Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 Spurningin Hvert er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ari Freyr Skúlason, 12 ára: Þegar ég datt einu sinni niður stigann hjá ömmu minni. Ólafur Jafet Bachmann, 16 ára: Ég sparkaði í stelpu og fótbrotnaði. Ég var í gifsi í sex vikur. Jóhann Birgir Guðmundsson, 12 ára: Þegar ég handleggsbrotnaði en sumarfríiö eyðilagðist eiginlega. Hörður Ingason, 12 ára: Ég fót- brotnaði og gat ekki labbað í nokkr- ar vikur. Lilja Rós Pálsdóttir, 13 ára: Þeg- ar ég datt á línuskautum en ég fékk smáskurð á bakið. Ólöf Edda Guðjónsdóttir, 13 ára: Þegar ég datt fyrir framan fullt af fólki. Lesendur Hagvaxtarskeiðið úr böndunum? - ekki ef rétt er að málum staðið „Fari svo að hagvöxtur hér sé á niðurleið og verðbólga á næsta leiti er það ein- ungis okkur sjálfum að kenna,“ segir m.a. í bréfinu. Ingólfur Amarson skrifar: Margir þykjast sjá að nú sigi á seinni hluta hagvaxtarskeiðsins hér á landi. Það er hins vegar ekk- ert eðlilegt að svo verði. Góðæri er í nágrannalöndum okkar, svo og í Vesturheimi, og því ættum við ekki að þurfa að lúffa fyrir verð- bólgu eða annarri efnahagsóáran á Islandi. Fari svo að hagvöxtur hér sé á niðurleið og verðbólga á næsta leiti er það einungis okkur sjálfum að kenna. Engin ytri einkenni eru í sjónmáli sem valda vaxandi verð- bólgu. Það geta t.d. engir aðrir en við sjálfir gert við því að fólk stendur í stappi með afborganir lána af nýj- um bílum eða öðrum óþarfa fjár- festingum. Nóg er til á markaðnum af ágætum lítt notuðum bílum, og vel meö fömum að auki, sem ættu að geta nýst fólki næstu árin. Þaö eru heldur engin haldbær rök tryggingafélaga fyrir hækkun ábyrgðatrygginga af bílum, þótt Al- þingi hafi af hreinni fávisku sett ný lög um hækkun skaðabóta til þeirra sem slasast af völdum bifreiðaá- rekstra. Eða hækkun bensínverðs, sem ríkið stendur að þessa dagana. Allt þetta era heimatilbúin vand- ræði, og óþarfi að tengja þau við vaxandi verðbólgu. Ef stjómvöld hér á landi eru einhvers megnug eiga þau að segja; hingað og ekki lengra, og stöðva tilraunir opin- berra eða hálfopinberra fyrirtækja, svo sem bankastofnana til vaxta- hækkana og tryggingafyrirtækja (sem heyra undir ríkið að miklu leyti vegna tilskilins leyfis ríkisins Dagblöð Gunnlaugur Ólafsson skrifar: Þegar ég las bréf Gísla Jónssonar í DV sl. þriðjudag um „Fréttatengd- ar sjónvarpsauglýsingar" og mis- mun á samkeppnisaðstöðu, þar sem bréfritari var að vitna í lokun þátt- ar Davids Lettermans á Skjá 1 vegna þess að hann var ekki þýdd- ur, flaug mér í hug hve öll fjölmiöl- un hér á landi er í raun takmörkun- til starfrækslu) til gjaldskrárhækk- ana. - Segja einfaldlega við slíkar stofnanir og fyrirtæki: Hagræðið nú hvert ykkar sem betur getur. Erlendar skuldir eru háar og því á að stöðva vöxt þeirra. Þjóðarút- gjöld eru einnig alltof há, þau á því að stöðva að mestu. Við þurfum t.d. ekki fleiri byggingar af opinberu tagi, hvorki sjúkrahús né skólahús. Það er nóg húsrými fyrir í opin- berri eigu sem nýta má - bæði í höf- uðborginni og utan hennar. Það eina sem hið opinbera ætti að leggja alla daga um háð. Það má ekki senda út ótextað gamanefni eins og þennan Lettermansþátt, það má ekki aug- lýsa inn í myndefni á frjálsum út- varps- og sjónvarpsstöðvum og mis- mununin fer svo hamfórum í formi reglu- og lagasetninga hins opin- bera gagnvart þessu öllu. Ekki má gleyma dagblöðunum sem koma út aðeins 6 daga vikunn- áherslu á eru vegaframkvæmdir (jarðgöng með talin). Á meðan reiknað er með tæplega 5% hagvexti á þessu ári og kaup- mætti ráðstöfunartekna upp á önn- ur 5% er ekki ástæða til að kvíða lokum hagvaxtarskeiðsins. - En þar verður ríkið og forsvarsmenn þess líka að standa vörð gegn þrýstihóp- um í atvinnu- og viðskiptalífi sem ætla að rúlla óráðsíu úr rekstri sín- um út í verðlagið og þar með aUt þjóðlífið. vikunnar ar en ekki sjö. AUs staðar í heimin- um koma dagblöð út 7 daga vikunn- ar. Þegar Sjónvarpið lokaöi á fimmtudögum linntu dagblöð ekki látum yfir þeirri forsmán að senda ekki út alla daga. Nú er sú tíð liðin. Við bíðum eftir dagblöðum 7 daga vikunnar, fyrr verða þau ekki al- vörumiðlar. Net þetta og Net hitt, kemur ekki í stað dagblaðanna. Reykjavíkurflugvöll burt strax Steindór skrifar: Þótt menn hafi verið að deUa um veru eða brotthvarf Reykjavík- urflugvallar þarf varla að efa að það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja allt flug, hverju nafni sem nefnist, til KeflavíkurflugvaUar. í skoðanakönnun sem gerð var í febrúar af DV kom berlega í ljós að meirihluti kjósenda, eða rúm 60%, viU flytja flugvöllinn. Margir nefndu að vísu Skerjaíjörðinn sem nýjan stað, en skoðun fólks var engu að síður sú að Reykjavíkur- flugvöllur skyldi víkja. Nú er Skerjafjörðurinn út úr myndinni sem byggingarstaður flugvallar og líklega Engey líka, því ekkert er rætt um þann stað lengur. Er þá einsýnt að ekkert er þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma SL<:§5Ö 5000 Ihllli kl. 14 og 16 ^ ^ (i Skerjafjöró) Andvíglr Á Keflavíkurflugvöll Á að flytja flugvöllinn? Flutningur Reykjavíkurflugvallar Hvert á aö flytja flugvöllinn? 61 8% Skoðanakönnun um málið birtist í DV febrúar sl. - Ætla ráðamenn að ganga í berhögg við vilja almennings um að leggja niður hættuiegan flugvöll á stað þar sem öryggið er í fyrirrúmi? hægt að fara með flug frá Reykjavík annað en til Keflavíkurflugvallar, þar sem allar aðstæður eru líka hin- ar bestu og fullkomnustu, og örygg- ið samkvæmt alþjóðlegum mæli- kvarða. Er hugsanlegt að ráðamenn vilji ganga í berhögg við vilja al- mennings um að flytja hættulegan innanlandsflugvöll á stað þar sem öryggið er í fyrirrúmi? Ummæli fólks í könnun DV á sín- um tíma eins og þessi: „Ef það kem- ur að stóra slysinu munum við kenna sjálfum okkur um, það getur enginn sagt mér að flugvélar sem fljúga þvers og kruss lágt yfir borg- inni geti ekki hrapað eins og aðrar flugvélar" sýna að Reykjavíkúrflug- völlur á að víkja strax. Þegar Skerjafórður er ekki lengur í myndinni ætti könnun nú að sýna að stór hluti þeirra 54% sem vildu flytja ReykjavíkurflugvöO í Skerja- fórð myndi nú velja Keflavíkurflug- völl. Og hvers vegna ættu ráðamenn ekki að velja þá lausn í stað þess að verja miOjörðum króna í gagnslaus- ar endurbætur flugbrauta tO bráða- birgða í Vatnsmýrinni? DV Grassláttur og hundaskítur Ó.H. skrifar: Nú er sumarvinnan að hefjast hjá óskabömum þjóðarinnar og eru grasafræðingar þar engin undantekning. ÖO viljum við hafa borgina okkar hreina og faOega og skiptir vel slegið gras þar miklu máli. En tO þess að við getum sleg- ið af okkar alkunnu sniOd þurfa hundaeigendur að þrífa óþrifnað- inn sem hundamir skOja eftir sig, annars þarf að grípa til aðgerða. Við sem höfum verið í grasslætt- inrnn árum saman hötum fátt meira en að fá hundaskít framan í okkur þegar við rennum orfinu fimlega yfir grassvörðinn. Þess vegna skora ég á aOa hundaeig- endur að taka með sér lítinn poka í göngutúrinn og taka upp eftir hundinn. Þetta eru jú „börnin" ykkar. Megi Reykjavík og aðrar minni byggðir vera hreinar er við göngum inn í nýtt árþúsund. Heimsmeistara- mótið í listdansi Listunnandi skrifar: Mikið hefur verið rætt um póli- tíska spOlingu í nýafstaðinni Evr- óvision-keppni. Hún er þó smá- munir miðað við það sem ég sá á áhorfendapöOum í Helsinki ný- verið þar sem heimsmeistaramót- ið í listdansi fór fram. Þegar ég átti leið á salemi sá ég rússneska parið sem sigraði handlanga stóru búnti af rúblum til pólska dómar- ans. Stuttu síðar gaf hann þeim hæstu einkunn, 6.0, þrátt fyrir að þau hefðu gert afdrifarik misstök í dramatískri lokasenu. Þegar úr- slitin voru kunn ærðust áhorfend- ur en þýska parið, sem lenti í öðru sæti, vann hjarta þeirra með mikl- um tOþrifum. Sjaldan hafa starfs- menn á heimsmeistaramóti í list- dansi haft jafnmikið að gera og þegar æstur múgurinn reyndi að ráðast á pólska dómarann sem svo þurfti lögreglufylgd út úr húsinu. Síminn og Espólín Jónatan hringdi: Það er eitt sem ég hætti aldrei að hneykslast á hjá Landssíman- um, að ódýrara skuli að fá síma- númer flutt á mdli nafna ef um er að ræða náið skyldmenni. Og munar þar miklu. Hvemig í ósköpunum getur Síminn réttlætt þennan verðmun? Er virkOega dýrara að slá inn nafn ættingja en óskylds manns? Notast Landssím- inn við ættfræðiforritið Espólín en ekki bókhaldsforrit? Hvers konar verðmyndun er að baki svona verðlagningu? Er verið að stuðla að samheldnari fjölskyld- um? Ef svo er ætti Landssíminn að skOgreina hlutverk sitt opin- berlega því að ég held að það átti sig ekki aOir á þessu félagslega hlutverki Símans. Lítið af frönsk- um Gylfi hringdi: Ég hef verið fastagestur á Hard Rock í Kringlunni aOt frá því stað- urinn opnaði. Líkar mér staður- inn frábærlega þar sem fer saman frumleiki og gæði i matargerð auk góðrar þjónustu. Það er hins veg- ar eitt sem hefur farið svo í taug- amar á mér og það svo að ég get ekki hamið mig. Það eru frönsku kartöflumar sem fylgja með flest- um réttum - þótt auðvitað sé hægt að fá bakaða kartöflu og hrísgrjón á staðnum. Mér virðist sem stað- urinn sé í einhverjum sérstökum spamaðaraðgerðum en kartöfl- umar duga rétt ofan í smábarn miðað við stærð skammtsins. Ég trúi ekki að það sé gert viljandi að bjóða upp á franskar af svo skom- um skammti. Og annað: mér finnst leitt að fá ekki almennilega reikninga á staðnum lengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.