Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Síða 13
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 13 Sigurvegarar eða utangarðsmenn? þjóðinni enn meir i sigurvegara og þá sem tapa, og myndi þeim sem tapa fjölga. Prófessorinn viður- kenndi að svo mundi án efa verða. Eru aðrar leiðir færar? Eigum við einnig að setja þenn- an harða keppnisanda á oddinn? Viljum við þjóð sem skarar fram úr á tæknisviði og gerir vart við sig á heimsmælikvarða? Eigum við að henda íslendingasögunum og ljóðaruglinu í ruslið og hefja raungreinar til hæða? Eða viljum við vera exotísk þjóð á fjarlægri eyju úti i reginhafi, þjóð sem er stolt af gömlum skinnhandritum og torskildum dróttkvæðum? En þjóð sem um leið hefur mikla sam- kennd með þeim sem minna mega sín og virðir einnig tilveru- rétt þeirra. - Eða er hægt að finna einhvern milli- veg? Þarna er höfuðspurning næstu ára og það er verkefni hinn- ar nýju ríkisstjórnar að finna lausnina. Marjatta ísberg „Hér á landi höfum viö lengi þráast við að viðurhenna að grunnmenntun hafi eitthvað með framtíðarstarf að gera. Við viljum gefa börnum okkar „góða almenna menntun“, sem er er- lend tungumál, bókmenntir, Ijóð og saga lands ogþjóðar.“ Nýlega var hér á ferð bandarískur pró- fessor, sérfræðingur í rannsóknUm á skóla- námskrám. Honum fannst tvennt ein- kenna námskrár bandarískra skóla: Efni sem stefnir að fé- lagslegri stýringu, einhvers konar fyrir- hyggjandi aðgerðir gagnvart andfélags- legum öflum. Hitt at- riðið er atvinnutengsl skólanáms. Námsefn- ið er hannað þannig að það kemur manni í gott starf og há laun. Ekkert annað er mik- ““ ilvægt. Enda algengt að bandarískir unglingar hafi þeg- ar við 15 ára aldur ákveðið hvaða starfsbraut þeir stefna að. Kjallarinn Marjatta Isberg fil.mag. og kennari ir í kjölfar þeirra eru það sem ljær skilning á námsefninu og vek- \ir áhuga hins leit- andi anda, sem aftur á móti er nauðsynleg- ur fyrir nýjar upp- götvanir. Utanbókar- lærdómur getur varla bætt stöðu ís- lenskra ungmenna gagnvart öðrum, þó að við semdum nýja og fina námskrá. Margir sigra, en fleiri tapa Nokkrar umræður —““ spunnust eftir fyrir- lestur hins banda- ríska prófessors og benti einn áheyrenda á að slík atvinnumiðuð stefna í skólamálum myndi skipta Raungreinum er lítið sinnt Hér á landi höfum við lengi þrá- ast við að viðurkenna að grunn- menntun hafi eitthvað með fram- tíðarstarf að gera. Við viljum gefa börnum okkar „góða almenna menntun", sem er erlend tungu- mál, bókmenntir, ljóð og saga lands og þjóðar. Raungreinar hafa hingað til fengið mjög lítið pláss. Margir grunnskólar hafa útskrifað nemendur sem ekki hafa lært staf í eðlisfræði. Sorglegast er þó að sú kennsla sem börnin okkar hafa fengið í raungreinum hefur oft ekki verið upp á marga fiska. Bæði er að okk- ur hefur vantað vel menntaða kennara, og hitt að margir kennar- ar, þó að þeir kunni sitt fag, leggja ekki metnað sinn í að gera efnið spennandi. Til eru þeir sem kenna bara bók, án þess að nenna að gera til- raunir. En tilraunir og uppgötvan- 'WHvNK! „Raungreinar hafa hingað til fengið mjög lítið pláss. Margir grunnskólar hafa útskrifað nemendur sem ekki hafa iært staf í eðlisfræði." Við sluppum með skrekkinn íslendingar sluppu með skrekk- inn í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Margir þeir sem málið er skylt hafa trúlega verið farnir að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að reisa hér tónleikahöll á tíu mánuðum. En Svíar björguðu okkur úr ógöngunum og einhveijir gátu dregið andann léttar. Heiðrinum bjargað Tónlistarspekúlantinn Ríkharð- ur Örn Pálsson var í viðtali hjá Magnúsi Einarssyni á Rás 2 á keppnisdaginn. Hann var eins og fleiri nokkuð ánægður með ís- lenska lagið og minntist á óvenju- lega hljómaframvindu á einum stað: IV - bVII - V, sem er ef til vill ekki ýkja frumleg en að minnsta kosti ekki alvanaleg. Enn fremur minntust þeir Magnús á kaldrifjað áttundartónbilið í upp- hafi lagsins. Við þetta má bæta því að brúin eða stutti millikaflinn, sem yfir- leitt kemur hara einu sinni fyrir í popplögum af þessu tagi, var á milli versins og viðlagsins í fyrstu umferð lagsins en ekki á undan siðustu endurtekningu viðlagsins eins og hefð er fyrir. En þessar undantekningar frá venjunni dugðu ekki íslenska júrópoppinu gegn hinu hefðbundna (og kannski stolna) Abba-tjútti. Hin algera eft- iröpun Svíanna bar sigurorð af frumleikavotti íslenska lagsins og þar með var heiðri okkar íslend- inga bjargað. Forkeppni fyrir lagasmiði í framhaldi þessa viðburðar er ekki úr vegi að minnast á annað og skylt mál. Sú var tíðin að íslenska lagið var valið með forkeppni eins og enn er gert víða annars staðar í álf- unni. Meira að segja var á tímabili sú gósentið fyrir ís- lenska lagasmiði að tvær söngvakeppnir voru við lýði; forkeppnin og Lands- lagið. J ' Það var kannski heldur mikið af því góða eins og kom í ljós. En væri ekki tilvalið að endurvekja báðar þessar keppnir og búa til eina sem báðar sjónvarpsstöðvarnar gætu staðið að í sameiningu? Þær hafa nú af og til leitt saman hesta sina í verki. Það væri jafnvel ekkert óeðli- legt að Menningarsjóður útvarps- stöðva, eða hvað sá sjóð- ur heitir í dag, styrkti framtakið. - Frum- saminni tónlist af létt- ara tagi er hvort eð er ekki mikill sómi sýndur af hálfu hins opinbera. Sjónvarpið hefur þá skyldu að búa til ís- lenskt afþreyingarefni og árleg söngvakeppni, sem haldin er með glæsibrag, er rós í hnappagat þeirra sem þar ráða ríkjum. Ef slík keppni er haldin á stað sem hægt er að selja inn á, t.d. Broadway eða Borgarleikhúsinu, fást kannski einhverjir aur- ar upp í kostnað. En það mun helst vera kostnaðarhliðin sem sjónvarpsmenn bera fyrir sig þegar minnst er á íslenska söngvakeppni. - Og hvað ef við hefðum nú lent í fyrsta sæti í ísrael? Sterkari viðbrögð íslenska forkeppnin naut tals- verðra vinsælda þótt margir fussuðu og sveiuðu yflr lögunum eins gengur. En þó að smekkur fólks sé ekki alveg í takt við þau dægurlög sem fram koma hverju sinni hafa flestir gaman af keppn- um yfirleitt og gaman af að spá í lögin sem fram koma. íslensk lög og textar vekja líka að sumu leyti sterkari viðbrögð meðal þeirra sem á hlýða heldur en erlend lög. Ég hef heyrt frá ýmsum sem alla- jafna hafa ekki mik- inn áhuga á popptónlist að þeir sakna íslensku söngvakeppnanna þar sem allir fengu að senda inn lög og nýir höfundar komu fram á sjónarsviðið. Allir muna t.d. lagið „Eitt lag enn“. Mörg lögin sem fram komu í for- keppninni en náðu ekki fyrsta sæti urðu einnig vinsæl og nokkur eru orðin að klassiskum dæg- urperlum. Því mið- ur voru aðeins örfá þeirra gefln út svo að fullt af ágætum lögum hefur gleymst. Ef þeir hjá Sjónvarpinu kjósa að velja kjólinn fyrst og svo söng- konuna sem passar í hann og hún velur síðan lagasmið eftir sínu höfði þá er lítið við því að segja. Og vissulega tókst vel til í þetta skipti. En nú hefur þessi aðferð verið notuð nokkrum sinnum og líka sú að Sjónvarpið tilnefni nokkra lagahöfunda sem keppa innbyrðis um hnossið. Er ekki kominn tími til að breyta til aftur? Því ekki að bjóða til íslenskrar söngvaveislu þar sem allir, lærðir sem leikir, fá tækifæri til að semja eitt lag enn? Ingvi Þór Kormáksson „Ef þeir hjá Sjónvarpinu kjósa að velja kjólinn fyrst og svo söng- konuna sem passar í hann og hún velur síðan lagasmið eftir sínu höfði þá er lítið við því að segja. Og vissulega tókst vel til í þetta skipti.“ Kjallarinn Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og hljómlistarmaður Með og á móti Landssíminn seldur í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks er talaö um einkavæöingu ríkisfyrir- tækja á kjörtímabilinu. Landssímann ber þar á góma og tilgreint er aö sala á því fyrirtæki skuli undirbúin. Betri Landssími „Landssími íslands var stofn- aður 1906 og fékk þá einkaleyfi til fjarskipta á íslandi eftir harð- vítugar deilur milli aðila. Eins og víðast í Evrópu var það ríkið sem sá þegnunum fyrir sima og engir aðrir. í dag, um aldar- lok, er komin samkeppni víða um lönd um leið og rík- ið breytir rík- issíma í al- menningshlutafélög. Þuríöur Backman, þingmaöur Vinstri- hreyfingarínnar - græns framboðs. Sjónarmið fortíðar eiga ekki lengur við, enda löngu sannað að þjónustan batnar við samkeppnina og verð lækkar. Á íslandi érið 1999 er þó aðeins einn valkostur í almenna símkerfinu - og enn er það Landssími íslands. Fjarskiptin eru að verða ómissandi þáttur í lífi okkar og það er tímaskekkja að ímynda sér að þeim sé best komið í höndum eins aðila - hversu góður sem hann kann að þykja. Sala Landssímans er góð fyrir alla. í fyrsta lagi njóta neyt- endur þess að fá val og heil- brigða samkeppni. í öðru lagi geta yfirvöld sinnt eftirlitshlut- verki sínu óháð hagsmunum ein- stakra fyrirtækja. í þriðja lagi verður Landssíminn laus við af- skipti ríkisvaldsins og starfar þá með viðskiptavinina í huga.“ Skammvinn lausn Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma. Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur fyrir jöfnuði og jafnrétti allra þegna þjóðfélags- ins. Til þess að ná því markmiði þarf ákveðin grunnþjónusta í velferðar- og öryggismálum að vera til staðar og hún þarf að vera rekin á félags- legum grunni, annaðhvort af ríki eða sveit- arfélögum. Þjónusta Pósts og síma er einn af þessum hornsteinum þar sem kosta verður nokkru til aö hafa þjónustuna sem jafnasta um allt land. Markaðstengt eða gróðafyr- irtæki mun draga úr þjónust- unni á þeím stöðum sem hún ber sig ekki fjárhagslega. Það á að sýna hagkvæmni í rekstri hvers opinbers fyrirtækis, en það er pólitísk ákvörðun hverju sinni hvar þjónustu er haldið uppi til að treysta byggð og hvar nýrri þjónustu er komið fyrir í land- inu. Hvert eitt starf er mikilvægt á landsbyggðinni og fækkun í op- inberri þjónustu hefur margfeld- isáhrif inn í samfélagið. Starfsör- yggi þarf einnig að vera til stað- ar, svo menn njóti sín í starfi. Sala opinberra fyrirtækja i þeim tilgangi að afla fiár til greiðslu ríkisskulda eða í ríkisreksturinn er skammvinn lausn á vanda rík- issjóðs. Vandinn getur þvert á móti skapast út um allt land og orðið ríkissjóði og sveitarfélög- um dýrari kostur þegar upp er staðið. í mörgum tilfellum má auk þess frekar tala um gjafir en sölu ríkisfyrirtækja, sbr. Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi.“ -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.