Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ1999 Fréttir Embættismannataflið í Hafnarfirði: Ferskir vindar í hressara kerfi - segir Þorsteinn Njálsson, formaður bæjarráðs „ I gegnum þessa uppstokkun sem við höfum gert á bæjarkerfinu höfum við fengið inn óhemjugott fólk. Við það að fá inn ferska vinda hefur mér sýnst kerfið verða allt miklu virkara og hressara," sagði Þor- steinn Njálsson, for- maður bæjarráðs Hafnarfjarðar, um starfsmannabreyt- ingar þær sem átt hafa sér stað í bæjar- kerfinu að undan- förnu. Þorsteinn segir að- draganda umræddra starfsmannabreyt- inga þann að bæjar- yfirvöld hafi verið að endurskipuleggja skipurit bæjarins. „Við sáum strax að það þyrfti að lagfæra stjórnskipulag bæjar- ins. Því fylgja mannabreytingar og tilfærslur í störfum." Aðspurður um uppsagnir á emb- ættismönnum sagði Þorsteinn að skipulagsbreytingar á embætti endurskoðanda, sem hefðu lagt Þorsteinn Njálsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. DV-mynd E.ÓI. starf hans niður, hefðu verið í sam- ræmi við nýja hugsun i bæjarend urskoðun. Yfir nýja deild hefði ver- ið ráðinn utanaðkomandi aðili. „Það er einlæg skoðun okkar að í tiltölulega litlu samfé- lagi sé mjög eðlilegt að utanaðkom- andi endur- skoðandi segi bæjarbúum og okkur hvort við séum að gera hlutina rétt eða ekki. Stöðu skipulags- stjóra vantaði að skilgreina nánar innan bæjarkerf- isins, þannig að hún var lögð nið- ur. í staðinn kom deildarstjóri sem fellur undir bæjarverkfræðing. Við fjármálastjórann var gert sam- komulag í framhaldi af því að tvær stöður runnu saman í eina. Hann hætti og nýtur nú biðlauna." Þorsteinn sagði að starf aðstoð- arfélagsmálastjóra hefði verið lagt niður með nýju skipu- lags- HAJFW&--&S**** - , 10 «*"'• "í*t ,Vr««í> fe§SSr"“- fcSssssss breyt- ingunum. Staða félagsmála- stjóra hefði verið skilgreind upp á nýtt. „Mér þykir það eðlilegur hátt- ur, þegar yfirmaður lætur af störf- um, að hann hætti strax. Staða Mörtu Bergmann var lögð niður og því enginn uppsagnarfrestur. Hún nýtur þar með 12 mánaða bið- launaréttinda." Þorsteinn sagði enn fremur að hinu nýja starfi forstöðumanns fé- lagsmálastofu, eins og það heitir nú, gegndi Árni Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- sviðs, að sinni. Það yrði síðan auglýst og ráðið í það. Marta, fráfarandi félagsmálastjóri, gæti vitaskuld sótt um það. Um launamismun í sam- svarandi störfum sagði Þor- steinn að æðstu embættis- menn fylgdu launum bæjar- stjóra í ákveðnum hlutfoll- um. Vel mætti vera að það gæfi einhverjum prósentum hærra, en mælikvarðinn væri hinn sami og áður. Hann kvaðst ekki hafa handbærar tölur um kostnað bæjarsjóðs vegna breytinga á störfum og vísaði á framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. -JSS Hart var deilt um skipulagsbreytingar og uppsagnir á fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar i gær. DV-mynd Hilmar Þór Starfsfólkið sem lenti í „hreinsununum“ Lítill sómi sýndur - segir í harðri ádrepu til bæjaryfirvalda „Þessir hlutir hafa haft í för með sér mikla ólgu og mikið óöryggi meðal starfsmanna," sagði Árni Guðmundsson, formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjaröar, vegna þess að fimm af æðstu starfsmönn- um bæjarins hefur verið sagt upp störfúm, þ. á m. félagsmálastjóra og aðstoðarfélagsmálastjóra. STH hefur sent bæjaryfirvöld- um í Hafnarfirði harðort bréf þar sem m.a, segir að félaginu þyki viðkomandi starfsmönnum „lítill sómi sýndur og átelur þessi vinnu- brögð bæjaryfirvalda harðlega". Síðan segir:,, Sl. ár hafa verið gerðar miklar breytingar i starfs- mannahaldi og af þeim sökum hafa um 5-6 starfsmenn STH mátt yfirgefa störf sín. Þegar að svo er komið að helstu starfslok félags- manna STH eru í formi starfsloka- samninga er auðvitað ljóst að margir verða uggandi um sinn hag.“ Síðan segir að á sama tíma hafi verið ráðnir til bæjarins starfsmenn sem hafi boðist ýmis þau starfskjör sem öðrum STH-félögum í sambæri- legum störfum hefur ekki staðið til boða. Félagið fagni þessum sinna- skiptum varðandi launamálin og geri í því framhaldi ráð fyrir sam- bærilegum leiðréttingum til ann- arra hlutaðeigandi starfsmanna. Bamaverndarnefnd Hafnaríjarð- ar samþykkti á fundi ályktun þar sem segir að hún þakki Mörtu Berg- mann félagsmálastjóra vel unnin störf á liðnum árum og faglegan metnað hennar í þágu barnavernd- armála í Hafnarfirði. Þá harmar ^ Lífeyrissjóöur Vestmannaeyja kaupir í Vinnslustööinni: Ovissa um hagsmuni sjóöfélaga Vinnslustöðinni hf. og er hann nú kominn í 11,5%. Þar með er lífeyris- sjóðurinn orðinn næststærsti ein- staki hluthafinn í Vinnslustöðinni. Eins og kunnugt er hefur rekstur Vinnslustöðvarinnar gengið illa á þessu ári og fyrir skömmu kynntu forsvarsmenn félagsins víðtækar aðhaldsaðgerðir þar sem meðal ann- ars var ákveðið að hætta land- vinnslu bæði í Vestmannaeyjum og í Þorlákshöfn og stokka verulega upp í yfirstjórn fyrirtækisins. Lífeyrissjóðurinn telur að með kaupunum sé hann að fjárfesta í ábatasömum eignarhluta með ávöxtun og hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Með þessum kaupum færist ráð- andi eignarhlutur til heimamanna og stjórn sjóðsins telur sig stuðla að bættu atvinnuöryggi í Vestmanna- eyjum og efla hag byggðarlags og sjóðfélaga til lengri tíma litið. Enn fremur telur stjórnin að með þess- um kaupum sé verið að styrkja Lifeyrissjóður Vestmannaeyja hefur aukið eignarhlut sinn í Risaköst í síldinni DV, Eskifiröi: Mjög góð sOdveiði var seinni partinn i gær og stóð fram á nótt og einhver veiði var ennþá þegar líða tók á morguninn. Gullberg og Elliði fengu báðir 500 tonna köst og sumir bátar eins og Kap fylltu sig í 3 köst- um. Jón Kjartansson kemur til Eski- fjarðar seinni partinn í dag og Guð- rún Þorkelsdóttir er á leiðinni með fullfermi. Þá er nú verið að landa úr Faxa RE sem hin kunna aflakló Hrólfur Gunnarsson skipstjóri er á. Rúmlega sólarhringssigling er af miðunum til Eskiflarðar. Síldin fltn- ar stöðugt og er komin yfir 10%. Það er síldarstemning á Eskifirði þessa stundina. -Regtna Vinnslustööin íVestmannaeyjum grundvöll Vinnslustöðvarinnar hf. og það mikilvæga starf sem fram undan er í uppbyggingu félagsins eftir slæma afkomu undanfarið. Jón Kjartansson, stjómarformað- ur lífeyrissjóðsins og formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði í samtali við DV, að menn væru ekki að þessu ef þeir teldu að þeir væru ekki að gera rétt. Hins vegar yrði timinn einn að leiða ljós hvort svo væri. Þegar Jón var spurður hvort ekki væri vafa- samt að leggja lífeyr- issparnað Vestmann- eyinga í fyr- irtæki sem sýnt hefði eins slæma afkomu og raun bæri vitni var fátt um svör og ítrekaði hann markmið sjóðsins með kaup- unum. Ef allt fer á versta veg hjá Vinnslustöðinni eru ekki aðeins störf Vestmanneyinga í húfi, heldur einnig lífeyrissparnaður heima- manna. Vissulega er aðeins um lít- inn hluta af sjóðnum að ræða en eðlilega vaknar sú siðferðilega spurning hvort rétt sé að standa Stuttar fréttir i>v Verðbólguótti Bensínhækkunin sem tók gildi í gær ásamt hækkun trygginga gætu hækkað vísitölu neysluverðs um samtals 0,8-0,9% segir Vísir.is. Það þýðir um 4 milljarða hækkun á skuldum heimilanna. Mikil reiði er gegn stóru tryggingafélögunum í landinu. Þau vísa gagnrýni á bug. Láta ekki nota sig Félag íslenskra hljómlistarmanna hefur lagt fram nýj- ar starfsreglur um þátttöku hljómlist- armanna í fjársöfn- unum. Egill Ólafs- son sagði tilefnið vera nýlega tónleika til styrktar Kosovo-Albönum. Þar gáfu hljóm- listarmenn vinnu sína en fæstir aðr- ir sem að málinu komu. 360 þúsund söfnuðust 360 þúsund krónur söfnuðust í símakosningimni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir söfhun Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins til styrktar fórn- arlömbum Kosovo-stríðsins. Samningar náðust Bæjaryfirvöld á Akureyri og tón- listarkennarar hafa komist að sam- komulagi. um lausn á launadeilu sem staðið hefúr yfir í allnokkum tíma. Kennarar fá 66 þúsund kr. ein- greiðslu og Tónlistarskóli Akureyr- ar 5 miiljóna króna framlag á næsta skólaári. Úthlutun kærð Stjómsýslukæra vegna eins millj- arðs króna úthlutunar Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins síðastliðinn fóstudag verður lögð fram hjá við- skiptaráðuneytinu á næstu dögum. í kærunni er stjómarformaður Ný- sköpunarsjóðs sagður vanhæfur til að taka ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum. Stöð 2 sagði frá. Fleiri dreifbýlisráðherra Vörður, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, hefur mótmælt því við Davíð Oddsson forsætisráðherra að allir ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins séu af suðvesturhomi landsins. Hugbúnaðarstuldur Microsoft hefur kært íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að dreifa ólöglega hugbúnaðinum Windows 95 tfl viðskiptavina sinna á um átta mánaða tímabili á árinu 1997. Þetta er fyrsta málið af mörgum sem Microsoft er með í undirbúningi hér á landi. Visir.is sagði frá. Sveigjanleg starfslok Stjóm Féiags eldri borgara skorar á stjómvöld og atvinnurekendur að gefa starfsfólki á aldrinum 67 tO 74 ára sem hug hefur á áframhaldandi vinnu kost á því. Ragnar Jörunds- son, framkvæmdastjóri félagsins, sagði við Stöð 2 að starfsorka þorra fiOks á þessum aldri væri enn óskert og eldra fólk mun betur á sig komið líkamlega og andlega nú en fyrir tveimur áratugum. Vilja meira Nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna taka gOdi í dag. Finnur Beck, formaður stúd- entaráðs, sagði í samtali við Vísi.is að langur vegur væri frá að Stúd- entaráð hefði fengið það fram sem það vOdi í nýju úthlutunarreglunum varðandi grunnframfærslu. Internet á raflínum Orkuveita Reykjavíkur hyggst hefja internetþjón- ustu um næstu ára- mót á raflínukerfi borgarinnar. Stjóm veitustofnunar fjallar um málið í dag. Bylgjan sagði frá. Stálbræöslan rifin Hafnarfjarðarbær hefur keypt lóð Stálbræðslunnar í KapeOuhrauni. Fura hf., fyrri eigandi lóðarinnar, hefúr skuldbundiö sig til að rifa verksmiðjuna fyrir 1. mars árið 2000. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.