Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 7
IDV MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Hús og garðar 23 Grisjun trjda: Tvö tré þar sem eitt skal standa l'Í V. Helsta ástæða þess að fólk vill fella stór tré er sú að þau skyggja á sólina. Halldór Guðfmnsson garðyrkju- maður segir helstu ástæðu þess að fólk vill fella stór tré í görðum sínum þá að þau hindri að sólin nái að skína í garðinn. „Önnur algeng ástæða er að fólk hefur plantað allt of þétt meðan plönt- urnar voru litlar og þarf þá að grisja. Algengt er að fólk planti tveimur trjám þar sem eitt skal standa. Það þarf að vera einn og hálfur metri á milli stærri lauftrjáa ef ætlunin er að setja þau niður í röð og gera úr þeim skjó'l. Greni, hlynur og önnur stærri tré geta þurft fimm metra bil frá stofni svo krónan hafi pláss til að vaxa og verða falleg. Annars fer þetta alltaf eftir því hver tilgangurinn er með gróðursetningunni. Það er í lagi að planta þessum trjám þéttar, t.d. í skjólbelti eða í þyrpingu svo þau verði eins og lítill skógur. Leyfi þarf til aö fella stór tré Vilji fólk fella tré sem eru eldri en fjörutíu ára eða hærri en 4-6 metrar þarf leyfi byggingafulltrúa og er tölu- vert um slíkar beiðnir. Byggingafull- trúi Reykjavíkur afgreiðir u.þ.b. tutt- ugu slíkar beiðnir á mánuði. Margir láta þó hjá líða að sækja um slíkt leyfi þar sem það þykir tímafrekt. Ekkert er aðhafst í slikum málum nema kæra komi til, sem er afar fátítt. ar sem yfirgnæfandi fjöldi þessara tegunda er aðfluttur er mikilvægt að klippa þær reglulega. Ef þær fá að vaxa óhindrað leggjast þær undan veðri og vindi. Mynda skjól en þola illa vind Við gróðursetningu hér á landi er mönnum efst í huga að skapa skjól. Úrval trjáa hér á landi er orðið geysi- lega mikið. Áður fyrr var birkið alls- ráðandi en í dag er hvers konar víð- ir vinsælastur vegna þess hve hann er fljótsprottinn. Þar sem yfírgnæf- andi fjöldi þessara tegunda er aðflutt- ur er mikilvægt að klippa þær reglu- lega. Ef þær fá að vaxa óhindrað leggjast þær undan veðri og vindi. Flestar víðitegundir þola ekki meira en þriggja metra hæð. Eins þarf að passa að skjólbelti úr þess- um tegundum séu ekki breiðari en einn metri. Ef greinamar út frá stofninum eru ekki burðarmiklar fara þær að lafa. Víðirinn greinir sig ekki breitt en það gerir birkið þar sem það er seinvaxið og þ.a.l. sterkara. Vantar meiri fjölbreytni í formin íslendingar eru í eðli sínu íhaldssamir þegar kemur að trjá- klippingum. Það er lítil breidd í formum, mest er um beinar línur og eitthvað um kúlur. Fjölbreytn- in mætti vera meiri því viðinn, og jafnvel birkið, má forma að vild, s.s. bylgjótt, strýtu- og píramídalagað, eins og víða sést erlendis." -ÓSB Halldór Guðfinnsson garðyrkjumaður. Athugið hvort ábyrg viðhalds- og varahlutaþjónusta er fyrirliggjandi er sláttuvélakaup tara fram. Hekkklippur Með snúningshandfangi 65 og 75 sm sverð. 5.3 og 5.5 kg. Verð kr. 59.665 ENN SÚ ÚDÝRASTA Á MARKADNUM MTD sláttuvél 3.5 hp bensínmótor. Sláttubreidd 51 sm. Stál sláttudekk. yerc kr.13.654,- I I Flymo Turbo Compact E330 Létt loftpúðavél með grassafnara. 1400W rafmótor. Verð kr. 26.995 1 Flymo GT500 Létt loftpúðavél notuð af atvinnumönnum. Fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. Sláttubreidd 50.5 sm. Verð kr. 69.745 Flymo E330 Turbo light Létt loftpúðavél fyrir liflar lóðir. 1150W rafmótor. Verö kr. 17.727 MTD GES53 5 hp B&S bensínmótor. Kraftmikil með drifi. Sláttubreidd 53 sm'. Verð kr. 67.176,-> upphöf ÚTSÖLUSTAÐIR REYKJAVÍK: HÚSASMIÐJAN. AKUREYRI: RADÍÓNAUST. NESKAUPSTAÐUR: VÍK. AKRANES: AXEL SVEINBJÖRNSSON. SAUÐÁRKRÓKUR: HEGRI. VESTMANNAEYJAR: BRIMNES. Faxafeni 14. Sími 568 5580. Opið mán. - fös. 9 -18. Lau. 10 -14 Sláttuvélar - Hekkklippur - Garðtaetarar - Sláttuorf - Keðjusagir ©Husqvarna slAttuvélamarkaburinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.