Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Page 15
FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1999 * #t*5lSÉl!£2 -2* 1 15 Hollur mat ur ódýrari Margt smátt getur gert eitt stórt. Það sannast fullkom- lega þegar neytendur venja komu sína út í sjoppu á hverjum degi í leit að fæðu eða sælgæti. Vinnandi karlar og kon- ur og nemendur flykkjast út í sjoppur og veitingastaði í hádeginu, margir hverjir alla 5 daga vinnuvikunn- ar. Einhverjir hafa þó fyrir því að smyrja sér nesti áður en þeir fara að heiman og spara með því umtalsverðar fjár- hæðir á ári hverju. En það er líka hægt að _ spara með Skyndibitar 2. Gosdrykkur í 0,5 I Samloka í sjoppu Tyggjó Samtals Pylsa í sjoppu Súkkulaöi Lítil kók í gleri Samtals plasti 120 kr. 210 kr. 50 kr. 380 kr. Verö á ári 30.000 kr. 52.500 kr. 12.500 kr. 95.000 kr. því að kaupa hið „rétta“ í búð- unum og sjopp- unum. Epli Kringla í bakaríi Mjólk, 1/4 I Samtals 20 kr. 40 kr. 20 kr. 80 kr. 120 kr. 80 kr. 80 kr. 280 kr. Verö á ári 5.000 kr. 10.000 kr. 5.000 kr. 20.000 kr. Verö á ári 30.000 kr. 20.000 kr. 30.000 kr. 80.000 kr. Dæmi um máltíð Það er líklega dýrasta næringin að fara á veit- ingastað í hádeginu. Mál- tíðin kostar auðvitað mis- mikið en oftast á bilinu 500-1200 krón- ur og er s í ð - ara verðið miðað við fyrsta flokks veitinga- stað. Það er sömuleiðis dýrt að fara út í búð eða sjoppu í hádeg- inu og kaupa sér bita. T.d. kostar smurt brauð allt frá 200 krónum og getur farið upp í 250 krón- ur fyrir matarmikinn bita. í dæmi, sem DV lagði upp, kostar samloka í sjoppu 210 krónur, hálfur lítri af gosi í plastflösku 120 krónur og einn pakki af venjulegu tyggigúmmíi 50 krónur. Mál- tíðin í hádeginu kostar sam- tals 380 krónur. Ef miðað er við að neytandi fari 5 daga vik- unnar, alla vinnuvikuna í sjoppuna, 50 vikur á ári af 52, kostar snarlið 95.000 krónur á ári. Gosdrykkurinn 30.000 krónur, samlokan 52.500 krón- ur og tyggjópakkinn 12.500 krónur. Það er því góð summa sem færi í vasa þess sem sleppti þessum kostnaði og bjargaði sér sjálfur með nesti að heiman. Annað dæmi um kostnaðarsama máltíð en mat- arminni lítur svona út: Pylsa í sjoppu kostar vun 120 krónrn-, millistórt súkkulaðistykki 80 krónur og samtals kostar þetta því 280 krónur eða 100 krónum minna. Á ársgrundvelli er vun 80.000 króna útgjöld að ræða. Pylsan kostaði 30.000 á ári miðað við jafnmargar ferðir í verslunina og áðan, súkkulað- ið 20.000 krónur og lítil kók í gleri 30.000 á ári. Þá væri hægt að ímynda sér að ein- .. staklingur með meðallaun v ' væri allt að mánuð að í vinna sér fyrir máltíðinni. Holl máltíð En það er líka hægt að kaupa sér hollari mál- tíð þótt einhverjir telji hana ekki jafnmatar- mikla. Ef keypt er epli í verslun kostar það um 20 krónur, kringla í bakaríi eða búð 40 krónur og lítil ferna af mjólk (1/4 1) kost- ar run 20 krónur. Samtals 80 krón- ur. Það er því langtum ódýrara að fjárfesta í hoil- ari mat. Samtals kostar eplið á ári 5000 krónur, kringlan 10.000 krónur og mjólkin 5000 krónur. Allt í allt 20.000 krónur eða 75.000 krón- um ódýrara en dýrara dæmið að ofan. Það get- ur sparað mikla peninga að ígrunda vandlega hvað keypt er ef nestið er keypt úti í búð. Mötuneytin á vinnustöðum bjóða þó oft upp á góðar mál- tíðir á lágu verði (stundum niðurgreiddu) en mörg hver eru ekkert ódýrari en næsta búð. Það má ekki gleyma því að það er alltaf ódýrast að koma með nestið að heiman. En það getur oft á tíðum verið þægilegra að láta aðra um að hafa fýrir því. Munurinn er hins vegar mikill og mætti nýta í sparnað með góðri ávöxtun á ári hverju. En kostnaðurinn getur líka verið meiri. T.d. ef neytandinn fer fleiri en eina og jafnvel fleiri en tvær ferðir út í verslun á hverjum degi. Þá er kostnaður- inn kominn hátt á annað hundrað þúsund árlega. En þægindin eru augljós. Sftrónusafi í dropatali Þegar nota þarf sítrónusafa í litlu magni er ráð að stinga grófri nál i sítrónuna og kreista úr henni nokkra dropa. Gatið lok- ast svo fljótlega. Einnig má nota sítrónu sem aðeins er búið að skera af, án þess að henda henni. Þá er best að pressa safann úr henni og frysta í ísmola. Ostur frystur Auðvelt er að frysta ost sem er mátulega gamall og sæmilega feitur. Osturinn er skorinn í hæfilega bita, vaflnn í ál þynnu og sett- ur í plast- poka. Þá er auðvelt að finna hann í frystiskápn- um. Osturinn geymist í 3-4 mánuði. Smjör eða smjörlíki Yfirleitt skiptir litlu hvers konar feiti er notuð við bakstur. Smjörinu fylgir sér- stakt bragð. Smjörlíkið er ódýrara. Þegar bakað er bökudeig getur smjörlíki verið betra. Nota má olíu í staðinn fyrir smjör eða smjörlíki í brauð og mjúkar kökur. Enn dl af olíu samsvarar 100 g af feiti. Dósaopnun Oft getur verið erfitt að ná lifrarkæfu o.þ.h. úr dós í einu lagi. Þetta er hins veg- ar auðleyst: ílátinu er hvolft þegar lokið hefur verið skorið af því og gert lítið gat á botninn. Er þá leikur einn aö ná innihald- inu heilu og ósködduðu úr dósinni. Is í mjólkurfernum Ef ís er búinn til í heimahúsum er til- valið aö nota mjólkurfernur undir hann. ísblöndunni er hellt í hreina fernu og síð- an er henni stungið í frystinn. Fernan er tekin utan af ísnum þegar hann er borinn á borð. Laukur flysjaður Það er óþarfi að tárast yfir lauk þegar hann er flysjaður. Settu skuröarfjöl, hníf og lauk í gegnsæjan plastpoka og hafðu hendurnar inni í honum. Þá skerð þú þann lauk sem þörf krefur án þess að fella eitt einasta tár. Þurrmjólk í bakstur Auðvelt er að nota þurrmjólk og vatn í bakstur í staðinn fyrir mjólk. Þá á að blanda mjólkurduftinu saman við mjölið. Ostaskorpan flysjuð Ostaskorpa þarf ekki að vera til vand- ræða en notaðu ekki hníf á hana heldur ostskera eða kartöfluflysjara. Osturinn ódrýgist síður og engin hætta er á að þú meiðir þig. Áleggsbakki Þegar morgunverður er borinn fram eða smurt nesti er óhagkvæmt að tína álegg saman úr ýmsum áttum í kæliskápnum. Hafðu það saman á bakka og breiddu yfir það plast eða þynnu þegar þú ert búin(n) að smyrja. Eggið spring- ur ekki Ef smágat er gert á báða enda eggsins gegnum skurn og himnu, er engin hætta að það springi í suðunni. Notaðu gjarnan títuprjón með glerhaus eða eggjanál úr plasti. Sumarskór í úrvali (5 Tegund: 3365 Stærð: 37^1 Litir: Blútt og brúnt .995 Tegund: Sopri Stærð: 36^11 Litir: Brúnt og svart Tegund: 7040 Stærð: 36-40 Utir: Svart og brúnt oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg Sími 552 1212

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.