Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 2
16 33 MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999 MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999 Sport Sport tæpur? Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, meiddist í leik ÍBV gegn Breiðabliki í gærkvöld. Fremsti köggull löngu- tangar fór úr liði og ótt- ast var á tímabili að hann væri fmgurbrotinn. Svo virðist ekki vera og útlitið er þokkalegt með að Birkir geti spilað gegn Armeníu á Laugardals- vellinum á laugardaginn. -VS ur úrvalsdeildarinn- ar lék i gær sinn sjö- unda útileik í röð án þess að skora. Það eru a'lls 629 mínútur siðan Stein- grímur skoraði á útivelli en hann hefur gert 18 mörk í síðustu 11 heimaleikjum, þar af sex mörk i tveimur leikjum í ár. -VS/ÓÓJ Múrbrot iMj ÚRVALSDEILD ____________ Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, fór meiddur af velli gegn ÍBV í byrjun síðari hálfleiks. Sigurður tognaði aftan í læri og að næsta leik sem er gegn KR 12. júní. Hjalti Kristjánsson fór einnig af velli hjá Blikum, meiddur á ökkla. Bjarki Pét- ursson lék i PíPrkvnld það með þvi að skora sigimmark Breiðabliks gegn ÍBV. Bjarki hef- ur leikið með ÍA, KR og Fylki í deildinni, auk Breiðabliks. Jón Þór Andrésson lék með Val í gærkvöld og það var hans fyrsti deildaleikur í 4 ár, síðan 1995, þegar hann varð markahæstur hjá Leiftri. Það ár var Jón Þór einmitt að byrja eftir 6 ára hlé. Þetta er i fyrsta sinn í sögu 10 liða efstu deúdar sem KR-ingar ná því að vinna fyrstu þrjá leiki sína á sumrinu. Þegar KR varð íslandsmeistari síðast, 1968, var liðið enn án sig- urs eftir fyrstu þrjá leikina en hafði gert tvö jafntefli. KR vann það sumar síðan 6 af síðustu sjö leikjum sínum. KR klikkaði á öðru víti sínu í röð í deildinni er Albert Sœvarsson varði frá Andra Sigþórssyni, sitt fimmta varða víti i efstu deild. Átta af 16 sióustu vítaspymum vesturbæinga í deildinni hafa því misfarist. Eyjamenn hafa aðeins unnið tvo af síðustu 9 útileikjum á sama tima og þeir hafa unniö 15 heimaleiki í röð. Tapleikurinn gegn Blikum í gær var sá 6 af þessum 9 sem liðið nær ekki að skora í en liðið hefur aðeins gert 5 mörk í þessum 9 leikjum. Eyjamaðurinn Steingrimur Jó- hannesson, markahæsti leikmað- í fyrsta sinn í þjálfaratíð Páls Guð- laugssonar hjá Leiftri á Ólafsfirði, náði liðið að vinna tvo leiki í röð í deildinni er Keflvíkingar voru lagðir að velli, 1-0, á Ólafsfirði í gær. Þetta var 21. leikur liðsins undir stjórn Páls en liðiö hafði reyndar tvisvar spilaö þrjá leiki i röð án þess að tapa. Nú vona Ólafsfirðing- ar ömgglega aö múrinn sér brotinn og sveiflu- kennt gengi liðsins heyri loks sögunni til. Þess má geta að Leift- m- hefur unnið 5 af síðustu 6 heima- leikjum og andstæðingar liðsins hafa í síðustu 18 leikjum aðeins einu sinni náð þvi að fara heim með stigin þrjú til baka i gegnum göngin. -ÓÓJ Grindavík 1(0) - KR 3 (2) Grindavik: Albert Sævarsson @ - Sveinn Ari Guðjónsson, Guðjón Ásmundsson, Stevo Vorkapic @, Alistair McMillan (Jóhann Helgi Aðalgeirsson 71.) - Ólafur Ingólfsson (Ray Jónsson 76.), Sinisa Kekic, Scott Ramsey (Árni Stefán Bjömsson 81.), Óli Stefán Flóventsson @ -Duro Mijuskovic, Grétar Ólafur Hjartarson. Gul spjöld: Óli Stefán, Guðjón, Sveinn. Kristján Finnbogason - Indriði Sigurðsson, Þor- ________ móður Egilsson @, David Winnie (Bjarni Þor- steinsson 85.), Sigurður Öm Jónsson @ - Sigursteinn Gíslason (Einar Þór Daníelsson 34.), Sigþór Júlíusson Þórhallur Hinriks- son, Guðmundur Benediktsson @ - Bjarki Gunnlaugsson @, Andri Sigþórsson. Gul spjöld: Þórhallur, Guðmundur. Grindavik -KR Markskot: 6 Horn: 4 Áhorfendur: 600. Grindavík - KR Völlur: Mjög góður Dómari: Jóhannes Valgeirs- son, ekki sannfærandi. Maður leiksins: Sigþór Júlíusson, KR Sívinnandi a miðjunni allan leikinn og lagði upp eitt mark. m ;C / :>■/. .■ ■.-••• ,' 'V' t- ■■ ■ ..... Dæmigert fyrir leikinn á Kópavogsvelli í gærkvöld, tveir Blikar tilbúnir til að stöðva einn Eyjamann. Hákon Sverrisson og Guðmundur Karl Guðmundsson sameinast hér í baráttunni við Eyjamanninn Rút Snorrason. Á minni myndinni fagnar Che Bunce, hinn öflugi nýsjálenski vamarmaður Breiðabliks, í leikslok. DV-myndir Hilmar Þór # X LANDSSIMA n r i - sem fóru létt með bitlausa íslandsmeistara frá Eyjum en unnu bara 1-0 DEILDIN ■'r KR 3 3 0 0 9-2 ÍBV 4 2 1 1 7-2 Breiðablik 4 2 1 1 4-2 Fram 4 1 3 0 4-2 Leiftur 3 2 0 1 4-5 Víkingur, R. 4 1 2 1 4-6 Grindavik 4 1 1 2 4-6 Keflavík 4 1 0 3 3-5 ÍA 4 0 2 2 1-4 Valur 4 0 2 2 2-8 - sigrar KR-inga í þremur leikjun Grindvíkingar voru full gestrisnir við KR-inga í gær sem unnu þá 3-1 í Grindavík. Þeir leyfðu gestunum að leika lausum hala og voru sem dæmi þetta 2 til 3 skref- um á eftir þeim allan fyrri hálfleikinn í leiknum. „Við vorum ekki tilbúnir í leikinn og ég held að þetta sé lélegasti hálfleikur sem ég hef séð þá spila,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga. Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins en því 0.0 Sjálfsmark (20.) Alistair v ” McMUlan skallaði boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Bjarka Gunnlaugssonar frá hægri. O-Cá Gu(,mundur Benediktsson ~ w (31.) með þrumuskoti fyrir utan teig eftir að Sigþór Júliusson hafði rennt til hans boltanum 0.0 Duro Mijuskovic (61.) " ^ þrumaði boltanum í netið eftir að KR-ingum mistókst að hreinsa frá aukaspymu Scotts Ramseys. 0.0 Andri Sigþórsson (63.) \ék á ” Albert í markinu eftir að Guðmundur Benediktsson stakk boltanum inn fyrir á hann. miður í eigið mark, hjálp sem gestimir þurftu varla á að halda. Grindvíkingum voru mjög mislagðir fætur á miðjunni og misstu boltann oft frá sér þar sem gaf KR færi á hröð- um sóknum með fjölmennt sóknarlið. Rothöggið í leiknum kom þegar Andri gerði út um leik- inn rétt fyrir miðjan hálfleik- inn en þá höfðu Grindvíking- ar vaknað af blundinum, búnir að skora eitt mark og allt virtist geta gerst. Albert varði víti Eftir þetta náðu Grindvík- ingar sér ekki á strik á ný og það var nánast skylduverk fyrir KR að ljúka leiknum. Albert í marki Grindvík- inga sá til þess að KR náði ekki að setja 4. markið er hann varði víti frá Andra. „Það var gott að sigra hér í kvöld, Grindvíkingamir eru með gott lið og við vissum að þetta yröi erfið- ur leikur. Það létti á okkur þegar okkur tókst að skora í fyrri hálfleik. Aðalmálið fyrir okkur núna er að vinna í okkar leikjum og hugsa ekki um hvað önnur lið eru að gera og við get- um ekki verið annað en ánægðir með sigurinn hér í kvöld,“ sagði Þormóður Eg- ilsson, fyrirliði KR, í leiks- lok. -FÓ Sá fertugasti fór ekki vel Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, stýröi Eyja- liðinu i 40. sinn í deildinni í gær gegn Blikum en ekki kom 27. sigurinn í hús í þetta skiptiö heldur 7. tapið. Bjarni og Eyjamenn halda enn í þá staöreynd að geta ekki unn- ið lendi þeir 0-1 undir. Liðið hefur ekki unnið neinn af þeim 9 leikj- um undir stjóm Bjama sem liðið hefur lent 0-1 undir og tapað sjö af þeim. Þrisvar hefur liðið síðan gert markalaust jafntefli. Komist Eyjamenn aftur á móti 1-0 yfir, sem hefur gerst 28 sinn- um hjá Bjarna, vinna þeir nánast alltaf. IBV hefur unnið 26 af 28 leikjum sem þeir hafa komist yfir og aldrei tapað. -ÓÓJ Breióablik 1 (1) - ÍBV 0 Glotuð stig - Valsmanna, aö mati Kristins Björnssonar þjálfara Valsmenn og Víkingar sætt- ust á skiptan hlut í slökum leik að Hlíðarenda í gærkvöldi. Leikurinn bendir til þess að bæði liðin muni berjast í neðri hluta deildarinnar þetta árið. Fátt markvert gerðist þar til á 25. mínútu þegar Víkingar töpuðu boltanum rétt utan vítateigs og fengu í kjölfarið á sig víti sem Sigurbjöm nýtti. Víkingar vöknuðu þá af vær- um blundi og pressuðu stíft en fljótlega jafnaðist leikurinn. Víkingar sóttu í sig veðrið í upphafí seinni hálfleiks og fengu tvö færi áður en þeim tókst svo að jafna eftir slæm varnarmistök Valsmanna. Kristinn Björnsson var mjög ósáttur við sína menn eft- ir leikinn, einkum markið sem þeir fengu á sig. „Við áttum von á hörðum og jöfnum leik og það gekk eftir. Við gefum hins vegar frá okkur sigurinn á silfurfati í stöðunni 1-0 þegar 0.0 Sigurbjörn Hreiðarsson v v (25.) skoraði örugglega úr vítaspymu eftir að Þorri Ólafsson felldi Hörð Má Magnússon. Arnar Hrafn Jóhannsson “V (56) slapp i gegn eftir langt útspark Gunnars markvarðar og misskilning milli vamarmanna Vals. hrapalegur misskilningur verður í vöminni. Við höfum ekki efni á því að gera svona mistök og ég lít á þetta sem tvö glötuð stig.“ Það var slakur varnarleikur sem varð liðinu að falli. Ai-nór Guðjohnsen var bestur í Valsliðinu og ef fleiri hefðu fylgt eftir þeim góðu hlutum sem hann var að gera hefði niðurstaða leiksins orðið önn- ur. Sigurbjörn og Guðmundur Brynjólfsson áttu ágætan leik. „Við gáfum þeim ódýrt mark áður en við náðum að skora. Ég er ánægður með stig- ið og tel að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Nú kemur kærkomið hlé fyrir hina ungu leikmenn mína og þá fá þeir tækifæri til að undirbúa sig betur,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. Hjá hans mönnum var Am- ar Hrafn ógnandi í framlín- unni, einkum í síðari hálfleik, og Haukur og Arnar Hallsson áttu ágæta spretti. -HI Leiftur 1 (lj - Keflavík 0 Jens Martin Knudsen @ - Max Peltonen @, Steinn V. Gunnarsson @. Hlvnur Bireisson @. Páll V. Gíslason @ - Gordon Forrest (Þorvaldur S. Guðbjömsson, 73.), Páll Guðmundsson (Örlygur Helgason, 85. mín), Ingi H. Heimisson, Sergio De Macedo @ - Une Arge, Alexandre Santos @ (Heiðar Gunnólfsson, 89.). Gul spjöld: Peltonen, Forrest, Örlygur. Bjarki Guðmundsson ffi - Hjörtur Fjeldsted (Jóhann Benediktsson, 79. mín), Kristinn Guo- brandsson Gunnar Oddsson Karl Finnbogason - Snorri Már Jónsson, Marko Tanasic (Róbert Sigurðsson, 65. min), Zoran Daníel Ljubicic g), Þórarinn Kristjánsson (Vilberg Jónasson, 69. @), Eysteinn Hauksson - Kristján Brooks. Keflavík: Leiftur-Keflavík Markskot: 12 Hom: 5 Áhorfendur: 350 Leiftur-Keflavík Völlur: Fer skánandi. Dómari: Pjetur Sigurösson, stóð sig ágætlega. Maður leiksins: Alexandre Santos, Leiftri Siógnandi, vinnusamur og markið hans var 3 stiga viröi. Ef Eyjamenn halda áfram að spila útileik- ina á sama hátt og gegn nýliðum Breiðabliks í Kópavogi í gærkvöld fer lítið fyrir meistara- fögnuði í þeirra herbúðum þetta árið. En ef Blikar halda áfram að spila af sama krafti og getu og þeir hafa sýnt í upphafi móts, og í 1-0 sigurleiknum í gærkvöld, verða þeir með spútniklið deildarinnar í ár. Lið sem hefur, eins og það er að spila um þessar mundir, burði til að berjast í efri hluta deildarinnar. „Jú, við gætum alveg verið eitt af spútnik- liðunum i ár. Við erum komnir með góðan kjama sem hefur spilað lengi saman og emm í góðum málum ef við náum að halda hópn- um heilum og spila áfram af þessum krafti. Við höfum oft spilað vel gegn ÍBV undanfar- in ár án þess að fá nokkuð út úr því en í kvöld vorum við staðráðnir i að fá öll stigin,“ sagði Kjartan Einarsson, besti leikmaöur Breiðabliks og vallarins, við DV. Eyjamenn heppnir að tapa ekki stærra Leikurinn var eign Blika nánast frá fyrstu mínútu og stórsókn þeirra skilaði loks marki Bjarka eftir hálftíma. Meistararnir voru heppnir að aðeins þetta mark skyldi skilja liðin að i leikslok. Ásgeir Baldurs skallaði í stöng ÍBV- marksins fyrir hlé og Marel Baldvinsson skaut í þverslá úr dauðafæri í seinni hálfleik. Það var aðeins síðustu 20 mínútumar sem Eyjamenn vöknuðu en þeir vora algerlega bitlausir og sköpuðu sér ekki eitt einasta dauðafæri. Varfærnisleg spilamennska 0-0 Bjarki Pétursson (29.) fékk v glæsilega sendingu frá Kjart- ani Einarssyni inn í vítateiginn vinstra megin og skaut viðstöðulaust í vamarmann og inn. þeirra kom á óvart, Steingrímur komst ekk- ert áleiðis einn í framlínunni og á lokakaflan- um var ekki einu sinni bætt við manni honum til hjálpar í þeirri baráttu. Frekar var skipt um bakvörð! Jafnvel lélegra en gegn Val „Ég hélt að við værum búnir að spila léleg- asta leikinn, gegn Val, en þessi var jafnvel enn lélegri hjá okkur. Við vorum einfaldlega ekki tilbúnir og ég vil hrósa Blikunum sem áttu sigurinn fyllilega skilið og höfðu gaman af því sem þeir voru að gera,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, við DV. „Við ætluðum að spila aftarlega, fá Blikana framar á völlinn og sækja síöun hratt á þá. Það gekk hins vegar ekki eftir sóknarlega séð, það var enginn broddur í þessu hjá okkur og það vantaði meiri vilja til að koma sér í færi. Ef við ætlum að taka þátt í toppbaráttunni þurfum við að fara að gera annaö og meira á útivöllum en hingað til. Það er ekki nóg að treysta bara á heimaleikina, til þess eru önn- ur topplið orðin of sterk," sagði Hlynur. Ljóst er að Sigurður Grétarsson er að gera stórgóða hluti með Breiðabliksliðið. Það er samstillt og vel skipulagt, þorir að spila og sækja og Sigurður stjómar því sjálfur eins og herforingi úr öftustu vöm. Hann missti reyndar af mestöllum seinni hálfleiknum vegna meiðsla en félagar hans héldu skipu- laginu án vandræða. Haldi Blikar þessum dampi verða þeir með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar í sumar. VS Markahæstir: Steingrhnur Jóhannesson, ÍBV ... 6 Alexandre Santos, Leiftri .......3 Andri Sigþórsson, KR.............3 Ágúst Gylfason, Fram.............2 Grétar Hjartarson, Grindavík .... 2 Marel Baldvinsson, Breiðabliki ... 2 Sigþór Júlíusson, KR ............2 Sumarliöi Árnason, Víkingi ......2 Nœsta ttmferó er 12. júní og þá mætast ÍA-Leiftur, ÍBV- Fram, Keflavík-Valur, KR- Breiðablik. Umferöinni lýkur 13. júní með leik Víkings og Grinda- víkur. Leiftur og KR eiga leik inni sem fram fer 27. júní. Breiðablik: Atli Knútsson - Ásgeir Baidurs @, Che Bunce @, Sigurður Grétarsson @ (Guðmundur Karl Guð- mundsson 52.), Hjalti Kristjánsson (Guðmundur Örn Guðmundsson 44.) - Hreiðar Bjarnason @, Hákon Sverrisson @, Kjartan Einarsson @@, Salih Heimir Porca @ - Bjarki Pétursson (ívar Sigurjónsson 68.), Marel Baldvinsson @. Gul spjöld: Hreiðar B., Atli K. Birkir Kristinsson @ (Kristinn Geir Guðmundsson 77.) - Ivar Bjarklind, Hlynur Stefánsson, Zoran Milj- kovic, Kjartan Antonsson (Hjaiti Jóhannesson 75.) - Ingi Sigurðsson, Guðni Rúnar Helgason @, Rútur Snorrason (Jóhann G. Möller 75.), ívar Ingimarsson, Baldur Bragason - Steingrímur Jóhannesson. Gul spjöld: ívar I. Brciðablik- iBV Markskot: 16 Horn: 7 Áhorfendur: 1.062. Breiðablik - ÍBV Völlur: Agætur en háU. Dómari: Rúnar Steingríms- son, ekki sannfærandi. Maður leiksins: Kjartan Einarsson, Breiðabliki. Sýndi snilldartakta á miðjunni, miðpunktur í sóknarleiknum. Valur 1 (1) - Víkingur 1 (0) Hjörvar Hafliðason - Guðmundur Brynjólfsson @ Einar Páll Tómasson, Sindri Bjamason, Sigurður Sæberg Þorsteinsson - Hörður Már Magnússon (Ólafur Ingason 67.), Kristinn Lárusson, Daði Ámason (Grímur Garðarsson 67.), Sigurbjöm Hreiðarsson @ - Amór Guðjohnsen @, Jón Þ. Stefánsson (Jón Þór Andrésson 67.). Gunnar S. Magnússon -Þrándur Sigurðsson, Þorri Ólafsson, Gordon Hunter - Amar Hallsson @, Bjarni Hall, Colin McKee (Valur Úlfarsson 67.), Haukur Úlfarsson @, Hólmsteinn Jónasson (Sváfnir Gíslason 67.) - Arnar Hrafn Jóhannesson @, Jón Grétar Ólafsson (Sumarliði Ámason 46.). Gul spjöld: Þrándur, Haukur. Víkingur: Valur-Víkingur Markskot: 10 Horn: 5 Áhorfendur: 421. Valur-Víkingur Völlur: Blautur og gloppóttur. Dómari: Egill Markússon, sem var góður. Maður leiksins: Arnór Guðjohnsen, Val. Gerði marga góða hluti en fékk ekki félagan með sér. Eitt mark nóg - þegar Leiftur vann Keflavík, 1-0, í gær Alexandre Santos heldur áfram uppteknum hætti og skorar fyrir Leiftur og safnar stigum fyrir liðið sitt. Það var mark hans sem tryggði Leiftri 1-0 sigur og þrjú dýrmæt stig í miklum baráttuleik gegn Keflavík í gærkvöld. Sigurinn var langt frá því að vera sannfærandi. Keflvíking- ar voru meira með boltann og pressuðu nánast allan síðari hálfleikinn en það má segja að þeir hafi gert allt nema skora. Leikurinn byrjaði frísklega og átti varnarmaöurinn Max Peltonen hjá Leiftri skalla rétt yfir strax á fyrstu mínútum. Þá átti Kristján Brooks hárfín- an skalla rétt fram hjá stuttu síðar. Une Arge átti algjört dauðafæri á 17. mín. eftir frá- bæran undirbúning Santos á kantinum en Arge tókst ekki að skora þó hann væri einn á móti Bjarka í markinu. Bjarki varði vel í þaö skiptið. Keflavík hertók miðjuna og fékk að byggja upp sóknir hvað eftir annað en framlínan lenti alltaf á hörðum varnar- múr Leifturs. Á sama tíma 0-0 Alexandre Santos (42.) " gerði skallamark úr teignum eftir skallasendingu Une Arge og fyrir- gjöf Páls Guðmundssonar frá hægri. náðu Leiftursmenn ekki góðu samspili. Þeir beittu hættulegum skyndisóknum, með Santos í fararbroddi. Keflvíkingar komu alveg dýróðir úr búningsklefa sín- um, blésu til sóknar sem stóð nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Þegar sóknar- þungi Keflvíkinga var hvað mestur vom allir leikmennim- ir í og við vítateig Leifturs, Bjarki markvörður líka. En allt kom fyrir ekki. Vöm Leifturs var þétt þó að gengi á ýmsu og Jens Martin var ör- uggur í teignum sínum. Leift- ur hélt uppeknum hætti og náði nokkmm skyndisóknum og fékk Une Arge tvö dauða- færi. En það var eins og ein- hver sagði: Hann vill ekki skora, drengurinn. Leiftursmenn mega hrósa happi yfir því að fá 3 stig úr þessum leik og Keflvíkingar eru að sama skapi óhressir með að uppskera ekkert annað en svita og tár. Barátta þeirra var til fyrirmyndar. Varamenn Keflavíkur komu með enn meiri baráttu í leikinn en þvi miður fyrir þá tókst þeim ekki að skora mark. Leiftursmenn gengu hins vegar glaðir af velli með stigin þrjú. Stundum er nóg að skora eitt mark. -HJ Birkir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.