Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1999 Utlönd Stuttar fréttir Níu létust í flugslysi í Arkansas Að minnsta kosti níu manns létu lífið við brotlendingu MD- 80 þotu bandaríska flugfélagsins American Airlines á flugvellin- um í Little Rock í Arkansas i gær. Um borð í vélinni voru 139 farþegar og sex flugliðar. Að minnsta kosti 80 manns voru fluttir á sjúkrahús með bein- brot, brunasár og reykeitrun. Þrumuveður var þegar flugslys- ið varð. Að sögn þeirra sem komust lífs af var lendingin hörð. Vélin hefði runnið stjórnlaust og brotnað. Síðan hefði komið upp eldur. Leitað að eitr- uðum mat í ESB-löndum Hillur vörumarkaða í flestum Evrópusambandslöndum eru nú tæmdar af vörum sem geta inni- haldið díoxín í kjölfar eggja- og kjúklingahneykslisins í Belgíu. Fjarlægja á aílar vörur þar sem innihaldið er minnst tvö pró- sent egg. Gripið hefur verið til neyðar- laga til þess aö leita að matvæl- um sem geta innihaldið dioxín er valdið getur krabbameini. Það gæti verið að finna í pasta, majónesi, kökum og fleiru. Belgar bönnuðu á fóstudaginn alla sölu á kjúklingum óg eggj- um eftir að í ljós kom að díoxín var í afurðunum. Díoxínið mun hafa verið í hænsnafóðri. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér vegna málsins. Sáttasemjarar í Kosovo-deilu enn í Belgrad: Síðasta tilraunin Sáttasemjarar Evrópusambandsins og Rússlands í Kosovo-deilunni gera nú úrslitatilraun til að fá Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til að fallast á friðsamlega lausn. Þeir Martti Ahtisaari Finnlands- forseti og Viktor Tsjernomyrdín, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, fóru til Belgrad í gær með friðartil- lögur G-8 hópsins svokallaða, eða sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands. Til stóð að serbneska þingið ræddi tillögurnar í morgun. Tshernomyrdín sagði eftir fund með Milosevic i gær að stjórnvöld í Belgrad stæðu frammi fyrir erfiðri ákvöröun. „Auðvitað er valið erfitt en um- fram allt verða stjórnvöld í Júgóslavíu sjálf að velja. Morgundag- urinn verður erfiður," sagði Tsjernomyrdín við fréttamenn í gær. Embættismaður í fylgdarliði Aht- isaaris sagði að Júgóslavíustjórn hefði borið fram nokkrar spurningar varðandi friðaráætlunina og að við- ræðunum yrði haldið áfram í dag, fimmtudag. Tsjernomyrdín og vestrænum embættismönnum tókst á síðustu stundu í gær að jafna ágreining um innihald friðartillagnanna á fundi í Bonn. Ekki liggur ljóst fyrir í smáat- riðum hvernig tillögurnar hljóða, einkum hvað varðar stjórnkerfi al- þjóðlegra friðargæslusveita í Kosovo. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti Milosevic til að fallast á skil- mála Atlantshafsbandalagsins (NATO) og koma þannig í veg fyrir enn frekari hörmungar. Loftvarnaflaugur voru þeyttar i Belgrad í morgun. Nóttin var hins vegar friðsæl þótt Tsjernomyrdín fengi að kenna á rafmagnsskömmtun þar sem hótel hans var rafmagns- laust um tíma. Loftárásir voru gerð- ar annars staðar. Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti og aöstoðarmenn hans ræða við ViktorTsjernomyrdín og Martti Ahtisaari, sátta- semjara í Kosovo-deilunni, í Belgrad í gær. VTðræðunum verðurfram haldið ídag. Grunaðir um íkveikju Tveir 19 ára unglingar eru grunaðir um að hafa kveikt í diskótekinu í Gautaborg þar sem 67 brunnu inni í fyrra. Þeim var sleppt eftir yfirheyrslu vegna ónógra sannana. Styðja leiðtoga sinn Skæruliðar Kúrda lýstu í gær yfir stuðningi við yfirlýsingu leiðtoga síns, Abdullahs Öcalans, um að vilja binda enda á baráttuna fyrir aðskilnaði frá Tyrkjum. Réttarhöld fara nú fram yfir Öcalan á fangaeyjunni Imrali. Öcalan kveðst vilja binda enda á blóðbaðið gegn því að sleppa við dauðarefsingu. Hann sagði 5 þúsund sjálfmorðsárásarmenn tilbúna til hefndaraðgerða yrði hann hengdur. Torginu lokað Öryggisverðir hafa tekið sér stöðu við Torg hins himneska friðar í Peking sem hefur verið lokað. Á morgun eru 10 ár liðin frá blóðbaðinu á torginu þegar yfirvöld réðust á lýðræðissinna. Hraktir á flótta Indversk yfirvöld segja að tekist hafi að hrekja skæruliða í norðurhluta Kasmir á flótta með nýrri árásarhrinu. Samband rithöfunda Stofnað hefur verið samband rithöfunda í Iran í þeim tilgangi að vernda tjáningarfrelsi. Sambandið er sagt óháð en þó talið í tengslum við hófsaman forseta írans, Mohammed Khatami.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.