Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 Fréttir Lífeyrissjóður VestQarða kaupir i Básafelli: Kvótinn tryggir fjárfestinguna - segir Guðrún Guðmannsdóttir framkvæmdastjóri . ,i 'si • !» Orri ÍS-20 er ein tryggingin fyrir fjárfestingu lífeyrissjóðsins. Lífeyrissjóður Vestfjarða keypti á dögunum 12 milljónir kr. að nafnvirði í sjávarútvegsfyrirtækinu Básafelli hf. á ísafirði og ekki er útilokað að keypt verði meira. Sjóðurinn keypti af fyrirtækinu sjálfu þannig að fjár- hagsstaða félagsins batnar nokkuð við þessi kaup. Eins og greint hefur verið frá í DV eru nýleg kaup Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja á hlutabréfum í Vinnslustöðinni hf. umdeild og talið að verið sé að leggja lífeyrisspamað í óþarfa áhættu. Þeg- ar Guðrún Guðmannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vest- Qarða, er spurð hvort ekki sé vafa- samt að leggja lífeyrisspamað heima- manna í Básafell bendir hún á kvóta- stöðu og flotann. „Færi fyrirtækið á hausinn þá er það með mjög vel bú- inn flota og á mjög mikinn kvóta sem sem yrði væntanlega seldur, þannig að við mundum aldrei tapa á því,“ segir Guðrún. Guðrún leggur hins vegar mikla áherslu á að fjárfestingarstefna sjóðs- ins sé íhaldssöm og aðeins 10-15% af sjóðnum era fjárfest í hlutabréfum. Sjóðurinn á mjög lítið í fyrirtækjum fyrir vestan og er Básafell aðeins ann- að fyrirtækið sem sjóðurinn fjárfestir í en hitt var Hraðfrystihúsið í Hnífs- dal. Eignaraðildin er dreifð um allt land og áhættan lítil. Enn fremur stendur sjóðurinn vel og langstærsti hluti hans er bundinn í öraggum skuldabréfum. Guðrún Guðmanns- dóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að þau telji að hér sé um ábata- söm kaup að ræða og ekkert annað en ábatasjónarmið ráði ferðinni. Guðrún segist ekki hafa orðið vör við neina gagnrýni heimamanna á þessa ráð- stöfun lífeyrissjóðsins. Þetta er einfaldlega rangt Fjármálasérfræðingar sem DV ræddi við og gjörþekkja rekstur og stöðu Básafells segja þetta hins vegar vera rangt og benda á sjóðurinn hefði alveg eins getað keypt kvóta af fyrir- tækinu, það sé ekkert betur statt eftir þessi kaup lífeyrissjóðsins. Til þess að fjárhagsstaöa fyrirtækisins batnaði hefði þurft að gefa út nýtt hlutafé en slíkt var ekki gert. Almennt séð er staða fyrirtækisins slæm og þrátt fyrir kvóta og flota fyrirtækisins eru dæmi um mjög rangar ákvarðanir hjá því. Básafell er að skipta á fullu yfir í rækju á meðan flest önnur fyrirtæki leggja ofuráherslu á bolflskvinnslu. Á sama tima er það yfirlýst stefna sjávar- útvegsráðuneytisins að rækta upp þorskstofninn, sem kemur niður á rækjunni. Hér er því klárlega um ranga ákvörðun og stefhu að ræða og er fyrirtækinu og sjóðfélögum Lífeyris- sjóðs Vestfjarða ekki góð. Einnig má benda á að samkvæmt stjórnarskránni er kvótinn eign þjóðarinnar og heimilt er að skattleggja hann og breyta út- hlutun hans. Þannig má segja að vafa- samt sé að treysta á að kvóti tryggi inneignir sjóðfélaga. Viðmælendur DV ítrekuðu að lífeyr- issjóðir ættu einungis að huga að sem hæstri ávöxtun handa sjóðfélögum sín- um en þau sjónarmið virðast ekki vera höfð að leiðarljósi hér. -BMG Afskaplega hættulegt „Þetta er afskaplega hættulegt," seg- ir Pétur Blöndal alþingismaður. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa tekið upp þá stefnu að fjárfesta í afar áhættu- sömum fyrirtækjum sem margir sjóð- félagar þeirra vinna hjá. Þetta er gert undir því yfirskini að hér sé um góða fjárfestingu að ræða en mörg þessara fyrirtækja, eins og BásafeU og Vinnslustöðin, standa höUum fæti. Margir viija meina að fjárfestingar líf- eyrissjóða í slíkum fyrirtækjum undir þessum kringumstæðum geti verið afar hættulegar. „Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta fé sjóðfélaga sinna. Það stríðir gegn því markmiði að ávaxta féð með sem tryggustum hætti að íjárfesta í fyrir- tækjum í því skyni að viðhalda at- vinnu. TU skamms tíma eru það hagsmunir sjóðfélaga að halda vinnu sinni en lif- eyrissjóöur á að horfa tU langs tíma til að vera fær um að borga sjóðfélögum lífeyri. Margir lífeyrissjóðir lenda í þeirri stöðu að þurfa velja um að styrkja fyrir- tæki og viðhalda þannig vinnu þefrra sem borga inn í sjóðinn en þetta er afskap- lega áhættusamt og menn verða gera sér grein fyrir hvaöa hagsmuni er ver- ið að veija. Hins vegar er þetta ekki alveg ein- hlítt. TU dæmis geta lífeyrissjóðir lent í slæmri stöðu ef þeir grípa ekki inn í með því að kaupa í hlutabréf. Ef þeir sjóðféiagar sem borga í sjóðinn missa vinnuna fær lifeyrissjóð- urinn engin iðgjöld. Þá má segja að sjóðfélagar séu verr settir en áður. Það sem getur líka gerst er að ef menn fjár- festa svona nálægt sér er verið að stigmagna áhættu sjóðfélaga því ef aUt fer á versta veg missa sjóðfélagar ekki aðeins vinnuna heldur einnig hluta lífeyrisréttinda sinna. í grund- vallaratriðum eiga lífeyrissjóðir ekki að fjárfesta í eöa lána tU fyrirtækja sem sjóðfélagar vinna hjá. Þeir eiga frekar að dreifa áhætíunni sem víðast og fjárfestingar erlendis eru hluti af þeirri stefnu,“ segir Pétur Blöndal al- þingismaður. -BMG Pétur Blöndal aiþingismaður. Kærleikurinn á biskupsstofu Á næsta ári verður haldið upp á það að kristindómurinn hefur lafað í þúsund ár í landinu sam- kvæmt kenningunni: Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Sér- stök kristnitökuhátíð- amefnd hefur setið að störfum við að skipu- leggja atburði tU að minna íslendinga á að þeir séu enn þá kristnir. í nefndinni eru aUir helstu höfð- ingjar landsins, enda dugar ekki minna þegar jafnáríðandi mál er á dagskrá og það að halda upp á að kristnin í landinu sé enn við lýði. Stórar hátíðir verða að hafa stóra menn og mikla sem hafnir eru yfir almúgann og dægurþras. Nefndin hefur haft sérstakan ritara, Örn Bárð Jónsson, sem skipaður er af biskupsstofu enda þykir viöeigandi að biskupinn yfir íslandi hafi hönd í bagga um það hvernig verður með það far- ið þegar kristindómurinn verður rifjaður upp. Það gæti komið sér illa fyrir kirkjuna ef allt yrði sagt úr þúsund ára sögu kristindómsins. Því hef- ur biskupinn yfir íslandi því hlutverki að gegna að hafa aUa góða og styggja nú engan - allra síst þá höfðingja sem sitja með honum í nefndinni og ráða landinu. Það var auðvitað áfaU fyrir biskup og kristin- dóminn þegar áðurnefhdur ritari kristnitökuhá- tíðarnefndcU’, sem hefur það verkefni að skrifa niður það sem höfðingjarnir í nefndinni segja og leggja tU, tók sér það fyrir hendur að skrifa smá- sögu í lesbók Morgunblaðsins um ímyndaða höfð- ingja sem seldu landið tU útlanda. Það var líka áfaU fyrir biskup þegar fréttist að forsætisráðherra hefði lesið smásöguna og það var ennþá meira áfaU fyrir hann þegar forsætis- ráðherra skrifaði biskupi bréf og lét vanþóknun sína í ljós. Menn héldu í fyrstu að biskupinn hlýddi á erkibiskups boðskap ofan úr ráðuneyti en hefði hann að engu. En svo komu kosningar og forsæt- isráðherra varö aftur forsætisráðherra og það var þá sem biskupinn sá að sér og áttaði sig á því að það er engan veginn i þágu þúsund ára sögu kristindómsins að Öm Bárður sitji áfram sem rit- ari við hlið forsætisráðherra í nefndinni góðu og ákvað því að skipta um ritara. Það var ekki vegna þess að Örn Bárður hafði skrifað smásöguna og ekki vegna þess að forsæt- isráðherra hafði skrifað biskupi og ekki vegna þess að þetta væri mikið starf heldur vegna þess að biskup hafði yfir að ráða miklu betri ritara sem hefur reynslu af ritarastörfum frá útlöndum. Með brottrekstri Arnar Bárðar úr ritarastarf- inu hefur framtíð kristninnar verið tryggð, í sam- ræmi við þann sögulega kristindóm sem hér hef- ur ríkt, að sá einn geti þjónað Kristi og kirkjunni og biskupnum og höfðingjunum sem heldur kjafti, hlýöir og er góður. Dagfari I - Ríkisrisinn Ríkisrisinn Landssími íslands fær nú í haust i fyrsta skipti í heila öld samkeppni frá nýju fyr- irtæki í símtölum almenna síma- kerfisins þegar Íslandssími hefur starfsemi. Áður \ hefur Tal hf. farið \ \ á markað í far- símakerfinu. Hjá Landssímanum eru æðstu menn hjá Guðmundi Björnssyni for- stjóra sagðir skjálfandi vegna innkomu hins nýja fyrirtækis, íslandssima, á markaðinn en voru áður nokkuð rólegir þar sem loðið orðalag í stjómarsáttmála Sjálfstæðis- flokksins og Iframsóknarflokks- ins benti til að ekki yrði ráðist í einkavæðingu ríkisrisans á kjör- tímabilinu. Nú heyrast hærri raddir með hverjum deginum frá Landssímanum um að það eina sem geti bjargað fyrirtækinu frá hraðri grotnun sé einkavæðing, og það sem fyrst. Hafnaði laununum Bæjarstjóri Akureyringa, Kristján Þór Júlíusson, ákvað á dögunum að hafna launa- hækkun sem full- trúar sveita- stjóma fengu í kjölfar úrskurð- ar kjaradóms um launahækk- anir alþingis- manna. Launa- hækkanirnar voru tilkynntar á snyrtilegan hátt stundu eftir að kjörstaðir lokuðu til þess að enginn færi með siæma samvisku af kjörstað. Vek- ur það nokkra athygli að Kristján skuli vera eini maðurinn sem af- þakkar launahækkunina en mönnum er það enn í fersku minni þegar fulltrúi Þjóðvaka, Jóhanna Sigurðardóttir, af- þakkaði launahækkun sem al- þingismenn fengu á sínum tíma. Hún hefur hins vegar ákveðið að þiggja hana núna. Seðlabankastjóri Nú er heilt ár liðið frá því að verkffæðingurinn Steingrímur Hermannsson lét af störfum sem seðlabankastjóri eftir langt og far- sælt starf. Nokk- ur styr stóð um ráðningu Stein- grims en Ágúst Einarsson, fyrrverandi al- þingismaður og þá- verandi formaður bankaráðs Seðla- bankans, sagði m.a. af sér. Nú er allt dottið í dúnalogn enda Ólafur G. Einarsson sestur í stól banka- ráðsformanns. Biða menn nú spenntir eftir lyktum Lindarmáls- ins til að hægt verði að ganga end- anlega frá skipun i stólinn. Flugstjóraslagur í Kópavoginum fer fram sér- stök keppni milli tveggja flug- stjóra sem eru búsettir í bænum. Keppnin felst í því hvorum tekst að gera skemmtilegri breytingar á húsi sínu og lóð. Fyrstu breytingarnar voru gerðar á þaki húsanna. Þau eru látin glansa og varla sést nokkuð lauslegt á lóð- unum. Ástæðan er einföld. Keppnin felst í því hvort húsið er fallegra úr lofti séð. Næstu breyt- ingar á húsunum munu vera fólgnar í því að byggja sólpall sem skemmtilegastan i laginu. Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.