Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Qupperneq 1
15 NBA í nótt: Indiana svaraði með sigri Indiana Pacers sigraði New York Knicks í annari viðureign liðanna í undanúrslitnm banda- riska körfuknattleiksins í nótt með 88 stigum gegn 86. Staðan er því jöfn, 1-1, en næstu tveir leik- ir verða í Madison Square Gar- den í New York. Það var greinilegt að Indiana ætlaði að selja sig dýrt eftir ósig- urin í fyrsta leiknum. Liðið lék mjög vel í fyrri hálíleik og í leik- hléi hafði liðið ellefu stiga for- ystu, 57-46. New York minnkaði muninn jafnt og þétt og undir lokin var leikurinn orðinn æsispennandi. Það var Reggie Miller sem tryggði Indiana sig- urinn með því að skora úr tveimur vítaskotum undir lokin. „Þetta var lífsspursmál fyrir okkur að vinna og núna er allt opið. Það eru erfiðir leikir fram undan í New York en við ætlum okur í úrslit," sagði Miller eftir leikinn. Mark Jackson skoraði 17 stig fyrir Indiana, Reggie Miller 16 stig og Dale Davis 15 stig. Larry Johnson var stigahæstur hjá Knicks með 22 stig. Alan Hou- ston skoraði 15 stig og Latrell Sprewell gerði 15 stig. -JKS Helgi Jónas til Antwerpen: Helgi Jónas Guðfinnsson, landsliðsmaður í körfuknattleik hjá Donar Groningen í hollensku A-deild- inni, hefur gert samning við belgíska efstu deildar liðið Racing Basket Ant- werpen. Helgi var laus allra samninga hjá Donar í vor en liðið datt út úr 8 liða úrslitum í úrslitakeppni um hol- lenska meistaratitilinn. Helgi segir að hlutimir hafi ekki farið að gerast fyrr en fyrir viku þó svo að hann vissi að Belgamir hefðu skoðað hann í vetur. Helgi þekkir aðeins til liðsins, spilaði með gegn því einn leik í vetur og lít- ur á þetta sem næsta skref upp á við sem hafi alltaf verið stefnan. Antwerpen-liðið spilaði til úrslita um belgíska meistaratitilinn í vor og er því um sterkt lið að ræða og ljóst að Helgi Jónas er á góðri leið sem atvinnumaður í körfubolta. -ÓÓJ Tryggvi fyrir Eiö? Eiður Smári Guðjohnsen dró sig í gær út úr landsliðshópi íslands í knatt- spyrnu fyrir Evrópuleikinn við Armeníu á LaugardalsveOinum næsta laugardag, vegna meiðsla. Guðjón Þórðarson tilkynnir í dag hver komi í staðinn en eflaust verður það Tryggvi Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson eða Stef- án Þ. Þórðarson. Þessir þrír hafa allir verið í landsliðinu að undanfomu en voru ekki valdir í 18 manna hópinn á dög- unum. Af þessum þremur hefur Tryggvi verið heitastur með sínu liði upp á síðkastið. -VS Bland * 1 ffl 33 Jóhannes B. Jóhannesson er kominn í 16 manna úrslit á Evrópumeistaramótinu í snóker í Hollandi. Brynjar Valdimarsson er hins vegar úr leik. KA-menn geta ekki tekiö á móti Skalla- grími í 1. deildinni í knattspymu í kvöld vegna slæmra vailarskilyrða á Akureyri. Leikurinn hefur veriö færöur yfir í Borgar- nes og verður spilaður þar á fóstudags- kvöld. KVA getur heldur ekki leikið á heimavöll- um sinum i Fjarðarbyggð gegn Viði og sá leikur verður í Garðinum í kvöld kl. 20. Að auki leika í 1. deildinni í kvöld Þróttur R- Stjaman og Fylkir-ÍR. Almenningi gefst kostur á að fylgjast með æfmgu hjá landsliðinu í knattspymu i dag kl. 17. Sú æfing verður á svæði Þróttara i Laugardalnum. Egyptaland sigraði Brasilíu, 28-19, i opn- unarleik heimsmeistaramótsins í hand- knattleik sem fram fór í Kaíró i Egyptalandi í gærkvöld. Uppselt var á leikinn en hvorki fleiri né færri en 23 þúsund áhorfendur vom í höllinni risastóm. Mabrouk skoraði mest fyrir Egypta, 5 mörk, en þeir höfðu mikla yfirburði og leiddu 16-8 í hálfleik. í dag fara fram 11 leikir í keppninni i Egyptalandi og i flestöllum tilvikum mætir sterk þjóð veikri. Helst að Suður- Kórea geti staðið í Svíþjóð, Noregur i Rússlandi og Kúba í Þýskalandi. Kilmarnock frá Skotlandi fékk í gær sæti það í UEFA-bikamum i knattspyrnu sem úthlutað er sérstaklega fyrir háttvísi og prúðmennsku. Skotar voru með besta út- komu ailra Evrópuþjóða á sérstökum hátt- vísiskala UEFA og Kilmamock var efst í „háttvisideildinni" þar í landi. í næstu viku verður dregið um tvö háttvísisæti til viðbót- ar frá átta þjóðum en ísland náði ekki inn í þann hóp. Þar er hins vegar Leicester, liö Arnars Gunnlaugssonar, fulltrúi Eng- lands. Flest bendir til þess að Egil „Drillo“ 01- sen, fyrrum þjálfari norska landsliðsins i knattspymu, taki við enska A-deildar liðinu Wimbledon i júli. Drillo stýrir nú liði Váler- enga í Noregi en lið hans eru fræg fyrir að leika afspyrnuleiðinlega en árangursrika knattspymu. Joe Kinnear þarf að hætta hjá Wimbledon af heilsufarsástæðum en hann hefur stýrt liðinu frá 1992. Á heimasiöu knattspyrnudeildar Fram er látið að því liggja að félagið hafi hug á að leigja Þorbjörn Atla Sveinsson frá Brönd- by en hann hefur leikið þar með varaliðinu frá síðasta sumri. Þorbjöm Atli er kominn heim til aö spila með 21-árs landsliöinu gegn Armeníu á laugardag. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.