Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 2
18 [17*1 ( Hús og garðar Smágarður fyrir utan gluggann Blómaker á gluggum og svala- handriðum eru æ algengari sjón hér á landi. Þetta er ódýr og skemmtileg leið til þess að rækta sinn eigin smágarð, auk þess sem fallegar blómstrandi plöntur lífga upp á umhverfið. Að ýmsu þarf að hyggja ætli menn að fá sér blómaker á glugga eða svalir. Fýrst af öllu þarf að velja rétt ker, það má ekki vera of þungt og festingar þurfa að vera tryggar. Einnig er mikilvægt að kerið sé þannig fest að það liggi ekki utan í húsinu þvi það getur orsakað rakaskemmdir. Stærðin skiptir líka máli í þessu eins og öllu öðru. Varast ber að hafa ker- in of lítil í hlutfalli við gluggann. Viðmiðunarreglan er sú að kerið skal ná út fyrir breidd gluggans og vera 25% af hæð hærri glugga og 20% af hæð lægri glugga. Mjög oft sjást ker sem eru of lítil fyrir glugga en sé fólk í vafa þá eru lík- ur á að stækka þurfi kerin. Stærðin skiptir líka máli i þessu eins og öllu öðru. Varast ber að hafa kerin of lítil í hlutfalli við gluggann. Viðmiðunarregl- an er sú að kerið skal ná út fyrir breidd gluggans og vera 25% af hæð hærri glugga og 20% af hæð lægri glugga. Gott frárennsli nauðsynlegt Þar sem við lifúm í votviðra- sömu landi og getum þ.a.l. ekki haft stjóm á því hve mikið vatn fer i kerin er mikilvægt að blóma- kerið sé með frárennslisgötum á botninum. Of mikið vatn skemm- ir ekki einungis plöntumar held- ur þyngir það kerið þannig að hætta getur verið á að festingar losni. Gott er að leggja vímet yfir Falleg blóm i öllum regnbogans litum eru mikið augnayndi. Þegar blóm eru valin i ker skiptir miklu máli að planta þétt og hafa slútandi blóm fremst þannig að þau hangi út yfir brún kersins. Garðastál • Bárustál • Garðapanill Barustal, sigilt form á þök og veggi, hefur sannað yfirburði sína við íslenskar aðstæður. Garðastál, 4 gerðir á þök og veggi. Garðapanil, glæsileg vegg- og loftaklæðning. Allar gerðir til í lituðu og A-L-C Alúsink. Til notkunar jafnt úti sem inni. Möguleikar eru á ýmsum frágangsaðferðum, með tilliti til útlits og hagkvæmni. ÓKEYPIS KOSTNAðARAÆTLANIR GARÐASTÁL Stórási 4 — 210 Garðabae — Sími 565 2000 — Fax 565 2570 MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI1999 götin á botni kersins þar sem það heldur jarðveginum í kerinu og hleypir niður vatninu. Stærstu aftast og minnstu fremst Þegar kemur að þvi að velja blóm í gluggaker gildir það sama og um skólamyndimar í gamla daga: þeir stærstu aftast og þeir minnstu fremst og standa þétt saman. Fallegast er að planta slút- andi plöntum í fremstu röðina þannig að þær hangi út yfir brún kersins. Veljið saman marga liti og tegundir og plantið þétt því þannig getið þið verið viss um að fá fallegan smágarð fyrir utan gluggann eða á svalimar. -ÓSB Það þarf ekki að vera tímafrekt að hafa fallegan, vel hirtan garð. Ibúar þessa húss hafa kosið þá leið að nota fjörusand i stað grass og búið til beð með fjölærum plöntum sem lifga upp á umhverfið án þess að þurfa mikla umhirðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.