Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON ABstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bíllinn verður dýrari Því hefur verið haldið fram að nútímafjölskyldan kom- ist ekki af án einkabílsins, þótt fáeinar fölskyldur hafi sannað annað. Bíllinn skiptir æ meira máli í daglegu lífi landsmanna og þetta veit skattheimtumaðurinn sem hef- ur séð sér leik á borði. Einhver stærsti útgjaldaliður íslenskra íjölskyldna er rekstur einkabifreiðarinnar. Bensín, tryggingar, viðhald, og síðast en ekki síst kaupverð bílsins,koma þungt við pyngjuna. Sé miðað við neysluverðsvísitöluna eru út- gjöld vegna einkabílsins liðlega 15% af heildarútgjöldum heimilanna. Það skiptir því afkornu flestra miklu þegar einstakir rekstrarliðir hækka. Um liðna helgi bárust þær fréttir að tryggingafélögin hefðu ákveðið að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga um 35-40%. Og til að gleðja bifreiðaeigendur enn frekar hef- ur verð á bensíni verið hækkað verulega en þar af tekur skattheimtumaðurinn sinn hluta. Raunar er það svo að óeðlileg skattheimta á eldsneyti hefur komið í veg fyrir að eðlileg verðsamkeppni sé á milli olíufélaganna enda svigrúm þeirra lítið sem ekkert. Samkeppnisleysi olíufé- laganna í verðlagningu hefur hins vegar brotist út með öðrum hætti og kristallast í glæsilegustu bensínstöðum Evrópu. Tryggingafélögin hafa í vöm sinni fyrir gífurlegri hækkun iðgjalda bent á að ný lög um skaðabótalög hækki fyrirsjáanlegan tjónkostnað félaganna, auk þess sem laun hafa hækkað undarfarin ár. Nú kann réttlæt- ing tryggingafélaganna að vera byggð á traustum grunni en þó verður að draga verulega í efa að hún standi und- ir jafnmikilli hækkun og raun ber vitni. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður telur tryggingafélög- in hafa gengið of langt en í samtali við DV segir hann meðal annars: „Ég tel hins vegar að því fari fjarri að vá- tryggingafélögin hafi sýnt fram á að þau þarfnist af þess- um tilefnum þeirrar gríðarlegu hækkunar á tryggingaið- gjöldum sem þau hafa nú ákveðið.“ í þessu sambandi er vert að hafa í huga að feitir bóta- sjóðir félaganna gefa af sér verulegar fjármunatekjur á hverju ári. Jóns Steinar Gunnlaugsson bendir einnig á aðra staðreynd: „Mörg undanfarin ár hafa tryggingafé- lögin safnað gríðarlegum fjárhæðum í skaðabótasjóði sem vaxið hafa með hverju ári. Bendir það til þess að af- koma greinarinnar hafi verið betri en reikningar þeirra hafa sýnt.“ Hækkun iðgjaldanna nú mun beina athyglinni að feit- um bótasjóðum tryggingafélaganna og þeim tekjum sem þeir skapa. Ákvörðun tryggingafélaganna um hækkun iðgjalda hefur veruleg áhrif á afkomu heimilanna, ekki aðeins beint heldur óbeint í gegnum vísitölubindingu úárskuld- bindinga. Eins og greint var frá hér í DV í gær er líklegt að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% vegna hækkunar á bifreiðatryggingum. Þannig munu húsnæðislán hækka, sem og bílalán, sem annar hver íslendingur virð- ist hafa tekið undanfarna mánuði, og allar aðrar skuld- bindingar heimila og fyrirtækja sem tengdar eru vísi- tölu. Ábyrgð tryggingafélaganna er því mikil þegar kemur að hækkun iðgjalda. Einmitt þess vegna verður að gera þá lágmarkskörfu til forráðamanná þeirra að þeir leggi spilin á borðið og gefi betri skýringar en nú liggja fyrir og réttlæta 35-40% hækkun. Óli Björn Kárason Jóhannes Kjarval var vinur hvalanna. Hann vísaði þjóðinni leið inn í undraheim íslenskrar náttúru urdag mun hún einnig virða orð hans um fegurð og tign hvalanna. . Einn góðan veð- Hægan, hægan - hvölum beðiö vægðar Með kristni gleymdist hið þarfa ráð þjóðfélags- ins og nýfædda reifa- barnið naut réttar og verndar frá fyrstu stundu lífsins. Hinn forni siður breyttist í glæp. Nýjar hugmyndir Á þúsund ára fresti ger- ist eitthvað stórkostlegt. Um þessar mundir minnumst við kristni- töku fyrir þúsund árrnn. Sérkennilegur boðskap- ur hafði borist frá út- löndum þar sem japlað var á kröfu um kær- leika og miskunn. Með „Og nú um þessar mundir gerir strandhögg nýtt viðhorf. Ný hugs- un læðist inn og spillir nýrri kyn- slóð. Hún kallar ekki til ríkis í hug- um manna. Hún krefst ekki siða- skipta, hin pýja hugsun, en hún mun hlífa LIFI smám saman, eins og bannið góða við útburði barna.“ Kjallarinn Þór Jakobsson veðurfræðingur Ekkert er eðli- legra en menn vilji halda í gamla siði og streitast á móti nýjungum og fjar- rænum hugsunar- hætti sem knýr á utan úr heimi. Fyr- ir þúsund árum kunnu menn illa þeirri fásinnu margir hverjir, hér á Fróni, að banna skyldi útburð barna. Þetta var góður og gegn sið- ur, bjargráð fátæk- lingum um langa tið til að koma i veg fyrir ómegð og skort á heimilinu. Hart er í ári og vitrir menn er skópu lögin, forfeð- urnir, leggja manni á herðar fyrst og fremst að huga að velferð og framtíð þeirra sem fyrir eru á heimil- inu. Ómálga, sálar- laust barn færum við örlögum á vald, látum skeika að sköpuðu, berum það út, út á al- faraslóð. Og hungurvofunni er bægt frá um sinn. Fjölskyldan lif- ir. Svo koma þessir menn með boöskap frá útlöndum, segja sið- inn ljótan, vilja banna. Rökrætt er, deilt, þar til ný kynslóð spillist og sér önnur úrræði. Siðurinn leggst niður smám saman. Sá gamli gleymist og nokkrum kynslóðum síðan hljómar hann eins og þjóð- saga úr óraunverulegum heimi. „í pakkanum'" fylgdi skringileg kenning um sáluhjálp og trú á guð almáttugan. Siðavandir menn reyndu með góðu og illu að spoma við ágengni nýrra viðhorfa. En lát- ið var undan, kristni lögleidd. Svo koma þessir og upphófst svo sem stórihvellur í alheimi ný menning í landinu. íslendingar kynntust hámenningu Gyðinga og Forn- Grikkja, lærðu að lesa og skrifa. Kristnitakan var útvíkkun þjóð- arsálarinnar. Og nú um þessar mundir gerir strandhögg nýtt við- horf. Ný hugsun læðist inn og spillir nýrri kynslóð. Hún kaUar ekki til ríkis í hugum manna. Hún krefst ekki siöaskipta, hin nýja hugsun, en hún mun hlífa LÍFI smám saman, eins og bannið góða við útburði barna. Útþensla miskunnseminnar Þyrmum dýrunum! Drepum ef við þurfum, en veram jafn góð og við höfum efni á að vera. Þannig hljóðar hin nýja hvatning sem skoðuð verður næstu áratugina. Líkt og forðum munu Islendingar velja hið óumflýjanlega í tæka tið af því að við erum moðhausar sem sjáum margar hliðar á hverju máli. Hinn spaki listamaður, Ás- mundur Sveinsson myndhöggvari, sagði við mig, ungan gestinn í safni hans fyrir langalöngu, að við íslendingar værum þjóð jafnaðar- geðs. Við værum náttúrunnar böm. í aldanna rás hefðum við þurft að aðlagast síbreytilegum áhrifum veðurs og vinda í blíðu og stríðu. Við ættum ekki óvini því hið eina stríð þjóðarinnar hefði verið barátta við náttúruöflin sem ekki er unnt að hata. Hinn skyggni meistari, Jóhann- es Kjarval, var vinur hvalanna. Hann vísaði þjóðinni leið inn í undraheim íslenskrar náttúru. Hún fylgdi honum út i hraunið. Einn góðan veðurdag mun hún einnig virða orð hans um fegurð og tign hvalanna. Þjóðin mun líka láta skynsemina ráða. Hún mun aðlagast nýjum viðhorfum. Og hún mun þá líka hagnast samtím- is. Þór Jakobsson Skoðanir annarra Pólitískar andstæður leystar upp „Hinar gömlu pólitísku andstæður milli hægri og vinstri hafa leyst upp og þar sem óreiðan er ekki góður grunnur að stefnuskrá hafa menn keppst við að endurframleiða gömlu hugmyndirnar og hugsjón- imar í nýjum og nýjum myndum... Ástæðan fyrir vandræðum Samfylkingarinnar er vitanlega sú að hugtökin sem menn skilgreindu sig út frá eru ekki lengur nothæf í samfélagslegri umræðu, það er búið að leysa þau upp og eftir stendur bara eitthvert þverpólitískt svið eða jafnvel ópólitískt sviö sem er fullt af afar tvíræðum, óstöðugum og óljósum tákn- um.“ Þröstur Helgason í Mbl. 1. júní. Ráödeild lykilorð stöðugleikans „íslendingar geta ekki leyft sér nein frávik frá al- mennri efnahagsstjómun vestrænna þjóða ef halda á þeim markmiðum sem þjóðin setur sér um lifskjör. Lykilorðið varðandi stöðugleikann er ráðdeild. Rík- isvaldið verður að sjá fótum sínum forráð efnahags- lega, einstaklingar sem eru fullvinnandi og hafa pen- ingaráð verða líka að gera það og einnig fyrirtækin í landinu, sem og sveitarfélögin. Það eru alltof mörg dæmi um það að fyrirhyggjuleysi og óþreyja hefur verið í meðferð fjármuna og er þá enginn af þessum aðilum sem nefndir voru undanskildir." Jón Kristjánsson í Degi 1. júní. Bjórinn og boltinn „Samkvæmt athyglisverðri skoðanakönnun Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála fyrir fáein- um árum kom i Ijós að ungt fólk sem stundaði mik- ið íþróttir drakk lítillega minna en aðrir jafningjar sínir... Eitt veldur mér þó dálitlum vonbrigðum. í nýlegu blaðaviðtali viðurkenndi núverandi lands- liðsþjálfari í knattspyrnu að hann væri hættur í þjónustu Bakkusar. Það getur varla þjónað hags- munum boltaíþróttarinnar að sá sem bera skal hróð- ur hennar heimshorna á milli skuli þannig upp á sitt eindæmi ákveða að úthýsa sjálfri „brjóstbirtunni" úr lífl sínu." Þórarinn Björnsson í Mbl. 1. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.