Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 2
Fréttir
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999
Stuttar fréttir r>v
Starfsfólk Rauðsíöu á Þingeyri í setuverkfall:
Hriktir í stoöum
Rauða hersins
- laun ekki greidd út meðan beðið er eftir láni
DV, Þingeyri:
Starfsfólk hraðfrystihúss Rauð-
síðu á Þingeyri hóf setuverkfall
klukkan tvö eftir hádegi í gær þar
sem laun höfðu ekki verið greidd á
tilskildum tíma. Voru aðgerðir þess-
ar samþykktar á starfsmannafundi
á mánudagskvöldið þar sem engar
upplýsingar lágu þá fyrir um laun
sem borga átti út sl. fimmtudag.
Einhugur ríkti um þessar aðgerðir
á meðal starfsmannanna 100 en ríf-
lega 60 þeirra eru Pólverjar.
Gunnhildur Elíasdóttir, trúnaðar-
maður starfsfólks, sagði eftir fund
þess sem lauk um kl. hálffjögur í
gær að samkomulag hefði náðst um
að starfsfólkið hyrfi aftur til vinnu
að loknu kafflhléi og ynni til kl. 5
síðdegis eins og venja væri. Var
þetta samþykkt gegn því skilyrði að
Ketill Helgason, einn af aðaleig-
endum fyrirtækisins, mætti til fund-
ar með starfsfólkinu nú í morgun
kl. sjö og gerði grein fyrir stöðu
mála.
Fyrirtæki Ketils Helgasonar hafa
undanfarna mánuði beðið eftir af-
greiðslu Byggðastofnunar á lánsum-
sókn vegna fjárhagslegrar endur-
skipulagningar en fyrirtækið rekur
nú frystihús á Þingeyri, Bíldudal og
í Bolungarvík. Þar sem svar hefur
enn ekki fengist frá stofnuninni er
lausafjárstaðan orðin erfið sem lýs-
ir sér meðal annars í erfiðleikum
með að greiða út laun til starfsfólks
á Þingeyri.
„Þessi óánægja starfsfólks er ekki
alveg nýtilkomin. Það hefur viljað
brenna við að launagreiðslur hafa
ekki verið lagðar inn á reikninga
starfsfólks fyrr en eftir bankalokun
á föstudögum. Það hefur komið sér
Lokanir sjúkrahúsa:
Heilsugæsl-
an hleypur
undir bagga
Heislugæslustöðvar munu
hlaupa undir baga með stóru
sjúkrahúsunum þegar sumarlok-
anir ýmissa deilda koma til fram-
kvæmda.
„Nú er 1 gangi meiri undirbún-
ingur hvað þetta varðar en áður,
því sumarlokanir verða meiri á
sjúkrahúsunum en áður," sagði
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Heilsugæslustöövar Reykjavíkur,
við DV. Hjúkrunarforstjórar
heilsugæslunnar og héraðslækn-
irinn í Reykjavík hafa verið í við-
ræðum við forsvarsmenn sjúkra-
húsanna vegna þessa. „Þetta lýt-
ur bæði að heimahjúkruninni og
bráðamóttöku," sagði Guðmund-
ur.
Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í
Fossvogi verða lokanir svipaðar
og í fyrra. Á Landspítalanum
verða þær heldur meiri en tvö
undanfarin sumur. Það kemur
helst niður á hand- og lyflækn-
ingadeildunum.
Á þessu ári hefur skortur á
starfsfólki verið viðvarandi. Hef-
ur vantað að meðaltali í stöður 70
hjúkrunarfræðinga á hvort
sjúkrahúsið um sig. Þá hefur
ekki tekist að ráða í allar stöður
unglækna, meinatækna eða
röntgentækna. -JSS
Hluti af starfsfólki Rauðsíðu í reykpásu eftir að setuverkfall hófst í gær.
mjög illa fyrir þá sem ekki eru með
bankakort. Það er svolítið erfitt að
láta vísa sér út úr bankanum klukk-
an fjögur á fbstudegi og vera síðan
auralaus yfir helgina," sagði Gunn-
hildur.
„Þá keyrði um þverbak í síðustu
viku er engin laun voru greidd út.
Eftir að við hófum setuverkfall voru
viðbrögð ráöamanna mjög snögg.
Ketill samþykkti þá að halda með
okkur fund og vonandi verður hægt
að hefja vinnu aftur eftir þann
fund."
- Situr enn ótti í Þingeyringum
eftir gjaldþrot Fáfnis fyrir tveim
árum og margra mánaða vinnu-
stöðvun í kjölfarið?
„Já, sjálfsagt situr enn ótti í fólki.
Við erum þó alltaf að herðast og gef-
umst ekkert svo auðveldlega upp.
Við ætlum að vera hér og verðum
Gunnhildur Elíasdóttir trúnaðarmaður í vinnslusal Rauðsíðu.
DV-myndir Hörður
hér og höfum atvinnu hvað sem á
bjátar."
- Nú er enginn kvóti hér lengur,
hvað með rétt íbúanna til að veiða
fisk?
„Það er höfuðmálið. Við verðum
einhvern veginn að segja okkur úr
lögum við íslenska rikið og fá að
stofna hér smáríki og sjá um okkur
sjálf. Það má segja að það þurfi að
girða fyrir fiskinn svo hann syndi
ekki á land. það liggur við að hann
syndi upp í pottana hjá okkur. Þó
við megum að vísu borða hann þá
megum við samt ekki hafa atvinnu
af fiskinum sem syndir hér við fæt-
urna á okkur. Það er grátlegt að
svona byggðarlag skuli nánast eng-
an kvóta hafa. Við biðjum alls ekki
um neina ölmusu. Við viljum bara
fá að njóta þess sem við höfum
hérna og að það sé ekki tekið frá
okkur eins og gert er í dag."
Fyrirtækið hóf rekstur á Þingeyri
fyrir tveim árum eftir langvarandi
ördeyðu í atvinnulifmu. Hefur það
haldið uppi fullri atvinnu i plássinu
síðan sem byggst hefur nær ein-
göngu á vinnslu á Rússafiski.
Fyrirtækið á um 500 tonn af ótoll-
afgreiddum fiski í geymslu á ísa-
firði og von er á flutningaskipi frá
Rússlandi eftir 3 vikur: -HKr.
Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps:
Nýr fréttatími leggst vel í fólk
- ana ekki út í neitt, segir Páll Magnússon
Eins og flestum er
kunnugt hóf breyttur út-
sendingartimi frétta Sjón-
varpsins göngu sína nú á
þriðjudaginn. Fréttirnar,
sem áður voru kl. 20,
færðust fram um klukku-
tíma og sómuleiðis út-
varpsfréttirnar sem áður
voru kl.19. Almennt virð-
ist þessi breyting talin
mjög góð. „Við vorum
undir það búin að það væri miklu
meiri andstaða við breyttan tíma
en virðist vera," segir Bogi Ágústs-
son, fréttastjóri Sjónvarpsins. „Við
höfum fengið örfá símtöl í dag þar
sem fólk er að kvarta en ekkert í
líkingu við það sem við bjuggumst
við. Þessi tími hentar auðvitað
ekki öllum frekar en fréttatími kl.
Bogi Agústsson.
20. Breytingarnar
eru langtímaverk-
efni hjá okkur og
við teljum okkur
vera að bæta þjón-
ustuna. Þeir sem
eru ánægðir með
breytingarnar
hringja auðvitað
ekki inn þannig að
þetta virðist líta
ágætlega út."
Páll Magnússon.
Mótleikur Stöðvar 2
Þessi breytti tími skákar frétta-
tíma Stöðvar 2 kl. 19.30 sem hafði öll
tromp á hendi sér þegar Sjónvarps-
fréttirnar voru kl. 20 og sýndi það
sig best í minnkandi áhorfi Sjón-
varpsfréttanna á meðan Stöð 2 sótti
á. Ætlar Stöð 2 að mæta
þessum breytingum Sjón-
varpsins?
„Við ætlum að bíða róleg-
ir, ekki að ana út í neitt. Við
munum mæla áhorfið ná-
kvæmlega á næstkomandi
vikum og sjá hvað breyting-
arnar hafa að segja með
áhorfið á 19:20 og Sjónvarps-
fréttirnar. Síðan skoðum við
niðurstöðurnar og ákveðum
okkar næsta leik í framhaldi af þvi,
hvort hann verður einhver og
hvernig hann verður. Ég skil mjög
vel þessa breytingu hjá Sjónvarp-
inu, tölur sýndu að þeirra fréttatími
var á undanhaldi og ef þeir hefðu
ekkert aðhafst hefðu þeir lent undir
á endanum," segir Páll Magnússon,
fréttastjóri Stöðvar 2. -hvs
Davíö hjá Bilderberg
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
er nú staddur í
Portúgal á árleg-
um fundi Bilder-
berg-samtak-
anna. Á Bilder-
berg-fundi koma
margir af helstu
auðjöfrum og embættismönnum
heims, þjóðarleiðtogar, jafnt fyrrver-
andi, núverandi sem verðandi, og
fjölmargir áhrifamenn úr viðskipta-
heiminum. Vísir.is sagði frá.
Þensla á fasteignamarkaöi
Þenslan á húsnæðismarkaði er
áhyggjuefni. Fasteignaverð hefur rok-
ið upp og Seðlabankinn segir að ef
húsnæðisverð hækki mikið á skömm-
um tima, geti það reynst upphafið að
krepputima. Dagur sagði frá.
Má ekki hrifsa
Ríkisstjórnm stefnir að því að
lækka fasteignaskatt á landsbyggð-
inni á kjörtímabilinu. Framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitarfé-
laga tekur hugmyndunum með fyrir-
vara og segir ekki hægt að hrifsa
tekjur með einu permastriki. Vísir.is
sagði frá.
Mótmæla hækkunum
Stjóm Eflingar - stéttarfélags mót-
mælir harðlega hækkunum trygg-
ingafélaga á bílatryggingum. Þær
séu tileöiislausar með hliðsjón af
veralegum hagnaði tryggingafélaga
mörg undanfarin ár og digrum og sí-
stækkandi bótasjóðum.
Afleidd stærð
Sólveig Péturs-
dóttir, dómsmála-
ráðherra og fyrr-
verandi formaður
allsherjarnemdar
Alþingis, segir
við Dag hækkun
tryggingafélag-
anna á iðgjöldum
vera ívið meiri en hún hafi búist við
vegna skaðabótalaganna. Iðgjöld séu
yfirleitt afleidd stærð af tjónakostn-
aði en skipti ekki óllu máli þegar
verið er að koma á réttlátu bótakerfi.
VSÍ vill skaöabætur
VSÍ hefur krafist skaðabóta af
verkalýðsfélaginu Baldri vegna sam-
úðarverkfalls vorið 1997. Pétur Sig-
urðsson, formaður félagsins, segir
við Dag að krafan hljóti að tengjast
kjarasamningaviðræðum sem
standa fyrir dyrum.
g Orkan hækkar
Stjórn veitustofnana Reykjavíkur
samþykkti í gær að hækka verð á
hita um 4,6% og raftnagni um 3%.
Hækkunin er sögð tilkomin vegna
nýlegrar hækkunar Landsvirkjunar
og almennra kostnaðarhækkana.
ASÍ ókyrrist
Miðstjórnarfundur ASÍ í gær telur
að verðlagshækkanir undanfarna
daga muni draga úr kaupmætti
launafólks. Þær séu flestar afleiðing-
ar ákvarðana Alþingis og á ábyrgð
ríkisstjórnarinnar. Það sé vond hag-
stjórn að kynda uhdir verðbólgu með
auknum sköttum á bensín.
Þrengt að þingforseta
Verið er að koma 12 ráðherrastól-
um fyrir í sal Alþingis. Þrengt er að
þingritara og þingforseta. Fram-
kvæmdum verður lokið fyrir þing-
setningu á þriðjudag.
Fleiri reknir?
Haraldur Har-
aldsson, stjórnar-
formaður Áburðar-
verkmiðjunnar,
segir verið að end-
urskipuleggja
reksturinn og
mögulegt sé að
fleiri starfsmönnum verði sagt upp en
þeim 4 sem fengu uppsagnarbréf fyrir
mánaðamót. Mönnum verði hjálpað
að finna ný störf, komi til uppsagna.
RÚV sagði frá.
Flokkur stofnaður
Framkvæmdastjórn Alþýðuflokks-
ins - Jafnaðarmannaflokks íslands
hefur samþykkt að veita forystu
flokksins umboð til þess að efna til
viðræðna við stjórnir annarra sam-
starfsflokka innan Samfylkmgarinn-
ar um stofnun og skipulag nýs
stjórnmálaafls. RÚV sagði frá. -SÁ