Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 onn Ummæli Eins og að hlaupa upp Esjuna Ég var að fá hjartaáfall. Það var eins og ég J hefði tekið upp á þvi að fara 300 j metra sprett- f hlaup upp Esj- una meðan á f þessu stóð.“ Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur íslenska Eurovisionlagsins, um líðan sína meðan á taln- ingu stóð, í Degi. Lánin sem fólk tekur „Vissulega er orðið mjög al- . gengt að bílalán séu hluti tjár- j hagslegra erflðleika hjá því fólki sem hingað kemur.“ Elín Sigrún Jónsdóttir, for- stöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, í Degi. Sjá knattspyrnu- menn illa? „Þetta var slakur leikur, afar slakur reynd- ar, og mikið um misheppnaðar sendingar. Stund- um flnnst manni raunar að leik- menn vanti gler- augu, frammi- staðan er slík.“ 4 Ásgeir Elíasson, þjálfar Fram eftir jafnteflisleik gegn ÍA, í Morgunblaðinu. Félög á villigötum. „Félög eldri borgara eru á villigötum. Þau vinna í raun á móti félagslegum hagsmun- um eldra fólks. Þau voru bylt- ing í upphafl en hafa losnað úr tengslum við alla þjóðfé- lagsþróun." Hrafn Sæmundsson fulltrúi, í Morgunblaðinu. Upphafsleikir r- stríðsins „Stríðið á Balkanskaga er nú að vissu leyti eins og skák. Menn geta í byrj- un valið upphafs- leiki en svo á andstæðingur- inn alltaf leik á milli og þá breytast áætlanir." Jónas Bjarnason efnaverk- fræðingur, í DV. Búinn að vera mjög gefandi og skemmtilegur tími DV, Akureyri: „Þessi mánuður sem ég hef sinnt starfinu hefur verið mjög gefandi og skemmtilegur tími. Strax á fyrsta degi minum í embættinu fékk ég alla bæjarstjóra landsins í heimsókn, for- seti íslands heimsótti okkur Ólafs- flrðinga og svo gekk einnig mikið á hjá mér persónulega vegna þess að ég var í framboði vegna kosning- anna til Alþingis 8. maí,“ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson sem tók við starfl bæjarstjóra á Ólafs- flrði í byrjun maímánuðar. Ásgeir Logi er „hreinrækt- aður“ Ólafsflrðingur og kom- inn af skipstjórum og for- mönnum sem stunduðu sjó- sókn þaðan. Eftir það nám sem hann gat stundað í heimabyggð lá leiðin í fram- haldsskóla á Akureyri og síðan í Menntaskólann þar þaðan sem hann lauk stúd- entsprófl 1984. Þá tók við nám í Stýrimannaskólanum og að því loknu 6 ára nám í sjávarút- vegsfræðum í Tromsö í Noregi. Þar starfaði Ásgeir Logi i tvö ár að námi loknu. Loks lá leiðin heim og fyrst starfaði hann hjá fyrirtækinu Valeik og tók síðan við fiskvinnslu í Reykjavík hjá fjöl- skyldufyrirtækinu Sæunni Axels. Þegar fyrirtækið jók umsvif sín í heimabyggð á Ólafsfirði hélt Ás- geir Logi svo norður og gerðist fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og því starfi sinnti hann þar til hann settist í bæjar- stjórastólinn í byrjun maí. Ásgeir Logi hef- ur látið pólitík talsvert til sín taka og verið for- maður Sjálfstæð- isfélags Ólafsfjarð- ar. Hann fór í baráttusætið, 4. sætið á F-lista sjálf- stæðismanna og annarra framfarar- sinna, við bæjarstjórnarkosningarn- ar á síðasta ári og var kjörinn bæjar- fulltrúi. Þá skip- aði hann 4. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins við kosningamar til Alþingis í vor. „Ég vil ekki segja mikið um hvort ég hef metnað til að ná það langt í pólitíkinni að setjast á Alþingi. Ástæðan fyrir því að ég gaf kost á mér fyrir kosningarnar í vor var fyrst og fremst sú að mér fannst þurfa að heyrast raddir frá minni byggðunum, sjávarplássunum sem mörg eiga undir högg að sækja. Ég hef metnað fyrir hönd þessara byggða og taldi að með þátttöku minni gæti ég látið gott af mér leiða á þeim vettvangi. Ásgeir Logi segist reyna að helga fjölskyldu sinni sem mestu af frítíma sínum. Hann er giftur Kristínu Dav- íðsdóttur og eiga þau þrjár ungar dætur, Sæunni Tömu, 8 ára, Gunn- laug Helga, 3 ára, og Sigurbjörgu Áróm, 1 árs. -gk Maður dagsins Hafliði Hallgrímsson höf- undur. Örsögur í Iðnó Hljómsveitin CAPUT flyt- ur Örsögur eftir Hafliða Hallgrímsson í Iðnó í dag, miðvikudag, kl. 20, og er það síðari sýningin í röð tveggja en fyrri sýningin var í gær. Þær voru síðast á fjölunum sl. haust við góðar undirtektir áhorfenda. Ör- sögur era tónleikhús sem byggjast á furðusögum eftir rússneska rithöfundinn Daníil Kharms. Flytjendur texta eru Jóhann Sigurðar- Tónleikar son og Signý Sæmundsdótt- ir. Aðrir flytjendur eru Zbigniev Dubik, fiðla, Guðni Franzson, klarinett, Hávarður Tryggvason, kontrabassa, Þorsteinn G. Sigurðsson, píanó, og Steef van Oosterhout, slagverk. Árni Bergmann þýddi. Myndgátan Súðvíkingur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Knattspyrnan í fullum gangi. Þrír leikir í kvennaboltanum Leikið verður áfram í úrvals- deildum kvenna og karla í knatt- spymunni í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 20. Leiknir verða þrír leikir í úrvalsdeild kvenna. ÍA og Breiðablik mætast á Akranesvelli, og verðim fróðlegt að sjá hvemig íþróttir sú viðureign fer. Breiðablikskon- ur era taldar vera með mun sterkara lið en óráðlegt er að van- meta styrk ÍA. Grindavík og ÍBV eigast við í Grindavík og KR mæt- ir Fjölni á heimavelli. Það verður líka nóg að gera hjá karlmönnun- um. Á Akureyrarvelli mætast KA og Skallagrímur og Fylkir fær ÍR í heimsókn. KVA mætir Víði á Reyðarfirði og loks tekur Þróttur, Reykjavík, á móti Stjörnunni á Valbjamarvelli. Svo er bara um að gera að fólk mæti á sem flesta leiki og hvetji sitt lið til dáða. Bridge Þú heldur á hendi austurs og sérð andstæðingana segja sig upp í fjögur hjörtu í sagnröð sem virðist vera vandræðaleg. Norður hugsar sig lengi um áður en hann breytir þremur gröndum í fjögur hjörtu. Þú ert með tvo öragga slagi á tromp, tvo ása og laufkóng. Það hlýtur að vera rétt að dobla eða hvað? Þegar Bretinn Tony Forrester sat með hendi austurs, fannst honum ekki hægt annað en að lyfta rauða miðanum: * KG9 44 ÁDG8652 K7 * 8 4 Á42 44 K1097 ♦ Á54 4 K107 4 D10863 44 - 4- G932 4 ÁD62 Vestur Norður Austur Suður pass '1 44 pass 1 4 pass 3 44 pass 3 Gr pass 4 44 dobl pass pass 44 dobl p/h 4 75 «4 43 ♦ D1086 4 G9543 Sagnir tóku óvænta stefnu þegar norður breytti fjórum hjörtum dobluð- um yfir í 4 spaða, en því hafði Forrest- er ekki reiknað með. Hann taldi sig samt eiga fyrir dobli en afleiðingin var sú að sagnhafi gat spilað nánast eins og á opnu borði. Doblið á fjórum spöð- um benti til þess að austur væri ekki aðeins með hjartalengd, heldur einnig mestallan háspilastyrkinn. Vestur spO- aði út trompi og Forrester tók ás og spilaði meiri spaða. Sagnhafl tók hjartaás, henti laufi heima og spilaði hjartadrottningu. Forrester setti kóng- inn og sagnhafi trompaði. Næst kom laufás og lauf trompað í blindum. Hjartagosi tekinn, tígli hent heima og hjarta trompað heim. Vörnin var að- eins kominn með einn slag í 5 spila endastöðu. Forrester átti eftir spaða- fjarka, Á54 í tigli og laufkóng. Sagnhafi spaðadrottningu, G93 í tígli og lauf- drottningu. í blindum 865 í hjarta og K7 í tígli. Sagnhafi tók síðasta trompið og spilaði sig út á laufdrottningu. Forrester gat ekkert annað en tekið þann slag á kóng, tígulás og spilað blindum inn á tigul. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.