Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Qupperneq 11
!D V FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson NH0P engum líkur Látnir og týndir snillingar ____ menningu Andlitin bak við orðin Niels-Henning 0rsted Pedersen lék með tríói sínu i Þjóðleikhúsinu á mánudags- kvöldið. Þetta er í 11. sinn sem Niels-Henn- ing sækir okkur íslendinga heim og með honum í tríói nú er gítaristinn frá Gauta- borg sem allir vilja hafa með sér um þessar mundir, Ulf Wakenius. Hann hefur reyndar komið hingað áður með Niels-Henning, áriðl991, og hafði þá leikið töluvert með Sven Asmussen, en Jakob Fisher var tekinn við gítaristahlutverkinu þar á bæ þegar Sven kom hingað í fyrra skiptið, 1993. Þriðji maðurinn er Jonas Johansen, trommuleikari í Radioens Big Band, og er með eigin sveit, Move, þar sem Fredrik Lundin er á tenórn- um. Niels-Henning hóf tónleikana á stefjum frá Bach og fleiri, en hinir komu svo inn eftir dágóða stund í hratt bebopstef eftir Wakeni- us, Lines. Annars var efnisskráin byggð upp með lögum af nýrri plötu tríósins, This Is All I Ask annars vegar og sígildum djasslögum og norrænum þjóðlögum hins vegar. í kjölfar tveggja þjóðlaga kom Our Love Is Here to Stay með svipuðu yfirbragði og dúó Niels-Henning með Joe Pass og síðan topp- númer tónleikanna, My Shining Hour, sem hófst á óræðu spileríi, laglínan svo snilldar- lega meðhöndluð af Wakeniusi og spuninn rammaður inn í fast form þar sem allir voru virkir. Blúskenndir og rafmagnaðir Niels-Henning er engum öðrum líkur sem djassbassaleikari. Enginn annar heldur úti hljómsveitum með bassann sem aðallaglínu- hljóðfæri og einleikskaflar hans á þessum tónleikum voru líka einstakir að því leyti að hann byrjar á einhverju stefi og spinnur sið- an áfram líkt og og hann sé að leika sér einn heima í stofu og slær hljóma með laglínunni í ætt við það sem gítaristar gera. Meðleikarar hans í þessu tríói eru heldur engir aukvisar. Ulf Wakenius er mjög blús- kenndur og rafmagnaður gítaristi sem hefur vald á hvers kyns spilamennsku. Bæði Ray Brown og Oscar Peterson hafa nýverið feng- ið hann til að leika með sér inn á plötur svo sjá má að það eru ekki margir sem eru jafn- hátt skrifaðir og hann í tónlist af þessu tagi. - um nýtt hefti Tímarits Máls og menningar Lítil listsýning úr alfaraleið er engu að síð- ur allrar athygli verð. Hér er átt við sýningu á portrettmyndum af íslenskum rithöfundum sem stendur yfir í Gunnarshúsi, skrifstofu Rit- höfundasambands islands að Dyngjuvegi 8, tO 15. júní nk. Á sýningunni, sem nefnist Andlit- in bak við oróin og sett var upp í tilefni af 25 ára afmæli Rit- höfundasambandsins, er að finna 20 portrettmyndir, aðal- lega olíumálverk og teikning- ar, eftir marga helstu lista- menn þjóðarinnar, t.d. Alfreð Flóka, Baltasar, Jón Stefáns- son, Kristján Davíðsson, Lou- isu Matthíasdóttur og Snorra Arinbjarnar, en einnig sjald- gæf verk eftir yngri listamenn á borð við Hallgrím Helgason, Sigrúnu Eldjárn og Þorvald Þorsteinsson. Margar þessara mynda hafa sjaldan eða aldrei komið fyrir amiemungs sjónir, t.d. mynd Eggerts Guð- mundssonar af Guömundi Kambnn, mynd Freymóðs Jóhannssonar af Jóhannesi úr Kötl- um, mynd Hallgríms Helgasonar af Einari Kárasyni, mynd Jóhannesar Geirs af Jónasi Svafár, mynd Jóns Stefánssonar af Gunnari Gunnarssyni (á mynd) og teikning bandaríska íslandsvinarins Morris Redman Spivack af Vil- borgu Dagbjartsdóttur (“Vilborg the Icelandic Gertrude Stein“). Sýningunni fylgir skrá með grein eftir Thor Vilhjálmsson um það Að sitja fyrir, en það hef- ur hann oftsinnis gert, meðal annars á minnis- stæðu málverki Baltasars sem einnig er á sýn- ingunni. Hér geta menn slegið þrjár flugur i einu höggi: skoðað glæsileg húsakynni góð- skáldsins, nýuppgert aðsetur íslenskra rithöf- unda og gaumgæft fágæt listaverk. Sýningin í Gunnarshúsi er opin á skrifstofu- tíma Rithöfundasambandsins frá 10 til 14, eða samkvæmt umtali. íslenskir söngvarar á ÍEvrópusviðum í sumar í fréttabréfi Styrktarfélags íslensku óper- unnar er að finna fróðlegar upplýsingar um þær uppfærslur sem nokkrir helstu óperu- ' söngvarar okkar taka þátt í nú í sumar. Af Guðjóni Óskarssyni er það að frétta að hann mun syngja hlutverk Kommendadorsins í Don Giovanni á Tónlistarhátíðinni i Aix-en- Provence í júlí. í júní syngur Ólafur Árni : Bjarnason hins vegar tvö hlutverk hjá Bonnóperunni, Jeník í Keyptu brúóinni og Rodolfo í La Bohéme. Kristján Jóhannsson eyðir sumarmánuðunum í Þýskalandi; í júní syngur hann Calaf í Turandot og Otello hjá Hamborgaróperunni en i júlí syngur hann Gabriel Adorno í Simon Boccanegra. Kristinn Sigmundsson fer mikinn á óperusviðum Evr- ópu í júní og júli. í júní syngur hann hlutverk II Grand Inquisitor í Don Carlos og Komm- endadorinn í Don Giovanni á sviði Bastill- unnar í París; syngur síðan aftur í Don Carlos í júlí. í júní skreppur hann einnig til Bæjaralands til að syngja hlut- verk Raymonds í Luciu di Lammemoor. í júní kemur Rannveig Fríða Braga- dóttir tii með að syngja hlut- verk Almaviva greifynju í Brúðkaupi Fígarós fyrir óperuna í Dússeldorf. Viðar Gunnars- I son er með mikið prógramm í júní, en þá syng- ur hann hvorki fleiri né færri en sjö hlutverk | fyrir Bonnóperuna, meðal annars með Ólafi 1 Áma Bjamasyni: Ferrando í II Trovatore, I Rödd Neptúnusar I Idomeneo, Fasolt í Rínar- I gullinu, Bonze í Madame Butterfly, Mícha í Seldu brúöinni, Colline í La Bohéme og Radames í Aidu. Loks syngur Þóra Einars- | dóttir í nýju verki, The Nightingale's to ) Blame, í Newcastle og Nottingham í júní. Trommarinn Jonas Johan- sen er ekki eins vel þekktur, Tíminn sálugi gaf lengi út sérblað á laug- ardögum og fyllti það með uppsöfnuðum minningargreinum vikunnar. Gárunga á meðal gekk þetta sérblað jafnan undir nafn- inu Dodens Nyheder. Ekki ætla ég að halda því fram að nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar verðskuldi eitthvert slíkt upp- nefni en engu að síður er allnokkur eftir- mæla- og saknaðarbragur á ritinu að þessu sinni. Þá ekki einasta vegna þess að greina- höfundar séu uppteknir af því að minnast nýlátinna höfunda í stað þess að brjóta til mergjar verk þeirra og annarra, heldur einnig fyrir það að eldri höfundarnir hafa klárlega vinninginn yfir þeim yngri:. Þór- bergur, Púshkin, Ernest Hemingway, Guy de Maupassant, að ógleymdum höfundi Njálu. Nú era fjarri góðu gamni ungu kamivalist- amir og póststrúktúralistamir í evrópubók- menntunum sem Friðrik ritstjóri er svo dug- legur að hafa uppi á. Ekki er aukatekið orð um Foucault eða Kristevu, ekki einu sinni í bókadómunum! Auk þess era í ritinu óþarflega margar greinar og erindi sem hafa verið birt eða flutt við opinber tækifæri: Eftirmæli Þrastar Ólafssonar um Þorleif Einarsson prófessor, þakkarávarp Péturs Gunnarssonar um Þór- berg og Proust, ræða Þorsteins Gylfasonar um Þórberg, spjall Guðmundar Andra frá fundi um íslenskar nútímabókmenntir í mars s.l. (öðrum þræði um áðumefndar „Dodens Nyheder") og erindi sem Jón frá Pálmholti flutti um Jón Óskar á samkomu í Listaskálanum í Hveragerði. Allt er þetta læsilegt efni og endingargott og hefði því ör- ugglega enst í fleiri hefti. Fyrsti íslenski póstmódernistinn Langt æviágrip Hemingways sem Sigurð- ur A. Magnússon skrifar sem inngang að ágætum þýðingum sínum á fjórum smásög- um meistarans er líka helst til almennt fyrir sæmilega upplýsta lesendur, sem lesendur Niels-Henning 0rsted Pedersen. Jass Ársæll Másson TIMARIT MÁLSOGMEN NINGAR Ísak H.muiarson • Þorleifur Einarsson . Pétur CjUNNARSSON ÞoRSTEINN GyLEASON • GUDMUNDUR AnDRI ThORSSON JÓHANN H.IÁI.MARSSON • PÚSHKÍN • SlGURDUR PÁLSSON JÓN ÓsKAR • JÓN FRÁ PÁLMHOLTI • ERNEST HeMINOWAY 2-1999 (S) Tímarit Máls og menningar, 2. hefti, 1999 Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson T.M.M. eru auðvitað upp til hópa. Á hinn bóginn er grein Arnar Ólafssonar, sem góðu heilli hefúr sæst heilum sáttum við ritstjórn T.M.M., sennilega helst til sérhæfð fyrir þessa sömu lesendur. Talandi um sættir, þá sætir eflaust tíðind- um að T.M.M. skuli nú birta ljóð eftir Jó- hann Hjálmarsson í fyrsta sinn frá árinu 1959. Að vísu ekki allra bestu ljóð sem Jó- hann hefur samið en þó með ýmsum aðlaðandi höfundar- einkennum hans. Nýstárlegasta og jafnframt skemmtilegasta greinin í heftinu, fyrir utan svar Jóns Karls Helga- sonar við gagn- rýni Einars Más Jónssonar á bók hans Hetjan og höfundurinn, er tvímælalaust Skáldskapur á skökkum staö, frá- sögn Hermanns Stefánssonar. Þar tengir hann sam- an með óvæntum hætti ítalskan ær- ingja í hópi ítal- skra fútúrista, Christoforo að nafni, og íslenskan alþýðu- listamann, Hallgrím Alfreðs- son. Undirheiti greinarinnar er Um falsanir og frummynd- ir, svo hún er greinilega í tíma rituð. Ekki skal slegið á ánægju lesandans með því að endursegja þessa skarplegu og kostulegu grein. Eftir stendur lýsingin á Hallgrími, „fyrsta íslenska póstmódernistanum", sem auk þess virðist vera eini íslendingurinn sem tekið hefur þátt í einvígi, og óljósar efa- semdir lesanda um tilvist greinarhöfundar- ins sem kallar sig „Hermann Stefánsson". Utan á heftinu er svo litmynd af mynd- verkinu Skotskífa meö gifsafsteypum (1955) eftir Jasper Johns en tilgangur myndarinnar í þessu samhengi liggur ekki alveg í augum uppi. Sem sagt, ekki með allra frískustu heft- um T.M.M., en aldrei leiðinlegt. -AI maður, en hef- ur þó afrekað töluvert um ævina, án þess að það verði tí- undað hér, teknískur trommari með húmor. Á þess- um tónleikum var einfaldlega valinn maður í hverju rúmi, svona tónlist verður ekki betur flutt en við heyrðum í Þjóðleikhúsinu. Áheyrendur létu ánægju sína óspart í ljós og upp- skáru tvö auka- lög. Enda voru þeir margir - það er alltaf húsfyllir þegar Niels-Henning heldur tón- leika á íslandi. Niels-Henning 0rsted Pedersen og félagar í Þjóðleikhúsinu, 31.5.1999 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.