóleiganna, s.s Block- buster, eru ekkert of hrifn- ir af þessum hugmyndum og gera lítið úr þeim hug- myndum að þetta gæti ver- ið á næsta leiti. Það er skiljanlegt þar sem heldur myndi draga úr viðskipt- um hjá þeim ef úr yrði. Aðrir benda samt á að þessir viðskipta- hættir geti þrifist hlið við hlið og benda á að kvikmyndahús eru eins vinsæl nú og fyrir tíma víd- eóleiganna. Flestir sem í þessum málum hrærast segja að netvídeó- leigur verði bara einn valkostur- inn í viðbót fyrir neytendur. Utlit er fyrir að í framtíðinni muni maður ekki þurfa að fara út í myndbandaleigu til að taka mynd heldur bara ná í hana á Netið. hlustað á eða hlaðið henni í sína tölvu. Blaðamenn á Rolling Stone segj- ast vera vel til þess fallnir að dæma um ágæti aðsends efnis, þar sem þeir hafi áralanga reynslu af því að dæma Blaðamenn á Rolling Stone segjast vera vel til þess fallnir að dæma um ágæti að- sends efnis, þar sem þeir hafi áralanga reynslu afþví að dæma alls kyns í gegnum tíðina. Vonast Rolling Stone eftir því að síðan verði eins konar miðpunktur fyrir nýja tónlist á Netinu. tónlist af öllum gerðum í gegnum tíð- ina. Vonast Rolling Stone eftir því að síðan verði eins konar miðpunktur fyrir nýja tónlist á Netinu. Gífurlegt framboð Framboð á tónlist á Netinu hefur aukist gríðarlega með tilkomu MP3 staðalsins og ekki er auðvelt fyrir byrjendur í tónlist að ná athygli þeirra sem skoða Netið. Rolling Stone vonast til að geta náð saman á einum stað því markverðasta sem er i boði þá stundina. Ekki verður aðeins hægt að hlusta á óþekkta flytjendur á vef- síðunni heldur verður einnig mikiö úrval af tónlist þekktari flytjenda. Einnig geta áhugamenn um tónlist komið skoðun sinni á framfæri og gef- ið álit sitt á því efni sem er í boði. Þetta framtak Rolling Stone mun áreiðanlega gleðja áhugamenn um tónlist og auðvelda upprennandi tón- listarmönnum að koma tónlist sinni á framfæri. Slóð heimasíðu Rolling Sto- ne er http://www.rollingstone.com FBI gerir atlögu aö tölvuþrjótum: Svara meö árásum á vefsíðu FBI Á undanfómum vik- um hefur Alríkislög- reglan (FBI) í Banda- ríkjunum gert atlögu að tölvuþrjótum. Tölvuþtjótar þessir eru tengdir all- mörgum árásum á opinberar vefsíður þar í landi. Alríkislögreglan hefur einkum beint spjótum sínum að hópi tölvuþijóta sem kalla sig Global Hell og taldir eru ábyrgir fyrir flestum skemmdum á opinberum vefsíðum á undanfórnum misserum. Aðgerðir Alrfkislögreglunnar hafa falið í sér handtökur og einnig hefur Alríkislögreglan gert upptækan tölvu- búnað þijótanna. Það hefur ekki að- eins komið sér illa fyrir þá, heldur einnig foreldra þeirra, þar sem flestir eru þeir ungir að árum og nota tölvu- búnað foreldra sinna. Þessar aðgerðir virðast þó hafa dregið dilk á eftir sér, því í síðustu viku var gerð svokölluð DOS (Denial Of Service) árás á vefsíðu Alríkislög- reglunnar sem gerði það að verkum að síðan varð óstarfhæf. Þessi „árás“ gerir það að verkum að ekki er hægt að skoða vefsíðuna og ekki er hægt að breyta henni. Ekki er vitað hver er ábyrgur fyrir atlögunni að vefsfðunni en talsmenn Global Hell neita allri ábyrgð á tiltækinu enda flestir undir smásjá Alríkislögreglunnar. Mulder og Scully eru sennilega þekktustu starfsmenn FBI og spurn- ing hvort þau verði kölluð út vegna árása tölvuþrjóta á heimasíðu stofn- unarinnar. Stórtið » # Nýjasti GSM- farsíminn frá Siemens, C25, erkominn! Lítill, léttur, ódýr og ómót- stæði- legur! Mikið ún/al fylgihluta. SMITH & NORLAND m NÓATÚNI 4 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 3000 FAX 520 301 1 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.