Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRi: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endura'alds. Þangað sækir klárínn Einkennilegt upphlaup hefur orðið í þjóðfélaginu vegna hækkunar iðgjalda í bílatryggingum. Bíleigendur láta eins og þeir hafi orðið fyrir óvæntum hremmingum, sem Fjármálaeftirlitið eða einhverjir aðrir opinberir að- ilar eigi í krafti Stóra bróður að láta ganga til baka. Staðreyndin er hins vegar sú, að markaðurinn ræður því, hvað tryggingafélögin telja sig geta komizt upp með. Fyrir nokkrum árum var til höfuðs þeim stofnað eigið tryggingafélag bíleigenda, sem bauð þá og býður enn miklu lægri iðgjöld en gömlu tryggingafélögin. í Bandaríkjunum hefði atburðarásin verið á þá leið, að meirihluti bíleigenda hefði fært sig yfir til ódýra trygg- ingafélagsins og þar með knúið dýru félögin til skilyrðis- lausrar uppgjafar. Borgaraleg samstaða Bandaríkja- manna veldur lágu verði á vöru og þjónustu. Hér hugsa menn allt öðru vísi: Hinir mega taka þátt í að lækka verð trygginga fyrir alla með því að flytja sig til nýja félagsins, en ég ætla að vera frífarþegi á þeirri braut og bíða eftir lækkun míns gamla félags. Þannig fæ ég hagnaðinn, án þess að taka þátt í aðgerðunum. Gömlu tryggingafélögin hjálpuðu fólki til að vera stikkfrí í verðstríðinu með því að setja bílatryggingarn- ar í pakka með öðrum tryggingum og veifa þar með óbeint ógnuninni um að hækka iðgjöld á öðrum sviðum, ef menn hætti að tryggja bílana hjá þeim. AfLeiðingin var sú, að flestir sátu um kyrrt hjá gömlu félögunum og sannfærðu ráðamenn þeirra um, að við- skiptamennirnir mundu sitja sem fastast, á hverju sem dyndi. Enda mun koma í ljós, að upphlaup líðandi stund- ar reynist vera stormur í vatnsglasi. Reikningsmenn tryggingafélaga eiga auðvelt með að semja útreikninga, sem sýna, að þau þurfi svo og svo mikla hækkun. Reikningsmenn neytendasamtaka og bíl- eigendafélaga eiga jafnauðvelt með að semja útreikninga, sem sýna, að hækkunin sé að mestu óþörf. Að undanförnu hafa tryggingafélögin safnað tugum milljarða króna í bótasjóði til að mæta óvæntum áföllum. Nýja hækkunin gerir hvort tveggja í senn að mæta óvæntum áföllum og að halda áfram að safna milljörðum á hverju ári í þessa áfallasjóði án þess að þurfa það. Reikningarnir eru samt bara eins konar menúett, sem stiginn er formsins vegna. Upphæð iðgjalda ræðst ekki af slíkum útreikningum, heldur af mati ráðamanna gömlu tryggingafélaganna á því, hvað markaðurinn þoli, hvað þeir komist upp með að hækka iðgjöldin mikið. Þeir gera ráð fyrir, að örlítil bylgja reiðra bíleigenda flytji tryggingar sína, en öldudalurinn komi fljótt á eftir. Hækkunin muni gera margfalt meira en að bæta upp brottfall nokkurra viðskiptamanna. Og þeir meta tryggð þrælslundaðra viðskiptamanna nákvæmlega rétt. Eins og Bandaríkjamenn geta íslendingar sjálfir ákveðið, hvað markaðurinn þolir há iðgjöld, eins og þeir geta ákveðið, hvað markaðurinn þolir hátt bensínverð. Reynslan sýnir, að við getum sameinazt um að leggjast á bílflautur, en ekki að taka strætó einn dag. Við lifum í þjóðfélagi, þar sem máttur vanans er mik- m, þar sem menn eru vanir að lúta yfirvaldinu og reyna að finna leiðir til að væla fríðindi út úr því, en eru ófær- ir um að taka höndum saman um að brjótast úr viðjum þeirra, sem hafa slegið eign sinni á þjóðfélagið. Einkunnarorð þjóðar, sem þorir hvorki né nennir að taka afleiðingum aðgerðaleysis síns, eru réttilega þessi: Þangað sækir klárinn, sem hann er kvaldastur. _________Jónas Kristjánsson Með kristnitökunni má einnig ráða að íslendingar hafi lýst því yfir að þeir vildu annars vegar hafa einn sið og ein lög í landinu, þ.e. lifa í einu samfélagi sem næði tii landsmanna alira, segir hér m.a. Hvers vegna kristnihátíð? Kjallarinn Fyrir skömmu hófust hátíða- höld í tilefni af því að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku íslendinga og munu þau standa fram á mitt næsta ár. En upp á hvað er í raun og veru haldið? Fyrst af öllu verðum við að gera okkur grein fyrir að hér er ekki um „afmæli“ evangel- ísk-lúthersku þjóð- kirkjunnar að ræða. Sú grein kristninnar varð ekki til fyrr er rúmu hálfu árþús- undi síðar. Það er heldur ekki haldið upp á upphaf róm- versk-kaþólskrar kirkju. Hún var ekkert frekar til í þeirri mynd sem hún hefur í dag, af- mörkuð kirkjudeild sem greinir sig frá öðrum deildum kristninnar. Hjalti Hugason prófessor á og kirkja tók á sig þaö form sem við þekkjum nú. Atburðurinn á Þingvöllum fyrir 1000 árum var í raun algerlega _______ táknræns eðlis og olli ef til vill ekki neinum telj- andi breytingum í skjótri svipan. Áhrif hans voru hins vegar því meiri því lengra sem frá leið. Tákngildi atburðarins má ráða með ýmsu móti. Ein ráðningin felst i því að með kristnitökunni hafi íslendingar lýst því yfir að þeir vildu annnars vegar hafa einn sið og ein lög í landinu, þ.e. lifa í einu samfélagi sem næði til landsmanna allra en hins vegar fylgja þeirri þróun sem uppi var í nálægum Atburðurinn táknræns eðlis í raun er ekki einu sinni hægt að segja að þúsund ár séu nú liðin frá því að kirkja komst á laggimar hér á landi í sögulegum skilningi. Það leið langur tími áður en prestar komu hér til starfa og kirkjur voru reistar svo svaraði þörf landsmanna. Enn lengri tími leið áður en söfnuðir og sóknir komust „Að því er best verður séð voru undirstöður þess samfélags sem komst hér á í kjölfar landnáms nor- rænar, höfðingjadæmið, þingskip- anin og uppistaðan í lögunum. Að svo miklu leyti sem þetta samfélag hvíldi á sameiginlegum átrúnaði var hann einnig norrænn.“ löndum. Kristnitakan hafði því áhrif bæði á innanríkis- og utan- ríkismál. Urðum Evrópumenn Nú, 1000 árum síðar, kann þessi ákvörðun að virðast einfóld og sjálfsögð en svo þarf alls ekki að hafa verið þá. Að öllum líkindum voru landsmenn mun sundurleit- ari hópur þá en nú, tungumála- lega, trúarlega, menningar- og fé- lagslega. Ákvörðunin um eitt sam- félag var því að líkindum furðu róttæk, ekki síst þar sem svo virð- ist sem ríkjandi þjóðfélagshópur - hinir norrænu höfðingjar - hafi fórnað fyrir hana eigin trúarleg- um sérkennum. Þar með erum við komin að hinni utanríkispólitísku hlið. Að því er best verður séð voru undirstöður þess samfélags sem komst hér á í kjölfar landnáms norrænar; höfðingjadæmið, þing- skipanin og uppistaðan í lögunum. Að svo miklu leyti sem þetta sam- félag hvíldi á sameiginlegum átrúnaði var hann einnig nor- rænn. Um 1000 sótti kristni stöðugt á um norðanverða Evrópu. Hefðu íslendingar kosið að leggja fyrst og fremst rækt við það sem íslenskt var hefðu þeir einangrast. Þeir ákváðu hins vegar að þróast í takt við það sem var að gerast um- hverfis þá - þ.e. verða Evrópu- menn. Hefðu forfeður okkar ákveðið að láta skerast í odda í innanríkis- málunum og valið einangrun í stað aukinna tengsla við umheim- inn væri allnokkru öðruvísi um að litast hér nú. Fyrr eða síðar má reikna með að hér hefði komið upp vandi af sama tagi og nú er við að glíma á Balkanskaganum. Skyldi ekki vera fullgild ástæða til að halda hátíð yfir því að svo varð ekki? Hjalti Hugason Skoðanir annarra Mikilvægustu verkefnin „Mikilvægasta verk ríkisstjómarinnar er að viðhalda stöðugleikanum. Afnema vöragjöld, einfalda aðflutnings- gjaldakerfiö og lækka ytri tolla. Draga úr opinberum fram- kvæmdum meðan núverandi þensla er í hagkerflnu og draga úr umsvifum ríkisvaldsins. Innleiða lögmál markaðarins í heilbrigðis- og menntakerfinu með endurskipulagningu og einkavæðingu. Ríki dragi sig út úr bankarekstri... Eftirlits- iðnaður rikisins verði stokkaður upp með það að markmiði að gera hann skilvirkari, einfaldari og umsvifaminni.“ Haukur Þór Hauksson í Viðskiptablaðinu 2. júní. Ógnvekjandi þróun „Kosningamar era afstaðnar og vart búið að mynda rík- isstjóm stöðugleikans iyrr en hver verðhækkunin rekur aðra, sumar beinlínis vegna ákvarðana hins opinbera. Marglofaður stöðugleiki er skyndilega að breytast í meiri verðhækkanir en þekkst hafa árum saman... Til viðbótar við þær grófu hækkanir, sem nú dynja yfir almenning og magna verðbólguna, hljóta nýjar tölur um þróun neysluverðs í land- inu að vekja ugg. Þær sýna að það sem fram til þessa hefur einkum haldið verðbólgunni í skefium er lækkun á verðlagi innfluttra vara. Það sem af er þessu ári hefur innflutningur- inn hins vegar verið að hækka i verði... Við slíkar aðstæður er enn furðulegra að hið opinbera skuli ganga á undan með. aðgerðir sem hækka verðlag í landinu." Elias Snæland Jónsson í Degi 2. júni. Hækkun bílatrygginga „Hækkun bifreiðatryggingaiðgjal(& veldur því að menn hrökkva við... Hækkun iðgjaldanna er til komin vegna breyt- inga á skaðabótalögum, þar sem Alþingi hækkaði bætur fyr- ir líkamstjón... Útreikningar tryggingafélaganna segja hækk- unarþörfina vegna skaðabótalaganna allt að 58%... Þrátt fyr- ir rökin, sem færð era fram fyrir hækkun iðgjaldanna, fer ekki á milli mála að bílaeigendum þykja þær úr öllu hófi... Talsmenn Fjármálaeftirlitsins hafa lýst því yfir að þeir muni taka rökin fyrir þessum hækkunum til skoðunar. Það skipt- ir máli að niðurstaða úr þeirri athugun komi sem fyrst.“ Úr forystugreinum Mbl. 2. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.