Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 Fréttir Guöni Ágústsson, nýr landbúnaðarráðherra, í DV-yfirheyrslu: Landbúnað í fremstu röð Stór hópur bœnda er fastur i fátœktargildru reglugerdafarg- ans Qg ofstjórnar. Hvaó œtlaróu aö gera í þvi? „Það er enginn vafi í mínum huga að kjör bænda eru mjög mis- jöfn enda lífsstíllinn misjafn. Auð- vitað hefur öll vinna síðustu ára, bæði hjá Bændasamtökunum og fyrirrennara mínum, miðað að því að liðka um, snúa ofan af flóknu kerfi þannig að bændur búi við frelsi og atvinnuvegurinn við sem likastar reglur og gilda með öðrum Evrópuþjóðum. Það verður auðvit- að hluti af mínum verkefnum að fara yfir þá stöðu.“ Ertu fylgjandi frjálsu frarn- sali mjólkurkvóta? „Það er frjálst i dag Það sama má segja um kvóta í landbúnaði og til sjávarins að það hefur vafist fyrir mönnum að breyta um kerfi. Þessi samningur, sem nú gildir, nær til 2005. Ég studdi hann á Al- þingi og styð hann heils hugar.“ Hefuröu athugasemdir við þad hvernig staöiö var aö sölu Mjólkursamlags KÞ til KEA? „Það er auðvitað þeirra mál. Þar lenti kaupfélagið í miklum hremmingum. Það eina sem ég hef við það að athuga er að mér finnst að bændur hafi verið svifaseinir að stokka upp i afurðasölumálum sínum. Ég álít að miðað við nú- tímarekstur þurfi afurðastöðvam- ar að vera óháðar þeirri áhættu sem er í venjulegum daglegum ís- lenskum verslunarrekstri svo og atvinnurekstri af öðrum toga.“ Áttu viö að þaó hafi veriö guðs blessun aö Baugur eignaö- ist ekki mjólkursamlagiö? „Ég sagði það ekki en er ekki sannfærður um að því hefði fylgt guðsblessun. Ég tel bara að afurða- stöðvarnar séu mjög mikilvægar bændum. Ég tel að þær eigi að vera sjálfstæðar. Þær eru mikil- vægar til að þróa vörur. Þær þurfa að vera sterkar og eiga ekki að vera vafðar í eitthvað allt annað. Ég er stuðningsmaður þess að bændur samtímans eigi sínar af- urðastöðvar en að þær séu að þessu leyti frjálsar." Hvaó meö að einkaaöilar reki afuröastöövar, bœöi mjólkur- og kjötvinnslu? „Það er frjálst í dag. Fyrst og fremst má enginn einn aðili ná of- urvaldi á þessu sviði fremur öðr- um. Það verður að rikja sam- keppni bæði í kjötinu og mjólk- inni. Það þurfa að vera til sterkar afurðastöðvar sem þróa vörur, fullvinna þær, tryggja bændum gott afurðaverð og koma síðan ódýrri og góðri vöru til neytenda." Séröufyrir þér afuröastöðv- arnar í eigu einkaaöila? „Það eru einkaaðilar í þessu og ekkert við það að athuga, aðilar sem standa sig vel...“ Er nauösynlegt aö bœndur eigi stöövarnar? „Það þarf ekki að vera nauðsyn- legt. Einkaaðilar reka t.d. slátur- hús. Þau eru rekin af bæði hlutafé- lögum og samvinnufyrirtækjum. Ég hef þá skoðun að þessar stöðv- ar þurfi að vera sterkar og sjá um ákveðin grundvallaratriði, bæði gagnvart neytendum og bændum, hver svo sem rekur þær.“ Vilt þú efla heföbundinn landbúnaö? „Ég vil sjá íslenskan landbúnað í fremstu röð. Það er enginn vafi í mínum huga að íslenskur land- búnaður á mikla möguleika. Land- búnaður er í dag og verður eitt- hvert umsvifamesta fyrirtækið í hverju landi um alla framtíð. Yfir 90% af fæðuþörf einstaklinga koma úr landbúnaðinum. Það er talað um að mann- kyninu fjölgi mjög ört og menn verða að átta sig á því að hver þjóð verður að vera sem mest sjálfri sér næg í þeim efnum, ekki síst til að forðast mikla flutninga sem menga, o.s.frv. Ég vil því sjá hér sterkan landbún- að. Mér er falið það í stjórnarsáttmálanupi að kanna hvort við eigum út- flutningsmöguleika hvað hefðbundnu greinarnar varðar. Við íslendingar erum svo heppnir að eiga góða bændur sem eru mjög fram- sæknir og fljótir að tileinka sér nýjungar. í mjólkurvörunum erum við komnir í fremstu röð í vinnslu þeirra og fáum dettur lengur í hug að taka með sér osta heim þótt þeir skreppi utan. Hvað lambakjötið varðar þá hefur það nýlega verið út- nefnt meyrasta og besta kjöt í veröld- inni og býr yfir sér- stök- um Hefur hún ekki styrkt þá bœndur sem best spjara sig? „Jú, það má segja það. Ég segi gjarnan að ég vil fyrst og fremst sjá hér sterkan landbúnað. Ég verð var við unga og duglega kyn- slóð í sveitunum sem ætlar að bera ís- lensk an eig m- nokkur náttúrleg gæði kalli það til sín. Stjómvöld geta, með því að jafna aðstöðuna í landinu og lífs- kjörin, ráðið því að þessi flaumur stöðvist." Ertu hlynntur kynbótum á ís- lenska kúastofninum meö norsku erföaefni? „Ég er búfjárkynbótamaöur og álít það réttmæta kröfu bænda að vera með góðar skepnur til að framleiða afurðir. Þetta er flókið hitamál. Bændur greinir á um það, þeir hafa fellt tillögu um það í atkvæðagreiðslu. Ég finn það að menn hafa á þessu máli miklar skoðanir, m.a. hér í höfuðborginni. Þetta er hins vegar tilraun, en þó verða menn að gera sér grein fyr- ir því að ef þeir segja a þá standa þeir frammi fyrir því Guðni Ágústsson, iandbúnaðarráðherra. leikum. í því eru verndandi fitu- sýrur, ómega 3, sem vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Miðað við þessa stöðu tel ég að við eigum ýmsa möguleika í hinum hefð- bundnu búgreinum, fyrir utan hitt, sem við megum aldrei gleyma, sem er byggðatengingin á íslandi. Nú leggja margar þjóðir mikla áherslu á hið fjölþætta hlut- verk sem landbúnaðurinn og sveit- irnar gegna meðal þjóðanna." Hvaö þá meö ofbeit ef hefö- bundinn landbúnaöur fœrist í aukana? Er hœgt aö stýra beit? „Við stöndum frammi fyrir því að sauðfé hefur fækkað mjög mik- ið og óvíða er lengur ofbeit. Sem landbúnaðarráðherra tel ég mjög mikilvægt að sátt náist í þessum málum. Við verðum auðvitað að gæta okkar ef sauðfé fjölgar hér aftur. Allir möguleikar okkar sem snúa að vistvænum og lífrænum afurðum snúa að því að landið sé sjálfbært og ekki misnotað.“ Er hluti vanda landbúnaöar- ins sá aö bœndur eru allt of margir miöaö viö hvefram- sœknir, duglegir og vel mennt- aöir þeir eru upp til hópa? „Bændum hefur verið að fækka og búin að stækka. Það er þróun sem verður ekki snúið við.“ landbúnað til sigurs. Ég treysti á hana í störfum. Hún þarf athafna- rými en menn verða auðvitað að huga að því hvemig landbúnað við viljum eiga á íslandi. Það er stór spuming sem varðar stjórnmála- \Vi FRSI .11 1 Stefén Ásgrímsson Jjarni Már Gylfason menn, samtök bænda og þjóðina alla varðar um. Ég sé fyrir mér að landbúnaðurinn verði áfram vel rekin fjölskyldubú. Ég er ekki hlynntur verksmiöjurekstri. Land- ið er lítils virði ef þar býr ekki sæmilega stöndugt fólk og byggð- irnar standa fyrir sínu. Sú byggða- röskun þegar heilu landsvæðin fara í eyði og mennirnir hverfa á braut, eða verða svo fátækir og aumir að þeir ráða ekki við neitt, er stórháskaleg. Þessi ríkisstjórn hefur ákveðið að varpa sérstöku kastljósi á byggðamálin til þess að snúa þeim í rétta átt, ekki kannski til að stöðva þróun heldur til þess aö sú þróun gerist ekki sem leiðir til fátæktar i landinu. Þar verður mér hugsað til fólksstraumsins til höfuðborgarsvæðisins, án þess að að þurfa að segja b, sem er það að þá er verið að ýta íslenska kúa- stofninum í burtu og kalla á enn meiri framleiðslugetu á kú sem þýðir auðvitað fækkun bænda og stækkun búa.“ ...og þá betri afkomu bœnda og lœgra verö til neytenda? „Þetta eru allt hlutir sem ég þarf að fara yfir og fá svör við spurn- ingum eins og því hvort afkoman batnar ef menn þurfa að leggja í mikinn kostnað við að taka á móti nýju kúakyni. Síðan verð ég að hafa samráð við bæði búvísinda- menn og læknavísindamenn því þessu getur fylgt ákveðin áhætta sem ég verð að meta.“ Er framtiö íslensk landbún- aðar aó einhverju leyti fólgin í óheföbundnum búgreinum? „Ég held að í óhefðbundnum landbúnaðargreinum felist miklir möguleikar sem vert er að skoða, t.d , í korninu, sem er, þótt ótrú- legt sé, eitthvert mesta úrvalskorn sem nokkurs staðar er ræktað. Ferðaþjónustan er orðin stór liður í búskap og þróun á landsbyggð- inni og verið er að stofna samtök raforkubænda, þeirra sem eiga þess kost að virkja hjá sér bæjar- lækinn og selja umframorku inn á raforkunetið. Menn verða að hugsa um gjörsamlega öll ný tæki- færi í sveitinni til þess að missa ekki sóknina. Ég sé búskap fyrir mér sem fjölbreytt atvinnulíf. Við getum tekið sem dæmi skógrækt- ina, garðyrkjan gæti orðið stór- iðja, íslenski hesturinn er auðlind og einhver skemmtilegasta bú- grein sem ég hef séð lengi er bændur sem búa með íslenskt fé i Bandaríkjunum og selja líflambið á eitt þúsund dollara. Allt þetta hljótum við að nýta í okkar þágu. Aðalatriðið er að öflugt mannlíf sé í sveitum og á landsbyggðinni og þar eigum við gríðarlega mögu- leika og tækifæri, ekki síst fyrir tilstilli nýrrar fjarskiptatækni. Til þess þarf að skapa ákveðið jafn- ræði í landinu og jafna lífskjör." Eru hömlur á innflutningi landbúnaöarafuröa til hags- bóta fyrir bœndur? „Við erum í alþjóðlegu sam- starfi og bundnir samningum. Það hafa verið gerðar glufur fyrir inn- flutning eftir ákveðnum reglum. Bændur hafa aðlögunartíma að þeim. Verndartollar eru gagnrýnd- ir en auðvitað verða bændur að meta hvert verðþolið sé.“ Á þaö ekki aö vera mat neyt- enda? „Bændur þurfa á neytendunum að halda. Þeir eru vinir bænda og bændur vilja framleiða góða og ódýra vöru fyrir þá. Bændur verða að hafa það á tilfinningunni hvaða verð þýðir að bjóða og vinna sam- kvæmt því.“ Finnst sá mœlikvaröi nokkurn timann nema með framboöi og eftirspurn? „Neytandinn er mikill mæli- kvarði og ég fmn það á veturna, þegar á markaðinn koma nýjar ís- lenskar gúrkur, tómatar og nýjar kartöflur á sumrin. Þá er ekki spurt um verðið heldur gæðin. Fólk vill þessa vöru. En auðvitað verður að finnast verð sem báðir aðilar eru sáttir við. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að fara eft- ir þeim alþjóðlegu samningum sem gerðir hafa verið. Heilbrigð samkeppni er tákn framfara og eft- ir að opnaðar hafa verið glufur á vegginn er spennan farin og það er meiri samstaða um islenskan land- búnað en var áður, eftir að t.d. er- lendar mjólkurvörur eru fáanlegar hér á landi. Við eigum sterk fyrir- tæki sem framleiða úrvalsvöru sem stenst samanburðinn vel.“ Vinir þínir og sýslungar lýsa þér sem hjartahlýjum og vönd- uðum manni. Óttastu aö völdin eigi eftir aö spilla þeim eigin- leikum? „Ég ætla að vona að ég verði hinn sami. Ég hef tekist á við ýmis verkefni og hér i ráðuneytinu lít ég fyrst og fremst á mig sem verkamann, nokkurs konar lands- liðsþjálfara sem um stuttan tima kemur til að leiða liðið til sigurs. Ég vænti þess að starfsfólkið hér geri skyldu sína, sem og ég sjálfur. Ég held ég muni ekki miklast yfir því að setjast í þennan stól. Ég veit að starfið verður erfitt og ég þarf á öllu mínu að halda. Það er hættu- legt fyrir stjórnmálamenn að fara að telja sig vera herra. Ég tel mig þjón í þessu starfí, með miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þeim atvinnuvegi sem mér er falið að hafa einhver ráð um. En vinir mínir munu eftir sem áður hitta hér fyrir sama drenginn frá Brúnastöðum sem þeir þekktu. Það breytist ekki.“ -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.