Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 25
UV MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Á ferðalagi með Mann í mislitum sokkum. Maður í mislit- um sokkum Leikritið Maður í mislitum sokkum hefur verið sýnt við góðar undirtektir í Þjóðleikhús- inu. Það fjallar á liflegan hátt um viðburðaríka daga í lífi ekkju á besta aldri og nokkurra vina hennar. Nú hefur verið ákveðið að fara í leikferðalag með verkið um landið um næstu mánaðamót. Að þessu sinni verður sýnt á fimm stöðum á landinu. Byrjað verður í Snæ- Leikhús fellsbæ, þaðan farið til Ísaíjarð- arbæjar, til Blönduóss, svo í Að- aldal og endað á Austurhéraði. Leikendur i mislitu sokkunum eru margir þekktustu leikarar landsins en meðal þeirra eru Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Stephen- sen, Erlingur Gíslason, Helga Bachmann, Árni Tryggvason, Ólafur Darri Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Sigurður Sig- urjónsson leikstýrir. Forsala er hafin á sýningamar í miðasölu Þjóðleikhússins. 8-villt á Gauknum í kvöld og annað kvöld mun átta manna hljómsveitin 8-villt leika á Gauki á Stöng. 8-villt, sem mun leika vítt og breitt um landið í sum- ar, hefur með fram spilamennsku verið í stúdíói að taka upp lög fyrir væntanlega plötu. Skemmtanir Súkkat á Næsta bar í kvöld munu félagamir í Súkkati leika fyrir gesti og gangandi á Næsta bar sem er beint á móti ís- lensku óperunni. Leikið verður blandað efni, gamalt og nýtt, og lof- að er miklu stuði. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.30. Lýðheilsa Norræn ráðstefna um lýðheilsu verður haldin á Radison SAS Hótel Sögu 3. til 5. júní næstkomandi á vegum landlæknisembættisins. Um áttatíu erlendir og íslenskir fræði- menn halda fyrirlestra um málefni sem eru i brennidepli þessarar greinar læknisfræðinnar. Til um- ijöllunar verður meðal annars heil- brigði kvenna, óhefðbundnar lækn- ingar, heilsuefling, áhættuhegðun, Samkomur stefna í heilbrigðismálum, sundrað- ar fjölskyldur o.fl. Aðalfyrirlesarar eru dr. Elienne Riska frá Finnlandi, dr. Lars-Olov Bygren frá Sviþjóð og dr. Per Fugelli frá Noregi. Meistaraprófsfyrir- lestur í lífefnafræði Á morgun flytur Kolbrún S. Krist- jánsdóttir, lífefnafræðingur og meistaranemi í efnafræðiskor, fyrir- lestur um verkefni sitt: Einangrun, hreinsun og eiginleika euphausera- se, breiðvirks seríns kollagenasa úr suðurskautsátu (euphausia superba). Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga og hefst kl. 13.15. Konunglegi danski ballettinn í Þjóðleikhúsinu: Sólódansarar í fremstu röð í kvöld og annað kvöld sýnir Kon- unglegi danski ballettinn í Þjóðleik- húsinu. Heimsókn þessara miklu listamanna er mikið ánægjuefni fyr- ir unnendur danslistar. Rúmlega tveir áratugir eru síðan hópur á vegum Konunglega danska balletts- ins sýndi síðast í Þjóðleikhúsinu. Danska sendiráðið á íslandi stendur að komu listamannanna til lands- ins, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, og Kaupþing styrkir viðþurðinn. Að þessu sinni eru það sólódans- arar úr fremstu röðum ballettsins sem sækja ísland heim. Stór nöfn úr hópnum eru: Mette Bödtcher, Silja Schandorff, Peter Bo Bendixen, Skemmtanir Christina Olsson, Mads Blangstrup, Johann Kobborg, Alexei Ratman- sky, Henning Albrechtsen, Tina Höjlund og Diana Curi. Á efnisskrá eru fjögur dansverk af ýmsum toga: Ballett Peter Mart- ins Barber, Violin Concerto, við tón- list Samuel Barber, Witness, eftir Alvin Ailey, við tónlist Negro Spi- rituals, Pas-de-deux úr Blómaveisl- unni í Genzano eftir August Bo- umonville við tónlist H.S. Pauli og síðast en ekki síst sýnir allur hópur- inn hluta úr þriðja þætti hins þekkta og sígilda Napoli eftir Bo- urnonville, við tónlist Edvard Hel- sted og H.S. Pauli. Sýningar Konunglega danska ballettsins verða aðeins tvær og hefjast þær kl. 20 bæði kvöldin. Veðrið í dag Súld eöa rigning sunnan til Skammt suðvestur af Reykjanesi er 1008 mb. hægt vaxandi lægð sem þokast vestsuðvestur, 1020 mb. hæð er yflr Grænlandi. í dag verður hæg austlæg eða breytileg átt. Víða verður léttskýjað norðan og austan til en annars skúr- ir, einkum suðvestan til. Austanátt verður í nótt og á morgun, 8-13 m/s og súld eða rigning sunnan til en 5-8 m/s og skýjað að mestu norðan til. Hiti verður 6 til 11 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður austlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s og skúrir í dag en A 8-13 m/s og súld eða rigning í nótt. Hiti verður 5 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.12 Sólarupprás á morgun: 3.19 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 20.29 Árdegisflóð á morgun: 8.48 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri súld á síð.kls. 5 Bergsstaöir skýjaó 4 Bolungarvík léttskýjaö 4 Egilsstaöir 5 Kirkjubæjarkl. skýjaö 6 Keflavíkurflv. úrkoma í grennd 7 Reykjavík skýjað 8 Stórhöfói súld 6 Bergen ring. á síö.kls. 10 Helsinki skýjaö 13 Kaupmhöfn léttskýjaö 14 Ósló skýjað 12 Stokkhólmur 14 Þórshöfn alskýjaö 9 Þrándheimur rigning 10 Algarve léttskýjaö 15 Amsterdam skýjaö 16 Berlín léttskýjaö 17 Chicago skýjaö 16 Dublin þokumóöa 10 Halifax þoka 14 Frankfurt skýjaö 20 Hamborg léttskýjaö 14 Jan Mayen alskýjaö 0 London rigning 15 Lúxemborg skýjaó 14 Mallorca þokumóöa 20 Montreal alskýjað 20 Narssarssuaq ringing og súld 4 New York skýjaó 26 Orlando léttskýjað 21 París skýjaö 20 Vín skýjaö 16 Washington hálfskýjað 20 Winnipeg alskýjaó 11 Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Jason Schwartzman leikur séníið Max Fischer. Rushmore Rushmore, sem Bíóborgin sýn- ir, er menntaskólamynd sem lítur gagnrýnum húmorsaugum á skólalíflð og samband krakkanna við kennarann. Aðalpersónan er séníið Max Fischer sem er ekki aðeins ritstjóri skólablaðsins og árbókarinnar, heldur líka forseti Frönskuklúbbsins, Þýskuklúbbs- ins, Skákklúbbsins, Geimvísinda- klúbbsins, Skylmingaklúbbsins og Max Fischers-klúbbsins sem hefur það að verksviði að koma leikrit- um eftir Max Fischer á framfæri. Þessi mikla aukastarfsemi hans hefur gert það að verkum að hann er einn slakasti nenjandinn í skólanum. Honum gengur samt allt í '///////// Kvikmyndir haginn þar til hann verður ástfanginn af einum kenn- aranum sem telur hann of ungan fyrir sig. í aðalhlutverkum eru Jason Schwartzman sem leikur Max Fischer og Bill Murray sem eru góðir vinir þar til þeir fara að berjast um sömu konuna. Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: My Favorite Martian Bíóborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: 200 Cigarettes Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: EDtv Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubíó: lllur ásetningur Aurbleyta á vegum Yfirleitt er góð færð á oflum aðalleiðum á land- inu. Vegir á hálendi íslands eru lokaðir vegna snjó- komu og aurbleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það að verkum að öxulþungi hefur verið lækkaður og er Færð á vegum það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Vegavinnuflokkar eru að störfum á nokkrum stöð- um á landinu, meðal annars á suðvesturhorninu og Vestfjörðum. Ástand vega fv-Skafrenningur m Steinkast Hálka Qd Ófært 0 Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Bræðurnir Otto og Ragnar Myndarlegu bræöurnir á myndinni heita Otto Emanuel Trausti og Ragnar Johannes Bjarki. öá yngri, Ragnar, fæddist 29. október síðastliðinn en sá eldri, Otto, 24. febr- Barn dagsins úar 1997. Foreldrar þeh-ra eru Brita Aspán og Birkir Birkisson. Strákarnir eiga eina tíu ára systur sem heitir Hrefna Björk, fædd 6. janúar 1989. Fjöl- skyldan býr á lítilli eyju sem heitir Oaxen og er í skerjagarðinum rétt sunnan við Stokkhólm. Lárétt: 1 skáli, 8 krot, 9 kjána, 10 heimshluta, 11 veiðarfæri, 13 bratt- ar, 16 heiðursmerki, 18 möndull, 20 gekk, 21 fjár, 22 sveifla. Lóðrétt: 1 völva, 2 rói, 3 strit, 4 kássa, 5 grip, 6 sting, 7 orðrómur, 12 rugli, 14 baun, 15 fuglar, 17 þak- skegg, 19 sið. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 löngum, 8 ár, 9 eitur, 10 svila, 11 ná, 12 bit, 13 snar, 15 átan, 16 æða, 17 lagar, 19 um, 20 skápar. Lóðrétt: 1 lás, 2 örvita, 3 neita, 4 gil, 5 utan, 6 munaður, 7 brá, 12 báls, 13 snap, 14 rami, 16 æra, 18 gá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 74,560 74,940 74,600 Pund 119,930 120,540 119,680 Kan. dollar 50,190 50,500 50,560 Dönsk kr. 10,4020 10,4590 10,5400 Norsk kr 9,3740 9,4250 9,5030 Sænsk kr. 8,6160 8,6630 8,7080 Fi. mark 13,0007 13,0788 13,1796 Fra. franki 11,7841 11,8549 11,9463 Belg. franki 1,9162 1,9277 1,9425 Sviss. franki 48,6000 48,8700 49,1600 Holl. gyllini 35,0767 35,2874 35,5593 Þýskt mark 39,5223 39,7597 40,0661 ít. líra 0,039920 0,040160 0,040480 Aust. sch. 5,6175 5,6513 5,6948 Port. escudo 0,3856 0,3879 0,3909 Spá. peseti 0,4646 0,4674 0,4710 Jap. yen 0,618400 0,622100 0,617300 írskt pund 98,149 98,739 99,499 SDR 99,990000 100,590000 100,380000 ECU 77,3000 77,7600 78,3600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.