Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Viðskipti________________________________________________________________________________________________dv Þetta helst: Viðskipti á Verðbréfaþingi alls 1257 m.kr.... Úrvalsvísitala lækkaði um 0,6% ... Fiskiðjusamlag Húsavíkur lækkar um 7,1% en lítil viðskipti að baki ... Járnblendifélagið lækkar um 5,7% í stórum viðskiptum ... Lyfjaverslun íslands hækkar um 2,9% ... Viðskipti í FBA, 10,3 m.kr., gengið óbreytt. ... Dow Jones hækkaði um 1,6% í gær Aldin hf. á Húsavík: Tilboð hefur borist í fýrirtækið - slæmt hráefni og léleg markaðsvinna talin hafa ráðið miklu um það að fyrirtækið endaði í gjaldþroti Úr verksmiðju Aldins hf. á Húsavík. DV-mynd gk DV, Akureyri: Svo kann að fara að hjólin fari að snúast aftur af fullum krafti hjá timburþurrkunarverksmiðju Aldins hf. á Húsavík innan fárra daga. Fyr- irtækið var sem kunnugt er tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu en nú hafa aðilar sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið og setja rekstur- inn í fullan gang að nýju. Ólafur Birgir Ámason, sem skip- aður hefur verið skiptastjóri þrota- búsins, segir að tilboð hafi borist í fyrirtækið. Það var sent inn í nafni fyrirtækisins Parket og gólf hf. í Reykjavík fyrir hönd þess og hóps fjárfesta. Tilboðsgjafarnir segjast reiðubúnir að setja reksturinn strax í gang aftur, semja tafarlaust við starfsfólk fyrirtækisins og segj- ast gera ráð fyrir verulega aukinni starfsemi. Ólafur Birgir segir að tilboðið verði nú ftorið undir helstu veðhafa en þar er Lands- banki íslands iangstærstur, á allar tryggingar og ræður í raun ferð- inni varðandi framtíð Aldins. Ald.ri hf. var stofnað árið 1995 og hóf starfsemi í apríl árið eftir. Aaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Þingeyinga voru langstærstu eign- araðilar en skömmu síðar kom Ný- sköpunarsjóður að fyrirtækinu og þegar það var tekið til skipta á dög- unum var eignarhaldið þannig að Kauþfélag Þingeyinga átti 32%, Nýsköpunarsjóður 24%, Kaupfélag Eyfirðinga 21% og aðrir aðilar mun minni hlut. Eignaraðilar hafa lýst því að fyrirtækið skuldi 48-50 milljónir króna umfram eignir, en sú tala er sögð geta hækkað sam- kvæmt heimildum DV. Svik í Bandaríkjunum Starfsemi Aldins hefur frá upp- hafi snúist um innflutning á harð- viði frá Bandaríkjunum og þurrkun á því hráeftii í harðvið og parket. Samkvæmt heimildum DV mun talsvert hafa verið um að hráefnið, sem fyrirtækinu barst frá Bandaríkjun- um, stæðist ekki þær kröf- ur sem gerðar voru og samið hafði verið um sem leiddi til þess að stór hluti af- urðanna fór í lægri verðflokka en til hafði staðið. Þetta er talinn einn af stóru þáttunum í þvi hvemig fór varðandi rekstur fyrirtækisins. Langmestur hluti af framleiðslu Aldins hefur verið seldur til Evrópu en þó töluvert magn innanlands sem parket. Við gjaldþrot fyrirtæk- isins hafa þær raddir heyrst að stjómun fyrirtækisins hafi ekki verið sem skyldi og hafi það bitnað mjög á markaðsmálunum. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hafi þurft að einbeita sér mjög að fram- leiðslumálunum og þar hafi náðst góður árangur og það hafi því átt að koma i hlut stjómarinnar að sjá að einhverju leyti um markaðs- málin en það hafi ekki gengið sem skyldi. í upphafi störf- uðu 7 manns hjá fyrirtækinu en hafa flestir verið um 15 eftir að farið var að vinna á vöktum. Þessir stsufsmenn hafa náð góðum tökum á störfum sínum, sem era allmikið sérhæfð, og það rekur m.a. á eftir því að teknar verði ákvarðanir um hvort starfsemi fyr- irtækisins verði haldið áfram að starfsmennimir bindi sig ekki í öðr- um störfum. Hvemig þau mál leys- ast kemur væntanlega í ljós mjög fljótlega en ýmislegt virðist þó benda til þess að hjólin fari að snú- ast aftur hjá Aldini áður en langt um líður. Alþjóðlegar efnahagshorfur 1999 5% 4,8 Útlitið í alþjóða efnahagsmálum er nokkru bjartara nú en fyrir hálfu ári samkvæmt nýrri spá OECD. Fréttaljós Gylfi Kristjánsson viðskipta- molqr Lokað á Ólafsfirði Krossanes hif. tilkynnti að það hefði ákveðið að loka fiskimjöls- verksmiðju fyrirtækisins á Ólafs- firði. Ástæðan er núverandi aðstæð- ur í markaðs- og hráefnismálum. Hins vegar er ákvörðunin tíma- bundin og verður tekin til endur- skoðunar ef aðstæður batna. Þetta kemur fram í frétt frá Krossanesi hf. Fjármálaeftirlitið skoðartrygg- ingahækkanir Fjármálaeftirlitið hefúr ákveðið að taka til skoðunar hækkun trygg- ingafélaganna á bifreiðaiðgjöldum. Páll Gunnar Pálsson hjá fjármálaeft- irlitinu segir að þeir muni kalla eft- ir upplýsingum hjá tryggingafélög- unum og skoða ítarlega hvað býr að baki. Lögum samkvæmt á Fjármála- eftirlitið að fylgjast með vátrygg- ingaiðgjöldum og að þau séu sann- gjöm. EuroBusiness á íslandi Nú. er loksins fáanlegt á íslandi fagtímaritið EuroBusiness sem fjall- ar sérstaklega um viðskiptalif i Evr- ópu. Blaðið er mjög efnismikið, líf- legt og spennandi, hlaðið frétftun, fróðleik og upplýsingum og á erindi til allra sem vilja fylgjast með við- skiptalífmu i Evrópu. Blaðið er gef- ið út í Bretlandi en skrifstofur em víðar. Blaðadreifing ehf. dreifir EuroBusiness á íslandi. Blaðið kem- ur út mánaðarlega og kostar 480 kr. Tap Loðnuvinnslunnar hf. 46 milljónir á fjórum mánuðum Halli á rekstri Loðnuvinnslunar hf. var 46 milljónir á fyrstu fiórum mánuðum þessa árs samkvæmt bráðabirðgauppgjöri. Helsta ástæða þess er mikið verðfall á mjöl- og lýs- ismörkuðum í vetur. Þrátt fyrir þetta tap er eiginfjárstaða félagsins góð og vonir standa til að hallinn fari minnkandi er líða tekur á árið. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er langstærsti hluthafinn með 42% hlutafjár og Lífeyrissjóður Austur- lands er næststærstur með 6,9%. Atvinnuleysi í Japan enn mikið Atvinnuleysi í Japan mælist nú það hæsta í 46 ár eða 4,8%. Almennt er búist við að atvinnuleysi haldi áfram að aukast og geti náð 5% síð- ar á þessu ári. Erlendir fjárfestar forðast Rússland Erlendar fjárfestingar hafa dreg- ist stórlega saman í Rússlandi und- anfarið. Fyrstu þijá mánuði ársins nam minnkunin 70% miðað við sama tíma i fyrra. Þetta er einkum rekið til þess hve mikið gengi rúblunnar hefúr fallið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.