Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999 35 Tom Cruise og Nicole Kidman: Sekta starfsfólk fyrir að slúðra Leikarahjónin Tom Cruise og Nicole Kidman þvinga starfsfólk sitt til þess að skrifa undir samninga sem eiga að koma í veg fyrir að það slúðri. Freistist húshjálp, garð- yrkjumaður eða bílstjóri til þess að segja almenningi frá einhverjum leyndarmálum hjónanna eiga þau á hættu að þurfa að greiða næstum 80 milljónir íslenskra króna í sekt. Segi starfsmaður nánustu vinum sínum frá einstökum atriðum í lífi Toms og Nicole láta þau sér nægja að fá rúmar 3 milljónir króna fyrir hvem þann sem var viðstaddur þeg- ar slúðursagan var sögð. Sektirnar eru tíundaðar í átta síðna samningi sem öll hjú verða að undirrita, að því er segir í breskum slúðurblöðum. Að auki skuldbinda bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn sig til að komast að því hver kjafti frá gegn fyrir fram ákveðnu tímakaupi. Samningurinn var lagður fram sem sönnunargagn í máli sem fyrr- verandi húshjálp leikarahjónanna, Julie Gomez, hefur höfðað á hendur Nicole Kidman og Tom Cruise vilja tugi milljóna í bætur. Símamynd Reuter. þeim. Samkvæmt því sem Tom og Nicole segja hafði Julie sinnt starf- inu illa og opnað einkabréf til þeirra. Tom og Nicole hafa Poppsöngkonan ástsæla, Mariah Carey, fær sér hressingu á æfingu fyrir stórtónleika í gærkvöld. Þar var Mariah í hópi fjölmargra vina óperugoðsins Lucianos Pavarottis sem sungu, ásamt Pavarotti að sjálfsögðu, til styrktar flóttamönnum í Kosovo og uppbyggingarstarfinu í Gvatemala. Cindy kom á óvart: Kasólétt á mótorhjóli Vegfarendum á Sunset-breiðgöt- unni í Los Angeles brá heldur betur í brún á dögunum þegar þeir komu auga á ofurfyrirsætuna Cindy Crawford kasólétta aftan á mótor- hjóli eiginmannsins. Aðeins eru þrjár vikur þar til Cindyar er von upp á fæðingardeild. „Þetta leit nú ekki út fyrir að vera besti ferðamátinn fyrir svona ólétta konu,“ sagði einn sjónarvott- anna um ferðalag fyrirsætunnar og eiginmannsins Randes Gerbers á Harley Davidson fáknum hans. Þeir sem til sáu sögðu að Rande hefði átt fullt í fangi með að halda jafnvæginu í lagi en það tókst. Bæði voru þau hjónin í leðurmúnderingu, sem veitir ágætis vörn fari svo að menn detti, og með hjálm á höfði. nokkrum sinnum komið fyrir rétt vegna mála þar sem þau hafa barist fyrir verndun einkalífs síns. Nýlega var ljósmyndari dæmdur í 6 mán- aða fangelsi fyrir að hafa selt upptöku af farsímatali hjónanna. Sviðsljós Julia Roberts kann trixið: Klúrar myndir fyrir Hugh og feimnin á bak og burt Munnstóra leikkonan Julia Ro- bert vissi upp á hár hvernig hún átti að losa breska hjartaknúsrann og fallna ,Hugh Grant, við feimnina þegar þau hittust fyrst við gerð myndarinnar Notting Hill: Hún teiknaði klúrar myndir á handritið hans. „Ég var að sjálfsögðu mjög spenntur og óstyrkur þegar ég hitti Juliu í fyrsta sinn á tökustað. Hún er jú alvöru- stjarna," segir Hugh í viðtali við netmiðilinn EOnline. En feimnin hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir örfáa daga þegar Julia tók upp á þvi að teikna klámfengnar myndir á handritshlöð stráksa. Hvort viðbrögð Hughs við teikningunum tengist eitthvað frægum fundi hans og vændiskonunnar Divine Brown i framsæti bíls hans í Hollywood fyrir nokkrum árum skal ósagt látið hér. Alla vega kann Hugh vel við svona stelpur. K vó ó n A þessu síöasta ári árþúsundsins munu DV, Bylgjan og Vísir.is standa fyrir viöamikilli könnun meðal landsmanna um hvaöa íslendingar og hvaöa atburðir hafi mótaö mest líf okkar undanfarin þúsund ár. í hverri viku verður kastljósinu beint aö ákveðnum geirum sögunnar meö greinum í DV, umræðum á Bylgjunni og ýmiskonar fróðleik á Vísi.is og reynt að .draga fram þá menn og þau mannanna verk sem hafa haft einna afdrifaríkustu áhrif á söguna. Landsmenn geta tilnefnt þá einstaklinga, atburöi og þau bókmenntaverk sem þeir telja aö beri af í 1000 ára sögu þjóðarinnar. Tilnefningar berist á www.visir.is fyrir 10. júní. Almenningur getur síöan sagt skoöun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni eöa á Lögréttu á Vísi.is og greitt atkvæöi um hver íslendinga hafi dugaö þjóð sinni best. Á fullveldisdaginn, 1. desember, verða atkvæöin úr öllum flokkum dregin saman og tilkynnt hver er íslendingur árþúsundsins. írisir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.