Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 2
20 I Allir áskrifendur í verölaunapotti DV: Fserð þú heimabíó frá Japis eða vöruúttekt I Útilífi? Þaö borgar sig að vera áskrifandi að DV því sem fyrr verður DV með ríkulegan verðlaunapott í gangi sem dregið verður úr vikulega. Ail- ir áskrifendur DV, nýir sem gamlir, verða með í pottinum. Vikulega frá 11. júní verður dreginn út vinning- ur að eigin vali, að verðmæti kr. 30.000, úr versluninni Útilifi. Útilíf hefur fyrir löngu sannað sig sem ein besta útivistar- og íþróttavöru- verslunin enda heldur Útilíf upp á 25 ára afmæli sitt á þessu ári. Aðset- ur Útilífs hefur alla tíð verið í Glæsibæ þar sem María og Bjarni Sveinbjörnsson stofnuðu verslun- ina. Synir þeirra tveir, Tómas Bjarnason verslunarstjóri og Arnar Bjamason, starfa enn við verslun- ina. í maí keypti Baugur Útilíf og réð Halldór Hreinsson sem fram- kvæmdastjóra. Halldór var áður verslunarstjóri í Skátabúðinni í 10 ár og hefur því mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Fagþekkingin liggur einnig hjá öðrum starfs- mönnum í Útilífi því starfsaldur þar er sérstaklega hár. Þvi er gott að leita upplýsinga um hvaðeina sem lýtur að útivist eða sportmennsku. Útilif er stærsta sportvöruverslun landsins og úrval hvers kyns sport- vöru mjög fjölbreytt. Deildir Útilífs eru: skódeild, sportvörudeild, veiði- deild, golfdeild, skíðadeild, snjó- brettadeild, línuskautadeild og úti- vistardeild. Heppinn áskrifandi sem fær 30.000 króna vöruúttekt í Útilifi á því ekki í vandræðum með að fmna eitthvað við sitt hæfi. 20. ágúst verður aðalvinningur- inn síðan dreginn út en það er heimabíó frá Japis. Japis býður mesta úrval af heimabíótækjum á landinu. Það úrval sem Japis býður í alis slags tækjum er við allra hæfi því úrvalið er mjög breitt hvort sem skoðað er gerðir, stærðir eða verð. Það heimili sem hlýtur stóra vinn- inginn mun verða fullbúið tækjum fyrir veturinn. Aðalvinningurinn er heildarútfærsla á heimabíói frá Sony en hann inniheldur 100 riða, 29“ sjónvarp, heimabíómagnara, 6 hátalara, videotæki og DVD-tæki. Á sjónvarpinu er hægt að sjá allar að- gerðir á skjá en auk þess mynd í mynd þannig að áhorfandinn getur fylgst með mynd af annarri stöð í einu hominu. DVD-tækin eru til- tölulega ný á markaðinum. Þar er um að ræða mun betri gæði í mynd og hljóði en á venjuleg- um video-tækjum auk þess sem áhorfandinn getur valið mis- munandi sjónarhorn. Ekki má gleyma því að DVD-tækið er allt í senn, ein tegund video-tækis og einnig hljómgeislaspilari heimilisins. En þetta er ekki allt því heppinn áskrifandi fær einnig sambyggt 14“ sjónvarp videotæki sem hentar vel fyrir yngra fólk heimilisins eða í sumar- bústaðinn. Og síðast en ekki síst fær hver unglingur eða barn á heimilinu ferðageislaspilara m/ fjarstýringu frá Panasonic. Ferðageislaspilarinn er þeim kostum búinn að hægt er að spila tónlist á rafhlöðum í allt að 48 klst. Aðalvinningurinn er því að andvirði um 400.000 kr. Vertu áskrifandi að DV og með í verð- launapottinum. Hver veit nema þú verðir meðal hinna heppnu. / Þúsundir smáauglýsinga í hverri viku: Markaðstorg DV er fyrir þjóðina I hverri viku birtast í DV allt að 3.000 smáauglýsingar. Flestir landsmenn hafa nýtt sér smáauglýsingaþjónustu DV. Þetta er fólk sem er meðal annars að leita að húsnæði, bílum, heimilistækjum, tölvum, hljómflutningstækjum og atvinnu. Markaðstorg DV er fyrir þjóðina. Áhugasamt og dugmikið starfs- fólk smáauglýsingadeildarinnar sinnir óskum viðskiptavinanna yfir borðið, í síma, með móttöku símbréfa eða móttöku smáauglýs- ingapantana á netmiðlinum Visi á slóðinni www.visir.is Þjónusta smáauglýsingadeildar er viðtæk. Sé þess óskað annast smáauglýsingadeildin móttöku á svörum við auglýsingum sem birt- ast í blaðinu. í anddyri DV-hússins, Þverholti 11, liggja frammi eyðu- blöð fyrir afsal bíla og sölutilkynn- ingar auk húsaleigusamninga. Með þessari þjónustu er fólki auðveldað- ur aðgangur að markaðstorgi tæki- færanna. Það borgar sig að vera áskrifandi að DV en áskrifendur fá 10% auka- afslátt af smáauglýsingum blaðsins. Sími smáauglýsingadeildar er 550 5000. Faxnúmer auglýsingadeildar er 550 5727. Smáauglýsingar DV má einnig nálgast á Netinu á slóðinni www.visir.is auglýsingar Helgarblaö DV: Spenncmdi og ferskt um hverja helgi Helgarblað DV er efnismikið og öflugt blað sem sér lesendum sínum fyrir spennandi, skemmtilegu og fersku lesefni um hverja helgi. Blað- ið er ætlað allri fjölskyldunni. í því eru fréttir og mannlífsviðtöl auk þess sem í því er afþreyingar- og skemmtiefni. í helgarblaðinu eru líka mataruppskriftir, efni um lík- amsrækt og hollustuhætti, kvik- myndir, fræga fólkið... Hugsað er um yngstu kynslóðina en í Helgarblaði DV fylgir Barna- DV sem er fullt af skemmtilegu efni. Blaðauki um bíla er fastur liður i Helgarblaðinu auk umfjöllunar um ferðalög - bæði hér á landi og i út- löndum. Meðal fastra þátta er Dag- ur í lífi, bridge, skák, Formúla 1, Sérstæð sakamál og krossgáta. í sumar mun Helgarblað DV fjalla um sumarmyndasamkeppni DV og Kodak Express. Áskriftarsími 550 5000 Áskriftarsími 550 5000 Áskriftarsími 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.